Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 Fastus ehf | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is EINNOTA HANSKAR Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM • Fjórir litir í einu boxi • Púðurslausir • Ofnæmisprófaðir • Gott grip og passa vel á hendi BLEIKIR | GULIR | GRÆNIR | APPELSÍNUGULIR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áform Íslenska kalkþörunga- félagsins ehf. um að auka árlegt kalkþörunganám í Arnarfirði til að auka framleiðslu kalkafurða í verk- smiðju félagsins á Bíldudal eru ekki háð mati á umhverfisáhrifum, samkvæmt ákvörðun Skipulags- stofnunar. Ástæðan er ekki síst sú að þótt framleiðslan sé aukin fer kalkþörunganámið ekki yfir það heildarmagn sem heimild er fyrir, eftir umhverfismat á sínum tíma. Árleg efnistaka eykst úr 82.500 rúmmetrum í liðlega 139 þúsund rúmmetra á ári. Framleiðsla kalk- þörunga í verksmiðjunni fer úr 85 þúsund tonnum í 120 þúsund tonn á ári og eykst því um rúm 40%. Eftir ítarlega yfirferð yfir starf- semi og áform fyrirtækisins varð það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því skyldi framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar og er kærufrestur til 6. janúar nk. Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, segir að næsta skref sé að sækja um starfsleyfi til Umhverfisstofn- unar fyrir stækkun verksmiðjunn- ar. Til þess að auka framleiðsluna þarf að bæta við húsnæði og tækjakost og hefur verið áætlað að kostnaður við það nemi um millj- arði króna. Djúpkalk á undirbúningsstigi Íslenska kalkþörungafélagið er einnig að undirbúa byggingu nýrr- ar kalkþörungaverksmiðju í Súða- vík, Djúpkalk. Umhverfismat er í vinnslu og vinna við skipulag á lokametrunum. Upphaflega var áætlað að verksmiðjan gæti hafið framleiðslu á næsta ári. „Ég er að gera mér vonir um að við sjáum einhverjar stiklur á þeirri leið með vorinu, við vitum þá hvar við stöndum og getum farið að skipuleggja okkur á ný,“ segir Halldór og bætir því við að úr því sem komið er megi búast við að framleiðsla hefjist ekki fyrr en á árinu 2023. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bíldudalur Verksmiðjan er við höfnina, með hráefni og tilbúnum afurðum. Ekki þarf nýtt umhverfismat  Undirbúa stækkun Ískalks á Bíldudal Íslenska ríkið var í gær sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, en Ágústa höfðaði málið vegna ákvörðunar Lilju Al- freðsdóttur mennta- og menningar- málaráðherra um að auglýsa emb- ætti skólameistara laust til umsóknar. Málinu verður líklega áfrýjað til Landsréttar, að sögn Gísla Guðna Hall, lögmanns Ágústu. „Mér finnst litlar kröfur gerðar til stjórnsýslunnar í forsendum dóms- ins og því fullt tilefni til að áfrýja til Landsréttar,“ sagði Gísli í samtali við mbl.is í gær. Lilja auglýsti embættið laust til umsóknar frá og með komandi ára- mótum, en samkvæmt lögum fram- lengist skipunartími skólastjórn- enda um fimm ár í senn nema ráðherra ákveði að auglýsa stöðuna. Hefði skipunartími Ágústu því átt að framlengjast til ársins 2025, en til að ákvörðun ráðherra standist þarf að tilkynna hana með sex mánaða fyr- irvara. Lilja hringdi í Ágústu 30. júní og lét hana vita af ákvörð- uninni, en skrifleg tilkynning var ekki send fyrr en daginn eftir, 1. júlí, en þá voru minna en sex mán- uðir þangað til skipunartíminn átti að renna út. Í málinu taldi Ágústa að hún hefði ekki fengið tilkynninguna formlega fyrir tímamörkin og að sú ákvörðun ráðherra að auglýsa embættið hefði ekki verið málefnaleg né staðið að henni með réttum hætti út frá reglum stjórnsýslu. Ríkið var sýknað af kröfum Ágústu Elínar skólameistara Ágústa E. Ingþórsdóttir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorpið vistfélag hefur í samstarfi við Arctica Finance og Landsbankann lokið fjármögnun smáíbúðahverfis í Gufunesi. Runólfur Ágústsson, verkefna- stjóri