Fréttablaðið - 24.02.2020, Síða 32
Ungu áhorfendurnir hafa bæði gaman af og fræðast í leiðinni, segir gagnrýnandinn. MYND/ÁSTA JÓNÍNA ARNARDÓTTIR
LEIKHÚS
Þitt eigið leikrit II
– Tímaferðalag
Þjóðleikhúsið
Höfundur: Ævar Þór Benediktsson
Leikarar: Lára Jóhanna Jónsdóttir,
Hilmir Jensson, Ebba Katrín Finns-
dóttir, Snorri Engilbertsson og Íris
Tanja Í. Flygenring
Leikstjóri: Stefán Hallur Stefáns-
son
Leikmynd: Högni Sigurþórsson,
Magnús Arnar Sigurðarson og Her-
mann Karl Björnsson
Búningar: Ásdís Guðný Guð-
mundsdóttir
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson
Tónlist: Anna Halldórsdóttir
Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einars-
son
Myndbandshönnun: Ásta Jónína
Arnardóttir
Leikgervi: Valdís Karen Smára-
dóttir
Kosningakerfi og sértækar tækni-
lausnir: Hermann Karl Björnsson
Tæknistjórn á sýningum: Áslákur
Ingvarsson og Ásta Jónína Arnar-
dóttir
Ef t i r vænt i ng i n va r næ st u m
áþreifanleg í Kúlunni síðastliðinn
föstudag þegar Þitt eigið leikrit II –
Tímaferðalag eftir Ævar Þór Bene-
diktsson, betur þekktur sem Ævar
vísindamaður, var frumsýnt. Síðast-
liðin ár hefur Ævar Þór haslað sér
völl sem einn afkastamesti barna-
bókahöfundur landsins og er þessi
leiksýning hans önnur tilraun til
að færa hugmyndafræðina úr bók-
unum yfir á svið, þar sem áhorf-
endur geta haft áhrif á framvindu
sýningarinnar.
Anna Hönnudóttir leitar svara
um líðan móður sinnar sem berst
við óljósan sjúkdóm á spítala. Allt
í einu birtist taugatrekktur sendill
sem afhendir henni litla leðurtösku,
með honum í samfloti er undarlega
brosmildur en stífur maður (meira
að segja hárgreiðslan er undarlega
stíf ). Dularfulli maðurinn heitir
Radar og er leiðsögumaður Önnu,
því í leðurtöskunni leynist tímavél,
gjöf frá óþekktum einstaklingi.
Anna ákveður að ferðast um tímann
í leit að lækningu fyrir móður sína.
Öflugur leikarahópur
Rúmt ár er síðan Þitt eigið leikrit
- Goðsaga var frumsýnt og fram-
farir Ævar Þórs í handritavinnunni
eru töluverðar. Hér er hugmyndin
um gagnvirkt leikhús tekið föstum
tökum, nú stjórna brellurnar ekki
för heldur sagan og persónurnar.
Aðalhetjan, Anna, fer í leiðangur
til að bjarga móður sinni en endar
með því að bjarga sjálfri sér og
verða að betri manneskju. Helstu
persónur eru heilar og heillandi,
tilsvörin hnyttin og söguþráðurinn
skemmtilega úthugsaður. Sömu-
leiðis laumar hann inn f lóknum
vísindahugmyndum svo sem um
orsök og af leiðingar tímaf lakks.
Stundum tekur þó of langan tíma
fyrir persónur verksins að koma
sér að efninu sem veldur því að
sýningin er aðeins lengri en þörf er
á og persónur eiga til að tala í fyrir-
lestrum frekar en saman.
Leikarahópurinn er kannski lítill
en öflugur er hann. Önnu Hönnu-
dóttur leikur Lára Jóhanna Jóns-
dóttir af næmni og vex ásmegin
þegar líða tekur á, lokasena sýn-
ingarinnar er með því besta sem
hún hefur sýnt á sviði. Radar leikur
Hilmir Jensson af miklum húmor
en líka með miklum kærleik og
smellnum tímasetningum. Ebba
Katrín Finnsdóttir heldur áfram
að sýna hversu fjölhæf leikkona
hún er, í hennar höndum er Hanna
Önnudóttir full af kaótískri orku.
