Morgunblaðið - 11.12.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslendingarfengu aðkynnast ógn-
arkröftum nátt-
úrunnar þegar
djúp lægð með
ofsaveðri og að hluta til of-
ankomu gekk yfir landið í
gær og áfram í dag sam-
kvæmt spám Veðurstof-
unnar. Þegar þetta er skrifað
virðast spárnar ætla að
ganga að mestu eftir, sem
skiptir miklu þegar slíkt af-
takaveður er annars vegar
og tryggir að hægt sé að hafa
uppi nauðsynlegan viðbúnað.
Svo virðist sem viðbún-
aðurinn hafi verið til fyrir-
myndar og þær aðvaranir
sem almannavarnadeild
ríkislögreglustjóra gaf út í
samráði við lögreglustjóra á
landsbyggðinni, meðal ann-
ars síðdegis í gær um að
hækka viðbúnaðarstig á
ákveðnum svæðum af óvissu-
stigi yfir á hættustig, skipta
miklu til að draga úr hætt-
unni sem slíkt óveður getur
skapað.
Þó að maðurinn telji sig
gjarnan hafa öll ráð í hendi
sér og finnist hann jafnvel
hafa beislað náttúruna verð-
ur hann alltaf jafn smár þeg-
ar slíkur veðurhamur leggst
yfir og stormur og stórhríð
taka öll völd. Við þær að-
stæður getur maðurinn lítið
annað gert en að koma sér í
skjól og bíða þess að lægi og
þá er ákaflega mikilvægt að
hafa stofnanir sem fylgjast
með veðri og vara við hætt-
unni sem því kann að fylgja.
En náttúran á sér fleiri
ógnvekjandi hliðar. Nýja-
Sjálandi og Íslandi er gjarn-
an líkt saman þó að lengra
gæti tæpast verið á milli
þessara tveggja landa. Báðar
þessar eyjar fá til dæmis
reglulega að kynnast elds-
umbrotum og í fyrradag
minnti eldfjallið á Hvítueyju,
sem er lítið annað en topp-
urinn á eldfjalli, á sig með
hörmulegum afleiðingum.
Hvítaeyja er mjög virk eld-
stöð en engu að síður er hún
eftirsóttur ferðamanna-
staður og heimsókn þangað
þykir mögnuð upplifun. Um
leið er hún hættuleg og eins
og fram kom í samtali mbl.is
við íslenskan eldfjallafræð-
ing sem þangað hefur komið
má setja spurningarmerki
við ferðamennskuna sem þar
er stunduð.
Eldgosið á mánudag var
ekki stórt, en hefur engu að
síður orðið nokkrum að bana.
Ekki liggur nákvæmlega fyr-
ir hve margir fór-
ust, en það sorg-
lega er að ef til
vill hefði, með
meiri varúð, mátt
koma í veg fyrir
manntjón. Jarðhræringar í
liðinni viku höfðu bent til
þess að stutt kynni að vera í
eldgos, en viðvörunarstig var
samt ekki hækkað nægilega
til að fólk hætti við ferðalag
út í eyjuna.
Eflaust verður þetta tekið
til athugunar í framhaldinu á
Nýja-Sjálandi og leitast við
að læra af reynslunni. En það
kann að vera ástæða víðar til
að læra af þessari reynslu. Í
Morgunblaðinu í gær var
bent á að viss líkindi væru
með Heklu og Hvítueyju og
að á Heklu væri töluverð
ferðamennska líkt og á þess-
ari hættulegu eyju Nýja-
Sjálands. Jarðeðlisfræðingur
sem rætt var við benti á að
oftast væri ferðafólk á göngu
í hlíðum Heklu og að með því
setti það sig í hættu. Auk
þess væri mikil umferð flug-
véla yfir fjallið.
Minna má á að Hekla gaus
síðast um aldamótin og nokk-
uð reglulega á áratugar
fresti næstu áratugi á undan.
Það segir vitaskuld ekkert
ákveðið um hvenær vænta
má næsta Heklugoss, en þó
má segja að ólíklegt sé að
þess verði langt að bíða. Og
þegar haft er í huga að þeir
sem leggja leið sína á fjallið
eru taldir hafa afar skamman
tíma, ef til vill hálfa til eina
og hálfa klukkustund, til að
koma sér úr hættu ef um-
merki sjást um að gos sé í
vændum, þá má sjá hve vara-
samt er að leggja á fjallið og
hve mikilvægt er að þeir sem
það kjósa engu að síður að
gera hafi uppi allan þann við-
búnað sem hægt er.
Aðvörunarorð um Heklu
og hörmuleg reynsla Nýsjá-
lendinga eru mikilvæg
áminning um að umgangast
verður náttúruna af virðingu
og varúð. Hið sama má segja
um reynslu Íslendinga af
hafinu og jafnvel ströndinni,
eins og Reynisfjara er dæmi
um.
