Morgunblaðið - 11.12.2019, Page 1
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þótt veðrið hafi heldur verið að
ganga niður á höfuðborgarsvæðinu
seint í gærkvöldi og á vesturhluta
landsins heldur lægðin áfram að
valda landsmönnum erfiðleikum.
Spáð er leiðindaveðri á Austurlandi í
dag. Sérstaklega er varað við hvöss-
um vindi og vindhviðum á Suðaust-
urlandi. Undir Vatnajökli gæti vind-
hraðinn orðið 30 metrar á sekúndu
og hviðurnar farið yfir 50 metra.
Aðgerðastjórnir á Austurlandi eru
í viðbragðsstöðu vegna óveðursins.
Fara átti yfir málin aftur í nótt eða
snemma morguns. Skólahald fellur
niður og flestum vegum verður lok-
að. Íbúar eru hvattir til að fylgjast
með veðurspám og vera ekki á ferð-
inni nema af brýnni nauðsyn.
Sveitir sinntu 430 verkefnum
Veðrið í gær var verst á Norður-
landi vestra. Björgunarsveitir, lög-
regla og aðrir viðbragðsaðilar komu
fólki og húseigendum til aðstoðar.
640 björgunarsveitarmenn voru á
vaktinni og um klukkan 21.30 í gær-
kvöldi höfðu þeir sinnt liðlega 430
verkefnum. Talsvert eignatjón varð
en ekki er vitað um slys á fólki.
Rafmagn fór af víða á Norðurlandi
og Vestfjörðum en varaafl er keyrt á
flestum stærri stöðum. Mesta tjónið
varð á Kópaskerslínu þar sem á ann-
an tug straura brotnaði. Tekur
marga daga að gera við línuna.
Óveðrið færist
yfir Austurland
Austfirðingar búa sig undir slæmt veður með lokun
vega og skóla og fólk er hvatt til að halda sig heima
Spáð er miklu hvassviðri undir Vatnajökli
Talsvert eignatjón á landinu í óveðrinu í
gær en ekki er vitað um nein slys á fólki
MÓVEÐUR Á AÐVENTU»2, 4, 6, 14 og ViðskiptaMoggi
Vindhraði í 10 m hæð
Vindstyrkur á miðnætti í nótt
REYKJAVÍK
18 m/s
STYKKISHÓLMUR
25 m/s
AKUREYRI
20 m/s
RAUFARHÖFN
26 m/s
BLÖNDUÓS
27 m/s
EGILSSTAÐIR
3 m/s
BOLUNGARVÍK
24 m/s
HÖFN
7 m/s
STÓRHÖFÐI
25 m/sm/s 0 2,5 5 10 15 20 30 Ko
rt
a
g
ru
n
n
u
r:
W
in
d
y.
co
m
V
in
d
h
ra
ð
i:
V
e
ð
u
rs
to
fa
Ís
la
n
d
s
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. D E S E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 291. tölublað 107. árgangur
ANNA JÓA OG
GÚSTAV GEIR Í
HVERAGERÐI
FIMMTÁN
SKOT Í
HÖFUÐIÐ
ENN LENGRI
KYRRSETNING
MAX-VÉLANNA
LÁRUS HELGI ÍÞRÓTTIR VIÐSKIPTAMOGGINNMYNDLISTARSÝNING 29
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Stekkjastaur kemur í kvöld
13
jolamjolk.is
dagar
til jóla