Snorri Engilbertsson nýtur sín best
sem egypski verkstjórinn en nær
ekki að vera jafn sannfærandi sem
Billi barnungi. Íris Tanja Flygenring
styður laglega við hópinn í fjöl-
mörgum smærri hlutverkum. Í
heildina vinnur hópurinn afskap-
lega vel saman, með gleðina að
vopni.
Stefán Hallur Stefánsson snýr
aftur til að leikstýra barnaleikriti
eftir Ævar Þór. Nálgun hans nú er
ferskari, liprari og atriðin f læða
vel saman. Byrjunaratriðið rímar
fallega við sýningarlok og ævin-
týrinu um hugrökku prinsessuna
er haglega þrætt inn í aðalsöguna.
Einstaka feilspor má þó merkja og
ameríska hreimnum í villta vestr-
inu mætti sleppa, grínið er ekki
nægilega fyndið fyrir svo langa
senu.
Mikið sjónarspil
Tæknin er núna frekar til stuðn-
ings heldur en sýning í sjálfri
sér eins og áður sagði, þó er hún
auðvitað mikið sjónarspil. List-
ræna teymið sem stendur að baki
tímaf lakkinu er stórt og verkefni
þess ærið. Fyrst ber að nefna leik-
myndahönnuðina Högna, Magnús
Arnar og Hermann sem í samstarfi
við Ástu Jónínu finna fjölbreyttar
leiðir til að spenna út heim þessa
litla sviðs. Mikið er treyst á mynd-
vinnslu en þau passa sig á að glæða
baksviðið lífi frekar en að fletja út,
eins og gerist alltof oft þegar unnið
er með myndbönd.
Tvennt stendur upp úr þegar
kemur að ljósahönnun Magnúsar
Arnar Sigurðarsonar. Í fyrsta lagi
þarf þor til þess að slökkva öll ljósin
á leiksviði en það borgaði sig svo
sannarlega, í öðru lagi eru loftljósin
fyrir ofan áhorfendasætin. Þau soga
áhorfendur með í tímaflakkið á ein-
faldan en áhrifaríkan máta. Geisla-
virku rotturnar standa upp úr þegar
kemur að búningahönnun og geim-
veran ógurlega er vel unnin af hendi
Valdísar Karenar Smáradóttur.
Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag
er barnaleikhús fyrir tuttugustu- og
fyrstu öldina þar sem leitað er nýrra
leiða til að kynna unga áhorfendur
fyrir töfrum leikhússins. Ungu
áhorfendurnir hafa bæði gaman af
og fræðast í leiðinni. Hér er aldrei
talað niður til þeirra heldur á sér
stað samtal milli áhorfenda, höf-
undar og leikara. Þó má nefna að
sýningin er ekki endilega fyrir
yngri leikhúsgestina sem geyma
lítið hjarta þar sem bæði öskrandi
risaeðlur og slímkenndar geimverur
bíða þeirra. En fyrir alla aðra er
óhætt að lofa góðri skemmtun sem
er pakkað inn í hjartnæma sögu um
hugrekki. Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Hjartnæmst og fjörugt
tímaferðalag sem engan svíkur.
Tímalaus leit að innri styrk
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Mánudagur
hvar@frettabladid.is
24. FEBRÚAR 2020
Hvað? Fræðakaffi/Frásagnir af geð-
veikum í Reykjavík á árum áður
Hvenær? 17.15-18.00
Hvar? Borgarbókasafnið Spönginni
Sigurgeir Guðjónsson sagnfræð-
ingur flytur erindi.
Hvað? Handverkskaffi / Prjónum
saman
Hvenær? 17.00-18.30
Hvar? Borgarbókasafnið / Árbæ
Umsjón hefur Pétur O. Heimisson.