félagsins, segir áformað að hefja fram- kvæmdir í janúar. Stefnt sé að því að afhenda fyrstu 45 íbúðirnar í mars 2021 og síð- an næstu tvo áfangana með sex mánaða millibili. Samkvæmt því yrði hverfið full- byggt í mars 2022. Alls verða 130 íbúðir í hverfinu. Kostnaður við fyrsta áfangann er um 1,3 milljarðar króna. Hefjast eftir áramót „Það er komið bindandi lánsloforð. Á föstudaginn verður hluthafafund- ur og þá köllum við inn hlutafé. Framkvæmdir munu hefjast strax eftir áramót,“ segir Runólfur. Byrjað verður á jarðvinnu en Eykt verður með verkefnið í alverktöku. Húsin verða byggð úr forsteyptum einingum frá Steypustöðinni og af- hendast íbúðir fullbúnar. Að sögn Runólfs verður nýrri tækni beitt við smíði eininganna. „Það lækkar kostnað og eykur bygg- ingarhraða. Hvort tveggja skiptir máli,“ segir hann. Yfir 1.100 umsækjendur Um 1.130 manns hafa skráð sig á lista yfir áhugasama kaupendur. Kallað verður eftir greiðslumati í janúar en ætlunin er að ljúka loka- hönnun og skipulagi í samráði við kaupendur. Þá meðal annars varð- andi deililausnir og útfærslur á sam- eign og sorp- og endurvinnslumál- um. Yrki arkitektar teikna húsin. Verð íbúða verður 18,8 til 36,1 milljón króna eftir herbergjafjölda og stærð. Þannig verða tveggja her- bergja íbúðir verðlagðar á 26,8 millj- ónir króna. „Þar þarf fyrsti kaupandi því að leggja fram 2,7 milljónir eða 10% af kaupverði í eigin fé. Það er tala sem mjög margir ráða við – mögulega með aðstoð frá fjölskyldum sínum – sem fyrstu kaup,“ segir Runólfur. Hann telur markaðinn hafa van- rækt þessa verðflokka húsnæðis. Félagsbústaðir hafa rétt til að kaupa 5% íbúðanna í Þorpinu. Fjármögnun Þorpsins tryggð  Uppbygging í Gufunesi hefst í janúar Runólfur Ágústsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er einhver frábærasta for- vörn sem fundin hefur verið upp. Fólki gefst kostur á að koma með börnum sínum og allir hafa eitt- hvað við að vera. Mér finnst þetta skrautfjöðrin í starfi UMFÍ,“ segir Guðríður Aadnegard, formaður HSK. Skrifað hefur verið undir samning um að unglingalandsmót verði haldið á Selfossi um versl- unarmannahelgina á næsta ári. Skrifað var undir í leikhléi í handboltaleik á Selfossi í fyrra- kvöld. Haukur Valtýsson skrifaði undir fyrir hönd UMFÍ og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, og Guð- ríður skrifuðu undir sem samstarfs- aðilar á Suðurlandi. Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin um verslunarmanna- helgina frá árinu 1992. Þau hafa nokkrum sinnum verið haldin á starfssvæði HSK, meðal annars á Selfossi fyrir sjö árum. Þau eru orð- in einn af áfangastöðum fjöl- skyldufólks um verslunarmanna- helgina. Keppt er í ýmsum íþróttagrein- um, bæði hefðbundnum og óhefð- bundnum. Ekki er skilyrði að vera félagi í ungmennafélagi eða stunda íþróttir að staðaldri, öll börn og unglingar á aldrinum 11 til 18 ára geta skráð sig til þátttöku. Þá eru kvöldskemmtanir og ýmsir við- burðir skipulagðir. Guðríður segir að unglingalands- mótið á Selfossi verði með hefð- bundnu sniði. Þó sé alltaf verið að leita fanga til að gera allri fjöl- skyldunni kleift að vera með, bæði yngri börnum og fullorðnum. Að þessu sinni stendur til að vera með skógarhlaup sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Þá er að sögn Guðríðar verið að huga að því að taka rafíþróttir meira inn í mótið en áður hefur verið gert. Aðstaða til mótahalds er góð á Selfossi. „Magnað er að halda svona stór mót á þessu svæði. Aðstaðan er frábær og mér skilst að frekar verði bætt í á næstu árum.“ Frábærasta forvörn sem fundin hefur verið upp  Unglingalandsmót á Selfossi um verslunarmannahelgina Ljósmynd/Umfí Mótshald Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Haukur Valtýsson, for- maður UMFÍ, og Guðríður Aadnegard, formaður HSK, skrifa undir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.