Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 6
Haraldur hættir og
nýtt lögregluráð skipað
Arnar Þór Ingólfsson
Erla María Markúsdóttir
Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á
Suðurlandi, verður skipaður ríkis-
lögreglustjóri til bráðabirgða er
Haraldur Johannessen hættir störf-
um um áramót. Frá þessu greindi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra á blaðamanna-
fundi í gær. Haraldur tilkynnti sam-
starfsmönnum sínum starfslok sín í
gærmorgun.
„Ég hef óskað eftir því við dóms-
málaráðherra að láta af embætti
ríkislögreglustjóra um næstu ára-
mót og hefur ráðherra fallist á
lausnarbeiðni mína. Um leið hefur
verið óskað eftir að ég taki að mér
sérstaka ráðgjöf við ráðherra á sviði
löggæslumála, sem m.a. lýtur að
framtíðarskipulagi löggæslunnar.
Ég stíg sáttur frá borði eftir að
hafa gegnt þessu ábyrgðarmikla
starfi í 22 ár. Nú þegar boðaðar eru
breytingar á yfirstjórn lögreglumála
í landinu tel ég rétt að hleypa að nýju
fólki og er mér ljúft og skylt að vera
ráðherra í framhaldinu til ráðgjafar
um framtíðarskipulag löggæsl-
unnar,“ sagði meðal annars í bréfi
Haraldar til samstarfsmanna sinna.
Áslaug Arna sagði að starfslokin
væru í góðri sátt og hún vonaðist til
að fá öflugar umsóknir þegar emb-
ættið yrði auglýst innan tíðar. Hún
greindi frá því að Haraldur myndi
sinna sérstökum verkefnum í dóms-
málaráðuneytinu í þrjá mánuði. Að
því loknu tæki starfslokasamningur
við sem fæli í sér að ráðherra gæti
leitað ráðgjafar Haraldar á fimmtán
mánaða tímabili. Eftir það færi hann
á biðlaun.
Áslaug kynnti stofnun nýs lög-
regluráðs á blaðamannafundinum í
gær. Í því munu allir lögreglustjórar
landsins sitja, auk ríkislögreglu-
stjóra, sem verður formaður ráðsins.
Áslaug Arna segir að hugmyndin
hafi komið að utan. Telur Áslaug að
stofnun lögregluráðsins verði til þess
að minnka þá togstreitu sem hefur
verið innan lögreglunnar. Hún segir
að á vettvangi lögregluráðsins, sem
er formlegur samráðsvettvangur,
verði allar stærstu ákvarðanir sem
þarf að taka ræddar, en einnig geti
ráðið átt samráð um útboðsmál, til-
færslu verkefna og fleira. Hún
kveðst mælast til þess að ríkis-
lögreglustjóri beri stærri ákvarðanir
undir ráðið en hann fari eftir sem áð-
ur með málefni lögreglunnar.
Reynslan verði áfram nýtt
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög-
reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,
segir Harald Johannessen hafa lyft
grettistaki í störfum sínum sem
ríkislögreglustjóri.
„Ég tel að Haraldur hafi lyft
grettistaki í lög-
gæslu í landinu
og hann hefur eflt
hana og byggt
hana upp og gert
frábæra hluti
með ríkislög-
reglustjóraemb-
ættið. En svo er
það bara þannig
að samfélagið er
að þróast mjög
hratt og við þurfum öll að mæta því,“
sagði hún í samtali við mbl.is í gær-
kvöld.
Sigríður Björk sagði enn fremur
eðlilegt að Haraldur yrði dómsmála-
ráðherra til ráðgjafar varðandi mál-
efni lögreglunnar í landinu og fram-
tíðarskipulag hennar. Hann hefði
reynslu sem nýst gæti áfram innan
kerfisins. „Það er mikilvægt að það
sé samfella í lögreglunni og hvernig
hún þróast,“ sagði hún.
Spurð út í hugmyndir dómsmála-
ráðherra um stofnun lögregluráðs
sagði Sigríður Björk það vera já-
kvætt skref í löggæslumálum. Tekur
hún undir að ráðið muni tryggja að
lögreglan myndi eina samhenta heild
og minnki um leið togstreitu.
Sagður hafa lyft grettistaki í löggæslu Staðan auglýst
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýtt fyrirkomulag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
kynnti stofnun nýs lögregluráðs á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum.
