Morgunblaðið - 11.12.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019
✝ Guðrún KatrínBrandsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. apríl 1957. Hún
lést á Landspítalan-
um Fossvogi hinn
25. nóvember 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
urrós Einarsdóttir
húsmóðir, f. 12.
apríl 1918, d. 6.
mars 2002, og
Brandur Jónsson skólastjóri
Heyrnleysingjaskólans, f. 21.
nóvember 1911, d. 12. sept-
ember 1982.
Systur Guðrúnar eru Anna
Guðný, f. 18. ágúst 1944, d. 24.
febrúar 2011, og Margrét, f. 13.
janúar 1949.
Guðrún giftist 29. september
1978 Herði Þór Hafsteinssyni
1984, sambýliskona hans er
Björg Inga Erlendsdóttir, sonur
þeirra er Aron Þór, f. 2016. 3)
Anna Rósa, f. 24. janúar 1986,
sambýlismaður hennar er Hörð-
ur Óli Níelsson, dóttir þeirra er
Emma Katrín, f. 2017.
Synir Önnu Rósu og Pálma
Snæs Magnússonar eru Anton
Snær, f. 2008, Magnús Darri, f.
2011, og Styrmir Þór, f. 2013.
Guðrún ólst upp í Heyrnleys-
ingjaskólanum í Stakkholti þar
sem faðir hennar var skóla-
stjóri, þar bjuggu þau þar til
Guðrún var 11 ára og þá flutti
fjölskyldan á Háaleitisbraut.
Guðrún stundaði fyrst nám
við Austurbæjarskóla og lauk
grunnskólaprófi frá Álftamýr-
arskóla.
Guðrún hóf snemma störf í
þágu barna og fatlaðra. Lengst
af starfaði hún sem stuðnings-
fulltrúi við Öskjuhlíðarskóla og í
búsetukjarna í Víðihlíð í Reykja-
vík.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 11. des-
ember 2019, klukkan 13.
stýrimanni, f. 20.
apríl 1954. For-
eldrar hans voru
Guðrún Sigríður
Þorsteinsdóttir, f.
28. desember 1920,
d. 20. janúar 2014,
og Hafsteinn Auð-
unsson, f. 29. sept-
ember 1908, d. 5.
apríl 2002.
Börn Guðrúnar
og Harðar eru: 1)
Hafsteinn Þór, f. 21. júní 1978,
sambýliskona hans er Kristín
Hallgrímsdóttir. Sonur Haf-
steins og Hlínar Ólafsdóttur er
Hörður Þór, f. 2000, og dætur
Hafsteins og Kristínar eru Ísa-
bella Ósk, f. 2016, og Hafdís
Ósk, f. 2018. Börn Kristínar eru
Jakob Jóhannes og Guðný Ósk.
2) Hinrik Þór, f. 23. nóvember
Elsku Guðrún.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta
blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og
þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að
sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Þakka þér, mín kæra mág-
kona, allar góðar stundir öll
samferðarár okkar.
Við Garðar sendum Herði og
fjölskyldu þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Erla.
Smitandi hlátur, gleði og
húmor er það fyrsta sem kemur
upp í huga okkar við fráfall
elskulegrar vinkonu okkar Guð-
rúnar.
Nú er komið að kveðjustund.
Margs er að minnast og
sakna eftir 50 ára vináttu og
saumaklúbb í yfir 40 ár sem
heitir því skemmtilega nafni
„Hraðir kjammar“, maður einn-
ar okkar var á því að þetta nafn
færi okkur best því við tölum
mikið, hver í kapp við aðra,
hlæjum mikið og borðum
saumaklúbbsbrauðið og hnall-
þórurnar en lítið fer fyrir hann-
yrðum.
Guðrún var skemmtileg kona
og alltaf hrein og bein og átti
ótrúlegustu svör við öllu.
Það eru ófáir klúbbarnir sem
setið var langt fram eftir nóttu,
talað út í eitt og mikið hlegið,
ásamt þeirri góðu hefð að hafa
„start og slut“ sem þýddi start
að hausti og slut að vori. Okkur
leiddist aldrei í návist Guðrún-
ar.
