Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.12.2019, Qupperneq 32
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart- ansson verður með eintal á sýningu spunahópsins Improv Ísland í kvöld kl. 20 í Þjóðleikhússkjallaranum. Á Facebook-síðu hópsins segir að það sé auðvitað eðlileg þróun í kjölfar sýninga Ragnars í New York og Stutt- gart að hann verði með eintal á sýn- ingu spunahópsins. „Við hlökkum rosalega til að taka listina á annað level með Ragnari,“ segir á Facebook. Ragnar með eintal á spunasýningu MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 338. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hefur farið vel af stað á heims- meistaramótinu í Kumamoto í Jap- an þar sem það sigraði Serba í þriðja leik sínum í gær. Það er hins vegar ljóst að liðið er á leið í geysilega sterkan milliriðil á mótinu. »26 Góð byrjun Noregs en erfitt fram undan ÍÞRÓTTIR MENNING „Við ætlum hægt og rólega að komast aftur í fremstu röð en það ætlum við að gera með leik- mönnum sem koma upp í gegnum unglingastarfið hjá okkur,“ segir Jó- hannes Karl Guð- jónsson, þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu, í samtali við Morgun- blaðið í dag um leik- mannamál hjá liðinu. Hann horfir til 2. flokks félagsins, sem orðið hefur Íslands- meistari tvö ár í röð. » 26 Uppbyggingarstarfið heldur áfram hjá ÍA Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Með lögum skal land vort byggja, lög gilda um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og rótgróin karlavígi falla hvert af öðru. Eitt þeirra er Lögreglukór Reykjavíkur. Hann var stofnaður fyrir um 85 ár- um og var alfarið skipaður körlum þar til hann var endurvakinn í fyrra með jafnri þátttöku karla og kvenna og heitir síðan einfaldlega Lögreglu- kórinn. Sigríður Drífa Elíasdóttir rann- sóknarlögreglumaður tók þátt í að rífa Lögreglukórinn upp í fyrra. Hún segir að nokkrar lögreglukonur hafi haft áhuga á því að syngja og talað um að stofna kvennakór ef þær fengju ekki inni í Lögreglu- kórnum. „Þegar ákveðið var að koma kórnum í gang á ný var okkur vel tekið og við höfum nú æft og sungið saman í rúmt ár.“ Ragnar Þór Árnason, varðstjóri umferðardeildar og kórfélagi, segir að erfitt hafi verið að halda úti vinnustaðakórum og öðrum áhuga- mannakórum. „Við lentum í því eins og svo margir aðrir og því var kær- komið að fá konurnar til liðs við okkur.“ Fyrsta stóra verkefni blandaða kórsins var þátttaka ásamt yfir 20 lögreglukórum frá Norðurlöndum í sérstakri hátíðardagskrá í tilefni 100 ára afmælis Lögreglukórsins í Stokkhólmi sl. vor. „Það var mjög skemmtilegt, ógleymanleg ferð,“ segir Sigríður Drífa. „Þetta starf er gott fyrir líkama og sál, félags- skapurinn er góður og alltaf er pláss fyrir fleiri.“ Fjölmennt kóramót Um 30 manns eru í kórnum og er hlutfall karla og kvenna nokkuð jafnt. Stjórnandinn Matthías V. Baldursson stjórnar jafnframt tveimur öðrum kórum, Rokkkórnum og Gospelkór Smárakirkju, og hefur Lögreglukórinn komið fram með þeim. „Við verðum stöðugt betri og eigum vonandi eftir að koma oft fram opinberlega,“ segir Sigríður Drífa. „Ég var í barnakór, mér hef- ur alltaf þótt gaman að syngja og þetta er kærkomið tækifæri til þess að skemmta sér.“ Kóramótið í Stokkhólmi tókst vel og skilaði árangri. „Um árabil var haldið norrænt lögreglukóramót á fjögurra ára fresti og á hátíðinni í Stokkhólmi var ákveðið að endur- vekja það og byrja á Íslandi,“ segir Ragnar. Hann bætir við að búast megi við yfir 20 kórum og því þarfn- ist mótið mikils undirbúnings. Lögreglukórinn hefur sungið víða heima og erlendis og auk þess gefið út nokkra geisladiska. Hefðbundin verkefni hafa verið í aðdraganda jóla og lokatónleikar fyrir sumarfrí, en auk þess hefur kórinn verið eftirsóttur við ýmis tækifæri, meðal annars við útfarir. Kórinn æfir vikulega í Laugar- neskirkju og syngur þar í nokkr- um messum, meðal annars sunnu- daginn 15. desember, en hluti kórsins söng í aðventukaffi lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sunnudag. „Við höfum fengið margar beiðnir um að koma fram hér og þar,“ segir Ragnar. „Auk þess sjáum við alltaf um framkvæmd messu Landsambands lögreglu- manna 1. maí.“ Ljósmynd/Lögreglan Í aðdraganda jóla Hluti kórsins söng í aðventukaffi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sunnudag. Eitt síðasta vígið fallið  Lögreglukórinn er nú blandaður kór karla og kvenna  Um þrjátíu manns æfa vikulega og koma æ oftar fram ÁSKR I FTARLE IKUR MORGUNBLAÐS INS Heppinn áskrifandi hlýtur að gjöf Hästens HERLEWING® handgert rúm úr náttúrulegum efnum að verðmæti 3.225.900 kr. Fátt jafnast á við að opna Morgunblaðið eftir góðan nætursvefn. Fyrir einn af áskrifendum Moggans nær þessi ljúfa morgunstund nýjum hæðum eftir að við drögum í áskriftar- leiknum okkar föstudaginn 20. desember. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LESA MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið og Hästens eru stolt af því að vinna saman að því að gefa einum heppnum áskrifanda Morgunblaðsins Herlewing-rúm frá Hästens. Verslun Hästens á Íslandi er til húsa í Faxafeni 5, á sama stað og Betra bak. KAUPTU ÁSKRIFT Í SÍMA 569 11 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.