Við viljum að sjálfsögðu
ekki hætta að njóta náttúr-
unnar, en við verðum að
tryggja að við búum áfram
við jafn ágætt viðvörunar-
kerfi og fór í gang vegna veð-
ursins sem gengur yfir land-
ið og að samskonar kerfi sé
virkt fyrir fleiri hættur og
tryggi sem best öryggi íbúa
og ferðamanna hér á landi.
Viðbúnaðarkerfi
almannavarna eru
gríðarlega mikilvæg}
Ógnir náttúrunnar
F
angar eiga rétt á almennri heil-
brigðisþjónustu og þar með talið
aðstoð sálfræðinga og sérfræðinga
í fíknsjúkdómum. Dómsmálaráðu-
neytið hyggst hrinda í framkvæmd
og fylgja eftir aðgerðaáætlun sem í meg-
indráttum snýst um að efla heilbrigðisþjónustu
við fanga og tryggja markvissa og samhæfða
framkvæmd þjónustunnar.
Sérstök áhersla verður lögð á að efla geðheil-
brigðisþjónustu og skilgreina verklag í innri
starfsemi fangelsanna vegna breytinga á heil-
brigðisþjónustunni. Ráðist verður í aðgerðir til
að sporna gegn dreifingu og neyslu vímuefna á
Litla-Hrauni. Þessum markmiðum fylgir aukið
fjármagn. Starfsfólk fangelsanna hefur unnið
þrekvirki við þröngan kost, en meira þarf til að
koma.
Ítrekað hefur verið sýnt fram á að stór hluti
þeirra sem lenda á glapstigu hefur orðið fyrir áföllum sem
nauðsynlegt er að vinna úr. Samkvæmt nýlegri rannsókn
glíma tæplega 60% prósent fanga í íslenskum fangelsum við
vímuefnavanda. Um sjötíu prósent eiga sögu um slíkan
vanda. Hátt hlutfall fanga er með ADHD og annars konar
vanþroskatengd vandamál, sem þarfnast meðferðar fag-
manna.
Fangelsismálastjóri hefur sagt í fjölmiðlum að það sé
augljóst öllum þeim sem þekkja til í fangelsunum að flestir,
ef ekki allir, sem sitja í fangelsi eigi við einhvers konar fíkni-
vanda að stríða. Það verður að hjálpa því fólki sem glímir við
slíkan vanda. Langflestir glæpir eru framdir undir áhrifum
fíkniefna. Ef unnt væri að grípa inn í og koma
fólki á beinu brautina væri hægt að fækka af-
brotum og þar af leiðandi endurkomum í fang-
elsin.
Endurkoma fanga, sem í flestum tilfellum eru
ungir karlmenn, er ekki bara vandamál þess
sem dæmdur er til refsivistar heldur samfélags-
ins alls. Um helmingur þeirra fanga sem afplána
í fangelsum landsins hefur áður mátt sæta fang-
elsisvist. Beinn kostnaður við hvern fanga er
tæplega tíu milljónir króna á ári. Það er allt fyrir
utan þá óhamingju sem fangelsisvistin kallar yf-
ir fangana sjálfa og fjölskyldur þeirra.
Frelsissvipting er afar íþyngjandi aðgerð og
henni fylgir mikil ábyrgð. Stjórnvöldum ber að
standa undir þeirri ábyrgð og gera allt sem í
þeirra valdi stendur til þess að tryggja að raun-
veruleg betrun eigi sér stað í fangelsum lands-
ins. Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út
úr fangelsunum en gekk þangað inn.
Fagmennirnir geta vonandi fært fólki verkfæri til að tak-
ast á við lífið utan veggja fangelsanna. Það er til mikils að
vinna. Fangelsi er ekki geymslustaður fyrir fólk sem við
höfum ekki burði til að sinna. Fangar þurfa tækifæri til að
komast aftur á beinu brautina; með eitthvað í farteskinu út í
lífið. Skapa þarf skilyrði til þess að þeir geti orðið virkir sam-
félagsþegnar og vonandi hamingjusamari einstaklingar að
lokinni afplánun í fangelsum landsins.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Ekki bara geymsla
Höfundur er dómsmálaráðherra.
aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fjarskipti framtíðarinnar ogstafræn tækni eiga eftirað umbylta lífsháttum oger vitaskuld þýðingar-
mikið að gildandi lög og regluverk
um fjarskipti fylgi þeirri þróun nú
þegar uppbygging 5G er í burðar-
liðnum. Gildandi fjarskiptalög eru
komin til ára sinna og hefur sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
lagt fram fullbúin drög að frumvarpi
til nýrra laga um fjarskipti á sam-
ráðsgátt stjórnvalda. Þetta er mikill
lagabálkur en með honum er verið
að innleiða nýjan fjarskiptapakka
Evrópusambandsins í íslenskan rétt.
Eitt af stærstu verkefnunum
sem ráðast þarf í er uppbygging há-
hraðaneta með mikla flutningsgetu
og skiptir miklu hvaða reglur verða
settar um aðgang að netum og þjón-
ustu, úthlutun tíðna og hagnýtingu
þeirra og með hvaða skilyrðum og
kvöðum það verður gert.