Guðrún var alin upp í Heyrn-
leysingjaskólanum þar sem fað-
ir hennar Brandur Jónsson var
skólastjóri svo táknmál var
henni tamt, fannst okkur gaman
að fylgjast með henni því hún
átti það til að bregða því fyrir
sig, jafnvel syngja fyrir okkur á
táknmáli og reyndi þannig að
kenna okkur nokkur tákn, sem
okkur gekk misvel að læra.
Í gegnum veikindi undanfarið
hélt Guðrún alltaf í húmorinn
og síðasti „klúbbur“ var
skemmtilegur og enn reyndi
hún að kenna okkur örlítið
táknmál, var hún staðráðin í að
halda þann næsta og hefur
örugglega ekki ætlað að gefast
upp við að kenna okkur nokkur
tákn.
Það er sárt að kveðja vini
sína í blóma lífsins, vinkona
okkar, Auður, kvaddi okkur
2012 og var það okkur öllum
erfitt og mikill missir.
Í huga okkar sjáum við þær
saman í sumarlandinu halda í
hefðir okkar, hlæja saman, taka
start og svo slut.
Við munum sakna gleðinnar,
húmorsins og smitandi hláturs-
ins.
Elsku Guðrún okkar, takk
fyrir vináttuna.
Elsku Hörður, Hafsteinn,
Hinrik, Anna Rósa og fjölskyld-
ur, megi Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Ragnheiður, Sigríður
(Didda) og Hulda.
Guðrún Katrín
Brandsdóttir
✝ María Jónas-dóttir fæddist
18. apríl 1929 á Þur-
íðarstöðum, Val-
þjófsstaðarsókn í
Norður-Múlasýslu.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 30. nóvember
2019.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jónas
Þorsteinsson, bóndi
á Þuríðarstöðum, f. 10. maí
1898, d. 11. maí 1968, og Soffía
Ágústsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí
1906, d. 21. júní 1944. María
var önnur í röð 12 systkina.
Systkini Maríu: Ágústa Vil-
helmína, f. 9. apríl 1927, d. 31.
jan. 1999; Þórhildur Kristbjörg,
f. 18. september 1930; Þor-
steinn, f. 11. apríl 1932, d. 18.
október 2011; Hjalti, f. 12. des-
ember 1933, d. 19. september
2013; Jón Þór, f. 5. maí 1935;
Skúli, f. 21. júní 1936; Bergljót,
f. 24. september 1937, d. 12.
apríl 1999; Benedikt, f. 7. ágúst
og barnabarnabarnabörn tvö:
Birta Rós Blanco, f. 18. júní
1997; Kristófer Emil Blanco, f.
27.janúar 1999; Aþena Lily Lis-
seman, f. 2. janúar 2005; Emma
Lovísa Gunnarsdóttir, f. 15.
maí 2009; Kristófer Bragi
Hauksson, f. 11. janúar 2011;
Elmar Örn Kristinsson, f. 4.
janúar 2012; Auður Sunna
Gunnarsdóttir, f. 9. janúar
2013; Atlas Máni Hafsteinsson,
f. 1. júlí 2016, d. 1. júlí 2016;
Sebastian Skov, f. 2. ágúst
2016; Aría Rós Hafsteinsdóttir,
f. 24. júní 2017; Anastasía Líf
Sigurmundsdóttir Blanco, f. 19.
janúar 2016, og Írena Ósk
Kristinsdóttir Blanco, f. 15.
nóvember 2017.
María starfaði lengst af við
umönnun á Grensási og á
Heilsuverndarstöðinni þar til
hún settist í helgan stein, en
hún hélt áfram að sinna sjálf-
boðavinnu fyrir Rauða krossinn
á meðan hún hafði heilsu til.
María bjó í þjónustuíbúð fyrir
aldraða í Seljahlíð þegar hún
lést.
María verður jarðsungin frá
Seljakirkju í dag, 11. desember
2019, klukkan 15.
1939; Ásgeir, f.
29. ágúst 1941;
Unnur Guðríður,
f. 24. mars 1943,
og Soffía, f. 21.
júní 1944.
