Morgunblaðið - 04.12.2019, Page 18

Morgunblaðið - 04.12.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 ✝ Vilborg Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 27. maí 1964. Hún lést á blóðlækn- ingadeild Land- spítalans 22. nóv- ember 2019 eftir árslanga baráttu við hvítblæði. Foreldrar henn- ar eru Jón Freyr Þórarinsson skóla- stjóri, f. 5. apríl 1936, og Matt- hildur Guðný Guðmundsdóttir kennari og kennslufulltrúi, f. 27. júlí 1935. Bróðir Vilborgar er Þórólfur landslagsarkitekt, f. 23.12. 1958, kvæntur Sig- rúnu Valgarðsdóttur, f. 16. september 1959. Vilborg giftist hinn 4. nóv- ember 2000 Össuri Geirssyni hljómsveitarstjóra úr Kópa- vogi, f. 22.11. 1961. Foreldrar hans eru Geir Friðbergsson hjúkrunarfræðingur, f. 2.1. 1932, d. 19.2. 1997, og Hólm- fríður Geirdal Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 29.4. 1936. Bróðir Össurar er Berg- ur, f. 7.8. 1970. Börn Vilborgar og Össurar eru: 1) Saga, f. 22.3. 1986, sambýlismaður hennar er listarskóla árið 2004. Vilborg hóf þegar árið 1984 kennslu meðfram námi sínu og kenndi alla tíð málmblásaranemum, lengst við Tónmenntaskóla Reykjavíkur en einnig í Skóla- hljómsveit Laugarnesskóla, sem þá hét, og Tónskóla Sigursveins. Eftir námið í Kennarahá- skólanum sá Vilborg um tón- listartíma leikskólans Álfa- bergs í tvö ár og var einnig umsjónarkennari í Kársnes- skóla 1999 til 2004. Frá unga aldri var Vilborg lausamaður í margs konar hljóðfærahópum – frá kammerverkum og stór- sveitatónlist til sviðs- og sin- fóníuverka. Vilborg var skóla- stjóri og aðalstjórnandi Skólahljómsveitar Austurbæjar frá árinu 2004 til dánardags. Félagsstörf Vilborgar innan starfsgreinar sinnar voru um- talsverð. Formannsstöðu hjá Lúðrasveitinni Svaninum gegndi hún árin 1994-2000, hjá SÍL (Sambandi íslenskra lúðra- sveita) árin 1998-2006 og hjá SÍSL (Samtökum ísl. skóla- lúðrasveita) 2012-2015. Við gerð aðalnámskrár tónlistar- skóla var Vilborg hópstjóri fyrir hljóðfærin túbu, barí- tónhorn og althorn og hún hef- ur einnig verið fulltrúi Íslands í NoMU (Nordisk Musik Union) síðan 1998. Útför Vilborgar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 4. desember 2019, klukkan 13. Anders Olsen Setså, f. 19.9. 1979. Dóttir þeirra er Freyja Matt- hildur, f. 23.11. 2018. 2) Freyþór, f. 14.6. 1993, unn- usta hans er Sop- hie Louise Webb, f. 11.12. 1993. Vilborg ólst upp á Hjallavegi í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla og Lauga- lækjarskóla. Hún fékk fyrstu tónlistartilsögn sína árið 1973 hjá Páli P. Pálssyni í Barna- lúðrasveit Reykjavíkur. Þaðan lá leiðin í Lúðrasveitina Svan og síðan Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún stund- aði nám á básúnu og baríton hjá Birni R. Einarssyni og Oddi Björnssyni samhliða námi í Menntaskólanum í Hamrahlíð en þaðan lauk hún stúdents- prófi árið 1984. Að loknu blás- arakennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1988 hóf Vilborg nám í Kenn- araháskóla Íslands og lauk þaðan B.ed.