Réttilega er bent á að tíðnirétt-
indi eru takmörkuð og verðmæt
auðlind sem lúta forræði íslenska
ríkisins innan okkar lögsögu og að-
gangur að þeim verður bæði eftir-
sóttur ogt verðmætur. Með lögfest-
ingu tilskipunar ESB verður frjálst
framsal tíðniréttinda innleitt hér á
landi. Í núgildandi fjarskiptalögum
er framsal tíðniréttinda óheimilt. Á
þessu verður því grundvallarbreyt-
ing þegar og ef frumvarpið verður
að lögum eins og skylt er að gera
vegna aðildar Íslands að Evrópska
efnahagssvæðinu.
Ein meginbreytingin sem fylgir
væntanlegri löggjöf er sú að al-
mennt verður heimilt að framselja,
lána og leigja tíðniréttindi. ,,Hugs-
unin er sú að frjálst framsal tíðni-
réttinda sé meginreglan, sbr. orða-
lag ákvæðisins þess efnis að Póst-
og fjarskiptastofnun skuli almennt
ekki synja um framsal, lán eða leigu
á tíðniréttindum. Þessi framsals- og
lánsréttur er þannig ekki skilyrðis-
laus, þar sem viðtakandi rétthafi
þarf að vera fær um að yfirtaka
þær skyldur og skuldbindingar sem
kveðið er á um í viðkomandi tíðni-
heimild og eftir atvikum í skilmálum
fyrir úthlutun heimildarinnar, auk
þess að vera skráð fjarskiptafyrir-
tæki hér á landi,“ segir í skýringum
frumvarpsdraganna. Boðaðar eru
mótvægisaðgerðir til ,,að koma í veg
fyrir að tíðniréttindi safnist fyrir á
fárra hendur […].“
Bent er á að ljóst sé að að-
gangur að tíðniréttindum geti haft
veruleg áhrif á samkeppnisstöðu að-
ila sem starfa á mörkuðum fyrir
þráðlausa fjarskiptaþjónustu. Sífelld
aukning á gagnamagni á farnetum
kalli á meiri og stærri úthlutanir á
tíðnisviðum og það geti verið kapps-
mál fyrir fjarskiptafyrirtæki að hafa
aðgang að nægu tíðnisviði.
Póst- og fjarskiptastofnun er
heimilt að viðhafa uppboð við út-
hlutun tíðna og er heimild til gjald-
töku aðlindagjalds við úthlutun tíðna
í upphafi ef efnt er til uppboðs. Á
árunum 2022-2023 mun gildistími
fjölmargra tíðniheimilda renna út.
,,Nú liggur fyrir að tíðniheimildir
sem verður endurúthlutað á árunum
2022-2023 verða notaðar fyrir 5G
þjónustu,“ segir m.a. um þetta.
Gert er ráð fyrir að teknar
verði 3,5 milljónir fyrir hvert út-
hlutað MHz fyrir tíðniheimildir á
800 og 900 MHz tíðnisviðunum og
ein milljón fyrir hvert úthlutað MHz
á 1800 og 2100 MHz-tíðnisviðunum.
Það myndi þýða miðað við stöðu
þriggja stærstu núverandi fjar-
skiptafélaga og tíðnirétthafa að
gjaldtakan skiptist þannig að Nova
þyrfti að greiða 150 millj. kr., Voda-
fone 290 millj. kr. og Síminn 203,6
millj. kr., sem rynnu í fjarskipta-
sjóð.
Frjálst framsal tíðni-
réttinda verði innleitt
Morgunblaðið/Ómar
Símar á lofti Byggja á upp þéttriðið háhraðanet fyrir 5G. Í frumvarpinu er
sagt fyrirséð að Ísland verði gígabita-samfélag um miðjan næsta áratug.
Neyðarnúmerið 112 verður
áfram notað hér á landi fyrir
neyðar- og öryggisþjónustu eft-
ir væntanlegar breytingar á
fjarskiptalöggjöfinni en innleiða
þarf tvö samræmd evrópsk
númer; 116000, sem er ábend-
ingarlína vegna tilkynninga um
börn sem er saknað og hins
vegar númerið 116111, sem er
hugsað sem hjálparsími fyrir
börn ,,sem þurfa umhyggju og
vernd við tilteknar aðstæður
sem barnið finnur sig í“, eins og
það er orðað. Póst- og fjar-
skiptastofnun verður gert að
innleiða stuttnúmerin tvö,
ábendingarsímann og neyðar-
númerið.
Fram kemur að gert er ráð
fyrir að viðbúið sé að Neyðar-
línan sinni áfram þessum verk-
efnum eins og hún hefur gert og
jafnframt segir að gert sé ráð
fyrir að símsvörun verði sömu-
leiðis í höndum neyðarvarða
sem hafa hlotið þjálfun í sam-
skiptum við fólk í erfiðum að-
stæðum, þ.m.t. börn.
Hjálparsími
fyrir börn
116000 OG 116111