Morgunblaðið - 04.12.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 04.12.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 Í Krakkafréttum 11. nóvember sl. fjölluðum við um það að 30 ár eru liðin frá falli Berlínar- múrsins. Í grein í Morgunblaðinu 29. nóvember kveður Björn Bjarnason, fv. ráðherra, okkur hafa þar haft „ásetning um að færa söguna í nýjan búning“. Máli sínu til stuðnings vitnar hann í texta úr þættinum þar sem sagt er: „Höfuðborginni í Berlín var líka skipt í tvennt og árið 1961 var reist- ur múr til að aðgreina borgarhlut- ana. Það var líka gert til að koma í veg fyrir að fólk flyttist á milli, aðal- lega frá austri til vesturs.“ Það er flókið og vandmeðfarið hlutverk að einfalda fréttir fyrir börn, ekki síst þegar þær fjalla um viðkvæm og/eða pólitísk málefni. Eitt af því sem við leitumst við að gera er að skýra fréttir á þann hátt að við skiljum krakkana ekki eftir með vandamál heimsins á herðum sér. Þetta gerum við til dæmis með því að enda alvarlegar fréttir á ein- hverju jákvæðu, eins og hverjir séu að hjálpa eða reyna að laga það ástand sem fréttin fjallar um. Hver krakkafrétt er yfirleitt ein mínúta að lengd. Það þýðir að stór hluti af því sem við gerum er að ákveða hverju við sleppum. Það get- ur verið mjög erfitt að ákveða slíkt þegar frá mörgu er að segja. Þegar við nefnum hugtök þarf að fylgja þeim skýring þar sem við gerum aldrei ráð fyrir að áhorfendur okkar viti fyrirfram hvað þau þýða. Stundum verður það til þess að við sleppum því að nefna einhver hug- tök eða umorðum ef við höfum ekki tíma til að útskýra þau líka. Ég skil vel og finnst mjög eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um hvað eigi að koma fram í svona umfjöllun. Einmitt þess vegna reynum við að vera varkár í orðalagi. Á hinn bóginn átta ég mig ekki á því hvaða hag við í Krakka- fréttum ættum að hafa af því að reyna að „færa söguna í nýjan búning“ og það var svo sannarlega ekki ásetningurinn í fréttinni um Berlínarmúrinn. Það gleður mig að vita að fv. ráð- herra horfir á Krakkafréttir og læt- ur sig þær varða og ég þakka honum umræðuna, gagnrýnina, áhorfið og áhugann. Fyrir Björn og aðra þá sem mögu- lega eru ósáttir við fréttina mæli ég með því að prófa að skrifa pólitískt hlutlausa frétt um þetta fyrir börn, þar sem allt sem þið mynduð vilja að kæmi fram í henni komi fram með 130-150 orðum. Ef einhver gerir það, endilega sendið okkur. Hver veit, kannski yrði hún að krakkafrétt. Vandasamt að skrifa einfaldar Krakkafréttir Eftir Ísgerði Gunnarsdóttur » Það gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir og lætur sig þær varða og ég þakka honum um- ræðuna, gagnrýnina, áhorfið og áhugann. Ísgerður Gunnarsdóttir Höfundur er Krakkafréttamaður. isgerdur@ruv.is Þvert yfir sjón- varpsskjáinn er texti um að ekkert annað land í Evrópu skili jafn mörgum líkum ungra manna í skot- árásum og Svíþjóð. Sprengjuárásir hafa tvöfaldast á einu ári og Stefan Löfven for- sætisráðherra er spurður hvort hann telji að stríður straumur innflytjenda eigi þátt í hrikalegri ímynd Svíþjóðar sem núna berst út um allan heim: „Nei, þótt engir innflytjendur hefðu komið, þá væri ástandið eins miðað við sömu efnahagsforsendur.“ Samkvæmt forsætisráðherranum fæðir fátækt sjálfkrafa af sér glæpamennsku, sprengjuódæði, skotbardaga og morð í stórum stíl. En það virðist bara gilda í Svíþjóð. Af hverju hefur ríkisstjórnin þá ekki gert meira til að koma í veg fyrir glæpina?: „Enginn sá þetta koma.