Morgunblaðið - 11.12.2019, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019
Didier Deschamps hefur fram-
lengt samning sinn sem þjálfari
heimsmeistaraliðs Frakka í knatt-
spyrnu karla til ársins 2022. Hann
hefur verið með liðið frá 2012 og
verður því kominn með áratug í
starfi þegar samningurinn rennur út.
Deschamps, sem er 51 árs og varð
sjálfur heims- og Evrópumeistari
með Frökkum árin 1998 og 2000,
hefur farið með liðið í úrslitaleiki
tveggja síðustu stórmóta. Frakkar
töpuðu fyrir Portúgölum í úrslitaleik
EM 2016 en unnu Króata í úrslitaleik
HM 2018.
Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón
Þórðarson hefur fundað með fær-
eyska knattspyrnusambandinu, sem
leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara
fyrir karlalið sitt. Fótbolti.net greindi
frá í gær. Færeyingar stefna að því
að ráða nýjan landsliðsþjálfara
snemma á næsta ári og er Guðjón
einn þeirra sem koma til greina í
starfið. Guðjón gerði góða hluti með
NSÍ í Færeyjum á síðasta tímabili, en
hann tók óvænt við liðinu eftir sjö ár
án þjálfarastarfs.
Sindri frá Hornafirði, sem leikur í
1. deild, fær úrvalsdeildarlið Grinda-
víkur í heimsókn í 8-liða úrslitum
bikarkeppni karla í körfuknattleik,
Geysisbikarsins, en dregið var til
þeirra í gær. Norðanliðin Tindastóll
og Þór frá Akureyri drógust saman,
Fjölnir fær Keflavík í heimsókn og
Stjarnan tekur á móti Val. Leikirnir
fara fram dagana 19. og 20. janúar.
Einnig var dregið í bikarkeppni
kvenna og þar gerðist það líka að
eina lið 1. deildar sem eftir er í
keppninni fékk heimaleik. ÍR tekur á
móti Skallagrími. Bikar- og Íslands-
meistarar Vals fengu heimaleik gegn
Breiðabliki, Keflavík mætir KR og
Haukar drógust gegn Grindavík. Þar
verður einnig leikið 19. og 20. janúar.
Freyja Stígsdóttir úr Þórshamri
og Aron Anh Ky Huynh úr ÍR hafa
verið útnefnd karatefólk ársins 2019
af Karatesambandi Íslands. Þau unnu
bæði til fjölmargra verðlauna á mót-
um innanlands og erlendis á árinu.
Bandaríska knattspyrnukonan
Megan Rapinoe hefur verið valin
íþróttamaður ársins hjá hinu virta
íþróttatímariti Sports Illustrated.
Tímaritið hefur heiðrað íþróttafólk
með þessum hætti frá árinu 1954.
Langalgengast er að einstaklingur fái
verðlaunin en þó hefur komið fyrir að
lið fái nafnbótina. Í fyrra varð til
dæmis Golden State Warriors fyrir
valinu eftir sigur í NBA-deildinni í
körfuknattleik. Rapinoe sem varð
heimsmeistari í sumar er fyrsti ein-
staklingurinn sem hlýtur nafnbótina
fyrir afrek í knattspyrnunni. En
bandaríska kvenna-
landsliðið í knatt-
spyrnu fékk einnig
nafnbótina árið
1999 þegar liðið
varð einnig heims-
meistari. Rapinoe er
34 ára gömul og var
valin besti leikmaður
HM í sumar.
Hún fékk auk
þess Gull-
boltann
(Ballon
d’Or) á
dög-
unum.
Eitt
ogannað
HÖFUÐHÖGG
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður
Fram í Olísdeild karla í handknatt-
leik, segist í samtali við Morg-
unblaðið velta æ meira fyrir sér
hvaða afleiðingar það geti haft fyrir
sig að fá ítrekað skot í höfuðið á
ferli sínum sem handknattleiks-
maður. Keppnistímabilið er ekki
hálfnað en Lárus áætlar engu að
síður að hann hafi fimmtán sinnum
fengið boltann í höfuðið í leikjunum
til þessa.
„Ég tel að ég hafi fengið um það
bil fimmtán skot í höfuðið í leikjum
á þessu keppnistímabili. Ég held að
það sé nærri lagi. Ég hafði fengið
níu skot í andlitið í fyrstu fimm til
sex leikjunum. Það er oftar en
venjulega, hvað sem því veldur,“
sagði Lárus þegar Morgunblaðið
hafði samband við hann í gær.
Lárus hafði birt færslu á Twitter
þar sem hann hafði orð á þessu.
Lárus veltir því fyrir sér hvort það
hafi eitthvað með tækni hans sem
markvarðar að gera. Hann þyki ef
til vill betri að verja skot niðri held-
ur en þau sem koma uppi á markið.
„Ég velti því fyrir mér hvort stíll
minn sem markvarðar sé þannig að
ég sé meira opinn í kringum höf-
uðið. Þess vegna fái ég á mig skot
þar í kring en ég hef hugsað út í
alls kyns atriði í tengslum við
þetta.“
Ekki gjarn á að fá höfuðverk
Lárus hefur enn sem komið er
ekki fundið fyrir alvarlegum afleið-
ingum en höfuðverkur hefur þó lát-
ið á sér kræla.
„Ég hef ekki fundið oft fyrir höf-
uðverkjum en hef fundið fyrir ör-
litlum höfuðverk síðustu tvo daga.
Hvort það sé tengt þessum höf-
uðhöggum veit ég hreinlega ekki.
Ég er svo sem ekki gjarn á að fá
höfuðverki og því gæti þetta tengst
handboltanum. Ég hef hins vegar
ekki misst úr æfingar eða neitt
slíkt.“
Spurður um hvort hann hafi farið
undir læknishendur segir Lárus svo
ekki vera.
„Nei og veit ekki einu sinni hvar
ég ætti að láta skoða mig. Ég hef
heldur ekki farið vegna þess að
þetta hefur ekki haldið mér frá æf-
ingum eða leikjum. Ég fór hins
vegar að hugsa meira um þetta eft-
ir að ég sá Kveiksþáttinn um höf-
uðhögg í íþróttum. Eftir það hef ég
ósjálfrátt haft meiri áhyggjur af því
þegar ég fæ boltann í hausinn.“
Í umræddum þætti sagði Guðrún
Ósk Maríasdóttir frá sinni reynslu
en eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í október 2018 dró hún
sig út úr íþróttinni vegna höf-
uðáverka. Guðrún var landsliðs-
markvörður í fjölda ára en er alls
ekki sú eina sem hefur látið staðar
numið í handboltanum vegna höf-
uðáverka. Um það hefur ítrekað
verið fjallað hér í blaðinu síðasta
áratuginn hvað varðar íslenskt
afreksfólk í bæði knattspyrnu og
handknattleik. Hún er þó sennilega
eini markvörðurinn og líklega þess
vegna hefur það vakið athygli Lár-
usar sérstaklega og ef til vill fleiri
sem spila sömu stöðu.
Ætti að auka refsingar?
Nú er það svo í handboltanum að
leikmenn fá rauða spjaldið ef þeir
skjóta í höfuð markvarðar í víta-
kasti, svo framarlega sem mark-
vörðurinn hefur ekki hreyft sig úr
stað áður en vítaskyttan lætur
vaða. Lárusi finnst að ræða mætti
hvort taka eigi upp slíkar refsingar
ef slíkt gerist í opnum leik. Hann
bendir á að ekki felist í því neinn
skaði að ræða slíkt þótt fram-
kvæmdin gæti orðið flókin.
„Þessari refsingu er aldrei beitt í
opnum leik og ég held að hún eigi
bara við um vítaköst. Ég hef spurt
dómara út í það og þeir segja ekk-
ert vera í reglunum sem segi nokk-
uð um skot í höfuð markvarðar í
opnum leik. Það yrði erfitt fyrir
dómara að meta ásetninginn ef
refsa ætti fyrir skot í höfuðið í opn-
um leik. Dómgæsla í handboltanum
er erfið fyrir og maður heyrir að
mörgum finnist hún vera fráhrind-
andi þegar reglurnar eru flóknar.
