Fréttablaðið - 24.02.2020, Qupperneq 12
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Sigurlaug Stefánsdóttir
lést á öldrunarheimilinu
Lögmannshlíð 18. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13.30.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Kollugerði fyrir
einstaka umönnun.
Stefán Steinþórs Jakobsson Soffía Sveinsdóttir
Sigurjón Jakobsson Charlotte Hannine
Sigurður Ómar Jakobsson Eva Kristjánsdóttir
Gunnar Jakobsson Margrét Kristjánsdóttir
Sunna Ósk Jakobsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kristján A. Guðmundsson
áður til heimilis að Brekkubyggð 89,
Garðabæ,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir
laugardaginn 15. febrúar sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jóna G. Gunnarsdóttir
Kristjana Kristjánsdóttir Pétur A. Maack
Hilmar S. Kristjánsson Josefine L. Kristjánsson
Ragnar K. Kristjánsson Helga Hallgrímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku sonur okkar, bróðir og mágur,
Guðjón Ingi Sigurðarson
lést fimmtudaginn 13. febrúar.
Útförin verður frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 24. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir
en þeir sem vilja minnast hans láti Lauf,
Félag flogaveikra, njóta þess.
Halldóra Kristín Guðjónsdóttir Sigurður Sigurðarson
Sara Diljá Sigurðardóttir Gísli Gautason
Giulia Mirante
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Sigríður Ólafsdóttir
Hringbraut 2a, Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 4. febrúar á
hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 27. febrúar kl. 13.00.
Jóhannes Harðarson
Ólafur Arason Agnes Arthúrsdóttir
Ingibjörg Þ. Aradóttir Guðmundur Sigurjónsson
Draumey Aradóttir
ömmu- og langömmubörn.
2 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1630 Skálholtsstaður
brennur. þrettán hús og mikil
veraldleg verðmæti fara for-
görðum.
1924 Íhaldsflokkurinn
stofnaður í Reykjavík. Hann
sameinast síðar Frjálslynda-
flokknum og tók upp nafnið
Sjálfstæðisflokkurinn.
1946 Juan Perón kosinn
forseti Argentínu.
1957 Sjómannasamband
Íslands stofnað.
2006 Íslensk kvikmynd,
Blóðbönd, frumsýnd.
2011 Geimskutlan Discovery
leggur upp í sína hinstu geim-
ferð.
Merkisatburðir
Leikritaskáldið norska Henrik Ibsen
gaf út leikverkið Pétur Gautur árið
1867. Útgáfa verksins var á dönsku
svo sem alsiða var á þessum tímum
í Noregi. Það var svo á þessum degi,
24. febrúar, árið 1876 sem leikritið var
fyrst fært upp í Ósló.
Leikritið er í fimm þáttum og er eitt
kunnasta leikverk norskra leikbók-
mennta. Verkið byggist lauslega á
norsku ævitýrapersónunni, Pétri Gaut,
en talið er að greina megi áhrif per-
sóna úr fjölskyldu Ibsen, sérstaklega
föður hans og móður. Þá telja leik-
fróðir margir að Ibsen hafi verið inn-
blásinn af ævintýrum Peter Christen
Asbjørnsen, sem gefin voru út nokkru
áður en Ibsen skrifaði verkið.
Saga verksins fjallar um Pétur Gaut,
sveitapilt sem sólundar tíma sínum
í dagdrauma og óra um hverju hann
gæti áorkað. Hann er því af ýmsum
talinn táknmynd þeirra sem tala meira
en þeir gera.
Pétur Gautur hefur margoft verið
á fjölunum hérlendis, bæði sunnan
heiða og norðan.
Þ E T TA G E R Ð I S T 24 . F E B R ÚA R 18 76
Pétur Gautur frumsýndur í Ósló
Hann er því af ýmsum
talinn táknmynd þeirra sem
tala meira en þeir gera.
Ibsen er eitt þekktasta leikskáld Noregs.
Castro bræður frá þeim tíma sem valdaskiptin urðu. Sjá má að nokkuð var af Fidel dregið, en Raúl hressilegri. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Þann 24. febrúar árið 2006 dró til tíðinda á kúbverska þinginu. Byltingarforinginn Fidel Castro lét af völdum sem forseti Kúbu og við tók bróðir hans Raúl. Af frétt-
um frá þeim tíma má ráða að um þessi
valdaskipti var alger einhugur á þinginu,
sem kom ekki alls kostar á óvart.
