Morgunblaðið - 04.12.2019, Page 1
„Mínarettan er táknræn, rétt eins
og kross á kirkjum,“ segir Karim
Askari, stjórnarformaður Stofn-
unar múslima á Íslandi.
Stór og vegleg mínaretta, eða
bænaturn, er risin við mosku félags-
ins í Skógarhlíð. Mínarettan er
rúmir þrettán metrar á hæð og alls
fóru yfir 1.200 kíló af stáli í hana.
Hún er ekki fullgerð því enn á eftir
að setja á hana álklæðningu, skraut
og ljósabúnað á toppnum.
„Þetta verður mjög fallegt og
táknrænt fyrir það frelsi og um-
burðarlyndi sem hér ríkir í garð
allra trúfélaga. Múslimar á Íslandi
lifa í sátt og samlyndi við aðra,“
segir Askari, sem segir að mínarett-
an hafi fyrst og fremst það hlutverk
að auka sýnileika moskunnar. »6
Voldugur bænaturn
reistur í Hlíðunum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ný ásýnd Mínarettan við gamla Ýmishúsið
í Skógarhlíð vekur athygli vegfarenda.
M I Ð V I K U D A G U R 4. D E S E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 285. tölublað 107. árgangur
20 dagartil jóla
Jólasveinalitabókin er á
jolamjolk.is
ERU MEÐ 1.750
STARFSMENN
UM ALLAN HEIM FJÖRUVERÐLAUNIN
ÁTTA MANNA
HÓPUR NÚ
MÆTTUR Á EM
NÍU BÆKUR TILNEFNDAR, 29 KEPPT Í GLASGOW 26VIÐSKIPTAMOGGINN
Hún segir að þjóðir sem hafi náð
bestum árangri, svo sem Eistland og
Svíþjóð, hugsi þetta þannig að allir
geti lært og að allir skipti máli. Ragn-
ar Þór Pétursson, formaður Kenn-
arasambands Íslands, segir umhugs-
unarvert að á sama tíma og stjórn-
völd hafi með margvíslegum að-
gerðum reynt að efla lesskilning
íslenskra barna sé hann að dvína. Það
sé sömuleiðis áhyggjuefni ef ójöfn-
uður í íslenskum skólum sé að
aukast; það er að tækifæri barna til
menntunar ráðist af þjóðfélagsstöðu.
Að landsbyggðin komi lakar en
höfuðborgin út í könnun PISA verði
sömuleiðis að skoða. »4
Gripið verður til margvíslegra að-
gerða til að bæta stöðu íslenskra
nemenda í kjölfar niðurstöðu PISA-
könnunar OECD sem kynnt var í
gær. Einkum verður horft til Svíþjóð-
ar og Eistlands, en í Svíþjóð er mikil
áhersla lögð á móðurmálskennslu og í
Eistlandi er hlutfall náttúrugreina af
heildarkennslu unglinga 21,3% á
meðan það er 8,1% af viðmiðunar-
stundaskrá unglingastigs grunnskóla
hér á landi.
„Við þurfum að grípa til víðtækra
aðgerða til þess að efla læsi og bæta
orðaforða og málskilning nemenda en
brýnt er að það verkefni sé unnið í
góðu samstarfi við skólasamfélagið,
sveitarfélögin og heimilin í landinu.
Reynsla annarra þjóða sýnir að mest-
ur árangur næst meðal annars með
aukinni þjálfun kennara og fjöl-
breyttari kennsluaðferðum,“ segir
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra.
Íslensk ungmenni standa verr að
vígi en önnur ungmenni á Norður-
löndum í öllum greinunum þremur
sem prófuð eru í PISA, en læsi nem-
enda á stærðfræði er yfir meðaltali í
ríkjum OECD. Ísland er eitt af þeim
sex ríkjum OECD sem hafa sýnt
framfarir í stærðfræði. Lilja segist
sannfærð um að með samstilltum að-
gerðum muni takast að bæta stöðuna.
Unnið í samráði við samfélagið allt
Morgunblaðið/Hari
Grunnskóli Staða íslenskra ung-
menna kallar nú á aðgerðir.
Útkoma úr könnun PISA kallar á aðgerðir, segir menntamálaráðherra Efla þarf læsi og
auka orðaforða Ísland stendur vel í stærðfræði Mun milli borgar og byggða þarf að skoða
„Framboðið af málverkum er talsvert um þessar mundir og eftirspurnin
meiri en oft áður,“ segir Jóhann Ágúst Hansen hjá Gallerí Fold. Tveggja
daga uppboði fyrirtækisins lauk í gærkvöld og þar seldust um 190 myndir.
Stórt málverk eftir Georg Guðna fór á 5,5 milljónir króna og landslags-
myndir eftir Kjarval voru sömuleiðis eftirsóttar en Tryggvi Páll Frið-
riksson, sem hér sést með hamarinn, sló þær hæstbjóðanda.
Landslag Kjarvals eftirsótt á uppboði Foldar
Morgunblaðið/Eggert
Ekki eru tengsl á milli nýs gjalds
sem Íslandspóstur leggur á póst-
sendingar frá útlöndum og for-
tíðarvanda í samkeppnisrekstri
fyrirtækisins. Þetta fullyrðir for-
stjórinn Birgir Jónsson, sem vísar á
bug málflutningi Neytendasamtak-
anna um forsendur svokallaðs
endastöðvagjalds. Hann segir rangt
að ekki séu fyrir hendi upplýsingar
um kostnaðinn sem liggi gjaldinu til
grundvallar. »11
Ekki vegna fortíðar-
vanda póstsins
Baldur Arnarson
Stefán E. Stefánsson
Þorpið vistfélag hefur í samstarfi
við Arctica Finance og Landsbank-
ann lokið fjármögnun smáíbúða-
hverfis í Gufunesi. Fá verkefni fá
slíka fjármögnun um þessar
mundir.
Runólfur Ágústsson, verkefna-
stjóri félagsins, segir áformað að
hefja framkvæmdir í janúar.
Byggðar verða 45 íbúðir í fyrsta
áfanga sem kostar 1,3 milljarða. Alls
verða íbúðirnar 130 og má ætla að
kostnaður verði um 3,8 milljarðar.
Framkvæmdin sætir tíðindum á
byggingarmarkaði á höfuðborgar-
svæðinu. Í fyrsta lagi vegna þess að
hún markar upphaf nýrrar byggðar
Ábatinn getur hins vegar orðið mun
meiri að uppfylltum skilyrðum.
Stjórnarformaður Félagsbústaða er
lögfræðilegur ráðgjafi að verkefninu
en hið opinbera íbúðafélag hefur
forkaupsrétt að 5% þeirra íbúða
sem reistar verða undir nafni Þorps-
ins vistfélags.
Grænt ljós á smáíbúðahverfi
Landsbankinn fjármagnar hverfi með ódýrum íbúðum í Gufunesi í Reykjavík
Frumkvöðlar verkefnisins vænta tugmilljóna hagnaðar af uppbyggingunni
MÞorpið … »6, ViðskiptaMogginn
í Gufunesi og í öðru lagi vegna lágs
íbúðaverðs. Ódýrustu íbúðirnar
munu kosta 18,8 milljónir fullbúnar.
Samkvæmt fjárfestakynningu sem
ViðskiptaMogginn hefur undir
höndum er gert ráð fyrir að tveir
hluthafar sem eiga allt hlutafé
Þorpsins vistfélags muni að lág-
marki hagnast um 60 milljónir
króna vegna uppbyggingarinnar.