En mér finnst allt í lagi að velta
þessari spurningu upp og skoða
þetta nánar. Eins og í tilfelli Guð-
rúnar þá geta afleiðingarnar verið
alvarlegar. Það olli mér til að
mynda áhyggjum þegar hún sagði
að skotið sem hún fékk í höfuðið
hefði alls ekki verið það fastasta
sem hún hefði fengið í sig,“ út-
skýrði Lárus en hann hefur ekki
velt því alvarlega fyrir sér að taka
sér frí frá boltanum.
„Handboltinn er íþrótt sem ég
dýrka og finnst fátt skemmtilegra
en að spila handbolta. En ef maður
er að taka mikla áhættu varðandi
heilsuna fer maður ósjálfrátt að
hafa áhyggjur. Maður á að sjálf-
sögðu að vera með heilsuna í fyrsta
sæti,“ segir Lárus Helgi.
Aldrei farið út af
Spurður hvort hann hafi aldrei
verið tekinn af leikvelli eftir að hafa
fengið skot í höfuðið segir Lárus
svo ekki vera. Sjúkraþjálfarinn hafi
hins vegar oft spurt hann hvort
hann vilji fara út af við þessar að-
stæður.
„Hann hefur oft spurt mig hvort
ég vilji fara út af og hvort ég vilji
hvíla mig. Mér finnst rosalega erfitt
að finna það sjálfur hvort ég á að
fara út af eða halda áfram. Það er
erfitt að meta það. Enda getur
maður verið sljór fyrst eftir
höggið. Eftir nokkrar sóknir
getur höfuðverkur gert vart við
sig. Mér finnst flókið að finna út
hvort maður á að draga sig í hlé
um leið og maður finnur fyrir
einhverju eða hvort það þurfi að
vera mikill höfuðverkur,“ segir Lár-
us Helgi ennfremur við Morgun-
blaðið.
Fimmtán skot í höfuðið
á þremur mánuðum
Lárus Helgi handboltamarkvörður veltir fyrir sér afleiðingunum
Morgunblaðið/Hari
Berskjaldaður Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, býr sig undir að reyna að verja skot Guðmundar Árna
Ólafssonar úr Aftureldingu af stuttu færi í leik liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í vetur.
Elvar Már Friðriksson átti magn-
aðan leik fyrir Borås í 99:81-sigri á
Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni í
körfubolta í gær. Bakvörðurinn
gerði sér lítið fyrir og skoraði 25
stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 3
fráköst á 32 mínútum. Var hann
stigahæstur allra á vellinum og
með langflestar stoðsendingar. Bo-
rås er í þriðja sæti deildarinnar
með 22 stig, eins og Köping sem er í
öðru sæti. Eru þau tveimur stigum
á eftir Luleå sem er í toppsætinu,
en Elvar og félagar eiga leik til
góða á toppliðið.
Stórleikur Elvars
gegn Jämtland
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tvenna Elvar Már Friðriksson skil-
aði glæsilegri tvennu í góðum sigri.
Heimir Guðjónsson, þjálfari karla-
liðs Vals í knattspyrnu, hefur bætt
leikmanni í hópinn en félagið samdi
við Magnus Egilsson sem æft hefur
með Val að undanförnu. Magnus er
Færeyingur, hefur leikið tvo A-
landsleiki og lék undir stjórn Heim-
is hjá HB. Hann er 25 ára og leikur
iðulega sem vinstri bakvörður og
verður því væntanlega í samkeppni
við Ívar Örn Jónsson um stöðu í
byrjunarliðinu. Bjarni Ólafur Ei-
ríksson, bakvörðurinn reyndi, er
hins vegar farinn frá Val og mun
leika með ÍBV næsta sumar.
Valur samdi
við Magnus
Ljósmynd/hb.fo
Valur Magnus Egilsson lék áður
undir stjórn Heimis hjá HB.