-gráðu árið 1991 með tónmennt sem valgrein. Vilborg öðlaðist prófdóm- araréttindi prófanefndar tón- Það var erfitt að fá fréttirnar af yndislegu Vilborgu frænku minni. Við ólumst upp saman, hún ári yngri en ég. Vilborg svo skemmti- leg og sæt, mikill fjörkálfur, glöð og kát. Ég leit upp til hennar, ég vildi gjarnan gera eins og hún. Við dönsuðum og spiluðum og lékum okkur saman. Við lékum báðar á hljóðfæri og ég man eftir því þeg- ar að ég fékk að mæta á hljóm- sveitaræfingu með henni, það var mikill heiður fyrir mig. Við vorum góðar vinkonur alla tíð og ég gat alltaf leitað til hennar. Við vorum í góðu sambandi þó að við værum ekki alltaf á sama stað. Stundum vorum við á sitthvoru landshorn- inu og stundum í sitthvoru land- inu. Við hugsuðum til hvorrar annarrar á ýmsum stundum og höfðum þá gjarnan samband. Þegar ég spilaði í Strømsgodset musikkorps, marseraði um götur í Drammen, þá var Villa frænka með mér í anda. Ég sagði við fólk- ið mitt, Vilborg ætti að sjá mig núna, hún yrði stolt af mér. Það skipti mig máli. Við lékum okkur saman í móan- um í Kleppsholtinu í Reykjavík og á Ásbrautinni í Kópavogi hjá ömmu og afa. Við vorum gjarnan klæddar eins, vorum saman í Ís- aksskóla og í þjóðdönsunum í ís- lenskum þjóðbúningi. Seinna þeg- ar við eignuðumst börnin okkar studdum við hvor aðra, skiptumst á ráðum varðandi barnauppeldið og skiptumst á reynslusögum og hlógum saman. Við höfðum báðar áhuga á hestamennsku, það var skemmtilegt og við hittumst á hestamannamótum. Það var ynd- islegt þegar Saga dóttir Villu kom til okkar og keppti á hestbaki á Hellu. Það var gaman að koma á fal- legt heimili fjölskyldunnar að Marbakka. Listamannaheimili, músík og dans. Tónlist sköpuð og kennd áfram til yngri kynslóða. Þið hjónin svo samhent og metn- aðurinn mikill. Gaman að fylgjast með syni ykkar og tengdadóttur í dansinum á meistarastigi. Árang- urinn ævintýri líkastur. Dóttir ykkar dýralæknir í Noregi og litla barnabarnið svo yndislegt og tengdasonurinn. Missir ykkar er mikill, megi góður guð styrkja ykkur. Ég kveð sorgmædd Vilborgu frænku mína og vinkonu, minning þín lifir. Megir þú hvíla í friði í draumalandinu. Sigríður Pálína Arnardóttir. Elsku Villa. Þetta er svo mikil sorg. Þetta er svo mikill missir. Fyrir mánuði sátum við saman í okkar árlega fyrsta vetrardagsboði og bolla- lögðum samspil. Drauminn okkar beggja um að kalla aftur saman brasskvintett. Og búa líka til 20 manna brassband eins og við spil- uðum í uppi í Tónó. Ég að draga fram Es-túbuna og þú barítóninn góða sem þú lést hljóma svo ein- staklega vel. Þegar ég hugsa til baka held ég að við höfum bolla- lagt þetta sama öll síðustu árin. Held að við höfum árlega síðustu tvo áratugi tekið svona spjall. En því miður varð ekkert úr. Vissu- lega hittumst við og spiluðum saman hér og þar. Fyrr og síðar. Oft og mikið. Í alls konar hljóm- sveitum, litlum og stórum. Það er eftirminnilegt þegar við spiluðum brasskvintett á svölum Gröndals- húss við Þingholtsstræti fyrir nokkrum árum. Það er ekki síður eftirminnilegt þegar við örkuðum fram og aftur Laugardalshöllina og Broadway með þeirri ótrúlegu uppfinningu sem Dixie-bandið var á þessum tíma. Þegar við lékum dixie um hánótt í Vestmannaey- jabæ á Landsmóti og teymdum allt ballið út úr húsinu. Þegar við spiluðum fyrir heilu balli í Hreyfilshúsinu klassíska dixie- land-músík. Kvintettinn í öllum brúðkaupunum. Sátum saman dag eftir dag á æfingum úti í Hagaskóla með Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar. Ef ég gæti lagt saman alla taktana og tónana sem við spiluðum saman í gegnum öll árin er ég eiginlega alveg viss um að með engum hef ég spilað fleiri í gegnum tíðina. Bræðralag túbunnar og barítónsins í kjallar- anum er sérstakt og þar slógu hjörtu okkar í takt. En nú verður ekki spilað meira saman að