Morgunblaðið - 04.12.2019, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019
✝ Áslaug Magn-úsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 20.
nóvember 1924.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
25. nóvember 2019.
Foreldrar hennar
voru Magnús Böðv-
arsson, bakara-
meistari í Hafn-
arfirði, f. 13. júlí
1887, d. 1944, og
kona hans Sigríður Árný Eyj-
ólfsdóttir húsmóðir, f. 21. mars
1897, d. 1983. Systkini Áslaug-
ar eru: Kristín, f. 12. júlí 1919,
d. 2007, Gunnar, f. 1921, d.
1994, Magnús Stephensen, f.
1922, d. 2009, Sigríður Guðrún,
f. 1927, sem lifir systur sína.
Áslaug fór í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur og handavinnu-
skóla í Kaupmannahöfn. Hún
vann á Skattstofunni í Hafnar-
firði í 12 ár og var virk í fé-
lagsstarfi í Vorboðanum, félagi
dóttir, f. 1984, börn þeirra:
Helga Sóley, Rebekka Lena og
Agnes Lilja. Gunnar Helgi, f.
1987, sambýliskona hans er
Rósa Guðjónsdóttir, f. 1986,
börn þeirra: Klara og Elías
Bergur. 2) Bjarni, f. 1953, maki
Ragnheiður Gunnarsdóttir, f.
1953, börn þeirra: Íris, f. 1977,
maki Karl Sigfússon, f. 1977,
börn þeirra: Selma, Hilmar og
Þóra. Snædís, f. 1986. 3) Árni
Sigurður, f. 1955, maki Katrín
Guðný Alfreðsdóttir, f. 1957,
börn þeirra: Dagfinnur Helgi, f.
1980, börn hans eru Angela Ýr
og Natalie Myrra. Áslaug Krist-
jana, f. 1989, maki Borgar
Jónsson, f. 1986, börn þeirra:
Laufey Líf og Salka Líf. Magn-
ús Snær, f. 1993, sambýliskona
Álfrún Ýr, f. 1993. 4) Magnús,
f. 1955, maki Ásrún Ingólfs-
dóttir, f. 1955, börn þeirra:
Ingibjörg Ösp, f. 1979, maki
Brynleifur Birgir Björnsson, f.
1977, börn þeirra: Birkir Snær,
Magnús Breki og Björn Hlynur.
Árni Davíð, f. 1993, unnusta
hans er Sigrún Hannesdóttir, f.
1995.
Útför Áslaugar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4.
desember 2019, klukkan 13.
sjálfstæðiskvenna í
Hafnarfirði, og
Hringnum
styrktarfélagi. 17.
desember árið
1949 giftist Áslaug
Snæbirni Bjarna-
syni tæknifræðingi,
f. 6. janúar 1924, d.
1981. Hann var
sonur Bjarna Snæ-
björnssonar, læknis
í Hafnarfirði, og
Helgu Jónasdóttur húsmóður.
Börn Áslaugar og Snæbjarnar
eru: 1) Helga, f. 1950, eigin-
maður hennar var Gunnsteinn
Stefánsson, f. 13. júní 1947, d.
1. mars 2019, börn þeirra: Snæ-
björn, f. 1980, maki Jennifer E.
Green, f. 1979, börn þeirra:
Hekla Lóa og Magni Valur.
Stefán Sturla, f. 1981, maki Al-
is Heiðar, f. 1985, börn þeirra:
Steinar Thor, Finnur Steinn og
ónefndur drengur. Árni Pétur,
f. 1984, maki Sandra Gests-
Elsku mamma lést á heimili
sínu Hrafnistu í Hafnarfirði 25.
nóvember síðastliðinn. Við fjöl-
skyldan héldum henni vel heppn-
aða afmælisveislu þegar hún varð
níræð. Á leið heim úr gleðskapn-
um hafði hún á orði við okkur
hjónin að líklega ætti hún eftir að
verða 95 ára. Við þetta stóð
mamma og lést fimm dögum eftir
að þeim áfanga var náð.
Við tókum mark á þessum orð-
um þar sem hún hafði sýnt okkur
að hún hafði ríkt innsæi í eigin
líðan. Við gátum treyst því að ef
hún kvartaði var vert að hlusta.
