Morgunblaðið - 11.12.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.12.2019, Blaðsíða 32
Rithöfundurinn Stefán Máni nýtur vaxandi vinsælda í Þýskalandi og hafa bækur hans ítrekað ratað á topplista rafbóka Amazon í Þýska- landi. Bók hans Svartigaldur, In schwarzen Spiegeln í þýskri þýð- ingu, kom þar út í október og komst í toppsætið í byrjun nóv- embermánaðar og hefur verið þar í tvígang auk þess að sitja á topp tíu nær allan nóvembermánuð. Stefán vinsæll hjá Amazon í Þýskalandi MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 345. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Evrópumeistarar Liverpool tryggðu sér í gærkvöld sæti í sextán liða úr- slitum Meistaradeildarinnar í fót- bolta með því að sigra Salzburg, 2:0, í hreinum úrslitaleik liðanna í E-riðli keppninnar í Austurríki. Ajax, sem komst í undanúrslit í fyrra, er hinsvegar úr leik eftir tap gegn Val- encia á heimavelli. »26 Liverpool áfram en Ajax er úr leik ÍÞRÓTTIR MENNING Eftir úrslit gærdagsins á heims- meistaramóti kvenna í handknatt- leik eru talsverðar líkur orðnar á því að grannþjóðirnar Norðmenn og Svíar mætist í undanúrslitaleik í Japan. Svíar eiga góða mögu- leika á að komast í undanúrslitin eftir stórsigur á Rúmenum í gær og þar gæti beðið þeirra norska liðið undir stjórn Þóris Hergeirs- sonar en það mætir Þýskalandi í úrslitaleik um sæti í undan- úrslit- unum í dag. »26 Líkur á grannaslag Noregs og Svíþjóðar urvinnslunnar Örnu frá upphafi þar til í vor sem leið, hefur unnið ýmis ráðgjafarstörf fyrir opinbera aðila jafnt sem einkaaðila, innanlands sem utan, þ.m.t. Bændasamtök Íslands, var forstöðumaður Matvælaseturs Háskólans á Akureyri og kennari við skólann 2000-2003, aðstoðar- kaupfélagsstjóri KEA 1998-2000 og þar áður mjólkursamlagsstjóri á Akureyri frá 1982. Fyrir skömmu var Þórarinn með fjögur námskeið á Vestfjörðum, eitt í Menntaskólanum í Kópavogi og eins í Hallormsstaðarskóla. Hann segir að fólk úti á landi hafi gjarnan í hyggju að framleiða mat fyrir ferða- menn og sæki námskeiðin í þeim til- gangi að læra til verka, en í þéttbýl- inu sé meira um að fagfólk mæti á námskeiðin. „Svo eru margir, eink- um konur, sem muna hvernig amma og langamma gerðu osta og vilja við- halda hefðinni.“ Hann bætir við að hann hafi líka verið beðinn að halda sérstakt námskeið fyrir karla, meðal annars fyrir karlaklúbb á Húsavík. Þórarinn segir að í grunninn sé upphaf allrar matvælaframleiðslu í heimahúsi og af sama meiði. „Skrefin á milli ostagerðar, að baka gerbrauð eða búa til bjór eða vín eru stutt,“ en þess má geta að Landbúnaðarhá- skóli Íslands gaf út bókina Ostagerð – Heimavinnsla mjólkurafurða eftir Þórarin 2010 og að undanförnu hefur hann aðstoðað Englending (https:// www.hesper.uk/) við að koma skyr- gerð – „beint frá býli“ – á laggirnar í Bretlandi. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mjólkurverkfræðingurinn Þórarinn Egill Sveinsson hefur undanfarin nær 15 ár farið víða um land til þess að kynna og kenna ostagerð og segir að námskeiðahaldið hafi tekið kipp eftir bankahrunið. „Þá fór fólk að hugsa sinn gang og meðal annars var í auknum mæli farið að huga að því hvort þekking úr eldhúsinu eins og til dæmis ostagerð væri að hverfa.“ Í kjölfarið hóf Þórarinn samstarf við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri með námskeiðum í sam- vinnu við endurmenntunardeild skólans. Auk þess er hann í sam- starfi við fræðslumiðstöðvar lands- hlutanna. „Svo er ég í miklu og góðu sam- starfi við Hallormsstaðarskóla með lengri og sérhæfðari námskeið – masterklassa – í þeirri metnaðar- fullu uppbyggingu sem þar á sér stað,“ segir hann. „Ég er líklega með ost í vömb og mjólk í æðum og hátt í 800 manns hafa komið á námskeið hjá mér,“ heldur Þórarinn áfram. „Ég hef ver- ið með grunnnámskeið, þar sem þátttakendur fá yfirsýn yfir all- flestar ostategundir heimsins í gegn- um fimm til tíu grunnuppskriftir.“ Hann bætir við að allir séu virkir á þessum námskeiðum og fari heim að kvöldi með dagsverkið. „Margar uppskriftirnar eru tiltölulega ein- faldar enda gerðu forfeður okkar osta á hlóðum og því ætti að vera auðvelt að framleiða þá í eldhúsi okk- ar daga,“ segir hann. „Verklegi þátturinn skiptir máli og því finnst mér best að vera með námskeiðin í skólaeldhúsi.“ Upphafið í heimahúsi Þórarinn á ekki langt að sækja áhugann á mjólkurvörum, en faðir hans var einn af fyrstu mjólkurfræð- ingum landsins. Að loknu sérfræði- námi í Noregi hefur hann fyrst og fremst unnið í tengslum við matvælaframleiðslu, fræðslu og vöruþróun. Hann var einn af stofn- endum og stjórnarformaður mjólk- Heldur við hefð í ostagerð í heimahúsi  Þórarinn Egill Sveinsson með námskeið víða um land Ostagerð Þórarinn á fullu. Laufey Skúladóttir fylgist með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.