“ Skv. fjölmiðlum fækkar þeim stöðugt sem eru sammála foringja sænskra sósíaldemókrata. Mynd þeirra af ástandinu fer ekki saman við mynd almennings. 88% Svía telja að ofbeldið eigi eftir að vaxa eða vera í sama mæli eftir sex mánuði. Einungis 8% trúa loforði Löfvens um að leysa málin á þeim tíma. Svíar eru langþreyttir á svikn- um loforðum ríkis- stjórnarinnar um að taka ekki á móti ísl- ömskum vígamönnum, að fangelsa þjóð- hættulega leiðtoga ÍS- IS og vera með minnsta atvinnuleysi í ESB ár 2020. At- vinnuleysi Svíþjóðar er nú fimmta hæsta á eftir Grikklandi, Spáni, Ítalíu og Frakklandi. Nýlega var sprengt í fjölbýlis- húsi í Sollentuna, þar sem ég bý. Fjölmargir vinir mínir vöknuðu við háan skell þótt þeir væru töluvert frá húsinu sem sprengt var. Ásamt skotárásum, bílaíkveikjum og nauðgunum eru sprengjuárásir hversdagsmatur í Svíþjóð. Þjóðlega sprengjudeildin fæst við um fjórar slíkar í hverri viku á ýmsum stöð- um, bæði sprengjur sem springa og líka þær sem gerðar eru óvirk- ar. Frá og með næstu áramótum verða skotheld vesti hluti af útbún- aði sjúkraflutningamanna við störf í Uppsala. Glæpasérfræðingurinn A. Rostami segir ástandið í Svíþjóð minna á stríðssvæði. Talsmenn sprengjudeildar lögreglunnar segja það kraftaverk hversu fáir hafa dáið/slasast í sprengingum, t.d. í Linköping í sumar þegar um 250 íbúðir eyðilögðust. Fullyrða má að á tímabili víking- anna hafi sprengjur og skotárásir verið afar fátíðar í Svíþjóð, þótt þeim hafi fjölgað í seinni tíð. Spurningin er hvar á skalanum „eðlileg sprengjumörk“ eru í landi Línu langsokks og Emils í Katt- holti. Þ.e.a.s. hvorki fátíðar né fjöl- margar. Margir hafa lengi hrópað hástöfum og leynilögregla og varnarmálaráðuneyti hafa sent frá sér skýrslur á undanförnum árum en yfirvöld skellt við skollaeyrum. Sósíaldemókratar bera megin- ábyrgð á þessu ástandi en eru svo uppteknir af ímynd sinni í stjórn- arráðinu að þeir gæta þess ekki að vopnum lífvarðanna sé stolið. Hömlulausum innflutningi fólks fylgir gríðarlegur kostnaður og hjálpar engum að ríkið hættir fjár- greiðslum eftir 2 ár. Álagið á sveitarfélögunum er slíkt að talað er um hrun velferðakerfisins. Skv. könnun sænska sjónvarpsins í október munu allar hefðbundnar starfsgreinar sveitarfélaga lenda í samdrætti; leikskólar, grunnskólar, menntaskólar, þjónusta við aldr- aða, hreyfifatlaða, fjölskylduhjálp, íþróttir, menning, samgöngur o.fl. 82% sveitarfélaganna ætla að skera niður þjónustu og hækka skatta. Jörðin logar undir fótum sósíal- demókrata og fylgi þeirra hríðfell- ur og erkióvinurinn, Svíþjóð- ardemókratar, er stærstur. Það bætir ekki úr skák að sósíal- demókratar sömdu við íslamista um aðgang að völdum í Svíþjóð en varnarmálaráðuneytið hefur sér- staklega varað við lokuðum sam- félögum öfga-íslamista og tengslum þeirra við glæpagengi og ofbeldi innanlands. Innan ESB vill Stefan Löfven afnema neitunarvald einstakra að- ildarríkja til að „flýta fyrir af- greiðsla mála“. Ríkisstjórnin hefur fengið Google til að setja inn al- grím í sama stíl og einræðisstjórn kommúnistaflokks Kína sem sor- terar burtu gagnrýnar skoðanir og „hatursumræðu“. Facebook er með og beinar símalínur eru á milli sænskra ráðuneyta og netrisanna. Margar raddir hafa þagnað og fleiri eiga eftir að gera það. Þeir sem vara við