Við þessi tímamót streyma nú
minningar fram og ég fyllist
söknuði en ylja mér stolt við góð-
ar minningar. Mamma var heil-
steyptur persónuleiki, afar góð
okkur öllum, börnum mínum og
barnabörnum. Hún tókst á við
áföll með þrautseigju og seiglu,
var trúuð kona og fór með bænir
sínar á kvöldin alla tíð. Hún
ræktaði garðinn sinn, var fé-
lagslynd og áhugasöm um frænd-
garðinn og samferðafólk. Hún
átti auðvelt með samskipti, var
umhyggjusöm og gat glaðst með
öðrum.
Mamma ólst upp á Lækjar-
götu 11 á fallegum stað við læk-
inn í hjarta bæjarins. Húsið
byggðu þau afi Magnús og amma
Sigríður en börnin voru fimm.
Það gladdi mömmu að fylgjast
með hversu vel hefur verið hugs-
að um húsið alla tíð.
Við systkinin erum fædd fjög-
ur á fimm árum svo það varð
fljótt annasamt heimilislífið. For-
eldrar mínir keyptu efri hæð í
húsi föðurforeldra minna á
Kirkjuvegi 5. Mamma var heima-
vinnandi, flink í höndunum og út-
sjónarsöm. Hún saumaði fötin á
okkur, bjó til leikföng, hafði list-
rænt auga og ánægju af að skapa
og búa til gjafir. Margt fallegt gaf
hún mér við ýmis tækifæri sem
hún hafði saumað og föndrað.
Góðar minningar eigum við
systkinin um sumarbústaðardvöl
í Sléttuhlíð en þar leigðu þau bú-
stað í nokkur sumur meðan við
vorum lítil. Við fluttum á vörubíl í
byrjun sumars og heim aftur í
ágústlok. Faðir okkar sótti vinnu
í bænum, tók þvottinn og keypti
inn. Foreldrar mínir voru sam-
stillt um uppeldi og heimilis-
rekstur, voru gestrisin og höfðu
ánægju af að bjóða heim vinum
og ættingjum. Hjónin nutu hvíld-
ar í íslenskri náttúru og gripu
tækifærin til þess að fara í tjaldú-
tilegur og stunda lax- og silungs-
veiðar.
Mamma varð fyrir þeirri miklu
sorg að missa föður minn allt of
snemma en hún varð ekkja 56
ára. Það var henni þungbært.
Hún og föðuramma mín Helga
bjuggu saman á Kirkjuvegi 5
hvor á sinni hæðinni í 10 ár eftir
að mamma varð ein. Þær áttu fal-
legt samband sem einkenndist af
væntumþykju og virðingu. Einn-
ig var kært með mömmu og
systrum hennar. Þær hugsuðu
vel hvor um aðra og nutu stund-
anna saman. En Rúrý lifir systur
sínar.
Þær voru virkar í starfi eldri
borgara. Mamma var prýðilegur
bridgespilari og spilaði af metn-
aði. Hún hélt iðulega ró sinni, var
létt í lund en ef það var þungt í
henni og maður spurði nánar út í
það var skýringin oft sú að hún
hefði fengið slæm spil eða spilað
af sér. Það gat setið í henni.
Við mamma höfum alla tíð haft
góð og náin samskipti. Nú er
komið að leiðarlokum og ég
þakka elsku mömmu minni sam-
fylgdina, megi hún hvíla í friði.
Helga.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
„Þetta verður allt í lagi.“ Þessi
orð hljómuðu af vörum elskulegr-
ar tengdamóður minnar á 95 ára
afmælisdegi hennar 20. nóvem-
ber. Allir skildu þetta, hún var
sátt. Áslaug lét sig velferð allra
varða, var mjög vinarækin, hafði
húmor fyrir sjálfri sér og var um-
fram allt sérlega góð og hjartahlý
kona sem vildi öllum vel. Á langri
ævi lagði lífið henni á herðar
ýmsar byrðar sem hún komst í
gegnum af æðruleysi og dugnaði.
Umhverfi hennar bar vitni um
djúpt fegurðarskyn og smekk, og
ekki ofsögum sagt að hún hafi
verið lekker alla tíð.
