Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 12

Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019 16. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.24 122.82 122.53 Sterlingspund 163.67 164.47 164.07 Kanadadalur 92.85 93.39 93.12 Dönsk króna 18.275 18.381 18.328 Norsk króna 13.568 13.648 13.608 Sænsk króna 13.082 13.158 13.12 Svissn. franki 124.23 124.93 124.58 Japanskt jen 1.1138 1.1204 1.1171 SDR 169.1 170.1 169.6 Evra 136.59 137.35 136.97 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.4327 Hrávöruverð Gull 1474.7 ($/únsa) Ál 1754.5 ($/tonn) LME Hráolía 64.56 ($/fatið) Brent ● Á sunnudag höfðu hlutabréf í Saudi Aramco, ríkisolíufélagi Sádi-Arabíu, hækkað í þrjá daga samfellt frá skráningu hjá kauphöllinni í Rí- ad. Markaðsvirði félagsins á nýaf- stöðnu hluta- bréfaútboði var um 1.700 milljarðar dala en eftir hækkunina að undanförnu er Aramco búið að ná því 2.000 milljarða dala virði sem stjórnvöld höfðu upphaf- lega vonast eftir. Að sögn Reuters má reikna með að eftirspurn eftir hlutabréfum í Aramco verði töluverð á komandi dögum enda munu hlutlausir fjárfestar (e. passive investors) vilja kaupa hluti nú þegar líklegt er að olíurisinn verði tekinn inn í bæði vísitölu Tadawul- kauphallarinnar og inn í ýmsar al- þjóðlegar hlutabréfavísitölur. Markaðsrannsóknafyrirtækið Bern- stein mat virði Aramco á 1.360 millj- arða dala í síðustu viku og skýrist það m.a. af áhyggjum af stjórnunar- háttum innan olíufélagsins sem mót- ast af því að ríkið ræður enn yfir 98,5% í félaginu. ai@mbl.is Aramco á uppleið þriðja daginn í röð Mohammad Bin Salman Al Saud krónprins. STUTT FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það fékkst loksins staðfest á föstudag að tekist hefði að ljúka við áfanga- samning milli Bandaríkjanna og Kína sem miðar af því að binda enda á tolla- stríðið sem ríkin hafa háð undanfarna 20 mánuði. Á fimmtudag tóku mark- aðir kipp við það eitt að Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti að samkomulag væri í sjónmáli og hækk- uðu t.d. stóru bandarísku hlutabréfa- vístölurnar þrjár um 0,73 til 0,86% við tíðindin og slógu með því ný met. Hækkunin var enn meiri í Asíu og á föstudag tók japanska Nikkei-vísital- an 2,4% stökk á meðan Hang Seng- vísitalan í Hong Kong styrktist um 2,1%. Að sögn FT kveður samningurinn m.a. á um að Kína skuldbindur sig til að kaupa bandarískar landbúnaðar- afurðir fyrir a.m.k. 40 milljarða dala ár hvert og þá verður verndun banda- rískra hugverkaréttinda efld í Kína. Einnig tiltekur samningurinn að gengi kínverska gjaldmiðilsins verði ekki fellt til að styrkja stöðu kín- verskra útflutningsgreina, og þá munu bandarísk fjármálafyritæki fá betra aðgengi að kínverska markaðin- um. Enn eru mörg deilumál óútkljáð og má vænta þess að fleiri samningar fylgi í kjölfarið þar sem ríkin tvö koma umgjörð viðskipta sín á milli í ásætt- anlegt horf. Byrjuð að standa við sitt Samningurinn skikkar Bandaríkin til að hætta við hækkun tolla sem átti að taka gildi í gær, sunnudag, og hefði náð til 156 milljarða dala virði af kín- verskum varningi. Kína gerir slíkt hið sama en til stóð að svara viðbótartoll- um Bandaríkjanna með 25% tollum á bandarískar bifreiðar og aðrar vörur. Þá lækkar tollur sem lagður var á 120 milljarða dala virði af kínverskum vörum í september síðastliðnum, úr 15% niður í 7,5%. Eftir stendur þá 25% tollur á u.