Fyrrverandi
eiginmaður Maríu
var Ólafur Indr-
iðason, f. 4. októ-
ber 1921, d. 16.
október 1986.
Börn Maríu og
Ólafs: 1) Indriði Páll, f. 6. des-
ember 1951, d. 25. september
2008. 2) Soffía Guðbjört, f. 13.
júní 1956. 3) Jónas, f. 1. maí
1963.
Barnabörn Maríu eru sex:
Karlotta Ósk Jónsdóttir, f. 14.
janúar 1979; Kristinn Jónsson,
f. 4. janúar 1987; Kristín Hildur
Jónsdóttir, f. 3. ágúst 1989,
Lone-Maria Jónasdóttir Jensen,
f. 2. maí 1991; Katrín Jónsdótt-
ir, f. 23. janúar 1996; Garðar
Eyland Jónasson, f. 4. nóv-
ember 2004.
Þá eru barnabarnabörnin tíu
Elsku amma, þegar ég kafa
djúpt inn á við þá er sú tilfinning
sem ég finn fyrir núna helst sökn-
uður, en líka þakklæti fyrir það
að þú hafir fengið að fara á þenn-
an friðsæla hátt, södd þinna líf-
daga.
Ég geri mér í hugarlund að
innst inni hafir þú verið spennt
fyrir því hverjir tækju á móti þér
hinumegin. Ég vildi að stundirn-
ar okkar saman hefðu verið fleiri
og þá sérstaklega fyrir hann
Elmar son minn sem var einmitt
að sýna mér myndina sem hann
tók af þér í síðustu heimsókn og
talaði um hversu mikið hann elsk-
aði þig þegar ég sagði honum frá
því að þú værir farin.
Í mínum augum vannst þú líf-
ið, og vona ég innilega að þú hafir
veitt mér og mínum í arf þessa
seiglu sem þú bjóst yfir andlega
og líkamlega og aldrei vantaði
upp á að þú ljómaðir upp að sjá
okkur börnin þín, barnabörn og
barnabarnabörn og gafst okkur
öllum þá dýrmætu gjöf sem nær-
vera þín var og er því í mínum
augum ert þú ekkert að fara að
yfirgefa okkur heldur munt þú
gefa okkur styrk með nærveru
þinni áfram þar til yfir lýkur hjá
okkur.
Ég elska þig, amma.
Þinn
Kristinn.
Ég tek upp tólið og stimpla
símanúmerið hennar ömmu
Mæju inn. Síminn hringir en eng-
inn svarar, það rennur upp fyrir
mér að amma mun aldrei aftur
svara símanum, elsku besta
amma mín er farin frá mér.
Það er erfitt að trúa því að ég
muni aldrei geta hringt í þig aftur
og heyrt rödd þína elsku amma
mín.
Þegar ég hugsa til baka rifjast
upp fyrir mér endalaust af minn-
ingum sem fylla hjarta mitt kær-
leika, ást og stolti. Stolti yfir því
hversu góðhjörtuð og yndisleg
amma mín var. Ég er svo þakklát
fyrir þann tíma sem við áttum
saman en á sama tíma syrgi ég
þann tíma sem við munum ekki fá
með þér.
Ég er ævinlega þakklát fyrir
að hafa náð að koma til Íslands og
kveðja þig elsku amma mín.
Söknuðurinn og sorgin er það
mikil að orð fá því ekki lýst en á
sama tíma er ég þakklát fyrir að
þú hafir fengið að fara héðan á
friðsælan hátt alveg eins og þú
talaðir alltaf um. Þú hefur sjálf
misst marga á þinni lífsleið, unga
sem aldna. Þess vegna veit ég að
þín biðu margir hinum megin
sem tóku á móti þér opnum örm-
um.
Hvíldu í friði, elsku amma
Mæja, þín er sárt saknað.
Ég elska þig, þín
Kristín Hildur.
María Jónasdóttir
Vilborg var stór-
brotin kona. Hún
var með stórt og
gjöfult hjarta. Hún
hafði góða nærveru,
breitt bros og smitandi hlátur.
Hún var litrík og heillandi kona.
