Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 2

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Óveður á aðventu Veðurofsinn sem gengið hef- ur yfir landið hefur áhrif á dreifingu Morgunblaðsins og annarra blaða í dag og á morgun. Áhrifin verða mest í dag, einkum á Norðurlandi, en gert er ráð fyrir að lokað verði fyrir bílaumferð norður í land í dag. Þar er því útlit fyrir að blað dagsins verði borið út með fimmtudags- blaðinu og líkur eru einnig á að dreifingin á morgun verði sein vegna áhrifa veðursins. Á höfuðborgarsvæðinu verður seinkun á dreifingu í dag en leitast verður við að lágmarka tafir í allri dreif- ingu þar líkt og annars staðar á landinu eins og kostur er á. Tafir á dreifingu vegna veðursins Helgi Bjarnason Þorgerður Anna Gunnarsdóttir „Það hjálpar gríðarlega mikið til að almenningur hefur tekið tillit til þessa veðurs og ekki verið á ferð- inni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavarna- deild ríkislögreglustjóra og for- svarsmaður samhæfingarstöðvar- innar í Skógarhlíð. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veður- stofu Íslands, tekur í sama streng: „Almenningur hefur tekið vel við sér og ber að þakka það.“ Rætt var við þá í gærkvöldi. „Það er hugmyndin með viðvör- unarkerfinu að fólk bregðist við til að minnka samfélagsleg áhrif og tjón. Vonandi verður þetta til þess að ekki verði mikið tjón eða alvar- leg slys,“ segir Þorsteinn. Góður undirbúningur Rögnvaldur sagði að staðan væri góð enda hefði allur undirbúningur viðbragðsaðila verið til fyrirmynd- ar, auk þess sem forvirkar lokanir Vegagerðarinnar hefðu skilað til- ætluðum árangri. Viðvaranir Veðurstofunnar voru sterkar og þar var í fyrsta skipti notuð rauð viðvörun frá því farið var að gefa út litamerktar veðurvið- varanir fyrir rúmum tveimur árum. Spáin gekk nokkuð vel eftir. Helsta frávikið er að sögn Þorsteins að veðrið var verra á Norðurlandi eystra en í fyrstu var búist við. Við því var brugðist með viðvörunum í gær. Sums staðar á höfuðborgarsvæð- inu varð fólk ekki mikið vart við óveðrið. Þorsteinn bendir á að svæðið sé stórt og fjölbreytt. Sums staðar, eins og til dæmis á Seltjarn- arnesi, hafi verið hvasst og þar hafi vindhraðinn farið upp í 28 metra á sekúndu. Veðrið var verst á Norðurlandi vestra í gær. Vindhraðinn á Blönduósi fór upp í 35-36 metra á sekúndu sem er óvenjulegt á þeim stað. Veðrið var að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og verkefnum að fækka hjá björgunar- sveitunum í flestum landshlutum nema helst á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Veðrið var að færast yfir til aust- urhluta landsins. Þorsteinn segir að búast megi við því að það gangi yfir Austurland og Suðausturland með hvelli í fyrramálið. Á hann von á leiðindaveðri. Sérstaklega er horft til sveitanna undir Vatnajökli. Þar getur meðalvindur farið vel yfir 30 metra á sekúndu og hviður í yfir 50 metra. Það telst ofsaveður. Morgunblaðið/Óskar Pétur Rok í Eyjum Meðal viðfangsefna björgunarmanna í Vestmannaeyjum var að tryggja þök húsa. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Múlahverfi Góður tækjakostur kom sér vel í útköllum í gær. Almenningur tók við sér Morgunblaðið/Eggert Samhæfing Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn fylgjast með þróun mála og huga að aðgerðum í samhæfingarstöð í Skógarhlíð.  Veðurspár virðast ganga nokkurn veginn eftir og veðurviðvaranir Veðurstofu Íslands og undirbún- ingur stofnana og samtaka gæti hafa dregið úr tjóni á eignum  Spáð ofsaveðri á Suðausturlandi í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grandi Á höfuðborgarsvæðinu var rokið mest á Seltjarnarnesi og vestast í Vesturbænum. Hætta skapaðist þegar veggklæðningar tóku flugið. Straumur fór af þónokkrum byggð- um í gær, einkum á Norðurlandi og Vestfjörðum. Dísilstöðvar eru keyrðar sem varaafl á flestum stærri stöðum. Alvarlegasta bilunin varð á Kópaskerslínu þar sem nokkuð á annan tug staura brotn- uðu. Ljóst er að það tekur að minnsta kosti viku að gera við lín- una. Bilanirnar eru bæði á flutnings- kerfi Landsnets og dreifikerfi Ra- rik. Þær hafa aðallega orðið vegna ísingar og vinds en einnig vegna samsláttar lína. Tekist hefur að gera við bilanir sums staðar en ann- ars staðar er ekki aðstaða til að kanna skemmdir hvað þá gera við vegna veðurhæðar. Nokkrar sveitir voru alveg rafmagnslausar í gær- kvöldi. Dísilstöðvar sjá Kópaskeri, Raufahöfn, Þórshöfn og Bakkafirði fyrir rafmagni en sums staðar þarf að skammta orku. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, segir að fyrirtækið sé að útvega sér olíu til að keyra vélarnar í viku eða 10 daga því það taki tíma að gera við. Vestfirðir skornir frá Vandræði hafa verið með Sauð- árkrók vegna bilunar á línu Lands- nets frá Varmahlíð. Rafmagn fyrir bæinn er framleitt með dísilvélum en einnig er rafmagn skammtað. Geiradalslína sem er eina teng- ing Vestfjarða við raforkukerfi landsins bilaði í gær. Flestar byggðir njóta varaafls sem fram- leitt er með dísilvélum auk orku frá Mjólkárvirkjun. helgi@mbl.is Tekur viku að gera við Kópaskerslínu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.