sinni. Barítóninn er stundum kallaður fagurhljómi enda honum ætlað að setja mark sitt á lúðrahljóminn með sinni fögru rödd og fallegu laglínum sem fyrir hann eru skrif- aðar. Þinn fagri hljómur mun svo sannarlega áfram óma. Elsku Villa. Takk fyrir samleið- ina og allt samspilið. Elsku Össur, Saga, Freyþór, Matthildur og Jón Freyr. Mínar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar allra. Minning um einstaka eiginkonu, einstaka móður, einstaka dóttur og ein- stakan vin mun lifa. Sigurður Smári Gylfason. Fyrirmyndin mín, Vilborg Jónsdóttir, er nú fallin frá langt um aldur fram. Um leið og ég átta mig á því hversu stutt og ósann- gjarnt lífið er get ég ekki annað en verið óendanlega þakklát fyrir að fá að tilheyra þeim hópi fólks sem fékk að komast í kynni við hana. Vilborg lífgaði upp á tilveru hvers og eins sem hún talaði við. Stutt samtal við hana gat gjörbreytt hverjum degi til hins betra og ég kvaddi hana ávallt með gleði í hjarta. Þær ótalmörgu ferðir sem við í hljómsveitinni fórum með Vil- borgu munu ætíð standa upp úr sem hluti af gleðilegustu minning- um barnæsku minnar. Allar æf- ingabúðirnar í Þorlákshöfn, þá sérstaklega þegar við spiluðum lag með íþróttalegu þema, og Vil- borg tók upp á því að seilast eftir bolta og sparka honum upp í loftið sem svo lenti á nónastatífi eins saxófónleikarans. Í þeirri ferð var vægast sagt mikið fjör. Auk beggja Katlagilsferðanna, sér- staklega í þeirri sem hún splæsti ís á alla línuna sem vakti mikla lukku. Ítalíuferðar hljómsveitarinnar, sem farin var sumarið 2017, mun ég ætíð minnast með hlýju í hjarta. Til dæmis þegar hljóm- sveitin spilaði hálft lag inni í Aren- unni í Verona áður en við vorum rekin út, og síðar í 3.000 metra hæð á Sas Pordoi-fjallinu í Suður- Týról, og svo auðvitað þegar við skelltum okkur í rússíbana í Gardalandi, mikið var það góður dagur. Vilborg var sá besti leiðbein- andi sem ég hef kynnst. Metnaður hennar og eldmóður skein ræki- lega í gegn í hverju einasta verk- efni sem hljómsveitin tók sér fyrir hendur, sem skilaði sér til okkar hinna. Þá skipti ekki máli hvort verkefnið fólst í að æfa fyrir næstu vortónleika í Langholts- kirkju, kvikmyndatónleika í Hörpu eða bara jólaföndur í Breiðagerðisskóla. Ég mun sakna þess að mæta á æfingar þar sem alltaf skein í gegn hve mikið þér þótti vænt um starfið þitt, að sitja á jóla- og vor- tónleikum í Langholtskirkju full eftirvæntingar og sjá þig brosa þínu breiðasta til okkar, árlegu ræðunnar þinnar um hóflegt magn af sælgæti í æfingaferðum og auðvitað hlýrrar og mannbæt- andi nærveru þinnar. Blessuð sé minning þín. Sólrún Dögg Jósefsdóttir. Við samstarfsfélagar Vilborgar á vettvangi stjórnunar hjá Skóla- hljómsveitum Reykjavíkur kveðj- um góða konu. Vilborg var öflugur og hlýr samstarfsmaður. Hún trúði á tónlist og lífsgæðin sem fel- ast í tónlistariðkun. Hún helgaði líf sitt tónlistarstarfi með börnum og ungmennum og kom víða við í þeim efnum. Metnaður hennar og kraftur í starfi var einstakur og nutu nemendur hennar og sam- starfsfólk forystu hennar. Undir hennar stjórn blómstraði starfið í Skólahljómsveit Austurbæjar í 15 ár. Þar snerti hún við lífi margra, tók alla nemendur undir sinn væng og hlúði að og hvatti af mik- illi umhyggju. Hún laðaði þannig að sér bæði nemendur og foreldra og úr varð þétt samfélag hjálp- semi, virðingar og hlýju. Vilborg elskaði starfið með samkennurum og nemendum