Morgunblaðið - 11.12.2019, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019
60 ára Hafsteinn er
Reykvíkingur og ólst
upp Mosgerði í Smá-
íbúðahverfinu og býr
núna þar skammt frá.
Hann er landfræðingur
frá Háskólanum í New-
castle upon Tyne og er
framhaldsskólakennari í Mennta-
skólanum við Sund og kennir hagfræði
og landafræði.
Maki: Sigurrós Erlingsdóttir, f. 1956, ís-
lenskufræðingur og kennir íslensku í MS.
Börn: Kristrún, f. 1989 og hún á tvö
börn. Stjúpbörn Hafsteins eru þrjú.
Foreldrar: Óskar Sumarliðason, f. 1920,
d. 1971, smiður, og Jóhanna Margrét
Þorgeirsdóttir, f. 1926, fv. skólaliði. Hún
er enn búsett í Mosgerði.
Hafsteinnn
Óskarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Fólk þarfnast sköpunarkrafts eins
og ástar. Safnaðu upplýsingum, spurðu fólk
álits og skoðaðu fjármögnunarleiðir svo
draumur þinn verði að veruleika.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur ákveðnar hugmyndir um
það hvernig þú getur bætt heilsu þína, en
það er alveg í lagi að fá álit læknis líka.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Taktu afleiðingum gjörða þinna og
mundu að til þess að ná árangri þarftu að
leggja þitt af mörkum. Þú hefur lengi velt
fyrir þér að sinna sjálfboðaliðastarfi á ein-
hvern hátt, láttu á það reyna.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú verður fyrir óvæntri heppni, og
það er í þínum höndum að spila sem best
úr henni. Eitt lítið bros getur lýst upp dag-
inn hjá einhverjum sem á erfitt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þegar syrtir í álinn þá sést hverjir eru
sannir vinir. Gerðu þitt besta og þá getur þú
gengið sátt/ur frá borði. Vertu heima í
kvöld og hvíldu þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gættu þess að láta ekki hugann
hvarfla um of. Dagdraumar eru góðir en
ekki dvelja við þá það lengi að þeir trufli þitt
daglega líf.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það eru einhver átök á vinnustaðnum.
Gættu þess að segja ekki neitt sem þú gæt-
ir séð eftir síðar. Frestaðu skemmtunum á
meðan þú vinnur upp orku og andlegt jafn-
vægi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vilji þinn til að sjá alla mögu-
leika í ákveðinni stöðu er einn þinn mesti
kostur. Taktu þér tak og farðu í göngutúr
eða í sund.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að ganga hreint til
verks í sambandsmálum. Stuttar vinnuferð-
ir eru líklegar snemma á næsta ári.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ruglingur gærdagsins er liðinn
hjá, í dag muntu afkasta miklu. Slökun er
mikilvæg. Hvíldu í núinu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Forðastu mikilvægar ákvarðanir
í dag. Hugmyndirnar sem þú færð virðast
kannski yfirgengilegar, en ef þú nýtir þær
batnar líf þitt svo sannarlega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú kannt að gæða gamla hluti nýju
lífi og gætir gert þér mat úr því með því að
kaupa gamla hluti, gera þá upp og selja svo.
hreyfingunni og fékk víðtæka
þjálfun þar og það er alltaf hollt
að muna heitin sem hreyfingin er
20-25 á Íslandi. Hann á Protein
Save ásamt Haraldi Guðmunds-
syni. „Núna vinnum við í því að
fjarlægja beinagarð úr bolfiski án
þess að skera hann úr, heldur höf-
um við hannað kerfi þar sem
beinagarðurinn er fjarlægður, það
er beinhreinsaður, þannig að fisk-
urinn nýtist eins og laxinn er nýtt-
ur. Hvernig væri laxiðnaður stadd-
ur ef fjarlægja ætti beinin úr
laxinum með V-Cut? Þetta er eitt
stærsta framfaramál fiskiðnaðar-
ins í heiminum, en mjög stór fram-
leiðandi erlendis er búinn að óska
þess að við breytum þeirra stóra
fyrirtæki og færum það inn í nú-
tímann. Framtíðin er björt og
mikið að gera á spennandi vett-
vangi matvælaframleiðslu í heim-
inum.“
Jóhannes er nú á leiðinni til
Grímseyjar, en hann hafði heyrt
að erfitt væri hjá þeim eftir að
missa kvóta frá sér, þetta varð
hann að skoða og bjóða fram sína
aðstoð. „Eitt sinn skáti ávallt
skáti“ er óhætt að segja um
Jóhannes. „Ég tók öll próf í skáta-
J
óhannes Arason fæddist
11. desember 1944 á
Akureyri og ólst þar upp
til sjö ára aldurs. Hann
flytur þá suður með fjöl-
skyldu og þau búa síðan í Neðstu-
tröð 2 í Kópavogi. Jóhannes dvaldi
mikið í Borgarnesi sem barn, faðir
hans og Loftur Einarsson móður-
bróðir Jóhannesar stofnuðu nagla-
verksmiðjuna Vírnet í Borgarnesi
1956 og áttu hana ásamt Einari
Þór Arasyni.