ástandi sem komið er úr böndunum eru ásakaðir um „að vera nasistar sem krefjast frelsis til að hata“. Þeim fækkar sem þora að bera vitni og þeim mun ekki fjölga við það að ríkisstjórnin gerist netlög- regla og ofsæki alla þá sem lýsa ástandinu. Sósíaldemókratar bera ábyrgð á þeirri þjóðfélagsupplausn sem of- beldi glæpagengja hefur skapað og með því að sitja fastir í eigin glansmynd. Löng valdaseta hefur ruglað þá í ríminu og þeir halda að flokkurinn sé ríkið. Sósíaldemókratar skilgreina Sví- þjóðardemókrata sem óvini ríkisins númer eitt og fara með galdra- ofsóknum gegn þeim á sama tíma og glæpagengi, öfga-íslamistar og aðrir öfgahópar eru að taka völdin í Svíþjóð. Á meðan sósíaldemókratar hrópa hver í kapp við annan að gagnrýni á vanstjórn ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum sé „nasismi“ þá eykst fylgi Svíþjóðardemókrata að sama skapi. Ef fram heldur sem horfir, þá bíða sænskra sósíaldemókrata sömu örlög og Dorian Gray og munu þeir sjálfir breytast í þá mynd sem þeir reyna að telja öðr- um trú um að sé af stjórnarand- stæðingum þeirra í Svíþjóð. Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Spurningin er hvar á skalanum „eðlileg sprengjumörk“ eru í landi Línu langsokks og Emils í Kattholti. Það er að segja hvorki fátíðar né fjölmargar. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er íslenskur Svíi, búsettur í Svíþjóð síðan 1984. gustaf@99design.net Sænska „ímyndin“ Í umfjöllun um framgöngu Samherja í Namibíu kemur eftirfarandi fram: Þjóðþing Namibíu samþykkti lagabreyt- ingu eftir að dómsnið- urstaða hæstaréttar landsins gerði kvóta- úthlutun sjávar- útvegsráðherra ólög- lega. Í samráði við Samherja vatt ráð- herra sér þá í að breyta lögunum og afmá gildi hæstaréttardómsins. Breytingin var augljóslega í þágu sérhagsmunaaðilans og Samherji kom með beinum hætti að undir- búningi lagasetningarinnar. Þjóð- þing Namibíu samþykkti laga- breytinguna án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum. Í nýútkominni bók, Um Alþingi – Hver kennir kennaranum, eftir dr. Hauk Arnþórsson, eru settar fram ábendingar um galla á máls- meðferð Alþingis. Talin eru upp sjö atriði (bls. 49, 50) sem hugs- anlega valdi því að lög öðlist ekki lagagildi. Efst á lista yfir það sem að mati höfundar þyrfti að rann- saka er: „Hafi úrskurðir, dómar eða niðurstöður annarra valdþátta ríkisins verið teknar til baka með nýjum lögum.“ Við, ábúendur í Fossatúni í Borgarfirði, unnum mál í Hæsta- rétti gegn Veiðifélagi Grímsár og Tunguár. Eftir dóminn var veiði- félaginu ekki heimilt að leigja út veiðihús til samkeppnisrekstrar utan laxveiðitímabilsins. Í samráði við Landssamband veiðifélaga vatt Sigurður Ingi Jóhannsson, þáver- andi landbúnaðarráðherra, sér í að láta gera lagabreytingu á lax- og silungsveiðilögum til að ógilda niðurstöðu Hæstaréttar. Þjóðþing Íslendinga lét sérhagsmunaaðilann og embættismenn ráðuneytisins al- gjörlega segja sér fyrir verkum og samþykkti án breyt- inga og efnislegrar umræðu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur m.a. það hlut- verk að gæta þess að lagasetning stangist ekki á við ákvæði ís- lensku stjórnarskrár- innar. Í stjórnar- skránni er kveðið á um félagafrelsi. Komi til að einstaklingar séu skyldaðir til að vera í félagi, öndvert við félaga- frelsið, útheimtir það almanna- hagsmuni og ströng skilyrði. Eftir breytingu Alþingis á lax- og