Ég kveð tengdamóður mína
með trega og söknuði, en er jafn-
framt ólýsanlega þakklát fyrir að
hafa átt hana að í næstum 43 ár.
Nú hefur Áslaug Magnúsdóttir
lokið verkum sínum hér hjá
okkur. Hún hefur haldið á vit
feðra sinna og er komin á þann
stað sem hún trúði svo einlæg-
lega á allt sitt líf og hefur samein-
ast Snæja sínum.
Blessuð sé minning Áslaugar
tengdamóður minnar.
Ásrún Ingólfsdóttir.
Elsku amma Ása er látin, 95
ára að aldri.
Það sem einkenndi ömmu var
mikil hlýja, gleði og umhyggju-
semi. Alla tíð sýndi hún mér og
fjölskyldu minni athygli og alúð,
alltaf vildi hún heyra hvað væri
að frétta af okkur. Allt til enda
var hún að fylgjast með hvað við
værum að gera og hvernig við
hefðum það.
Sem barn var ég mikið hjá
ömmu og á dýrmætar minningar
af Kirkjuveginum. Var ég oft hjá
henni á morgnana áður en ég fór í
skólann í fyrsta bekk. Ófáar
stundir vorum við saman í eld-
húsinu að borða egg í brauði og
leggja kapal. Amma gaf mér 10
kr. í hvert sinn sem kapallinn
gekk upp, grunsamlegt fannst
henni hversu oft kapallinn gekk
upp, en amma fetti ekki fingur út
í það. Svo gengum við saman í
skólann og hún fór í vinnuna á
skattstofunni. Amma kenndi mér
kvöldbænirnar og var dugleg að
fara með mig í sunnudagaskól-
ann í Fríkirkjunni.
Amma var alltaf vel tilhöfð og
fín. Hún lagði mikið upp úr því að
hafa fínt heima hjá sér og
skreytti til að mynda fallega fyrir
jólin. Ég mun sakna þess að kíkja
til hennar fyrir jólin. Amma var
veisluglöð kona, hélt alltaf upp á
afmælið sitt og oftast hittist fjöl-
skyldan í kaffi á afmælisdegi afa
Snæbjarnar heitins á þrett-
ándanum.
Kveð þig með þakklæti og
hlýju, elsku amma.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ingibjörg Ösp Magnúsdóttir.
Þegar ég rifja upp allar þær
minningar sem ég á um ömmu
Ásu raðast þær ekki upp í línu-
lega frásögn, heldur koma til mín
í brotum. Margar þeirra eru frá
barnæsku. Ég man eftir hvítum
bíl sem sótti mig í skólann, man
eftir eplaköku sem hún færði mér
þegar ég var veikur heima, eftir
sjónvarpsholinu á Lækjargötu
þar sem við amma horfðum á
gamlar, svolítið skrýtnar mynd-
bandsspólur sem hún hélt sjálf-
sagt að væri barnaefni. Þessar
minningar eru ofur hversdags-
legar en leita engu að síður
sterkt á mig nú þegar amma hef-
ur kvatt okkur. Yfir þeim öllum
hvílir sú einstaka nærvera sem
amma hafði, einhver friðsæl ró og
kærleikur sem einkenndi allt
hennar fas. Það var gott að vera í
kringum ömmu Ásu, sérstök
hlýja stafaði af henni sem ég finn
fyrir frá fyrstu minningum um
hana til hinna síðustu. Öllu sem
maður gerði sýndi amma Ása ein-
lægan áhuga, helst vildi hún vita
allt um alla: „Ef maður spyr aldr-
ei veit maður ekkert,“ sagði hún
gjarnan þegar hún rak mann á
gat með einhverja vitneskju, og
þá var manni hollast að rannsaka
málið fyrir næstu heimsókn.
Amma Ása náði 95 ára aldri,
tími sem virðist næstum eins og
heil eilífð. Það er tómleiki og
söknuður sem fylgir því að geta
ekki lengur gengið að ömmu
vísri, en eftir situr þakklæti fyrir
þá gæfu að hafa átt hana að.
Árni Davíð Magnússon.
