Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019
Að mínu mati hefur Lionel
Messi borið höfuð og herðar yfir
aðra fótboltamenn á jarðar-
kringlunni í rúman áratug. Sjötti
Gullboltinn sem féll honum í
skaut frá France Football í fyrra-
kvöld ber því glöggt vitni.
Hann er einhver allra besti
knattspyrnumaður sögunnar og
líklegt að þegar ferli hans lýkur
og komin verður smá fjarlægð á
hans afrek verði hann kominn
skör ofar en Maradona landi
hans og Pelé granni þeirra.
Ég var í hópi þeirra 195
íþróttafréttamanna víðs vegar að
úr heiminum sem greiddu at-
kvæði í kjörinu um Gullboltann.
Þar kaus ég á nákvæmlega sama
hátt og ég gerði fyrr á þessu ári í
kosningu FIFA á þeim besta í
heimi og kosningu Samtaka evr-
ópskra íþróttafjölmiðla og UEFA
á þeim besta í Evrópu. En ég
setti Messi í annað sæti í öllum
kosningunum.
Efstur á blaði hjá mér í öll-
um tilvikum var Virgil van Dijk,
miðvörður Liverpool og hol-
lenska landsliðsins.
Í öllum þessum kosningum
er það síðasta árið sem miðað er
við, ekki ævistarfið. Og þó að
Messi hafi átt frábært ár, enn
einu sinni, og sé verðugur hand-
hafi Gullboltans tel ég að Virgil
hinn hollenski hafi haft enn meiri
áhrif á frammistöðu síns liðs á
þessu ári en Argentínumaðurinn.
Liverpool hefur verið nán-
ast ósigrandi í meira en ár með
Virgil í hjarta varnarinnar og ég
man ekki eftir því að hafa séð
varnarmann umbylta liði og hafa
jafnmikil áhrif á það innan vallar
og hann hefur gert.
Virgil er án efa besti varnar-
maður heims í dag og það magn-
aða er að hann hefur svigrúm til
að verða enn betri.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
AKRANES
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Á undanförnum vikum hafa fjórir
leikmenn sagt skilið við úrvals-
deildarlið ÍA í knattspyrnu. Einar
Logi Einarsson tekur sér frí frá
íþróttinni, Arnór Snær Guðmunds-
son leggur skóna á hilluna og verð-
ur aðstoðarþjálfari ásamt Ingimar
Elí Hlynssyni, Albert Hafsteinsson
gekk í raðir Fram á dögunum og
Gonzalo Zamorano rær einnig á
önnur mið. Morgunblaðið hafði
samband við Jóhannes Karl Guð-
jónsson, þjálfara ÍA, og spurði
hann út í leikmannamálin fyrir
næsta tímabil.
„Aðrir leikmenn eru á samningi
og verða áfram hjá okkur. Marcus
Johansson á til dæmis ár eftir af
samningi við okkur og ég áttaði
mig ekki á því hvers vegna umræða
skapaðist um að hann væri á för-
um. Við fylgjum leikmannastefnu
okkar og hún er áfram sú sama.
Við ætlum að gefa ungum leik-
mönnum og heimamönnum tæki-
færi áfram. Við erum með frábær-
an 2. flokk sem hefur staðið sig vel
og við viljum eiga pláss fyrir þá
leikmenn í okkar hópi. Átta leik-
menn á þeim aldri voru í æf-
ingahópnum hjá okkur á síðasta
tímabili. Nú koma nánast allir úr
byrjunarliðinu sem var að spila
gegn Derby í Evrópukeppninni inn
í æfingahópinn hjá okkur. Við fáum
upp vel þjálfaða stráka með svaka-
lega öflugt hugarfar sem eru góðir
í fótbolta. Síðasta sumar vorum við
yngsta liðið í Pepsi-deildinni og við
viljum gefa þessum strákum tæki-
færi og þeir þurfa að grípa þau,“
sagði Jóhannes, en 2. flokkur ÍA
varð Íslandsmeistari bæði 2018 og
2019.