silungsveiðilögunum eru veiði- félög orðin að atvinnurekstrar- félögum, skv. lýsingu höfundar laganna. Hafa það hlutverk að standa í eignaumsýslu, markaðs- legri samkeppni og hámarka arð- semi aðildarfélaga. Upphaflegur tilgangur með stofnun veiðifélaga var að eigendur sameiginlegs fiskisvæðis stæðu saman að vernd- un fiskistofna og skiptu með sér arði af sölu veiðileyfa. Við ábúendur í Fossatúni viss- um ekki af umræddri lagabreyt- ingu fyrr en ári eftir að henni var laumað í gegnum Alþingi. Höfum síðan skrifað fjórum síðustu for- mönnum stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis og óskað eftir fundi. Bent á að ekki hafi verið kannað við lagasetninguna hvort skylduaðild að atvinnurekstrar- félagi standist ákvæði stjórnar- skrárinnar um félagafrelsi. Við höfum ekki verið virt svars. Í umfjöllun um Samherjamálið hefur Helga Vala Helgadóttir tjáð sig um aðgerðir Samherja í Nam- ibíu og brot á mannréttindum þar. Helga Vala var formaður stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar Al- þingis í tvö tímabil en lét af nefndarstörfum í september sl. Ég skrifaði henni í maí 2018. Tjáði mig um að við gömlu hjónin í Fossatúni teldum að þau mann- réttindi sem félagsfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar á að tryggja hefðu hugsanlega verið brotin í meðferð Alþingis. Óskaði eftir fundi með henni og nefndinni. Þótt mannréttindahugsun Helgu Völu nái suður til Namibíu nær hún víst ekki upp í Borgarfjörð. Henni fannst engin ástæða til að svara okkur. Helga Vala Helgadóttir var þar með algjörlega sammála Brynjari Níelssyni, formanni nefndarinnar á undan henni. Þögn var líka svarið hans. Brynjar segist vera tals- maður einstaklingsfrelsis en í hans huga þarf slíkt frelsi að vera einkavinavætt til að hafa gildi. Við hjón í Fossatúni erum utan stjórn- málaflokka og Frammarar en ekki Valsarar. Hvað vill svoleiðis fólk upp á dekk? Núverandi formaður stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar er Þór- hildur Sunna Ævarsdóttir. Hún hefur tjáð sig um Samherjamálið og furðað sig á því að heilt þjóð- þing í Namibíu hafi látið hafa sig út í að samþykkja lög sem útbúin voru af sérhagsmunaaðila til maka eigin krók. Þá hefur Þórhildur Sunna oftsinnis haldið fram mikil- vægi beinnar aðkomu einstaklinga að opinni og upplýstri umræðu til að tryggja betra siðferði. Ekki síst á Alþingi. Það var með vonarglætu í hjarta að ég skrifaði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur í september síðast- liðnum og óskaði eftir fundi með henni og nefndinni sem hún var nýtekin við formennsku í. Benti henni á að þjóðþing Íslendinga hefði samþykkt vafasöm lög skrif- uð af sérhagsmunaaðila til ógild- ingar á dómsniðurstöðu Hæsta- réttar Íslands. En Þórhildur Sunna virðist hafa miklu meiri áhuga á gallaðri málsmeðferð og siðferði þingsins í Namibíu en á Ís- landi. Vafalaust þess vegna hefur hún ekkert verið að hafa fyrir því að sýna sjálfsagða kurteisi og svara. Spurning hvort svona kvabb sé svaravert. Eða hvort tvískinn- ungur sé skilyrði fyrir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis? Kvabb eða tvískinnungur? Eftir Steinar Berg Ísleifsson » Þó að mannréttinda- hugsun Helgu Völu nái suður til Namibíu nær hún víst ekki upp í Borgarfjörð. Steinar Berg Ísleifsson Höfundur er ferðaþjónustubóndi. steinar@fossatun.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.