Morgunblaðið - 04.12.2019, Page 29

Morgunblaðið - 04.12.2019, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar í Borgarbókasafninu í gær. Alls eru níu bækur tilnefndar, þrjár í hverjum flokki, en flokkarnir skiptast í barna- og unglingabók- menntir, fagurbókmenntir og fræði- bækur og rit almenns eðlis. Verð- launin verða afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 15. janúar 2019 í tengslum við árlega bókmenntahátíð kvenna, Góugleðina. Lifandi, fallegt og vandað Í flokki barna- og unglingabók- mennta eru tilnefndar, í stafrófsröð höfunda, Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem Bókabeitan gefur út; Kjarval: Mál- arinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur sem Iðunn gefur út og Villueyjar eftir Ragn- hildi Hólmgeirsdóttur sem Björt gefur út. Dómnefnd skipuðu Guðrún Jóhannsdóttir, Hildur Ýr Ísberg og Sigrún Birna Björnsdóttir. Í umsögn dómnefndar um Kenn- arann sem hvarf segir: „Persón- urnar virðast við fyrstu sýn fremur einfaldar og staðlaðar en þegar á reynir eru þær ekki byggðar upp af staðalímyndum heldur verða þær lif- andi og margræðar þegar á frásögn- ina líður rétt eins og frásögnin sjálf.“ Um Kjarval: Málarann sem fór sínar eigin leiðir segir: „Hér er um að ræða einstaklega vandaða bók, fallegan grip sem unun er að skoða og lesa. […] Það er til mikillar fyrir- myndar að vanda bókagerð fyrir börn á þann hátt sem hér hefur verið gert.“ Um Villueyjar segir: „Ragnhildur skrifar gott og vandað mál og býr til sannfærandi fantasíuheim sem inni- heldur vísanir og skírskotanir til samtíma og raunheima. Persónu- sköpun er sannfærandi og lesendur fá einlæga samúð með örlögum sögupersónanna. Villueyjar er sann- arlega gott innlegg í sístækkandi fantasíuhefð íslenskra ungmenna.“ Áhrifaríkar myndir, margræðni og ljóðræna Í flokki fagurbókmennta eru til- nefndar Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur sem Benedikt bókaútgáfa gefur út; Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur sem Una út- gáfuhús gefur út og Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur sem Partus gefur út. Dómnefnd skipuðu Elín Björk Jóhannsdóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Kristín Ástgeirs- dóttir. Í umsögn um Svínshöfuð segir: „Bergþóra dregur fram áhrifaríkar myndir sem sitja lengi í lesandanum og vald hennar á tungumálinu er slíkt að unun er að lesa Svínshöfuð.“ Um Okfrumuna segir: „Ljóða- heimur Brynju er mjög myndrænn, ljóðmálið margrætt og þrungið kvenlegri reynslu. Hér er vel að verki staðið í spennandi ljóðabók.“ Um Svanafólkið segir: „Sagan vekur mjög til umhugsunar um mennskuna og þau landamörk sem manneskjan setur til að greina sig frá öðrum og loka sig af. Þá geymir áhrifamikill textinn gnótt myndmáls og ljóðrænu sem fangar vel frumlegt viðfangsefnið.“ Metnaðarfull og forvitnileg verk byggð á rannsóknum Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis eru tilnefndar Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur sem Vaka-Helgafell gefur út; Jakob- ína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur sem Mál og menning gefur út og Öræfa- hjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur sem Sögufélag gefur út. Dómnefnd skip- uðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Þórunn Blöndal. Í umsögn um Listina að vefa segir að bókin sé „metnaðarfullt verk og stuðlar að samfellu í verk- og list- menningu á Íslandi og mun vafa- laust verða uppspretta hugmynda og aðferða íslenskra vefara um ókomin ár“. Um Jakobínu: Sögu skálds og konu segir: „Bókin er skrifuð af dóttur Jakobínu, sem tvinnar ein- staklega vel saman sögu þessarar áhugaverðu konu, bréfaskrif milli Jakobínu og hennar nánustu og ljóð eftir hana og aðra. Útkoman er for- vitnileg saga sem gefur ómetanlega innsýn inn í líf og hugarheim þessa áhrifamikla skálds.“ Um Öræfahjörðina: Sögu hrein- dýra á Íslandi segir að verkið sé ítarleg umhverfissagnfræðileg rann- sókn þar sem föfundur geri „lesand- anum kleift að upplifa sögu hrein- dýranna, með lýsandi texta og ljós- myndum“ sem dýpki frásögnina. Morgunblaðið/Eggert Höfundar Mikil ánægja ríkir eðlilega meðal kvennanna sem tilnefndar eru til Fjöruverðlaunanna í ár. Níu bækur tilnefndar  Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, afhent í Höfða 15. janúar í tengslum við bókmenntahátíðina Góugleðina  Verðlaunin voru fyrst veitt 2007 Listi yfir þær plötur sem tilnefndar eru til Kraumsverðlaunanna í ár hefur verið birtur og er á þessa leið, nafn flytjanda fyrst og svo titill: Andavald - Undir skyggðahaldi, Ásta Pjetursdóttir - Sykurbað, Berg- lind María Tómasdóttir - Herberg- ing, Between Mountains - Between Mountains, Bjarki - Happy Earthday, Countess Malaise – Hys- tería, Felix Leifur – Brot 01 EP/ Brot 02 EP, Grísalappalísa – Týnda rásin, Gróa - Í glimmer heimi, Gu- gusar - Martröð, Hildur Guðnadóttir - Chernobil, Hist og - Days of Tundra, Hlökk - Hulduhljóð, Hush - Pandemonial Winds, K.óla - Allt verður alltílæ, kef LAVÍK – Blautt heitt langt vont sumar, Korter í flog – Anna & Bernhard Blume (drepa alla fasista), Kristín Anna - I must be the devil, Milena Glowacka - Radi- ance, Myrra Rós - Thought Spun, Sideproject - sandinista release party / ætla fara godmode, Skoffín - Skoffín bjargar heiminum, Stormy Daniels - AGI STYRKUR EINBEIT- ING HARKA ÚTHALD HAFA GAMAN, Sunna Margrét - Art of Hi- story og Tumi Árnason / Magnús Trygvason Eliassen - Allt er ómælið. Kraumsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn seinna í mán- uðinum og er tilgangurinn með þeim að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sér- staka athygli á þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metn- aði og frumleika. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dúett Between Mountains á tónleikum. Tilnefndar til Kraumsverðlauna ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.