Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 Dóra Björt Guðjónsdóttir píratier formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs hjá Reykjavíkurborg. Eitt af því sem ráðið hefur áhuga á er að vinna gegn hatursorðræðu. Í fundargerð ráðsins frá miðjum nóvem- ber má til dæmis sjá bókun þar sem ráðið fagnar átaki borgarinnar „gegn fordómum og hatursorðræðu í garð fólks af er- lendum uppruna í borginni okkar“. Þar segir einnig að með þessu sé það „okkar ósk að skapa borg þar sem allir fá að lifa med reisn í sátt og samlyndi“.    Þetta eru auðvitað sjálfsögðmarkmið enda eiga hatur og fordómar lítið erindi í opinbera umræðu um útlendinga eða aðra.    Tveimur vikum eftir þessa bók-un ritaði formaður ráðsins grein í Mannlíf þar sem farið er ófögrum orðum um þann hóp fólks sem telst sjálfstæðismenn og með- al annars sagt að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins séu „frægir fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu. Það er orðið daglegt brauð að sýnt sé fram á spillingu kjörinna full- trúa stærsta flokks landsins án þess að það hafi neinar afleið- ingar“.    Hún bætir því við að hún hafihaldið „að sjálfstæðismenn létu sér duga að arðræna okkur Íslendinga. En nei, betur má ef duga skal til þess að fóðra þessa ómettandi græðgismaskínu sem þekkir engin takmörk“, og klykkir út með því að flokkurinn sé flokk- ur sérhagsmuna, spillingar og yfir- gengilegrar græðgi.    Getur ekki verið að þetta séhatursorðræða? Dóra Björt Guðjónsdóttir Hatursorðræða? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Jóhann Eyfells mynd- höggvari lést í gær á hjúkrunarheimili í Fredericksburg í Tex- as í Bandaríkjunum. Jóhann var fæddur í Reykjavík 21. júní 1923 og ólst upp í Þingholtunum. For- eldrar hans voru Eyj- ólfur J. Eyfells (1886- 1979), listmálari í Reykjavík, og Ingi- björg Eyfells (1895- 1977), handavinnu- kennari og kaup- maður. Jóhann fór til náms í arkitektúr og myndlist í Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum árið 1944 og stundaði einnig nám við Lista- og handíðaskóla Kaliforníu í Oakland. Í Kaliforníu kynntist Jó- hann eiginkonu sinni, Kristínu Halldórsdóttur myndlistarmanni, f. 1917 Árið 1953 tók Jóhann B.Arch- próf í arkitektúr frá Flórídahá- skóla í Gainesville og 1964 tók hann MFA-próf í skúlptúr frá sama skóla. Á seinni hluta sjöunda áratugarins vann Jóhann að list- sköpun sinni á Íslandi og kenndi einnig við Myndlistar- og handíðar- skólann í Reykjavík. Á þessum tíma voru Jóhann og Kristín mjög áberandi og framsækin í listalífinu í Reykjavík og tóku þátt í fjölda sýninga á verkum á Skólavörðu- holti. Árið 1969 varð Jóhann prófessor við Flórídaháskóla í Or- lando og starfaði þar til 1999. Jóhann hélt einka- sýningar víða um heim, meðal annars stóra og glæsilega sýningu hjá Listasafni Íslands 1992. Einnig tók hann þátt í fjölda samsýninga og tóku þau hjónin bæði þátt í ýmsum sýningum. Þá var Jóhann með Hreini Friðfinnssyni fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1993. Kristín, kona Jóhanns, lést árið 2002 og í kjölfarið lagði Jóhann allt kapp á að halda nafni hennar á lofti. Hann lét steypa fjölmarga af skúlptúrum hennar í brons og það í mörgum eintökum. Jóhann flutti frá Orlando til Texas árið 2004 og keypti þar búgarð hvar hann vann sleitulaust að listsköpun sinni hvern einasta dag. Meðal lista- verka Jóhanns má nefna Íslands- vörðuna, verk úr bronsi við Sæ- braut í Reykjavík. Sonur Jóhanns og Auðar Hall- dórsdóttur er Ingólfur Eyfells, f. 1945, verkfræðingur í Garðabæ. Andlát Jóhann Eyfells Rauntölur liggja nú fyrir um fjölda farþega sem komu með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur og Akraness síðastliðið sumar. Alls voru 190 skipakomur farþegaskipa til Faxa- flóahafna með 188.630 farþega. Fjölgun á skipa- komum var 25% milli ára og fjölgun farþega var rúmlega 30%. Nýtingarhlutfallið er í kringum 94%. Á milli ára er 28% aukning í brúttótonnum skipa. Eins og jafnan áður koma flestir ferðamennirnir frá Þýskalandi, eða tæplega 49 þúsund. Bandaríkja- menn voru rúmlega 38 þúsund og Englendingar 36 þúsund. Á heimasíðu Faxaflóahafna hefur birst listi yfir þau skip sem hafa tilkynnt komu sína til Reykjavík- ur/Akraness árið 2020. Þetta eru 82 skip og skipa- komur verða 196 talsins. Farþegafjöldinn verður rúmlega 205 þúsund. Þessar tölur munu eflaust breytast eins og jafnan gerist. Fyrsta skipið, Magellan, er bókað í Sundahöfn 9. mars. Magellan verður jafnframt síðasta skipið sem hingað kemur næsta sumar, en það er bókað 25. október. sisi@mbl.is Þjóðverjar voru fjölmennastir  188.630 farþegar komu með skemmtiferðaskipum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sundahöfn Magellan er fyrsta skipið sem bókað hefur komu sína til Reykjavíkur næsta sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.