Jóhannes gekk í Grunnskóla Ak-
ureyrar í einn vetur, Kópavogs-
skóla og fór síðan í Flensborg-
arskóla og síðan til Þýskalands að
nema þýsku. Jóhannes var í hópi
12 Íslendinga sem valdir voru úr
stórum hóp umsækjenda til að
nema fullnýtingu matvæla í
Cuxhaven í Þýskalandi. Jóhannes
lauk námi á tveimur árum, en sótti
um að fá að bæta við þremur mán-
uðum og nema þá í verksmiðju,
sem framleiddi niðursoðna þorsk-
lifur, en hann hafði grun um að
það væri hráefni sem þyrfti að
nýta til annars en í lýsi. Þetta
reyndist rétt, því í dag eru fram-
leiddar 80 milljónir dósa af niður-
soðinni lifur á Íslandi, það er 14-
földun á verðmætum með sama
magn lifrar í lýsisframleiðslu.
„Þegar ég kom heim setti ég strax
upp niðursuðuverksmiðju í Garð-
inum og hef síðan sett flestar nið-
ursuðuverksmiðjurnar hérna upp.
Þetta var mikið þjóðhagslegt mál.“
Jóhannes starfaði sem aðstoðar-
maður Eggerts G. Þorsteinssonar
sjávarútvegsráðherra, en fór svo í
rekstur og starfaði út um allan
heim við að auka nýtingu og fersk-
leika í sjávarafurðum. Hann að-
stoðaði krónprinsinn á Tonga við
hans fyrirtæki, sem framleiddi
Red Snapper fyrir Japansmarkað,
fékk hann það ríkulega launað.
Jóhannes og fjölskylda bjuggu á
Nýja-Sjálandi í átta ár og starf-
rækti hann þar sjávarútvegs-
fyrirtæki í ráðgjöf og framleiðslu
hjálparefna og þar byrjaði Natural
White-ævintýrið.
Jóhannes hefur verið fram-
kvæmdastjóri Natural White Inc.
frá 1991 og eru starfsmenn þess
byggð á. Gerðu menn það þá væri
betra mannlíf á Íslandi.
Ég tel það líka hafa mótað mig
að vera lýðveldisbarn, fæddur
1944, og hafa fengið að alast upp
og vinna fyrir aldamótakynslóðina,
Valtý Þorsteinsson, dr. Jakob
Sigurðsson í Sjófangi, dr. Benja-
mín J. Eiríksson og marga fleiri
og kynnst þeirra óbilandi trú á
Íslandi.“
Jóhannes var fyrsti formaður
Félags íslenskra niðursuðufræð-
inga, FÍFN, og gegndi því í 12 ár,
hann var forseti kiwanisklúbbsins
Hofs í Garði við 25 ára afmælisár
klúbbsins. Hann er heiðursfélagi í
KTF/Konservindustriens Tekno-
logforening, í Stavanger í Noregi.
Fjölskylda
Fyrsta eiginkona Jóhannesar
var Kristrún Guðmundsdóttir, f.
7.10. 1945, d. 1.9. 2010, gjaldkeri
hjá Tollstjóra. Þau skildu. Önnur
eiginkona Jóhannesar var Sigrún
María Sigurðardóttir Arason, f.
28.1. 1943, d. 13.9. 2002, verslunar-
eigandi, síðast búsett á Nýja-
Jóhannes Arason matvælafræðingur – 75 ára
Morgunblaðið/Golli
Framkvæmdastjórinn Jóhannes hefur verið framkvæmdastjóri Natural White frá 1991.
Björt framtíð í matvælaframleiðslu
Á ferðalagi Jóhannes og Anna
Kristín klappa blettatígri.
50 ára Jóhann er
Akureyringur, ólst upp
í Þorpinu en er fluttur
á Neðri-Brekkuna.
Hann er lærður smið-
ur hjá SS byggir og
íþróttakennari frá
Laugarvatni. Hann er
íþróttakennari í Verkmenntaskólanum á
Akureyri og fer einnig að kenna smíðar
þar eftir áramót.
Maki: Helga Rún Traustadóttir, f. 1975,
kennari og deildarstjóri í Giljaskóla.
Börn: Kristín Aðalheiður 1999, Steindór
Snær, f. 2005, og Dagbjört Lilja, f. 2007.
Foreldrar: Jóhann Svan Aðalsteinsson, f.
1936, fv. verkamaður, og Hrafnhildur
Gunnarsdóttir, f. 1941, fv. verkakona. Þau
eru búsett á Akureyri.
Jóhann Gunnar
Jóhannsson
Til hamingju með daginn
Akureyri Aron Heiðar Haf-
steinsson fæddist 7. febrúar
2019 kl. 2.56 á Akureyri. Hann
var 4.106 g að þyngd og 51 cm
að lengd. Foreldrar hans eru
Karen Sif Stefánsdóttir og
Hafsteinn Ingi Pálsson.
Nýr borgari
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til