Elsku besta amma Ása. Núna
ert þú komin til afa Snæbjörns,
það er svo langt síðan þú kvaddir
hann og það er svolítið síðan þú
varst orðin tilbúin að fara til
hans. Þú afrekaðir það að verða
95 ára, lifðir ótrúlega góðu lífi.
Ég man þú sagðir alltaf við
mig að þig langaði að sjá mig út-
skrifast úr menntaskóla áður en
þú kveddir, það eru tíu ár síðan.
Eftir það sagðirðu mér að þú
vildir sjá mig útskrifast úr há-
skóla, það eru fimm ár síðan.
Undir lokin varstu farin að ræða
við mig um barneignir, hvort ég
ætlaði ekki að fara að drífa í því
svo þú fengir að hitta barnið mitt.
Ég man þegar ég komst að því að
ég var ólétt síðasta sumar, ég
hringdi strax í pabba sem sat þá
einmitt hjá þér, pabbi varð svo
spenntur að þú fattaðir strax
hvaða fréttir ég var að færa hon-
um. Þetta var auðvitað leyndar-
mál og þú hélst því fyrir þig, en
þú sagðir mér að þér hefði fund-
ist svo skemmtilegt að hafa vitað
þetta manna fyrst og að þetta
væri litla leyndarmálið okkar.
Svo fæddist dóttir mín í febrúar
2019 og þér fannst svo gaman að
hitta hana og knúsast í henni. Ég
á svo ótal margar góðar minn-
ingar um þig, en þessi minning
um þetta er ein sú allra besta og
mér þykir ótrúlega vænt um
hana og leyndarmálið sem þú
geymdir.
Það var alltaf svo notalegt að
koma til þín, bæði á Lækjargöt-
una og svo á Hrafnistu, og sitja
hjá þér og spjalla, þú varst alltaf
með puttann á púlsinum og vissir
hvað væri í gangi í lífinu hjá öll-
um börnunum þínum, barna-
börnum og barnabarnabörnum.
Ég mun sakna þín elsku
amma, ég veit að þú ert komin á
góðan stað.
Þín nafna,
Áslaug Kristjana.
Áslaug
Magnúsdóttir
vinkonu minni og varð heima-
gangur á heimili hennar á
Hrauntungu í Kópavoginum.
Man enn hvað ég var heilluð við
fyrstu komu. Hún Silla mamma
hennar tók á móti mér eins og ég
væri sérstaklega velkomin. Hús-
ið fullt af fólki. Þrjár eldri systur
og tveir yngri bræður sem öll
voru vinamörg og einhvern veg-
inn varð Hrauntungan miðdepill
fyrir allar samkomur. Mitt í öll-
um fjöldanum var þessi granna
og fallega kona hún Silla. Virtist
aldrei pirruð á félagsskapnum,
en sá til þess að alltaf væri næg
næring fyrir alla.
Eitt af því sem gerði Sillu ein-
staka var að hún gerði aldrei
mannamun. Talaði eins við og um
alla og það urðu allir vinir henn-
ar. Fyrir utan elskusemina heill-
aðist ég svo af frásagnagáfu
hennar. Sagði okkur stundum frá
atvikum fyrri ára þannig að unun
var að hlusta. Þessi frásagnar-
gáfa og minni fylgdi henni alla
ævi og síðast fyrir tveimur árum í
sextugsafmæli tengdasonarins
Eyjólfs sat hún hjá okkur hjón-
um og sagði ógleymanlegar sög-
ur af Reykjavík fyrri tíma.
Mér fannst eins og hún yrði ei-
líf, en nú er tími kominn til að
kveðja og ég votta fjölskyldunni
allri samúð mína og þakka góð
kynni.
Hildur
Baldursdóttir.
Nú er ríflega hálf öld liðin frá
því við vinkonurnar sátum iðu-
lega saman yfir skólabókunum á
heimilum hver annarrar. Á þess-
um árum háttaði þannig til að
mæður voru oftast heimavinn-
andi en feður sinntu störfum sín-
um utan heimilis. Hugsanlega
átti þessi tilhögun þátt í því að
mæðurnar urðu okkur hand-
gengnar, nánast viðbót við vin-
konuhópinn. Það átti að minnsta
kosti við um Sigurlaugu, eða
Sillu, mömmu hennar Önnu
Soffíu vinkonu minnar. Þetta var
kannski ekki alveg augljóst í upp-
hafi en eftir því sem leið á ævina
varð mér betur ljóst hvern vin
hún hafði að geyma. Að rekast á
hana óvænt eða á samkomum var
alltaf upplýsandi og ánægjulegt,
rétt eins og um gamla vinkonu
væri að ræða.
