Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019
✝ Gunnar PállIngólfsson
fæddist 26. maí
1934 í Reykjavík.
Hann lést 10. des-
ember 2019 á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi.
Foreldrar Gunn-
ars voru þau Ing-
ólfur Þ. Einarsson
símritari, f. 13.11.
1906, d. 20.2 1970, og Sigríður
Árnadóttir, f. 9.9. 1909, d.
1990. Bæði fædd í Reykjavík.
Systkini Gunnars: Örn, prent-
ari, f. 1930, d. 17.3. 2000, og
Valgerður, búsett í Bandaríkj-
unum, f. 17.11. 1942.
Gunnar kvæntist 9. maí
1954 Lillý O. Guðmundsdóttur,
f. 13. september 1934, d. 21.
október 2014.
Börn þeirra eru:
1) Laufey Ingi-
björg, f. 7.10.
1954, gift Guð-
mundi Karli Snæ-
björnssyni. 2) Sig-
urður Árni, f.
23.5. 1959, sam-
býliskona Rebecca
Yongco. 3) Arnar
Freyr, f. 23.10.
1966.
Barnabörn Gunnars og Lill-
ýjar eru átta og barnabarna-
börnin orðin 19.
Gunnar var tónlistarmaður,
kjötiðnaðarmeistari og
„altmuligmand“.
Útför Gunnars fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 16. des-
ember 2019, og hefst athöfnin
klukkan 11.
Elsku pabbi, mig langar að
þakka þér fyrir að vera pabbi
minn. Þú kenndir mér svo margt
með þinni ævintýramennsku. Ég
elskaði að flytja og kynnast nýj-
um stöðum og nýju fólki og vor-
kenndi krökkum sem höfðu alltaf
átt heima á sama stað og vissu að
mínu mati ekkert um lífið. Það er
þér að þakka að ég hef gengið
um fjörur og safnað rekavið á
Ströndum, verið með þér á lítill
trillu í ólgusjó og séð hoppandi
hnísur og hvali í Steingrímsfirði.
Veitt sandkola af bryggjunni á
Drangsnesi og hámað í mig
reyktan rauðmaga. Hjálpað þér
að gefa kúnum í fjósinu á Víði-
völlum og riðið hesti á hesta-
mannamóti á Vindheimamelum
og þú varst svo stoltur af því
hvað ég sat hestinn vel. Farið í
jólamessu á Miklabæ þegar ég
var átta ára sem ég gleymi aldrei
af því að það var svo margt sem
var mislukkað og fyndið og
spurði maður úr Reykjavík hvort
það mætti ekki klappa að messu
lokinni. Leikið með kindabein í
búleik og séð þegar hestar voru
geltir og kúm slátrað. Verið í
sveitaskóla á Stóru- Ökrum þar
sem var skóli eina viku og frí eina
viku með krökkum á aldrinum
sjö til 14 ára. Af því að ég var úr
Reykjavík fékk ég að sýna
hvernig alvöru leikfimikennsla
væri fyrir sunnan. Búið á Sauð-
árkróki, rennt mér á sleða í
Grænuhlíð og leikið engil í
Gullna hliðinu. Setið á stórri hey-
sátu og drukkið sínalkó með
hundasúrum. Hoppað án leyfis
með ullarsokka yfir stígvélin á ís-
jökum sem fylltu Skagafjörðinn.
Dansað gömlu dansana þegar ég
var unglingur með vinkonum
mínum í Lindarbæ þar sem þú
spilaðir og söngst í mörg ár. Þú
bentir mér á að lesa bækur sem
þér fannst merkilegar eins og
bókina um ævi Alberts Schweitz-
er og skáldsöguna Þegar ungur
ég var eftir A.J Cronin. Ég gæti
endalaust talið upp ævintýrin
sem ég var svo heppin að hafa
upplifað, bara af því þú varst
pabbi minn. Elsku pabbi, ég veit
að minningin um þig mun lifa í
hjarta okkar barna þinna og af-
komenda. Má til með að enda
þetta á fyrsta versinu í ljóðinu
sem þú ortir þegar við Kalli gift-
um okkur.
