Morgunblaðið - 04.12.2019, Side 28

Morgunblaðið - 04.12.2019, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 LEIKFÖNG úr silki Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Erum með samning við júkratryggingar Íslands á sérsmíðuðum skóm Komdu strax í dag Við erum hér til að aðstoða þig! - S - Veiðar voru fyrst heimilaðar 1790 að kröfu bænda. Þá leyfði konungur veiði á 20 törfum úr þingeysku hjörð- inni, en kýr og kálfar friðuð. 1794 var Múlasýslum bætt við veiðisvæðið og gefið leyfi til tarfaveiða næstu þrjú ár. Árið 1817 var send hingað út til- skipun þar sem heimilaðar voru veið- ar hreindýra árið um kring. Sú til- högun gilti að mestu til 1888 en þá voru veiðar bannaðar frá 1. janúar til júlíloka. Árið 1900 var við tekið að friða hreindýr næstu 10 ár. Þau lög voru endurnýjuð nokkrum sinnum til 1940 en þó gleymdist tvisvar að sam- þykkja lagafrumvörp þannig að „göt“ komu í þessa friðun. Árið 1939 var flutt frumvarp um friðun hreindýra og eftirlit með þeim og var frumvarpið byggt á tillögum Helga Valtýssonar kennara og rithöf- undar sem lengi hafði barist fyrir verndun hreindýra; segja má að hann og Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri hafi verið lykilmenn um þessa laga- setningu og framkvæmd hennar Hér er rakin saga hreindýraallt frá því þau voru flutttil landsins síðla á 18. öldog til nútímans, tegund- inni og einkennum hennar lýst, að- dragandi innflutnings reifaður, fjallað um sambýli manna við dýrin, þrifnað þeirra í landinu, viðhorf til þeirra, veiðar og veiðiþjófnað, til- raunir til að koma upp hreindýra- búskap af ýmsu tagi; þetta er vel og skipulega skrifað en kafl- inn um nytjar mætti vera ítar- legri; nokkrar innskotsgreinar víkja að nytjum og nokkrar myndir eru af hlutum og flíkum úr horni og skinni; ég held að margt sé á döfinni í þeim efnum. Mestur hluti 18. aldar var Íslend- ingum óhagfelldur og þá datt mönn- um í hug að styrkja búskap hér á landi með innflutningi hreindýra. Ekkert varð úr fyrr en 1771 að 14 dýr voru flutt til Vestmannaeyja og þrif- ust þar illa, voru flutt upp á land og vesluðust þar smám saman upp; síð- ast er vitað til sex dýra í Fljótshlíð 1777, en það ár voru 30 dýr send frá Finnmörku til Hafnarfjarðar. Sjö dýr drápust á leiðinni en hinum var sleppt og gengu þau á Reykjanesi; síðustu dýrin af þeim stofni drápust eða voru drepin eftir 1930. Þriðja skipið kom með 35 dýr til Akureyrar árið 1784 og var þeim stefnt upp í Vaðlaheiði. Þessi stofn varð að tals- verðri hjörð á heiðum Þingeyjar- sýslna og heimildir eru um dýrin allt fram undir 1940 að þau hurfu, sumir telja að þau hafi sameinast austfirska stofninum sem óx af 35 dýrum sem skipað var á land í Vopnafirði 1787. Þaðan er sú hjörð vaxin sem nú prýð- ir öræfin eystra. Vopnafjarðarskipið átti að hafna sig á Hofsósi, en komst ekki þangað sökum íss. Enginn veit hvort dýrin hefðu plumað sig á Tröllaskaga. Dýrin sem hingað voru flutt voru að einhverju leyti tamin. Þau voru af grein túndruhreina, en aðrar greinir eru eyja- og skógarhreinar, en allt mun þetta vera sama ættin, grá- og brúntóna á litinn, með svartar klaufir og tignarleg horn. Sá sem orti Völs- ungakviðu hina fornu hefur dáðst að hjartardýrum: „Svo bar Helgi/ af hildingum/ sem íturskapaður/ askur af þyrni/ eða sá dýrkálfur/ döggu slunginn,/ er efri fer/ öllum dýrum/ og horn glóa/ við himin sjálfan.