Hvað? Ný verkefni Nato
Hvenær? 16.00
Hvar? Veröld, hús Vigdísar
Íslenskir, breskir og bandarískir
sérfræðingar fjalla um NATO.
KVIKMYNDIR
Klovn the Final
Leikstjórn: Mikkel Nørgaard
Aðalhlutverk: Frank Hvam, Casper
Christensen, Mia Lyhne
Rétt upp hönd sem hefur ekki heyrt
um Klovn! Ókei, þá þarf ekki að fara
mörgum orðum eða leggjast í djúpar
greiningar á þessu danska grodda-
gríni sem í eðli sínu er svo einfalt að
annað hvort fílar fólk fíflaganginn í
þeim Frank og Casper eða þolir þá
ekki.
Eðlilega, þar sem Klovn heyrir
undir þá tegund gríns sem er best
skilgreint sem eitur í beinum með-
virkra vegna þess einfaldlega að það
sem fyrir augu og eyru ber er svo
óbærilega vandræðalegt að verkirnir
í meðvirkninni verða að raunveru-
legum líkamlegum óþægindum.
Þetta eru svipuð einkenni og The
Office og Curb Your Enthusiasm
framkalla nema bara að þegar
Frank og Casper eru upp á sitt besta
er stingurinn í meðvirkninni eigin-
lega óbærilegur.
Klovn the Final rambar á þessum
sársaukamörkum þannig að maður
þraukar í gegnum þjáninguna ýmist
gleiðbrosandi eða skellihlæjandi
þannig að þessi þriðja og síðasta
Klovn-mynd, ef marka má yfir-
lýsingar þeirra félaga og fullyrðingu
Caspers í nýlegu viðtali við Frétta-
blaðið, er því eiginlega bara eins
góð kveðjustund og við sem elskum
að þjást í meðvirkni gátum óskað
okkur.
Fyrsta myndin var frábærlega vel
heppnuð og þar tókst þeim Casper
og Frank að fleyta þáttunum að því
er virtist áreynslulaust af skjánum á
stóra tjaldið. Og ganga meira að segja
aðeins lengra í leiðinni. Næsta mynd
var mun síðri, einhvern veginn laus-
ari í sér og meira eins og langur sam-
hengislítill sjónvarpsþáttur. Hún er
þó miklu betri en af er látið núna
þegar keppst er við að tala hana
niður í samanburði við hinar tvær í
þríleiknum.
Breytir því ekki að sú þriðja er
nánast á pari við þá fyrstu og stekk-
ur yfir alla þvæluna í númer tvö og
myndar nokkuð sterka, drepfyndna
og óþægilega heild. Frank og Casper
eru sjálfum sér líkir og klikka ekki
og komast enn og aftur upp með alls
konar rökleysu í þróun persónanna
milli mynda og þáttaraða.
Mia Lyhne er alltaf jafn yndisleg
og óbilandi sem klettur skynsem-
innar í þeim drullupolli sjálfhverfu
og sjúkleika sem tilvera Franks og
Caspers er.
Fleiri fastagestir úr þáttum og
myndum skila sínu eins og við var
að búast og Christian Østergaard
Sørensen fær meira pláss en venju-
lega og tekur góðan sprett sem Lille
Christian. Sem betur fer neitar
Klovn sér ekki um smá dvergagrín
þótt myndin beri um margt með sér
að þeir Frank og Casper standa aldr-
ei þessu vant aðeins á bremsunni í
ósmekklegheitunum.
Þórarinn Þórarinsson
NIÐURSTAÐA: Drepfyndin, óþægileg
og ógeðslega ljúf kveðjustund með
þeim Casper og Frank. Það er að segja
fyrir okkur sem munum sakna þeirra.
Hin hafa vonandi vit á því að halda sig
víðsfjarri.
Varúð: Meðvirkni lífshætta
Frank og Casper eru sem betur fer sömu fíflin og venjulega. MYND/PER ARNESEN
2 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING