Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 26

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Napoli – Genk ........................................... 4:0 Salzburg – Liverpool................................ 0:2 Lokastaðan: Liverpool 6 4 1 1 13:8 13 Napoli 6 3 3 0 11:4 12 Salzburg 6 2 1 3 16:13 7 Genk 6 0 1 5 5:20 1  Liverpool og Napoli í 16-liða úrslit, Salzburg í Evrópudeildina. F-RIÐILL: Dortmund – Slavia Prag.......................... 2:1 Inter Mílanó – Barcelona ........................ 1:2 Lokastaðan: Barcelona 6 4 2 0 9:4 14 Dortmund 6 3 1 2 8:8 10 Inter Mílanó 6 2 1 3 10:9 7 Slavia Prag 6 0 2 4 4:10 2  Barcelona og Dortmund í 16-liða úrslit, Inter í Evrópudeildina. G-RIÐILL: Benfica – Zenit Pétursborg..................... 3:0 Lyon – RB Leipzig ................................... 2:2 Lokastaðan: RB Leipzig 6 3 2 1 10:8 11 Lyon 6 2 2 2 9:8 8 Benfica 6 2 1 3 10:11 7 Zenit 6 2 1 3 7:9 7  RB Leipzig og Lyon í 16-liða úrslit, Ben- fica í Evrópudeildina. H-RIÐILL: Ajax – Valencia ......................................... 0:1 Chelsea – Lille .......................................... 2:1 Lokastaðan: Valencia 6 3 2 1 9:7 11 Chelsea 6 3 2 1 11:9 11 Ajax 6 3 1 2 12:6 10 Lille 6 0 1 5 4:14 1  Valencia og Chelsea í 16-liða úrslit, Ajax í Evrópudeildina. England B-deild: Bristol City – Millwall ............................. 1:2  Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 76 mín- úturnar með Millwall. Charlton – Huddersfield.......................... 0:1 Leeds – Hull.............................................. 2:0 Nottingham F. – Middlesbrough............ 1:1 Preston – Fulham..................................... 2:1 Stoke – Luton ........................................... 3:0 Staðan: Leeds 21 14 4 3 32:10 46 WBA 20 13 6 1 41:20 45 Fulham 21 10 5 6 33:23 35 Bristol City 21 9 8 4 34:30 35 Nottingham F. 20 9 7 4 27:17 34 Preston 21 10 4 7 33:26 34 Sheffield Wed. 20 9 5 6 28:19 32 Cardiff 20 8 7 5 30:27 31 Brentford 20 9 3 8 30:16 30 Blackburn 20 9 3 8 27:27 30 Swansea 20 8 6 6 25:25 30 Millwall 21 7 9 5 27:28 30 Hull 21 8 5 8 32:29 29 Birmingham 20 8 4 8 22:26 28 QPR 20 8 4 8 30:37 28 Derby 20 6 7 7 20:26 25 Charlton 21 6 5 10 26:28 23 Reading 19 6 3 10 24:26 21 Huddersfield 21 5 6 10 23:33 21 Middlesbrough 21 4 9 8 18:28 21 Luton 21 6 2 13 27:44 20 Stoke 21 5 2 14 24:35 17 Wigan 20 4 4 12 18:33 16 Barnsley 20 2 6 12 23:41 12 KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Mustad-höllin: Grindavík – KR........... 18.15 Blue-höllin: Keflavík – Skallagrímur.. 19.15 Origo-höllin: Valur – Breiðablik.......... 19.15 Ásvellir: Haukar – Snæfell .................. 19.15 1. deild kvenna: Mustad-höllin: Grindavík b – Fjölnir . 20.30 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höllin: Grótta – ÍBV .................. 19.30 Í KVÖLD! HANDBOLTI HM kvenna í Japan Milliriðill 2: Rússland – Svartfjallaland .................. 35:28 Japan – Spánn....................................... 31:33 Svíþjóð – Rúmenía................................ 34:22  Rússland 8, Spánn 7, Svíþjóð 5, Svart- fjallaland 4, Japan 0, Rúmenía 0.  Í lokaumferðinni í dag mætast Spánn – Rússland, Rúmenía – Japan og Svartfjalla- land – Svíþjóð. Svíþjóð Sävehof – Varberg .............................. 27:25  Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot í marki Sävehof. Svíþjóð Jämtland – Borås................................. 81:99  Elvar Már Friðriksson skoraði 25 stig, tók 3 fráköst og gaf 15 stoðsendingar fyrir Borås á 32 mínútum. KÖRFUBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Talsverðar líkur eru á Norðurlanda- slag í undanúrslitunum á heims- meistaramóti kvenna í handknatt- leik eftir stórsigur Svía á Rúmenum, 34:22, í milliriðli tvö í Japan í gær. Svíar styrktu með þessum stóra sigri stöðu sína í baráttunni við Spánverja um sæti í undanúrslit- unum en fyrir lokaumferðina í dag eru Spánverjar með sjö stig og Sví- ar fimm. Vegna jafnteflis í viðureign liðanna á dögunum mun markatalan ráða úrslitum ef þau enda jöfn að stigum. Olivia Mellegård skoraði sjö mörk fyrir Svía og Mikaela Massing fimm. Rússar eru óstöðvandi Rússnesku konurnar eru þegar komnar í undanúrslitin eftir sann- færandi sigur á Svartfellingum í gær, 35:28. Rússar hafa unnið alla leiki sína á HM, eitt liða, og mæta Spánverjum í dag. Þar verður efsta sæti riðilsins í húfi, en um leið er allt undir hjá spænska liðinu sem þarf á stigi að halda. Tapi Spánverjar fyrir Rússum gætu Svíar hirt af þeim annað sætið með fimm marka sigri á Svartfell- ingum. Leikur Rússa og Spánverja fer fram á undan þannig að sænsku konurnar vita nákvæmlega hvað þær þurfa að gera þegar flautað verður til þeirra leiks gegn Svart- fjallalandi klukkan 11.30 að íslensk- um tíma. Ef Svíþjóð nær öðru sæti riðilsins gæti mótherjinn verið Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, en norska liðið er efst í hinum milli- riðlinum fyrir lokaumferðina þar, sem einnig er leikin í dag. Noregur mætir þá Þýskalandi í uppgjöri efstu liðanna og nægir jafntefli til að komast áfram og vinna riðilinn. Grannaslagur í undanúrslitum?  Svíþjóð og Noregur gætu mæst AFP Markahæst Olivia Mellegård skorar eitt af sjö mörkum sínum fyrir Svía gegn Rúmenum í leik þjóðanna í Kumamoto í gær. Körfuboltakonan unga Ólöf Rún Óladóttir, leikmaður Grindavíkur, sleit krossband á æfingu með liðinu á dögunum. Karfan.is greindi frá. Ólöf, sem er fædd árið 2001, hefur verið með betri leikmönnum Grinda- víkur í Dominos-deildinni á leiktíð- inni. Hefur hún skorað 12 stig, tekið 4 fráköst og gefið 2 stoðsendingar að meðaltali í níu leikjum. Hún er í þrettánda sæti íslenskra leikmanna í framlagspunktum á leiktíðinni og er því um mikið áfall fyrir Grindavík að ræða. Liðið er án stiga í botnsæti deildarinnar. Ólöf sleit kross- band á æfingu Ljósmynd/FIBA Efnileg Ólöf Rún Óladóttir í leik með U18 ára landsliðinu. Jón Daði Böðvarsson var í byrj- unarliði Millwall sem hafði betur gegn Bristol City í ensku B- deildinni í fótbolta í gærkvöldi, 2:1. Selfyssingurinn lék fyrstu 76 mín- úturnar, en hann var vinstra megin í þriggja manna sóknarlínu. Millwall hefur vegnað vel eftir að Gary Rowett tók við liðinu af Neil Harris í október og hefur það að- eins tapað einum af níu leikjum undir stjórn nýja stjórans. Millwall er í 12. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá umspilssæti deildarinnar. Nýtt líf með nýjum stjóra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigling Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall eru á siglingu. Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Liverpool á enn möguleika á að verja Evrópumeistaratitil sinn í fót- bolta eftir 2:0-útisigur á RB Salz- burg frá Austurríki í lokaumferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evr- ópu í gærkvöldi. Salzburg mætti af miklum krafti í leikinn og tók það ríkjandi meistarana eilítinn tíma að þreifa sig áfram. Eftir því sem leið á leikinn náði Liverpool betri tökum og hefði sigurinn getað orðið mun stærri þegar uppi var staðið. Naby Keita og Mo Salah skoruðu mörkin á 57. og 58. mínútu og var markið hjá Salah sérlega glæsilegt, en hann skoraði úr ótrúlega þröngu færi. Salah fór illa með nokkur færi í leiknum en nýtti síðan það erfiðasta. Liverpool gerði vel á báðum end- um vallarins, en Norðmaðurinn Er- ling Håland fékk úr litlu að moða í framlínu Salzburg og missti því af tækifærinu til að skora í hverjum einasta leik í riðlakeppninni. Napoli fylgir Liverpool upp úr riðlinum og Håland og félagar fara í Evrópu- deildina. Táningur fór illa með Inter Chelsea er sömuleiðis komið áfram í 16-liða úrslit eftir 2:1- heimasigur á Lille. Sigurinn var kærkominn, enda hefur Chelsea að- eins unnið einn af síðustu fimm í öll- um keppnum fyrir leikinn. Flestir áttu von á að Ajax, sem fór í undan- úrslit á síðustu leiktíð, myndi fylgja Chelsea úr riðlinum. Sú varð hins vegar ekki raunin því Valencia tryggði sér toppsæti H-riðils með 1:0-útisigri á hollenska liðinu. Fleiri stórlið eru úr leik því Inter tapaði 1:2 á heimavelli fyrir hálf- gerðu varaliði Barcelona, en spænska liðið hafði þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum. Börsungar hvíldu leikmenn eins og Lionel Messi, Gerard Pique og Sergio Bus- quets, en það kom ekki að sök því hinn 17 ára og 40 daga gamli Ansu Fati skoraði sigurmarkið undir lok- in. Dortmund vann á sama tíma 2:1- sigur á Slavía Prag og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum. Þá komust Leipzig og Lyon upp úr G-riðli en Benfica fer í Evrópudeildina. Titilvörn Liverpool lifir áfram  Liverpool tryggði sér toppsæti E-riðils með sigri í Salzburg  Salah nýtti erf- iðasta færið  Chelsea naumlega áfram  Inter og Ajax fara í Evrópudeildina AFP Þrengsli Mo Salah skorar annað mark Liverpool úr afar þröngu færi og skýtur liðinu áfram í 16-liða úrslit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.