Morgunblaðið - 04.12.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 04.12.2019, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 50 ára Birkir fæddist í Reykjavík en býr á Akureyri. Hann rekur og er eigandi smurolíu- fyrirtækisins Motul á Íslandi. Maki: Sigrún Vésteins- dóttir, f. 1979, rekur og er eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Original North, sem veitir gistingu í lúxustjöldum ásamt annarri afþreyingu. Börn: Ýmir, f. 1998, Sunneva Elín, f. 2007, og Una Bára, f. 2012. Foreldrar: Sigurður Sigfússon, f. 1918, d. 1997, byggingameistari, og Bára Björns- dóttir, f. 1930, d. 2012, húsmóðir. Sigurður Birkir Sigurðsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þú sért úrkula vonar um að finna lausnina á vandamálinu sem þú glímir við skaltu ekki gefast upp. Með yfir- vegun vinnur þú best. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér hættir til í hita augnabliksins að missa sjónar á takmarkinu. Gættu þess þó að missa þig ekki yfir eyðslu makans, það eru skýringar á því. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt einkar auðvelt með að ná til annarra. Talaðu um drauma þína og væntingar við ástvini. Þér verður boðið í brúðkaup. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert ákveðin/n í að komast til botns í gömlu máli. Mundu að þakka fyrir það góða í lífinu. Þolinmæði er dyggð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur eitt og annað farið úr- skeiðis þegar menn tala ekki hreint út um hlutina. Trú þín á aðra eykst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er alltaf gaman að leika sér og umfram allt þarftu að gefa þér tíma til þess að sinna barninu í sjálfum/sjálfri þér. Taktu athugasemdum annarra með ró. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þetta er ekki verri dagur en hver ann- ar til að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu. Hlýddu vel á sjónarmið annarra áður en þú tekur ákvörðun. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Tilfinningar þínar eru sterkari og dýpri en þú taldir mögulegt í svona ný- legu ástarsambandi. Trúðu á sjálfa/n þig og þá fer allt að ganga betur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú ert að huga að fast- eignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Þú færð atvinnu- tilboð sem virkar spennandi á þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skyndilausnir geta verið ágæt- ar svo langt sem þær ná. Mundu fram- vegis að lofa ekki svona upp í ermina á þér því það bitnar á heilsunni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sköpunarkraftur þinn er með mesta móti. Gættu þess að þú gangir ekki of langt í þrifnaðinum og þar með á eigin heilsu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hafðu ekki áhyggjur af því þótt þér finnist þú vera farin/n að ryðga í fræð- unum. Hlutirnir rifjast upp hægt og síg- andi. þess á milli en hún býr á Akranesi. „Ég er farin að leyfa mér að eyða meiri tíma með fjölskyldunni og Fyrsta mót ársins var í Abu Dhabi 10. janúar og er Valdís síðan búin að vera á fullu en hún kemst heim í frí V aldís Þóra Jónsdóttir er fædd 4. desember 1989 á Akranesi og ólst þar upp. „Ég bjó eiginlega á 18. teig fyrstu árin en átti síðan heima í fimm mínútna fjar- lægð frá golfvellinum. Ég fór fyrst að spila 8 ára en byrjaði að æfa 13 ára. Þá hafði ég tapað í umspili um Íslandsmeistaratitilinn í 12-13 ára flokki og var svo ósátt að ég byrjaði að æfa á fullu og vann árið eftir. Ég var alltaf í golfi, var í vinnuskólanum frá kl. 7 til 3, skipti um föt, fór svo heim í mat og á fótboltaæfingu og fór svo aftur í golf til klukkan 11 á kvöldin.“ Valdís æfði líka karate og sund. Valdís gekk í Grundaskóla, Fjöl- brautaskóla Vesturlands Akranesi, Texas State University og Tækni- skólann í Reykjavík. Hún er með BS í innanhússhönnun frá Texas State, útskrifaðist 2013, og útskrifaðist úr tækniteiknun frá Tækniskólanum í maí 2019. Valdís varð Íslandsmeistari í 14- 15 ára flokki stúlkna 2004 og 16-18 ára flokki árið 2007. Hún hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari kvenna, 2009, 2012 og 2017, en hefur ekki keppt á Íslandsmótinu síðustu tvö ár því mótin hafa skarast á við Opna skoska meistaramótið. Hún varð einnig Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2010. Valdís hefur verið valin íþróttamaður Akraness sjö sinnum eða oftast allra, 2007, 2008, 2009, 2010, 2016, 2017 og 2018. Valdís hóf atvinnumannsferilinn árið 2013 eftir að hún lauk náminu í Bandaríkjunum. Hún komst á LET Access-túrinn 2014, Evróputúrinn 2017 og hefur verið á honum síðan en mótin eru haldin út um allan heim utan Bandaríkjanna. Löndin eru orðin um 30 þar sem hún hefur spil- að, í Asíu, Afríku og Eyjaálfu auk Evrópu. Núna er Valdís stödd í Keníu en síðasta mót ársins í Evrópumótaröð- inni hefst þar á morgun. Sem stend- ur er hún í 71. sæti á heildarlista Evróputúrsins, en 70 efstu halda sæti sínu á næsta ári. „Ég þarf alla- vega að komast í gegnum niður- skurðinn en topp 30 ætti að duga til að halda sætinu í Evróputúrnum.“ vinum. Þegar maður verður eldri þá sér maður að það skiptir mestu máli, ég fór líka í námið í tækniteiknun til að nýta frítímann. Það er gott að hafa þá menntun með háskóla- menntuninni minni.“ Stefnan hjá Valdísi á næsta ári er að komast á Ólympuleikana í Tókýó en golfið varð keppnisíþrótt á leik- Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur – 30 ára Fjölskyldan Sigri fagnað á Íslandsmótinu í golfi árið 2012, en það var haldið á Hellu. Efst íslenskra á heimslista kvenna Ljósmynd/LET Dúbaí Valdís í maí sl., en nú er hún stödd í Keníu þar sem mót hefst á morgun. Vinkonur Valdís, Kristín S. Karls- dóttir og Kolbrún J. Óladóttir. Ljósmynd/Heida HB 40 ára Harpa er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti og býr þar. Hún er verkefnastjóri hjá Hæfi endurhæf- ingarstöð. Maki: Ólafur Karel Jónsson, f. 1963, sölu- maður hjá Sláturfélagi Suðurlands. Börn: Arnar Óli, f. 2005, og Steinar Ingi, f. 2008. Börn Ólafs úr fyrra hjónabandi eru Íris Ósk, Jón Karel og Anton Örn. Foreldrar: Steingrímur Eiríksson, f. 1951, d. 2018, lögmaður, og Bjarnheiður Magnúsdóttir, f. 1951, fv. skrifstofu- maður. Hún er búsett í Kópavogi. Harpa Sigríður Steingrímsdóttir Til hamingju með daginn Akureyri Hjörvar Patrik fæddist 26. febrúar 2019 kl. 9.55 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann var 47 cm langur og vó 2.972 g. Foreldrar hans eru Alma Kristín Gísladóttir og Pálmar Magnússon. Nýr borgari Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Fallegir ljósakrossar • Ljósakrossar á leiði og duftreiti • Stór glær akrýlkross með glóandi köntum fyrir leiði • Minni krossar fyrir duftreiti • Engin þörf á innstungu • Íslensk hönnun og framleiðsla • Rafhlöður lifa yfir jólin (seldar sér) • Möguleiki á mynd og texta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.