“ Þetta er einstaklega fögur myndlíking sem hæfir ljómandi vel hreindýrum. Það kom fljótt í ljós að bændur voru ekki hrifnir af þessari sendingu, þeim þótti sem dýrin væru aðgangs- hörð við haga og túnskækla og spilltu fjallagrösum sem voru mikilvægt búsílag. Það er síðan til marks um breytta lífshætti þegar dýrunum fjölgaði upp úr 1940 að fáir kvörtuðu þá undan því að þau ætu grösin. næsta áratug. Birgir varð ráðuneytis- stjóri í nýstofnuðu menntamálaráðu- neyti 1947 ásamt forsætisráðuneyt- inu og fylgdu málefni hreindýra með honum inn í menntamálaráðuneytið og voru þar uns umhverfisráðuneyti var stofnað. Eftirlitsmaður var skip- aður með hreindýrastofninum 1940 og upp úr því stækkaði hjörðin ár frá ári þótt vissulega hafi stundum verið slík harðindi að dýr féllu úr hungri. Heimilað var að veiða 540 tarfa tíma- bilið 1941-53 en 413 voru felldir. Friðunin frá 1901-40 skilaði litlu, líklega vegna veiðiþjófnaðar; margar ljótar sögur eru í bókinni um fram- göngu veiðiþjófa og viðskilnað. Ný lög, sett af meiri alvöru og eftirfylgni, skiluðu því að stofninn óx hratt og frá 1953 voru veiðar leyfðar á ný. Gefinn var út kvóti árlega, bundinn við sveit- arfélög; 1954-69 fengu 12 hreppar veiðirétt á skilgreindum fjölda, 13 frá 1957; 1956-59 fengu sportveiðimenn að fella samtals 350 dýr. Veiðar voru bannaðar 1970-71, en heimilaðar á ný 1972 enda var stofn- inn þá talinn vera um 4.000 dýr. 1972- 80 fengu sveitarfélög kvóta og hafði fjölgað úr 13 í 32, 1981-90 í 34. En kvótinn var sveiflukenndur; 1988 mátti t.d. fella 330 dýr, en 1.100 árið 1983. Breytingar voru gerðar 1990 og tóku þær gildi árið eftir og var enn miðað við sveitarfélög en 1992 var bú- svæðum hreindýra skipt upp í 9 veiði- svæði og kvótanum raðað á þau og veiðileyfi síðan seld. Umsóknir um þau eru fleiri en hægt er að anna. Síð- astliðið ár var heimilt að veiða 1.061 kú og 389 tarfa en um það sóttu 3.176. Öll framkvæmd þessara mála virðist vera í föstum skorðum og öll umsýsla. Þetta er mikil og áhugaverð grein- argerð sem rakin er í tímaröð og hér að ofan er stiklað á stóru og mörgu sleppt. Sögunni vindur greiðlega fram og innskotsgreinar með marg- víslegum frásögnum, ekki síst veiði- sögum, eru krydd og hafa eigin rödd með ýmsum blæbrigðum. Ekki var t.d. vopnabúnaður góður hið fyrra fallið en nú til fyrirmyndar. Þetta er ritrýnd bók sem þýðir að jafnaði að stíllinn er ópersónulegur þar sem ýmsir hafa komið að orðfæri og fram- setningu sem veldur því að megin- málið er þá yfirleitt fátækt af gildis- hlöðnum orðum og skoðunum; mér finnst að höfundur sem er jafn hand- genginn efni sínu og Unnur Birna og ber svo mikla virðingu fyrir því megi alveg láta sitt persónulega ljós skína! Umbrot er tilbrigðasamt, textinn er víða tvídálka, spássíur eru sums stað- ar breiðar og rúma vel myndir sem margar eru listilega góðar og ótrú- lega fjölbreyttar miðað við umfjöll- unarefnið sem er svo sérstakt. Ekki hnaut ég um prentvillur. Töflur eru