Fréttablaðið - 24.02.2020, Side 1

Fréttablaðið - 24.02.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —4 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 2 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Snjalltækjum fylgir ekki tilkynningaskylda. Prófaðu að slökkva á áreitinu og finndu frelsið sem fylgir lífi án rauðu deplanna. Hugsaðu um tilfinningar en ekki tilkynningar. Vertu á staðnum. Tilkynningafrí UMHVERFISMÁL Fyrsta tréð í skírnar- skógi þjóðkirkjunnar verður gróður- sett í haust. Er það ekki einn skógur, heldur margir sem kirkjan hyggst koma upp víðs vegar um landið. Verður einu tré plantað fyrir hvert barn sem skírt er í kirkjunni. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, tilkynnti um áramót að þjóðkirkjan hygðist koma skírnar- skógi á fót. Nú er kirkjuráð að útfæra hugmyndina og verður lokaniður- staðan kynnt á vormánuðum eða í sumar. Tengist verkefnið hinni svo- kölluðu Grænu kirkju, umhverfis- vitundarvinnu kirkjunnar. Pétur Markan, samskiptastjóri þjóðkirkjunnar, segir að miðað við núverandi fjölda skírna séu þetta á bilinu þrjú til fjögur þúsund tré á ári. Markmiðið með verkefninu sé að tengja skírnina við umhverfisvernd og umhverfisvitund, að með hverju skírðu barni vaxi tré. Ákall sé eftir aðgerðum í umhverfismálum, sem séu jafnframt stærsta áskorun þess- arar og komandi kynslóða. „Einn af kostum kirkjunnar er að við eigum land víðs vegar um landið. Hugmyndin er að tengja ræktar- landið við hverja sókn til að hver og einn geti heimsótt skóginn á innan við klukkutíma,“ segir Pétur. Verður hvert tré merkt einstaklingnum sem skírður er. „Við erum að skoða tölu- vert mörg svæði sem eru vel til þess fallin að rækta skóglendi á. Á tals vert mörgum svæðum sem kirkjan á er skógrækt fyrir sem hægt er að bæta við.“ Í skóginum verður helst plantað annaðhvort birki eða furu en jafnframt tekið mið af stað- háttum og hvaða tegund henti best á hverjum stað. „Við förum þó ekki af stað með þetta nema í samráði við skógræktarfélög og aðra við- komandi fagaðila,“ segir Pétur. kristinnhaukur@frettabladid.is Planta þúsundum trjáa árlega Í haust verður fyrsta tréð í skírnarskógum þjóðkirkjunnar gróðursett. Verða trén merkt hverju skírnar- barni og fjölskyldur geta fylgst með vextinum. Verið er að skoða hentug kirkjulönd undir ræktunina. Einn af kostum kirkjunnar er að við eigum lönd víðs vegar um landið Pétur Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar „Bolla bolla bolla, þarna kemur krakkastrolla,“ sungu Ómar Ragnarsson og Geirfuglarnir um árið. Bolludagurinn er í dag en nóg hefur verið að gera í Bakarameistaranum og öðrum bak- aríum landsins þar sem hátíðin hefur bólgnað út á undanförnum árum. Rjómabollurnar verða sífellt frumlegri og kræsilegri en minna fer fyrir bolluvöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK STJÓRNMÁL Vigdís Hauksdóttir og Helga Vala Helgadóttir eru báðar orðaðar við forystuhlutverk í flokk- um sínum en landsfundir eru í öllum stærstu stjórnmálaflokkum lands- ins á árinu. Íslenskt stjórnmálafólk er að koma sér í gír fyrir kosningar á næsta ári og margir ræða framtíð forystu- manna flokkanna, Sósíalistar eru byrjaðir að undir- búa sína fyrstu baráttu fyrir alþing- iskosningar. – aá / sjá síðu 4 Sósíalistar eru komnir í gírinn Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.