Saga Fidel og Kúbu er samofin. Hann
leiddi byltingaröf l ásamt öðrum bylt-
ingarforingjum og komst til valda á
Kúbu á nýársdag árið 1959. Upphaflega
tók hann sér forsætisráðherranafnbót
en síðar varð hann forseti landsins.
Í kjölfar valdaránsins tók að kólna
verulega í samskiptum Kúbu og Banda-
ríkjanna. Einkum var það vegna til-
burða Fidel að taka eignarnámi kúb-
verskt land sem áður hafði tilheyrt
bandarískum stórfyrirtækjum. Í fram-
haldi versnandi samskipta við Banda-
ríkjamenn hallaði Fidel sér að Sovétríkj-
unum og margt í stjórnarfari Kúbu um
þær mundir er beinlínis að fyrirmynd
þaðan.
Fidel og stjórn hans breyttu landinu
smám saman í f lokksræði þar sem
komið var á samyrkjubúskap í land-
búnaði, lönd tekin eignarnámi og iðn-
aður landsins þjóðnýttur.
Bandaríkjamenn höfðu horn í síðu
Fidel og vildu koma honum frá völdum
með ráðum og dáð. Í því skyni var inn-
rásin í Svínaf lóa gerð í apríl 1961, en
ætlunarverkið mistókst. Innrásarmenn-
irnir voru gagnbyltingarhersveit pólit-
ískra útlaga frá Kúbu sem naut stuðn-
ings bandarísku leyniþjónustunnar og
bandarískra hermanna. Með þjálfun og
fjárstyrk frá bandarísku leyniþjónust-
unni réðst hersveitin að byltingarher
Kúbu í því skyni að steypa af stóli ríkis-
stjórn Fidel. Sú sneypuför styrkti hins
vegar stöðu Fidel meðal Kúbverja.
Spennan magnaðist enn árið 1962
þegar skip frá Sovétríkjunum gerðu til-
raun til að flytja miðdrægar eldflaugar
til Kúbu. Bandaríkjamenn brugðust við
með því að mynda varnarhring skipa
um Kúbu sem stöðvuðu og leituðu í
öllum skipum sem hugðust sigla til
eyjunnar. Fidel óttaðist innrás Banda-
ríkjamanna og varð niðurstaðan sú að
gert var samkomulag á milli Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna þess efnis að
Sovétríkin hættu við uppsetningu eld-
f lauganna á Kúbu gegn því að Banda-
ríkjamenn hyrfu á brott frá ströndum
Kúbu og að þeir fjarlægðu sams konar
eldf laugar á Ítalíu og í Tyrklandi sem
beindust að Sovétríkjunum. Almennt er
talið að deila þessi, sem nefnd var Kúbu-
deilan, sé það einstaka atvik á tímum
kalda stríðsins sem helst hefði getað leitt
til kjarnorkustyrjaldar.
Eftir Kúbudeiluna var Kúba tryggilega
á áhrifasvæði Sovétríkjanna sem keyptu
útflutningsvörur þeirra og styrktu efna-
hag landsins með ýmsum hætti. Eftir
fall Sovétríkjanna árið 1989 lenti Kúba
í alvarlegum efnahagsþrengingum og
ekki bætti viðskiptabann Bandaríkj-
anna úr þeirri skák.
Undir lok valdatíma síns bjó Fidel við
bága heilsu og fór svo að hann eftirlét
bróður sínum, Raúl, völdin á þessum
degi árið 2006.
Fidel lést 25. nóvember 2016. Raúl
Castro var við völd á Kúbu fram í apríl
2018, þegar hann lét af embætti og varð
Miguel Díaz-Canel eftirmaður hans á
forsetastóli. Þar með lauk nærri 60 ára
valdatíð Castro bræðra, í orði kveðnu.
Frá því var gengið að Raúl sé formaður
Kommúnistaf lokks Kúbu að minnsta
kosti fram á næsta ár, endist honum
aldur. Raúl verður 89 ára á þessu ári.
jon@frettabladid.is
Þaulsetnir Castro bræður
höfðu valdastólaskipti
Fjórtán ár eru nú frá því Fidel Castro lét af völdum sem forseti Kúbu og bróðir hans
Raúl tók við. Ekki breyttist margt við þessi valdaskipti og enn heldur Raúl um stjórn-
artaumana, þó bak við tjöldin sé. Þannig hafa þeir bræður ríkt á Kúbu frá árinu 1959.
Undir lok valdatíma síns bjó
Fidel við bága heilsu og fór svo
að hann eftirlét bróður sínum,
Raúl, völdin á þessum degi árið
2006.
TÍMAMÓT