og lagði allt undir alla daga til að það væri þeim líka gjöfult og gott. Hún var traust, fagleg og fram- sækin. Vilborg tók að sér verkefni úr ýmsum áttum og steig hún oft- ar en ekki fram með hugmyndir sem hún svo framkvæmdi af mikl- um móð. Þannig fór hún með hljóðfærahópa og hljómsveitir um allt hverfi skólahljómsveitarinnar, lék á hátíðum og uppákomum í skólum og leikskólum. Hún keyrði áfram þróunarverkefni í hljóm- sveitarstarfinu og var í samstarfi við ýmsa aðila með þátttöku og oft nýbreytni að leiðarljósi. Hljóm- sveitirnar voru undir hennar stjórn sýnilegar og mjög virkar. Tónleikar skólahljómsveita eru alltaf fjölsóttir og Vilborg lagði sig mjög fram um að verkefnavalið væri krefjandi og líka skemmti- legt fyrir bæði nemendur og áheyrendur. Undir hennar stjórn komu hljómsveitir fram víða, léku með Sinfóníuhljómsveit Íslands, með öðrum tónlistarhópum og á Barnamenningarhátíð. Vilborg hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundasviðs árið 2013 fyrir framúrskarandi starf með skóla- hljómsveit sinni. Vilborg lagði sig fram um að rækta tónlistarmanninn í hverju hjarta í nemendahópnum og steig mörg aukadanssporin til að nem- endur upplifðu tónlist sem nauð- synlegan og ríkulegan hluta af lífi sínu. Margir nemendur og for- eldrar minnast samspilshópanna sem hún stóð árum saman fyrir með þeim nemendum sem voru á fermingarári. Æfði hún upp smærri hópa og fór með þeim á milli fjölskylduboða þar sem þau léku saman fyrir gesti. Skólahljómsveit Austurbæjar, nemendur, foreldrar og sam- starfsfólk var önnur fjölskylda Vilborgar. Þegar Vilborg veiktist bað hún um að fá að fylgjast með starfinu og var þeim sem leystu hana af ómetanlegur stuðningur og góður vinur. Andlát Vilborgar Jónsdóttur var okkur öllum harmafregn. Að missa samstarfs- félaga í blóma lífsins er mikið áfall. Vilborg var sterk stoð í starfinu og dýrmæt fyrirmynd. Við færum félaga okkar Össuri Geirssyni, skólahljómsveitar- stjóra og eftirlifandi eiginmanni Vilborgar, og börnum þeirra og ungu barnabarni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Einnig viljum við færa foreldrum Vilborgar, Matthildi og Jóni Frey, samúðar- kveðjur. Þakkir færum við allri fjölskyldunni fyrir einlægan áhuga og stuðning við starf Vil- borgar á vettvangi Skólahljóm- sveitar Austurbæjar. Einar Jónsson, Ingi Garðar Erlendsson, Lárus Halldór Grímsson, Sandra Rún Jóns- dóttir, Snorri Heimisson og Sigfríður Björnsdóttir. Það er þyngra en tárum taki að skrifa þessi fátæklegu kveðjuorð á slíkri sorgarstundu. Lúðrasveitin Svanur sér á bak Vilborgu Jóns- dóttur eða Villu, einum kröftug- asta liðsmanni sínum síðustu ára- tugina. Blásarasveitin handan móðunnar miklu hefur fengið ómetanlegan liðsstyrk. Við Villa gengum í unglinga- deild Svansins árið 1976 ásamt stórum hópi krakka, sem margir hverjir eru enn í dag perluvinir og sálufélagar. Hópurinn stækkaði, þéttist og efldist í starfi á næstu árum og Villa lék jöfnum höndum á básúnu og barítónhorn, hvort tveggja af mikilli list. Þessi hópur myndaði síðan sterkan kjarna í fé- lagsstörfum Svansins og átti Villa þar einna stærstan hlut að máli. Auk þess að spila með sinnti hún nefndar- og stjórnarstörfum, gegndi formennsku árin 1994- 2000, stjórnaði sveitinni af og til og svo mætti lengi telja. Villa átti auðvelt með að miðla af þekkingu sinni og reynslu og því var stjórnandahlutverkið við skólalúðrasveitir henni