Fjórir ungir leikmenn á ratsjá
liða á Norðurlöndunum
Spurður út í mögulega útþrá hjá
ungum leikmönnum ÍA segir Jó-
hannes það ekki vera leyndarmál
að lið á Norðurlöndunum fylgist
með fjórum leikmönnum liðsins.
Þau muni sjálfsagt gera það áfram
en hafi ekki gert tilboð í þá.
„Það er áhugi erlendis á okkar
mönnum sem hafa verið í U19 ára
landsliðinu og U21 árs landsliðinu.
Það er ekki leyndarmál að áhugi er
á fjórum leikmönnum hjá okkur:
Herði Inga (Gunnarssyni), Stefáni
Teiti (Þórðarsyni), Bjarka Steini
(Bjarkasyni) og Jóni Gísla (Eyland
Gíslasyni). Þeir eru efnilegir leik-
menn, og unglingalandsliðsmenn,
og því skiljanlegt að fylgst sé með
þeim. Bjarki Steinn var á reynslu
hjá Start og verður til reynslu hjá
Örebro eftir áramótin. Stefán
Teitur var hjá Álasundi og Jón
Gísli hjá Norrköping. Við viljum
búa til atvinnumenn hérna á Skag-
anum og fyrir okkur er frábært að
geta hjálpað þessum strákum að
komast í atvinnumennskuna og ná
markmiðum sínum. Við leggjum
mikið upp úr því enda vekur það
athygli þegar ungir leikmenn fá að
spila í efstu deild.“
Stoltir í gulu treyjunni
Sú stefna félagsins sem Jóhann-
es lýsir hér að framan ætti ekki að
vera Skagamönnum framandi. Á
mestu velgengnisskeiðum liðsins á
seinni hluta síðustu aldar voru
heimamenn máttarstólpar í liðinu.
Framleiðsla leikmanna í yngri
flokkum og upp í meistaraflokk var
oft óhemjugóð, sérstaklega ef mið
er tekið af stærð sveitarfélagsins.
„Jú, jú. Við viljum hafa leikmenn
í félaginu sem eru stoltir af því að
fara í gulu treyjuna og bera ÍA-
merkið á brjóstinu. Það skiptir
gríðarlega miklu máli. Strákarnir
sem eru uppaldir hérna bera virð-
ingu fyrir félaginu og vilja spila
fyrir sitt lið. Það er einnig mjög
mikilvægt og þegar þeir finna að
þeir geta fengið tækifæri til að
spila ungir með meistaraflokki ÍA
leggja þeir enn harðar að sér. Við
viljum eiga stráka í yngri lands-
liðum og hluti af rekstrarmódeli
okkar er að selja leikmenn til er-
lendra liða. Á hinn bóginn má segja
að liðin sem vinna titla eru gjarnan
lið sem eru með leikmenn í eldri
kantinum eins og KR sýndi í sum-
ar. Það breytir því ekki að við ætl-
um hægt og rólega að komast aftur
í fremstu röð en það ætlum við að
gera með leikmönnum sem koma
upp í gegnum unglingastarfið hjá
okkur,“ útskýrði Jóhannes, sem
leggur áherslu á að sú hugmynda-
fræði standi ekki og falli með þeim
einstaklingi sem þjálfi meistara-
flokk karla á hverjum tíma.
„Við höfum mótað afreksstefnu
og stefnu í leikmannamálum. Við
vinnum í því hægt og rólega.
Knattspyrnufélagið ÍA mun von-
andi fylgja því eftir um ókomna
framtíð. Ég kom að því að móta
stefnuna en það eru fleiri en ég
sem fylgja þessari stefnu eftir. Ein
ástæða þess að ég tók að mér þjálf-
arastarfið hjá ÍA er sú að þetta
módel er virkilega spennandi til að
byggja upp til framtíðar,“ sagði Jó-
hannes Karl Guðjónsson enn frem-
ur í samtali við Morgunblaðið.