Vilborg elskaði fjölskylduna sína
og var yfirmáta stolt af börnum
sínum og eiginmanni og að sjálf-
Vilborg Jónsdóttir
✝ Vilborg Jóns-dóttir fæddist
27. maí 1964. Hún
lést 22. nóvember
2019. Útför Vil-
borgar var gerð 4.
desember 2019.
sögðu litla barna-
barninu sínu. Í
skólahljómsveitinni
átti hún svo auka-
fjölskyldu sem
stækkaði með
hverju starfsárinu.
Hún náði einstak-
lega vel til barnanna
sem hún leiðbeindi
og sýndi þeim áhuga
og hjartahlýju. Í
þeim eignaðist hún
vini til lífstíðar.
Vilborg brann af ástríðu fyrir
starfinu sínu sem var í hennar
augum ekki bara starf heldur lífs-
máti. Hún lagði sig í líma við að
halda uppi kraftmiklu og
skemmtilegu starfi fyrir börnin
sem hún starfaði með. Hún var
einstaklega metnaðarfull í þeim
verkefnum sem hún tók að sér og
vildi að gleðin stæði upp úr í
starfinu hjá börnunum.
Hún var réttsýn, nákvæm og
sannkallaður dugnaðarforkur í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Vilborg var hlýr, hvetjandi og
skilningsríkur yfirmaður sem
alltaf var hægt að leita til ef á
þurfti að halda.
Hennar verður sárt saknað og
mun hún eiga vísan stað í hjört-
um okkar.
Fyrir hönd samkennara í
Skólahljómsveit Austurbæjar vil
ég færa fjölskyldu Vilborgar inni-
legar samúðarkveðjur.
Rósa Guðrún Sveinsdóttir.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Við þökkum kærleik, hlýhug og vináttu
ykkar við andlát og útför elsku pabba
okkar, tengdapabba og afa,
HAUKS PÁLMASONAR,
fyrrverandi aðstoðarforstjóra
Orkuveitu Reykjavíkur,
áður Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
sem lést 24. nóvember.
Starfsfólki Droplaugarstaða færum við bestu þakkir fyrir
umönnun og elskulegheit.
Helga Hauksdóttir Hafþór Þorleifsson
Urður Hafþórsdóttir
Jóhannes Hauksson Inga Björg Hjaltadóttir
Hringur Ásgeir Sigurðarson Ívar Sigurðsson
Hildur Ylfa Jóhannesdóttir
Haukur Oddur Jóhannesson
Anna Soffía Hauksdóttir
Haukur Óskar Þorgeirsson Auður Tinna Aðalbjarnardóttir
Margrét Aðalheiður Önnu Þorgeirsd., Friðgeir Ingi Jónsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SÆVAR BRYNJÓLFSSON
skipstjóri,
Pósthússtræti 3, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 1. desember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn
16. desember klukkan 13.
Ingibjörg Hafliðadóttir
Bryndís Sævarsdóttir Einar Þ. Magnússon
Hafliði Sævarsson Jenný Lovísa Þorsteinsdóttir
Brynjólfur Ægir Sævarsson Áslaug Ármannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HILMIR ÞORVARÐARSON,
Engjasmára 7, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 7. desember. Útförin fer fram
frá Digraneskirkju miðvikudaginn 18. desember klukkan 13.
Ragnhildur Kjartansdóttir
Kjartan Hilmisson Elísabet Stefánsdóttir
Jón Bergur Hilmisson Sigríður Árný Júlíusdóttir
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
GYLFI HARALDSSON
heimilislæknir,
lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold
2. desember. Útför hans fer fram frá
Neskirkju fimmtudaginn 12. desember klukkan 15.
Rut Meldal Valtýsdóttir
Þröstur Freyr Gylfason Una Björk Ómarsdóttir
Guðbjört Gylfadóttir Bjarni Kristinn Torfason
Hreiðar Ingi Þorsteinsson Nue Milici
Rúnar Már Þorsteinsson Sigurbjörg Rutardóttir
Björgvin Þorsteinsson María Eugenia Sambiagio
Þorri, Fróði, Skírnir, Ísabella Laufey,
Benedikt Freyr, Sigrún Rut, Dagur Hrafn,
Anna Leonor, Alex Þorsteinn, Alara Liv