Morgunblaðið - 11.12.2019, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
Skólar & námskeið
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 3. janúar 2020
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir föstudaginn 20. desember.
SÉRBLAÐ
Í blaðinu verður fjallað um
þá fjölbreyttu flóru sem í boði
er fyrir þá sem stefna á
frekara nám.
–– Meira fyrir lesendur
Íslenskt samfélag
hefur tekið gríðar-
legum breytingum á
örfáum mannsöldrum.
Á tímum foreldra
okkar sem nú erum
að nálgast efri ár var
ekkert of mikið af
gæðum lífsins. Mjög
mikið var unnið og
lagt á sig fyrir brýn-
ustu þörfum. Oft var
mikilli orku og starfi eytt í að afla
fremur lítilla og einfaldra gæða.
Þá tíðkaðist að gjörnýta allt sem
náttúran gaf af sér og fleygja
engu sem nýtilegt kunni að vera
og nýta mætti síðar.
Um aldamótin 1900 voru um
90% íslensku þjóðarinnar að fást
við landbúnað sem lítið hafði
breyst í þúsund ár. Einungis í
allra bestu árum var nægur matur
framleiddur fyrir alla
þjóðina. Í samanburði
þá eru einungis örfá
prósent þjóðarinnar
að fást við landbúnað-
arstörf nú í dag og
gætu auðveldlega
framleitt mun meira
en þörf landsmanna
er fyrir. Við lifum í
dag á tímum eyðsl-
unnar og sóunar hvar
sem borið er niður í
samanburði við skort-
inn og nægjusemi
sem fyrri kynslóðum þótti sjálf-
sagt daglegt brauð.
Nú eru aðrir tímar. Við höfum
upplifað einhverjar mestu fram-
farir mannkyns á undangengnum
áratugum.
En eitt mikilsvert atriði er það
sem við höfum vanrækt þó svo við
gætum auðveldlega gert betur:
Umhverfið okkar hefur víða beðið
skaða af athöfnum okkar og um-
svifum. Við höfum sýnt náttúrunni
mikið kæruleysi og allt að því van-
virðingu, álagið á náttúruna er því
mjög mikið. Loftgæði á þéttbýlis-
svæðum eru víða mjög lítil. Hefur
verið rætt um að grípa til ráðstaf-
ana, t.d. að takmarka umferð bif-
reiða. Betra væri að ráðast að or-
sökum vandans en það er nú oft
svo í heimi okkar mannanna að
byrjað er á röngum enda með því
að reyna að hafa áhrif á afleiðing-
arnar fremur en orsakir vandans.
Mörg okkar sem komin erum á
efri ár eða erum að hefja nýja lífs-
hætti eftir misjafnlega langan
starfsdag, erum viðkvæm fyrir
ýmiskonar áreiti úr umhverfinu.
Þar ber fyrst og fremst að nefna
mengun, hraða og hávaða.
Nú er upprunninn tími eyðslu
og sóunar. Skelfilegt er til þess
að vita að um þriðjungur og jafn-
vel meira af framleiddum mat-
vælum lendi á ruslahaugunum.
Þarna getum við tekið okkur
verulega á.
Alþjóðasamfélagið hefur sett
reglur um takmörkun á brenni-
steinsmengun vegna samgangna
og hafa ýmis fyrirtæki brugðist
við. Þannig hefur Eimskip, okkar
elsta skipafélag, tekið við sér eins
og lesa má á þessari slóð:
www.eimskip.is/um-eimskip/
frettasafn/frettir/breyttar-
althjodlegar-reglur-um-brenni-
steinsutblastur-fra-skipum
Á gamlársdag verður yfirleitt
einhver versta loftmengun á Ís-
landi með flugeldum, blysum og
öðru sem veldur óbærilegri loft-
mengun. Víða um heim er spornað
við þessu og má geta þess að í
Þýskalandi hafa verið settar mjög
ákveðnar reglur um notkun flug-
elda, m.a. vegna eldhættu og
óþarfa mengunar. En mörgum
þykir það ekki nóg og vilja banna
flugelda með öllu eins og lesa má
á þessari slóð:
www.duh.de/feuerwerk-protest
Við Íslendingar höfum lengi
verið eftirbátar annarra þjóða.