Leið ykkur guð um lífsins skeið
ei leggi í götu stein.
Við ljós án skugga liggi breið
og laufgist ættargrein.
Þín dóttir
Laufey.
Elsku pabbi. Þú varst frum-
legur, duglegur og framsýnn
hugsjónamaður. Þú varst fyrir-
myndin í lífi mínu og veittir mér
innblástur. Kraftur og hvatning
frá þér fylgdi öllu sem ég fékkst
við. Ég varð þess aðnjótandi að
fá að taka þátt í svo mörgu sem
þú aðhafðist um ævina. Fékk að
fara með þér á ýmsa viðburði þar
sem svo merkilega vildi til að þú
varst yfirleitt í aðalhlutverkinu.
Þegar ég var fimm ára á Sauð-
árkróki fór ég á leikritið Gullna
hliðið og auðvitað varstu þar í að-
alhlutverkinu. Þú varst líka í
hljómsveit á Króknum og fékk ég
stundum að fylgjast með á æf-
ingum.
Þegar við svo fluttumst í
Kópavoginn fórstu að starfa við
fóðursölu og ferðaðist víða um
landið og spjallaðir við bændur á
hverjum bæ. Stundum komstu
ekki nema kannski á þrjá bæi á
dag vegna þess að margir bænd-
ur vildu bara ekki hætta að
hlusta á þig spjalla um búfræði,
pólitík og sögusagnir. En á
hverjum bæ var að sjálfsögðu um
sölusamning að ræða. Í einum
túrnum sagðir þú mér að ég gæti
valið hvaða bóndabæ sem mér
litist á til þess að prófa að vera í
sveit yfir sumar. Úr varð að ég
valdi bæ þar sem ég var tvö
næstu sumrin. Fljótlega fékk ég
að fara með þér í veiðitúrana, þar
sem þú kenndir mér að kasta
flugustöng og lesa í árnar. Var
svo stoltur þegar þú fylgdist með
mér draga tvo laxa á flugu í okk-
ar fyrsta veiðitúr saman.
Það er einfaldlega allt of langt
mál að telja upp allt það sem þú
varst mér fyrirmynd í og það
sem þú hefur hvatt mig til og
stutt í hvívetna. Þar er helst að
telja veiðimennsku, kjötvinnslu,
eldamennsku, sjómennsku, póli-
tík og svo auðvitað tónlistina.
Þú byrjaðir að spila golf þegar
þú varst 55 ára og stundaðir það
með hléum, þar til þú fórst að
bæta í golfhringina eftir að þú
fórst að vinna við söng og hljóð-
færaleik á Grand hóteli 65 ára
gamall. Man þegar þú varst að
nálgast sjötugt og plataðir mig
með þér á æfingavöll golfvallar
Keilis í Hafnarfirði. Þar kennd-
irðu mér nokkur undirstöðuatriði
golfsins og fannst þér ég vera
fullkröftugur í byrjun. Talaðir
alltaf um mýktina sem þyrfti í
golfinu. Eftir það varð ekki aftur
snúið. Þegar við feðgarnir og
bróðir minn Arnar Freyr vorum
allir farnir að spila þetta sport
urðum við eins og hin heilaga
þrenning í golfinu. Það leið varla
sá dagur að við þrír töluðum ekki
saman um næsta rástíma eða
annað sem viðkemur golfinu.
Þegar Rebecca kærasta mín kom
svo líka í golfið vorum við orðin
fjögur sem máttum varla eiga
sumardag án þess að fara í golf.
Við erum svo innilega þakklát
fyrir að hafa fengið að spila golf
með þér síðustu 12 árin sem þú
hafðir krafta til að stunda golfið.
Eins og áður segir hef ég alla
tíð verið svo upp með mér og
montinn af þér sem pabba mín-
um í öllu sem þú tókst þér fyrir
hendur og alltaf var það af fullri
einlægni og snilldarbrag. Ég
gæti skrifað svo miklu meira um
þær yndislegu stundir sem ég og
fjölskyldan höfum fengið að
njóta með pabba.
