Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 8

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 Veðurofsinn í gær náði víða umland og olli jafnvel skap- ofsaköstum sem varla verða skýrð með öðru en djúpri lægð og snjóbyl svo mögnuðum að fyllir öll vit. Á Alþingi áttu sér stað orða- skipti sem voru ofsafengin mjög. Helgi Hrafn Gunn- arsson, þingmaður Pírata, náði í orðaskaki við forseta þingsins nýjum lægðum sem sjálf- sagt enda í einhverjum sögubók- um.    Undir liðnum fundarstjórn for-seta fór Helgi mikinn gegn frumvarpi um þjóðkirkjuna og fór ekki á milli mála að andaði mjög köldu frá þingmanninum í garð þeirrar ágætu stofnunar.    Þegar forseti reyndi að koma íveg fyrir að Helgi misnotaði umræður um fundarstjórn forseta til að ræða málið efnislega hvein í Helga og sagði hann málið varða „allra óheiðarlegasta samning sem gerður hefur verið“.    Eftir mikið þvarg bætti Helgivið einni mátulega smekk- legri athugasemd: „Svo á að af- greiða þetta fyrir áramót, rétt fyr- ir jól, nota jólin sem enn eina tilfinningakúgunina til að koma hagsmunum þjóðkirkjunnar að umfram hagsmuni annarra trúar- safnaða í landinu.“    Fjandskapur Helga í garð þjóð-kirkjunnar eða kristilegs jóla- halds leynir sér ekki, en er til of mikils mælst að fjandskapurinn sé settur fram af lágmarkskurteisi og yfirvegun, að ógleymdri virðingu gagnvart trú annarra? Eða er það „tilfinningakúgun“ að fara fram á slíkt? Helgi Hrafn Gunnarsson Veðurofsinn í þingsalnum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþingismenn eru á faraldsfæti þessa vikuna og sækja fundi og þing víða um heim. Alls verða 11 alþing- ismenn á fundum erlendis. Fundur forsætisnefndar Norður- landaráðs er haldinn í Noregi dag- ana 9.-10. desember. Þátttakendur eru Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Helgi Þorsteinsson starfsmaður skrifstofu Alþingis. Fundur IPU, loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, fer fram í Madrid dagana 9.-12. desember. Þátttakendur eru Guðmundur Andri Thorsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, Sigríður Á. Andersen og Arna Gerður Bang starfsmaður skrifstofu Alþingis. Kolbeinn Proppé sækir ennfremur loftslags- ráðstefnu SÞ í Madríd (Norður- landaráð) 10.-12. desember. Fundur laga- og mannréttinda- nefndar Evrópuráðsþingsins verður haldinn í París 10.-11. desember. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sækir fundinn. Þórhildur Sunna og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækja svo fund framkvæmdastjórnar Evr- ópuráðsþingsins í París 13. desem- ber. Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál verður haldinn í New York og Washington 9.-11. des- ember. Ari Trausti Guðmundsson situr fundinn. Loks situr Þorgerður K. Gunnarsdóttir ráðstefnu NATO- þingsins 9.-11. desember í Wash- ington. Fimm varamenn hafa tekið sæti á Alþingi fyrir þá þingmenn sem eru í útlöndum. sisi@mbl.is Ellefu þingmenn á fundum erlendis Morgunblaðið/Eggert Alþingi Þingmenn eiga að fara í jólafrí frá og með næstu helgi. Samtals sótti 41 um starf útvarps- stjóra Ríkisútvarpsins, en starfið var auglýst laust til umsóknar 15. nóvem- ber eftir að Magnús Geir Þórðarson sagði starfi sínu lausu og var svo skip- aður þjóðleikhússtjóri frá og með ára- mótum. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá stjórn RÚV, sem fundaði um umsóknirnar á sérstökum fundi í gær. Ekki fylgdi með hverjir sóttu um stöðuna. Meðal þeirra sem þegar hafa stað- fest sjálfir að þeir hafi sótt um eru Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoð- armaður Bjarna Benediktssonar fjár- málaráðherra, Elín Hirst, fv. frétta- stjóri og þingmaður, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona, Kristín Þor- steinsdóttir, fv. útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, Kolbrún Halldórs- dóttir, fv. þingmaður, og Baldvin Þór Bergsson fréttamaður. Fram hafði komið að stjórnin ætl- aði ekki að gefa upp nöfn umsækj- enda en það hefur harðlega verið gagnrýnt, meðal annars af Páli Magn- ússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks- ins og fyrrverandi útvarpsstjóra. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, óskað eftir skýringum frá stjórninni á því af hverju ákveðið hafi verið að birta ekki nöfnin. Fram kemur í tilkynningunni frá stjórn RÚV að á næstu vikum verði farið yfir umsóknir og hefur stjórnin fengið ráðningarfyrirtækið Capacent til að hafa umsjón með því verkefni. Stjórnin segist stefna að því að ganga frá ráðningu nýs útvarps- stjóra í lok janúar næstkomandi. 41 sótti um starf útvarpsstjóra  Svanhildur Hólm meðal umsækjenda Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir Svanhildur Hólm Valsdóttir Elín Hirst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.