til skýringarauka og samantektar og góðar skrár í bókarlok; í tilvísana- skránni eru ýmsar upplýsingar sem bæta við meginmálið. Bókin er sem sé prýðilega búin að heiman. Hún er fallegur prentgripur. Öræfanna prýði Morgunblaðið/Kristinn Hreindýrasaga Unnur Birna Karlsdóttir rekur sögu hreindýra í nýrri bók sinni, þar sem sögunni „vindur greiðlega fram,“ að sögn gagnrýnanda. Fræði Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi bbbbn Eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Sögufélag, 2019. Innbundin, 238 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Sigurlína Brandsdóttir erdugleg en nokkuð sein-heppin ung íslensk konasem í óðagoti og tilfinninga- uppnámi ákveður að yfirgefa litlu Reykjavík rétt fyrir aldamótin 1900. Í Reykjavík er Sigurlína lítil í litlum bæ, en eins og faðir hennar varar hana við þá verður hún enn minni í öngþveitinu sem einkennir New York enn þann dag í dag: „minna en núll“. Það er saga Sigurlínu, eða Selenu Branson eins og hún er kölluð vest- anhafs, sem rakin er í Delluferðinni eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Sigurlína er dótt- ir umsjónar- manns Forn- leifasafnsins, sem á þessum tíma var á lofti þing- hússins, og kynn- ist hún í gegnum föður sinn göml- um munum og um leið sögu Íslands, en frásögn höfundar gefur einmitt góða innsýn í tíðaranda loka næst- síðustu aldar, bæði í litlu Reykjavík og í hinni þá ört vaxandi stórborg, New York. Sigrún Pálsdóttir segir ekki síður skemmtilega frá ævintýrum hinnar uppátækjasömu Sigurlínu, sem áskotnast aldagamall beltissproti fyrir mistök og ferðast með hann yf- ir Atlantshafið í leit að ævintýri. Í öngþveiti New York hrekst Sigur- lína frá einni saumastofu til ann- arrar og áttar sig á því að faðir hennar hafði haft rétt fyrir sér með það að hún yrði minni og ómerki- legri en hún væri í raun. Beltissprot- inn, sem hún hefur í fórum sínum öllum stundum, veitir henni ákveðið öryggi en þó um leið angist, vegna þess að hann tilheyrir í raun íslenska Þjóðminjasafninu, sem er í umsjá föður hennar. Sigurlína velkist í vafa um hvort hún eigi heldur að halda honum eða henda, en örlögin grípa í taumana þegar töskunni hennar er stolið og beltissprotanum með. Upp hefst eltingarleikur mikill, þar sem Sigurlína er ýmist að elta beltis- sprotann eða að reyna að hlaupast undan örlögum sínum. Tilgangur tíðra innlita á fundi ráðamanna í Reykjavík er nokkuð óljós allt þar til í lok sögunnar þegar allt kemur þetta heim og saman, en þessi hliðarspor höfundar eru afar snjöll þegar lesendur átta sig á til- gangi fundanna og hlutverki tiltek- ins fundargestar í ákvörðun Sigur- línu um að halda utan. Þá er endir sögunnar spennandi og gefur les- endum færi á að ákvarða sjálfir hvaða örlög bíða ungu konunnar í safninu í litlu Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Seinheppin Saga hinnar seinheppnu Sigurlínu, eða Selenu Branson eins og hún er kölluð vestanhafs, er rakin í Delluferðinni eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Minna en núll Skáldsaga Delluferðin bbbmn Eftir Sigrúnu Pálsdóttur. JPV útgáfa, 2019. Innb. 180 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.