Haraldur
Johannessen
Kjartan
Þorkelsson
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
1988 - 2018
Til jóla
fyrir dömur og herra
Silkislæður, hanskar, töskur,
skart, herratreflar og ilmir
Eigum alltaf vinsælu
bómullar- og velúr-
gallana í mörgum litum
Einnig stakar svartar
velúrbuxur
Stærðir S-4XL
Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur, lögg. fasteignasali
Sóltúni 20, 105 Reykjavík, s. 552 1400 og 694 1401
Grandavegur 47, 115 fm. útsýnisíbúð á 3. hæð (íbúð 308) auk
stæðis í bílageymslu, samtals ca. 138 fm. Glæsileg íbúð í vönduðu
fjölbýli við Grandaveg fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar suðursvalir
með miklu útsýni. Íbúðin er smekklega endurnýjuð og frábærlega
staðsett í húsinu með tilliti til útsýnis. Getur verið laus fljótlega.
Verð 59,8 millj.
Opið hús í dag, miðvikudag 4.12. kl. 16-17.
Grandavegur 47, 107 Rvk.
íbúð fyrir 60+
Opið hús í dag kl. 16-17
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum auðvitað mjög ánægðir
með þetta og þakklátir fyrir að hafa
fengið leyfi yfirvalda til þess að reisa
mínarettuna,“ segir Karim Askari,
stjórnarformaður Stofnunar músl-
ima á Íslandi.
Vegfarendur við mosku félagsins í
Skógarhlíð hafa tekið eftir því að stór
og vegleg mínaretta er risin á lóð
hússins. Mínarettur, eða bæna-
turnar, eru jafnan fyrir utan moskur
og þykja mikilvægt tákn fyrir sýni-
leika múslimasamfélagsins.
„Mínarettan er táknræn, rétt eins
og kross á kirkjum,“ segir Karim
Askari. Hann segir að mínarettan sé
ekki fullgerð, enn eigi eftir að klæða
hana og skreyta og koma fyrir ljósa-
búnaði á toppnum.
„Þetta verður mjög fallegt og
táknrænt fyrir það frelsi og um-
burðarlyndi sem hér ríkir í garð allra
trúfélaga. Múslimar á Íslandi lifa í
sátt og samlyndi við aðra,“ segir
Askari.
Hann segir að mínarettan auki
sýnileika moskunnar og fyrir vikið
búist Stofnun múslima á Íslandi við
fleiri gestum en áður. „Það eru marg-
ir sem vilja koma til okkar og skoða
og þeir eru velkomnir.“
Það var Teiknistofan Óðinstorgi
sem sá um hönnun mínarettunnar.
Vélsmiðja Suðurlands sá um smíðina.
„Bænaturninn er rúmir þrettán
metrar á hæð og það fóru eitthvað
um 1.200 kíló af stáli í hann,“ segir
Margrét Ósk Jónasdóttir, fram-
kvæmdastjóri Vélsmiðju Suðurlands.
Hún segir aðspurð að verkið hafi ekki
verið mjög frábrugðið öðrum verk-
efnum, þótt útkoman sé óvenjuleg.
„Við erum mikið í stálgrindum, bitum
í þak og súlum. Þetta var bara eitt af
þessum verkefnum. En þetta er mjög
flott. Ég held að þetta muni koma vel
út þegar turninn er fullgerður.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mínaretta Ásýnd gamla Ýmishússins í Skógarhlíð hefur breyst talsvert.
Þrettán metra
bænaturn risinn
Mínarettan sögð falleg og táknræn
kirkjan sé reiðubúin að skoða alla
möguleika í því efni.
Segir Pétur að erfitt aðgengi geti
verið að húsum við Laugaveg og það
hafi stundum skapað erfiðleika.
Flest á sama stað
Stór hluti miðlægrar stjórnsýslu
þjóðkirkjunnar var sameinaður í
nýja húsnæðinu, á þriðju hæð í Katr-
ínartúni 4. Þó er fjölskylduþjónustan
ennþá í Háteigskirkju og sérþjón-
ustuprestar og önnur starfsemi í
Grensáskirkju. Verslunin Kirkju-
húsið verður flutt af Laugavegi á
jarðhæð hússins við Katrínartún eft-
ir áramót. helgi@mbl.is
Biskupsstofa verður í Katrínartúni 4
næstu sjö árin, að minnsta kosti.
Gerður var leigusamningur til sjö
ára þegar Biskupsstofa flutti þangað
af Laugavegi fyrr í vetur.
Pétur G. Markan, samskiptastjóri
Biskupsstofu, segir að ódýrara sé að
leigja í Katrínartúni en miðbænum.
Hugmyndin með flutningunum sé að
draga úr rekstrarkostnaði og nota
fjármunina frekar í þjónustu.
Biskupsstofa hefur verið á Lauga-
vegi 31 frá árinu 1994, virðulegu húsi
við aðalverslunargötu bæjarins.
Húsið er í eigu kirkjumálasjóðs og er
til sölu. Pétur segir að talsvert hafi
verið spurt um eignina og þjóð-
Biskup leigir í Katr-
ínartúni til sjö ára