Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019
„NÚ LÍTA ÞAU BARA ÚT EINS OG SKÝ.
HVAÐ GERÐIST EIGINLEGA? ÞETTA
VIRKAÐI Í GÆR.”
„ÉG ER NÆSTUM BÚINN MEÐ HANN.
ÁTTU NOKKUÐ HÚSGAGNABÓN?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að leiðast í fyrsta
sinn.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVERSU MÖRG OKKAR
ÞARFTU Á AFMÆLISKÖKUNA
ÞÍNA Í ÁR?
ÞÚ SEGIR
41 …
ERTU AÐ REYNA AÐ
ÚTRÝMA OKKUR?!!!
VIÐURSTYGGÐ! HVERS KONAR VERÖLD
BÚUM VIÐ EIGINLEGA Í?
EINHVER
ÞJÓFUR STAL BÁTNUM
OKKAR!
unum 2016 eftir 100 ára hlé. 60 golf-
arar keppa á leikunum en aðeins
tveir komast frá hverju landi fyrir
utan topp tíu golfarana. Valdís er
efst íslenskra kvenna á heimslist-
anum, en hæst hefur hún náð í 299.
sæti.
Helstu áhugamál Valdísar eru að
vera með fjölskyldu og vinum, fót-
bolti, borðspil, lestur og bíómynda/
þátta-gláp. „Ég les mjög mikið, er
aðallega í glæpasögum og búin að
lesa flestar eftir Yrsu og það sama
með Ragnar Jónasson, les líka mikið
skandinavískar eins og Jo Nesbø og
Camillu Lackberg og tók með mér
tvær bækur eftir Stefán Mána til í
Keníu.“
Afmælisdeginum verður varið á
æfingavellinum en mánudaginn
næsta eftir mótið ætlar Valdís í
safaríferð.
Fjölskylda
Systkini Valdísar eru Erlingur Al-
freð Jónsson, f. 29.8. 1971, vinnur hjá
Olíudreifingu, búsettur í Kópavogi;
Arnar Jónsson, f. 4.10. 1973, vinnur
hjá SBA Norðurleið, búsettur í
Reykjavík, og Friðmey Jónsdóttir, f.
27.4. 1987, forstöðumaður hjá 101 fé-
lagsmiðstöð og búsett í Kópavogi.
Foreldrar Valdísar eru hjónin
Pálína Alfreðsdóttir, f. 26.5. 1952,
vinnur á Dvalarheimilinu á Höfða,
og Jón Smári Svavarsson, f. 28.10.
1951, bílstjóri hjá BM Vallá á Akra-
nesi. Þau héldu upp á 45 ára brúð-
kaupsafmæli sitt 16.11. síðastliðinn
og eru búsett á Akranesi.
Valdís Þóra
Jónsdóttir
Pálína Alfreðsdóttir
vinnur á dvalarheimili á Akranesi
Alfreð Viktorsson
fv. húsasmíðameistari og fv. verkstjóri á Akranesi
Friðmey Jónsdóttir
húsfreyja og saumakona á
Akranesi, síðar í Reykjavík
Viktor Björnsson
sjómaður og verkstjóri Akranesi, síðar í Reykjavík
Hörður Svavarsson
rafvirkjameistari á
Akranesi
Aðalheiður Rósa
Harðardóttir margfaldur
Íslandsmeistari í karate og
landsliðskona
Pálína Eyja Sigurðardóttir
húsfreyja og fi skverkakona
á Akranesi
Erla Karlsdóttir
fv. skólaritari á Akranesi
Elín Klara Svavarsdóttir
kaupmaður á Akranesi
Helgi Dan Steinsson
golfari
Sigþóra Karlsdóttir húsmóðir á AkranesiKarl Þórðarson fótboltakappi
Níelsína Sigurðardóttir
húsfreyja á Hafnarnesi
Þorbergur Þorvaldsson
póstur á Hafnarnesi í Fáskrúðsfi rði
Sigríður Þorbergsdóttir
fi skverkakona á Akranesi
Svavar Elíasson
verkamaður á Akranesi
Klara Sigurbjörg Sigurðardóttir
húsfreyja á Akranesi
Elías Níelsson
verkamaður á Akranesi
Úr frændgarði Valdísar Þóru Jónsdóttur
Jón Smári Svavarsson
bifreiðarstjóri á Akranesi
Karl Eðvarð Benediktsson
vélstjóri og starfsmaður Akraneshafnar
Garðar Benediktsson sjómaður
og verkamaður á Akranesi
Arnar Gunnlaugsson
fótboltakappi
Bjarki Gunnlaugsson
fótboltakappi
Halldóra Garðarsdóttir
sérkennari á Akranesi
Davíð Hjálmar í Davíðshagayrkir og kallar „hálkuslysa-
umræðu í borgarstjórn“:
„Menn bramlast við brauðstrit og iðju
og brotna á skönkum og miðju
svo augljós,“ kvað Dagur,
„er almannahagur
að koma upp kjötmjölsverksmiðju.“
Jón Gissurarson átti leið í
Skagafjörð og skrifar: „Eins og
margir vita stendur minnisvarði
um Stefán Guðmund Guðmunds-
son (Stephan G. Stephanson) á
melhól sem Arnarstapi nefnist og
er hér við túnfótinn á Víðimýrar-
seli. Nokkuð neðan við Arnarstapa
eru rústir fjárhúsanna frá Brekku,
þar sem Bólu-Hjálmar átti sitt síð-
asta athvarf í þessu lífi. Þá er
heldur ekki svo ýkja langt að Eli-
vogum þar sem Sveinn Hannesson
(Elivoga-Sveinn) bjó um tíma, en
hann var gjarna kenndur við þann
bæ:“
Hending mér í huga rann
heillar líkt og sálmar.
Aldrei þó ég yrkja kann
eins og Bólu-Hjálmar.
Stephan G. ég stari á
stuðlamálin greini
einnig finn ég andann frá
Elivoga-Sveini.
Ennþá vermir andans þrá
óðarvængjum blaka.
Hugsi ég um þessa þrjá
þá er gott að vaka.
Sigmundi Benediktssyni þótti
gaman að heyra í Jóni og orti:
Rishátt Selið andar í
óðblæ stórskáldanna,
ofurvel þú yrkir því
eins og dæmin sanna.
Ingólfur Ómar er fljúgandi hag-
mæltur. Á Leirnum er staka eftir
hann sem hann hefur leiðrétt
þrem sinnum og síðast með þess-
ari athugasemd: „Ástæða fyrir því
að ég set aðra leiðréttingu er sú
að vísan varð að hringhendu sem
er bara hið besta mál!“:
Brennur glóð í brjósti mér
bifast ljóðastrengur,
bragahróður ætíð er
ástkær þjóðarfengur.
Á Lauga-ási hangir uppi á vegg
vísa frá gesti sem kallar sig Ó.R.:
Í Lauga-ás nú lít ég inn
ljúf er stund á minni ferð.
Einlægt sömu alúð finn
og alltaf sama lága verð.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af þrem skáldum og
hálkuslysaumræðu
SÓLARFILMUR!
Lausnir
fyrir
heimili
og fyrirtæki
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is