Hvað loftgæði varðar þá erum við
ansi langt á eftir öðrum þjóðum.
Það verður að teljast mjög miður.
En við verðum að taka okkur á og
bæta ráð okkar! Strax!
Það mætti t.d. stórefla skóg-
rækt í landinu sem og almennings-
samgöngur!
Allir eiga rétt á að lifa í hollu og
heilbrigðu umhverfi!
Rétturinn að lifa í heilbrigðu umhverfi
Eftir Guðjón
Jensson »Mannréttindi eru
margvísleg. Ein af
þeim er rétturinn að lifa
í heilbrigðu umhverfi.
Guðjón Jensson
Höfundur er leiðsögumaður og eldri
borgari búsettur í Mosfellsbæ.
arnartangi43@gmail.com
Ég tel óráð að stefn-
ir í aðskilnað íslenska
ríkisins og þjóðkirkju
þess, jafnvel þótt ég sé
kominn úr þjóðkirkj-
unni í Ásatrúarfélagið
fyrir rúmum áratug.
Það er nefnilega auð-
veldara að brjóta niður
rótgróna samstöðu en
að byggja hana upp og
fara verður sér því
hægar í því, líkt og þekkist við
einkavæðingu ríkisútvarps, skóla,
sjúkrahúsa og örorkuþjónustu.
Sem mannfræðingur tel ég að
trúarkenndin sé eitt af einkennum
nútímamanntegundarinnar, sem
hann hefur þróað með sér sem
stuðningstæki til að takast á við um-
hverfi sitt (koma í stað rýrnandi eðl-
ishvata sinna frá apa- og spendýra-
fortíðinni. Önnur dæmi um slíka
uppbótarþróun eru smekkur fyrir
hið listræna og hið fræðilega).
Öryggistilfinning er ein meginfor-
senda þróaðs trúarlífs og hefur því
farið vel á að íslenska ríkisvaldið hafi
gætt þess að styðja við stærsta
trúarsöfnuð þegna sinna um aldir.
Flestir hafa líklega kynnst starfi
minni safnaða þar sem safnaðaraf-
koman er borin uppi af
peningaframlagi
safnaðarmeðlima. Þar
grillir í samkeppnis-
anda sem er síður fall-
inn til að skapa þann
innri frið og öryggi sem
við þekkjum flest frá
þjóðkirkjunni. Mér hef-
ur jafnvel áfram fundist
gott að upplifa óbeinan
innblástur í guðsþjón-
ustum hennar í starfi
mínu á elliheimili (og
hafa þar allir verið umburðarlyndir
gagnvart þeirri slagsíðu minni að
vera nú félagi í Ásatrúarfélaginu!).
Mér sýnist vel til fundið að árétta
þessa kennd mína með broti úr
heiðnu ljóði mínu sem heitir: Dísir
ræða um Appólon. Þar læt ég forn-
grískar skógardísir ræða um ein-
semd sína yfir fjarveru síns Appó-
lons, en finna líka til sams konar
vöntunar er þær laumast í kristna
messu. (Mér er nú sérlega skylt að
leiða þannig saman ljóðlist og trú,
með því ég hef nýlega verið skipaður
Lárviðarskáld Íslands, til lífstíðar!)
Þar yrki ég m.a. í eftirfarandi
brotum:
Þetta var allt öðruvísi hjá langömmu,
sem dansaði í hringdansi með
Appóloni:
lýran hans var þá full af galsa
án þess heilagleikinn væri þá fjarri!
Og raunar kom svo annar sálmur
sem var dálítið dapurlegri;
líkt og þér finnst um Appólon núna,
er hann hefur verið svo lengi fjarri!
Gegn aðskilnaði
ríkis og kirkju
Eftir Tryggva V.
Líndal
Tryggvi V. Líndal
» Tel ég að trúar-
kenndin sé eitt af
einkennum nútíma-
manntegundarinnar
sem hann hefur þróað
með sér sem stuðnings-
tæki til að takast á við
umhverfi sitt.
Höfundur er skáld og menningar-
mannfræðingur.
Atvinna