Silla var andlega sérlega virk,
félagslynd, opin og notaleg í sam-
skiptum. Hún gaf af sér og hún
leitaði líka fregna eins og góðum
vini sæmir. Alltaf var auðfundið
hversu stolt hún var af afkom-
endum sínum. Enda mátti hún
vera það. Hafði sjálf alið sex börn
sem öll hafa eignast börn og
buru. Hún bar sig alltaf vel, var
íþróttakennari að mennt. Kvik á
fæti og lipur í öllum hreyfingum.
Á skólaárum okkar vinkvenn-
anna kom það stundum í hlut
mæðranna að uppvarta okkur en
það var kannski ekki það sem var
eftirminnilegast við Sillu, hún
hafði nefnilega í mörg önnur
horn að líta. Eitt lærði ég þó hjá
henni af eldhúsverkum, ráð sem
ég nota enn í dag. Það var að
hlusta eftir kökum og öðrum
bakstri. Ef ekki brakaði lengur í
mátti ganga út frá að kakan væri
fullbökuð og óhætt að taka hana
úr ofninum. Ég hugsa iðulega til
hennar þegar ég hlusta.
Eftirminnilegast við Sillu var
hins vegar hin góða nærvera. Að
rekast á hana á förnum vegi brá
birtu yfir daginn. Einhvern veg-
inn komst hún líka alltaf beint að
efninu, ekkert tafs um ekki neitt.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég þakka Sillu fyrir hlýhug og
vináttu og sendi börnum hennar,
ekki síst Önnu og hennar fjöl-
skyldu, sem og öðrum afkomend-
um samúðarkveðju frá Jónshúsi í
Kaupmannahöfn.
Aldís Unnur
Guðmundsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Sigurlaugu Svanhildi
Zophoníasdóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNNUR LÁRA JÓNASDÓTTIR
frá Elliðaey á Breiðafirði,
lést á St. Fransiskusspítalanum í
Stykkishólmi 30. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju fimmtudaginn
12. desember klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á minningarkort Dvalarheimilisins í Stykkishólmi.
Ásgeir Árnason Katrín Pálsdóttir
Guðrún Birna Eggertsdóttir Einar Þór Strand
Jóhann Garðar Eggertsson Helga Lilja Sólmundsdóttir
Unnsteinn Logi Eggertsson Halldóra Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
MARÍA JÓNASDÓTTIR
frá Þuríðarstöðum í Fljótsdal,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 30. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Soffía Guðbjört Ólafsdóttir
Jónas Ólafsson Sæunn Erna Sævarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og vinur,
GUÐJÓN VIGGÓSSON
frá Rauðanesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands að
morgni 22. nóvember. Útför hans fer fram
frá Borgarneskirkju föstudaginn 6. desember klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Krabbameinsfélagið.
Guðbjörg Guðjónsdóttir Unnsteinn Þorsteinsson
Kristján Viggó Guðjónsson Hugrún Sif Símonardóttir
Inga Lóa Guðjónsdóttir Hilmar Páll Jóhannesson
Fjóla Veronika Guðjónsdóttir
Ómar Hafberg Guðjónsson Árný Sigtryggsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur
Jóna Gunnarsdóttir
Elsku faðir okkar,
JÓNAS GUÐLAUGSSON
frá Eyrarbakka,
Hólabergi 82, Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn
29. nóvember.
Útförin auglýst síðar.
Ingibjörg Jónasdóttir Gísli Ólafsson
Nicolai Jónasson Ásta Bjarney Pétursdóttir
Jónas Garðar Jónasson Jóhanna Gísladóttir
Guðlaugur Jónasson Guðrún Axelsdóttir
Sigurður Jónasson Bjarnþóra María Pálsdóttir
og fjölskyldur