í blóð borið. Margir nemenda hennar hafa komið í Svaninn í gegnum tíðina og blásið enn meira lífi í starf okkar. Hún sáði með starfi sínu mörgu tónlistarfræinu, sem mun án efa bera enn frekari ávöxt um ókomna tíð. Svanurinn hefur misst einn sinn ötulasta félaga. Villa starfaði fyrir sveitina af mikilli alúð og atorku í yfir 40 ár og var ávallt reiðubúin að hlaupa undir bagga, þegar á reyndi. Fallinn er góður félagi. Svanurinn sendir Össuri, Sögu, Freyþóri, Jóni Frey, Matthildi og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. F.h. Lúðrasveitarinnar Svans, Snorri Valsson. Það var okkar gæfa að Svan- urinn stofnaði unglingadeild árið 1976. Sá félagsskapur mótaði okkur á unglingsárunum og vin- átta og kærleikur sem aldrei hef- ur borið skugga á varð til. Lúðra- sveitaræfingar, tónleikar, utan- landsferðir, landsmót, útilegur, árshátíðir og partí. Þegar við svo þroskuðumst sem hljóðfæraleik- arar varð til Big Band og Dixie Band sem gerðu garðinn frægan. Í þessari miklu nánd, samvinnu og samveru varð til ótrúlega öfl- ugur og samheldinn vinahópur sem hefur haldið saman alla tíð síðan. Villa var einn af hornstein- um þessa hóps. Minningarnar um Villu eru margar á svona löngum tíma. Hún var einn allra besti hljóð- færaleikarinn í hópnum og þó víð- ar væri leitað. Spilaði jöfnum höndum á básúnu og barítónhorn. Hún bjó yfir mikilli leikni á barí- tóninn og tónninn hennar alveg einstaklega fallegur. Atli Magnússon segir enda í 50 ára af- mælisriti Svansins um jöfn kynja- hlutföll í Svaninum á þessum árum: „Flestar leika þær á klarin- ett og flautur, þótt hins gerist einnig dæmi að þær hafi tekið sér umfangsmeiri hljóðfæri í hönd, eins og Vilborg Jónsdóttir sem leikur á barytonhorn og það af snilld sem margur mætti öfund- ast yfir!“ Við minnumst Villu fyrir henn- ar einstöku hláturmildi. Skelli- hlátur hennar hljómar nú í eyrum okkar sem aldrei fyrr. Villa var frábær dansari enda skipulagði hún dansæfingar hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar í nokkur ár og það var tími sem gerði okk- ur að betra fólki og að miklu betri vinum. Við gengum í Toskana á Ítalíu. Við gengum um Aðalvík og á Straumnesfjall með fjölskyldum okkar. Við höfum gert svo ótrú- lega margt saman. Sextán talsins höfum við hist yfir mat og drykk fyrsta vetrar- dag ár hvert frá árinu 1993. Síð- asti fundur okkar var einmitt 2. nóvember sl. Og mikið var gam- an. Og mikið var hlegið. Og mikið var borðað og drukkið. Ekki grunaði okkur þá að aðeins 20 dögum síðar mundi fækka í hópn- um. Við vissum vel að Villa væri mikið veik þó svo að hún bæri það sko ekki með sér eins og hún geislaði af fegurð og gleði þessa yndislegu kvöldstund. Öll trúðum við því að hún mundi ná sér. Ekkert okkar grunaði að svona færi. Svona hratt! Það verður með eftirsjá og það verður öðruvísi þegar við hitt- umst að ári, þá aðeins 15 talsins. Það verður samt lagt á borðið fyrir Villu og hennar dillandi hlátur mun áfram hljóma við matarborðið alveg eins og henn- ar undurfagri barítónhljómur mun óma svo lengi sem við drög- um andann. Elsku Össur. Mikill er þinn harmur. Elsku Saga og Freyþór, elsku Jón Freyr og Matthildur. Mikill er ykkar missir. Minningin um alveg einstaka manneskju, frábæran vin, frábæra mömmu, frábæra ömmu, einstakan hljóð- færaleikara og umfram allt frábæra manneskju mun ylja Vilborg Jónsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.