Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Sr. Hjálmar Jónsson, fv. dómkirkjuprestur, verður gestur á hádegisfundi SES í dag, miðvikudaginn 4. desember kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið opnar kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Um er að ræða síðasta hádegisfund SES fyrir jól Allir velkomnir. Með kveðju, stjórnin. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfi- salurinn er opinn milli kl. 9.30-11.30. Jóga 60+ með Grétu kl. 12.15 og 13.30. Aðventusöngsund við píanóið, með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl. 15, gestir vikunnar eru hr. Guðni forseti vor og Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús, félagsstarf fullorðinna, í safnar- heimili kirkjunnar kl.13 til 16. Þar er boðið upp á stólaleikfimi og Gerður Kristný mun lesa upp úr nýútkominni ljóðabók sinni. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar. Allir velkomnir. Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Spænskukennsla kl. 10.45-11.30. Brids kl. 12. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt kl.13-15. Opið hús, t.d. vist og brids eða bíó. kl. 13-16. Hádegismatur kl. 11.40- 12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. S: 535-2700. Boðinn Handavinnustofa er opin frá kl. 9-15, leiðbeinendur mæta kl. 13.30. Leshópur kl. 15.15. Bólstaðarhlíð 43 Morgunleikfimi með Rás 1 kl. 9.45. Námskeið í tálgun kl. 9.30-12. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30- 15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 13.30 í borðsal. Samverustund með sr. Davíð Þór frá Laugarneskirkju kl. 14. Dalbraut 27 Botsía í parketsal kl. 14. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Upp- lestrarhópur kl. 10-12. Línudans kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Salat- bar kl. 11.30-12.15. Miðvikufjör, Soffía Jakobsdóttir heiðruð í tilefni af 80 ára afmæli hennar 2. desember sl. Zumba kl. 13. Tálgun kl. 13.30. Kraftganga kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9. Postulínsmálun kl. 9. Minigolf kl. 10. Tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10.30. Bókband kl. 13. Myndlist kl. 13.30. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Dans með Vita- torgsbandinu kl. 14. Skráning er í fullum gangi fyrir jólahlaðborðið föstudaginn 6. desember, áhugasamir skrái sig hjá starfsfólki á 3. hæð á Vitatorgi. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 9.30. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 10.30. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Leir í smiðju Kirkjuhvoli kl. 13. Jólafrí Zumba. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn tími, kl. 13 postulíns- málun, kl. 13 félagsvist. Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, gönguhópur kl. 10.30, postu- línsmálun, kvennabrids og silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl. 16 og 17. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn og allir velkomnir. Botsía kl. 10–11. Hádegismatur kl. 11.30–12.30. Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika kl. 8-12. Kl. 11 línudans, kl. 13 bingó, kl. 13 handverk, kl. 20 Stórsveitin skemmtir á kráarkvöldi jólastuð. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Zumba með Carynu kl. 12.30. Frjáls spilamennska kl. 13. Handavinnuhópur kl. 13-16. Tónleikar Mánakórs kl. 19, allir vel- komnir. Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu kl. 9-13 í dag. Gönguhópar kl. 10, gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Hið árlega jólabingó Korpúlfa kl. 13 í dag í Borgum, margt glæsilegra vinninga og jóla- stemming. Qigong kl. 16.30 í Borgum. Minnum á jólahlaðborðið á morgun 5. desember í Borgum, húsið opnað kl. 18. Selfoss Dagskrá samkvæmt stundaskrá í Grænumörk 5. Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 10. Botsía í salnum á Skólabraut kl. 10. Kaffi- spjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag verður jóla-félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir. Stangarhylur 4, Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10, kaffi og rúnnstykki eftir göngu. Smá- og raðauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Stórglæsilegur sjónvarps- skápur Eins og nýr. Ótrúlegt verð. Breidd: 180cm, hæð: 38cm, dýpt: 45cm. Fullt verð: 29.950kr, Tilboð 8.000kr. Uppl. í síma: 698-2598. Byggingar Bygginga verktaki. Tökum að okkur : Nýbyggingar Breytinga Viðhald húsa Byggingarstjórn 1,2,3. Ástandsskoðun húsa. Tilboð ,tímavinna. Upplýsingar í síma 893-5374 nybyggd@gmail.com Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig pípara? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Haukur Pálma-son fæddist í Reykjavík 7. febr- úar 1930. Hann lést á Droplaugarstöð- um 24. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Soffía Sigur- helga Sigurhjartar- dóttir, f. 23. apríl 1899, d. 19. ágúst 1990, og Pálmi Ein- arsson, f. 22. ágúst 1897, d. 19. september 1985. Systkini Hauks eru Sigur- hjörtur, 1926-2001, Jósep Pálm- ar, 1927-1938, Anna, 1928-2001, Hreinn, 1931-2001, Auður, 1933- 1934, Friðrik Pálmar, f. 1935, Sigríður, f. 1939. Haukur giftist Aðalheiði Jó- hannesdóttur 17. júlí 1954. Hún var fædd 9. febrúar 1931 í Reykjavík og lést 15. júní 1997. Aðalheiður starfaði sem píanó- kennari, við skrifstofustörf og sem leiðsögumaður ferða- manna. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Anna Soffía, rafmagns- verkfræðingur og prófessor, f. 7. júní 1958. Börn hennar eru Haukur Óskar Þorgeirsson, f. 6. desember 1992, giftur Auði 57, en þá flutti hann ásamt konu sinni aftur til Reykjavíkur. Hér heima starfaði Haukur allan sinn starfsferil hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur (RR), síðar Orkuveitu Reykjavíkur. Hann var verkfræðingur hjá RR 1957- 63 og vann í byrjun við rekstur Sognsvirkjana, Elliðaárstöðvar og varastöðvarinnar við Elliða- ár. Á þessum árum var ráðist í umfangsmikla endurreisn á raf- orkukerfi Reykjavíkur þar sem dreifikerfið var byggt upp, rekstraröryggi aukið mikið og flutningsgeta tryggð, þannig að skömmtun og rafmagnsleysi varð liðin tíð. Haukur var deild- arverkfræðingur hjá RR 1963- 69, yfirverkfræðingur 1969-79, framkvæmdastjóri tæknimála 1979-83 og aðstoðarrafmagns- stjóri frá 1983 og þar til hann lét af störfum sökum aldurs árið 2000, en vann við ráðgjöf til 79 ára aldurs. Haukur var fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra rafveitna 1962-69. Hann tók þátt í margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Hann var formaður Veiðifélags Elliða- vatns og átti lengi sæti í stjórn Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- víkurborgar og var stjórnarfor- maður þar. Útför Hauks fer fram frá Neskirkju í dag, 4. desember 2019, og hefst athöfnin kl. 11. Tinnu Aðal- bjarnardóttur, f. 3. júlí 1992, og Mar- grét Aðalheiður Önnu Þorgeirs- dóttir, f. 11. maí 1996. 2) Jóhannes, viðskiptafræðingur og forstöðumaður hjá Íslandssjóðum, f. 11. nóvember 1963, giftur Ingu Björgu Hjaltadótt- ur, ráðgjafa og lögmanni, f. 10. febrúar 1970. Börn þeirra eru Hringur Ásgeir Sigurðsson, f. 28. júlí 1994, Hildur Ylfa, f. 3. september 2001 og Haukur Odd- ur, f. 27. október 2005. 3) Helga, lögfræðingur og sendiherra, f. 18. febrúar 1969, gift Hafþóri Þorleifssyni, f. 7. nóvember 1967, kennara. Dóttir þeirra er Urður, f. 23. desember 1999. Haukur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950 og síðar námi í raforku- verkfræði frá Kongunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi (KTH) árið 1955. Að loknu námi var Haukur verkfræðingur hjá AB Elektromekano í Helsing- borg 1955-56 og sinnti rann- sóknarstörfum hjá KTH 1956- Nokkrar minningar mínar um afa eru svona lítil, hversdagsleg skot. Litrík askja af afakexi sem var alltaf nóg af. Pöddulíf með ís- lensku tali. Raksápa sem hann makaði á sig með mjúkum bursta. Hringur sem hann var alltaf með og ég æfði mig að læra litina á. Ég að telja hárin á hausnum hans afa (þau voru fleiri en þau virtust vera, og hann þolinmóðari en flestir myndu vera). Litlu minn- ingarnar mynda saman mósaík- mynd af hlýju og umhyggju. Einu sinni tók afi upp á því að útskýra loftmótstöðu og þyngdar- punkta fyrir mér, fimm eða fjög- urra ára gamalli. Hann sagði mér sögu af ballerínu á snúningsborði sem hægðist á þegar hún reisti löppina út. Hann hafði sérstakt lag á því að vekja áhuga og forvitni með svipuðu móti. Við gerðum svo vísindalegar tilraunir á skrifstofu- stól sem snerist þar til mér varð flökurt. Ég var svo heppin að eiga margar kaffistundir heima hjá afa eitt sumarið eftir að ég eyddi dög- unum í skólagörðunum rétt við hliðina. Hann sagði mér frá ömmu, myndlist, fjöllum, vötnum og rafmagni. En fyrst og fremst man ég eftir hlýjunni, rólegheit- unum og örygginu sem fylgdi afa. Sérstök nærvera sem var alltaf til staðar, þó að sögurnar hafi runnið honum úr minni með tímanum. Alltaf hlýr, næmur og góður. Alltaf afi. Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir. Mágur minn, Haukur, var á sinni löngu ævi mjög hugstæður mér, hann var mikill mannkosta- maður. Hann kom fyrst á æsku- heimili mitt á Njálsgötu sem ung- ur maður í fylgd systur minnar Aðalheiðar (Ödu). Hávaxinn og glæsilegur, með bjart litarhaft, geðþekkur. Þau giftu sig, bjuggu í Stokkhólmi á náms- og starfsár- um hans. Fljótlega eftir heimkom- una festu þau sér bjarta og fallega blokkaríbúð í Eskihlíðinni. Þau Ada sýndu af sér þá einstöku hjálpsemi að halda brúðkaups- veislu okkar Þórs heima. Þau töldu ekki eftir sér að umturna til að hægt væri að koma þessu við. Við Þór, maður minn, vorum lengi búsett í útlöndum. Það var mikið skrifað af bréfum, svo að ég gat haldið áfram að fylgjast með búskapnum og hvernig fjöl- skyldan þeirra Ödu stækkaði. Þau hjónin afréðu að fara að byggja. Tímarnir voru aðrir en núna, lítið framboð af tilbúnu húsnæði. Rað- hús við Yrsufell varð heimili þeirra og æskuheimili barnanna þriggja marga áratugi. Það var eins gott að geta tekið til hendinni sjálfur, Haukur gat gert flest sem gera þurfti, verkin léku í höndun- um á honum. Vegna gengisfell- inga og verðbólgu þurfti oft í snatri að útvega gólfefni eða ljós til að gera húsið íbúðarhæft. Haukur var nú í ábyrgðarstarfi sem aðstoðarforstjóri Rafmagns- veitunnar. Rafmagn í Reykjavík var þá ekki eins tryggt og nú, á að- fangadag síðdegis varð oft raf- magnslaust, þá þurfti skjót úrræði með fjarveru heimilisföðurins. Hjálpsemi Hauks gagnvart móður okkar var einstök, hún gat leitað til hans til að dytta að einhverju, árum saman hjálpaði hann henni við skattframtalið. Eftir að við Þór fluttumst til landsins varð mikill samgangur. Þau hjónin var hægt að spyrja um alla hluti, þau voru hagvön í Reykjavík. Afmælum, jólum og nýári var fagnað saman. Margar skemmtilegar samræður átti mað- ur við Hauk, hann var afar fróður maður og átti auk þess auðvelt með að útskýra – þá var enginn gúgl-frændi. Haukur var afar þol- inmóður þó að maður sýndi af sér fákunnáttu eða fíflaskap. Þekking Hauks var ekki bara bundin við Reykjavík, eins og vel kom fram þegar hann bauð okkur hjónum í bílferð um suðurhluta Vestfjarða. Að muna nöfnin á öll- um fjörðum á Barðaströndinni var aðdáunarvert! Sem ungur maður hafði hann unnið með föður sínum, Pálma landnámsstjóra og þekkti mörg héruð landsins. Með svo vönum og öruggum bílstjóra var þetta skemmtileg og fróðleg ferð. Haukur varð ekkill 1997. Hann stofnaði á efri árum til kunnings- skapar við ágæta konu, jafnaldra, Karen Lövdahl. Þau voru ánægð saman, fóru í ferðir innanlands og utan meðan heilsa beggja leyfði. Jafnlyndi, góðvild til annarra, um- hyggjusemi við fjölskyldu og holl- usta við starfið einkenndu Hauk. Hann var einstaklega heilsteyptur maður. Vinátta okkar hjóna við Hauk nær yfir næstum 65 ár. Hann hefði orðið níræður á næsta ári. Fortíð okkar fléttast of rækilega sama til að geta gleymst. Og aldrei bar skugga á. Innilegar samúðar- kveðjur frá okkur Þór, elsku Anna Soffía, Jói, Helga og þið öll. Kærar kveðjur frá börnum okkar, Þóru og Vésteini og fjölskyldum þeirra. Jóhanna Jóhannesdóttir. Haukur Pálmason Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi, HAUKUR PÁLMASON fyrrverandi aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, áður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, lést sunnudaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 4. desember klukkan 11. Anna Soffía Hauksdóttir Jóhannes Hauksson Inga Björg Hjaltadóttir Helga Hauksdóttir Hafþór Þorleifsson Haukur Óskar og Auður Tinna Margrét Aðalheiður og Friðgeir Ingi Hringur Ásgeir og Ívar Hildur Ylfa, Haukur Oddur, Urður Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ÞÓRÐARSON, áður til heimilis á Gunnarsbraut 36, Reykjavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 21. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. desember klukkan 11. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.