þ.b. helming alls inn- flutnings á kínverskri framleiðslu til Bandaríkjanna, sem er samtals um 250 milljarða virði. Á næstunni munu sérfræðingar gaumgæfa samninginn og þýða, reiknað er með að hann verði undirrit- aður í janúar og taki síðan gildi mán- uði síðar. Bæði kínversk og bandarísk stjórnvöld höfðu þó gefið það út strax um helgina að ekki yrði af fyrirhug- aðri hækkun tolla á sunnudag. Bæði Kína og Bandaríkin hafa tek- ið skýrt fram að þó að til standi að halda viðræðum áfram tafarlaust velti framhaldið á því hve vel gengur að framfylgja fyrsta áfangasamningn- um. Á fundi með blaðamönnum lýsti Robert Lighthizer, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, ánægju sinni með samninginn en var varkár í yfir- lýsingum um framhaldið. Kvaðst hann þó vænta þess að Kínverjar stæðu við ákvæði samningsins. Grein- ir FT frá að sérfræðingar óttist að deilur spretti um framkvæmd samn- ingsins á komandi mánuðum og myndu þannig hnökrar torvelda frek- ari framþróun í viðskiptum milli land- anna. Trump virðist hæstánægður með framvindu mála: „Þetta á eftir að leiða til þess að [hagkerfi] Kína opnast, sem er hreinlega ótrúlegt því þar er á ferð risastór og lítt nýttur markaður 1,5 milljarða manna,“ sagði hann. Færa fé úr skjóli Óhætt er að segja að áfangasamn- ingurinn hafi dregið úr spennu og óvissu á mörkuðum en til viðbótar hafa bandarískar vinnumarkaðstölur undanfarinna tveggja mánaða bent til þess að vaxtalækkanir bandaríska seðlabankans séu að skila sínu og örva hagkerfið. Þá er útlit fyrir að nýr frí- verslunarsammningur Bandaríkj- anna, Kanada og Mexíkó – USMCA- samningurinn – verði senn í höfn. Minnkaða óvissu má m.a. sjá í því að fjárfestar virðast núna vera að færa fjármagn sitt úr skjóli eignaflokka á borð við gull, japanskt jen og fyrir- tæki sem stunda reglubundar arð- greiðslur. Gullverð náði sex ára há- marki í september en hefur síðan þá lækkað um meira en 5% og silfur um 15%. Jenið varð sterkast gagnvart bandaríkjadal seint í ágúst en hefur sömuleiðis veikst um rösklega 4% gagnvart bandaríkjadal síðan í ágúst- lok. Mörkuðum orðið rórra AFP Friðarvon Trump og Xi á fundi síðla árs 2017. Tolladeilurnar hafa kælt alþjóðahagkerfið í hálft annað ár.  Áfangasamningur sem bindur enda á tollastríð Bandaríkjanna og Kína verður líklega undirritaður í janúar  Greina má aukna bjartsýni á verðbréfamörkuðum Stjórnvöld á Grikklandi hyggjast draga úr skattsvikum með því að skylda almenning til að eyða a.m.k. 30% af tekjum sínum með rafrænum hætti. Þeir sem ekki ná 30% mark- inu, s.s. með notkun greiðslukorta og með bankamillifærslum, þurfa að greiða 22% sekt af því sem upp á vantar. Þannig myndi einstaklingur sem getur aðeins sýnt fram á að hann hafi eytt 20% tekna sinna raf- rænt þurfa að greiða í sekt 22% af þeim 10% sem eftir standa. Tele- graph greinir frá þessu og bætir við að einhverjar undanþágur verði í boði. Eru þessar nýju reglur hluti af umfangsmikilli umbótaáætlun Kyri- akos Mitsotakis, nýs forsætisráð- herra landsins. Undanskot frá skatti hafa lengi valdið grískum stjórnvöldum ama. Benda mælingar til að skugga- hagkerfi landsins sé hlutfallslega það stærsta í heiminum og jafngildi um 22% af landsframleiðslu. Háir skattar og flókin skattaskil þykja hvetja fólk til að greiða fyrir vörur og þjónustu undir borðið í svo mikl- um mæli að gárungar tala um skatt- svik sem þjóðaríþrótt Grikkja. Er áætlað tap ríkissjóðs af þessum sök- um um 16 milljarðar evra árlega. Skiptar skoðanir eru um hvort til- raun stjórnvalda kunni að ýta laun- þegum og fyrirtækjum enn dýpra of- an í skuggahagkerfið enda hefð fyrir því í Grikklandi að laun séu greidd í reiðufé. Þá kann að vera vandkvæð- um bundið fyrir fyrirtæki að taka við rafrænum greiðslum m.a. vegna þess að hlutfall nettengdra heimila og fyrirtækja í Grikklandi er með því lægsta í Evrópu. ai@mbl.is AFP Tap Kyriakos Mitsotakis vill þrengja að skuggahagkerfinu. Sektaðir ef þeir greiða ekki rafrænt  Tæpur þriðj- ungur útgjalda Grikkja þarf að hafa rafræna slóð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.