Ungir menn njóta
trausts á Skaganum
ÍA mun halda uppbyggingarstefnunni áfram að sögn Jóhannes Karls
Morgunblaðið/Hari
Þjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson horfir til framtíðar og gefur ungum leikmönnum tækifæri.
ÍA
» Liðið fór upp úr næstefstu
deild haustið 2018.
» Lék því í úrvalsdeildinni síð-
asta sumar og hafnaði í 10.
sæti með 27 stig eins og HK
sem hafnaði í 9. sæti.
» ÍA vann 7 leiki, gerði 6 jafn-
tefli en tapaði 9 á Íslands-
mótinu.
» Einn leikmaður ÍA, Tryggvi
Hrafn Haraldsson, var í liði árs-
ins hjá Morgunblaðinu sem val-
ið var út frá M-gjöfinni.
Hörður Björgvin Magnússon, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, heldur
áfram að spila afar vel með CSKA
Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni.
Hann er í úrvalsliði 18. umferðar
hjá vefsíðu deildarinnar, sem bygg-
ir val sitt á tölfræðieinkunnum leik-
manna, þrátt fyrir að lið hans hafi
tapað á heimavelli, 0:1, gegn Arsen-
al Tula í vikunni.
Þetta er í fimmta skipti sem
Hörður er í liði umferðarinnar á
þessu tímabili, og í annað skiptið í
röð. Hann leikur iðulega sem mið-
vörður með CSKA.
Í liði umferðar
enn eitt skiptið
CSKA Moskva
Velgengni Rússar eru hrifnir af
frammistöðu Harðar á tímabilinu.
Alþjóða frjálsíþróttasambandið
hefur ákveðið að fækka greinum á
Demantamótum. Er gert ráð fyrir
tólf greinum í hverju móti en um er
að ræða fimmtán Demantamót.
Greinarnar fjórar eru 200 metra
hlaup, 3 þúsund metra hindrunar-
hlaup, kringlukast og þrístökk.
Fram hefur komið að þessar grein-
ar verði alla vega ekki í boði á öll-
um fimmtán mótunum. Fyrir liggur
að ekki verður keppt í þeim á loka-
mótinu í Zürich í september.
Demantamótaröðin 2020 fer af
stað í Doha 17. apríl.
Færri greinar á
Demantamótum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kringlukast Grein Guðna Vals er
ekki á dagskrá lokamótsins.
Íslenska U19 ára landsliðið í knatt-
spyrnu karla fer til Ítalíu í lok mars
til að spila í milliriðli Evrópukeppn-
innar í þessum aldursflokki. Ís-
lenska liðið komst áfram úr undan-
riðli í Belgíu í síðasta mánuði þar
sem það vann mjög sannfærandi
sigra á Grikkjum og Albönum og
fór áfram ásamt belgíska liðinu.
Í milliriðlinum leika strákarnir,
undir stjórn Þorvalds Örlygssonar,
við Ítali, Norðmenn og Slóvena
dagana 25.-31. mars en sigurlið rið-
ilsins kemst í átta liða úrslitakeppni
EM sem fram fer á Norður-Írlandi
næsta sumar.
Þá var dregið í riðla fyrir næstu
tvær undankeppnir U19 ára liða en
þar verður keppnisfyrirkomulag-
inu breytt eftir ár.
Næsta U19 ára lið leikur í haust í
riðli með Noregi, Ungverjalandi og
Andorra en það er undankeppni
fyrir EM 2021.
Í haust byrjar líka undankeppni
fyrir EM 2022 en í þessum aldurs-
flokki verður framvegis spilað í
deildum eins og í Þjóðadeild UEFA.
Skipt er í þrjár deildir, Ísland er í
B-deild og verður í riðli með Ung-
verjalandi, Rúmeníu og Kýpur.
Enn fremur var dregið í riðla fyr-
ir undankeppni U17 ára liða karla
sem verður leikin næsta haust. Ís-
land er þar í riðli með Austurríki,
Noregi og Moldóvu. vs@mbl.is
Strákarnir
fara í milliriðil
EM á Ítalíu