Fæstir njóta eldanna sem
fyrstir kveikja þá.
Elsku pabbi minn, hvíldu í
friði og hafðu það gott með
mömmu.
Þinn sonur,
Sigurður Árni Gunnarsson
(Siggi).
Elsku pabbi, Ég vil þakka þér
svo innilega fyrir allt sem þú
gafst mér og gerðir fyrir mig. Þú
varst alltaf svo flottur, vel til-
hafður og flottur í tauinu með
greiðuna í rassvasanum. Hæfi-
leikar þínir voru nánast óendan-
legir. Þú brallaðir svo ótrúlega
margt að ekki er hægt að telja
það upp hér. Það sem þú gerðir
gerðir þú af alúð og varst oft
langt á undan þinni samtíð. Frá-
bær kokkur og snillingur í kjöt-
iðn, enda ófá námskeiðin sem þú
hélst í báðum fögum. Þú áttir svo
flotta gítara sem ég var farinn að
laumast í tólf ára. Já það er þér
að þakka að ég er að spila og
syngja í dag og hef eignast
marga af mínum bestu vinum í
gegnum tónlistina.
Þú varst ekki bara góður gít-
arleikari og söngvari. Þegar þið
fjölskyldan voruð á Sauðárkróki
hélt Kvenfélag Sauðárkróks
dægurlagakeppni og samdir þú
lagið Útlagann, sem náði miklum
vinsældum, og vannst keppnina.
Seinna samdirðu lag og texta,
Kveðja förumannsins, er þið
fluttuð frá Sauðárkróki. Lagið
kom út á plötunni Fundnar hljóð-
ritanir árið 1984 með Vilhjálmi
Vilhjálmssyni. Þú gafst tónlist-
inni frí í allmörg ár til að einbeita
þér að öðrum verkefnum. Mörg-
um árum síðar ákvaðstu að
kaupa þér flott Yamaha-hljóm-
borð og byrjaðir að leika þér á
því. Nokkru síðar ertu svo bara
farinn að spila á Grand hóteli fyr-
ir gesti. Þú gerðir það ótrúlega
vel eins og allt annað. Ég varð
vitni að því að fólk horfði á þig
með aðdáun er þú varst að spila
og syngja og starfsfólkið dáði þig
og virti. Svo ákvaðstu að gefa út
geisladisk, Golden Melodies, þar
sem þú spilaðir og söngst hluta
af prógramminu sem þú fluttir á
Grand hóteli. Nokkru síðar kom
auðvitað Golden Melodies 2. Allt
sem þú gerðir var grand.
Ég elskaði að fara með þér í
bíltúra á yngri árum og voru ófá-
ar veiðiferðirnar sem þú bauðst
mér í. Þú varst duglegur að
kenna mér réttu handtökin og
varst oft ótrúlega þolinmóður.
Gleymi því aldrei þegar við fór-
um að veiða í Þingvallavatni, ég
ætlaði að kasta spúninum svo
gríðarlega langt, reif í stöngina
af öllu afli og er ég var kominn í
framsveifluna þá heyrðist öskur.
Þú varst fyrir aftan mig og hafði
ég heldur betur krækt í þig.
Krókur á spúninum á kafi í
hægri handlegg. Þú sást hvað
mér brá og varð hræddur, þú
skammaðir mig ekki heldur
sagðir: „Þetta er allt í lagi Arnar
minn.“ Það tók þó nokkurn tíma
að fjarlægja spúninn með tals-
verðum sársauka en þú barst þig
vel eins og alltaf.
Það er þér að þakka að ég
stunda eina skemmtilegustu
íþrótt í heimi því það varst þú
sem „dróst mig“ með þér í golfið
í kringum 1998. Einhverjar bestu
stundir sem við áttum saman
feðgarnir, ég, þú og Siggi bróðir,
var þegar við vorum á golfvell-
inum. Ég gæti haldið endalaust
áfram pabbi minn.
Takk fyrir allan stuðninginn,
vinskapinn, gleðina, hlýjuna og
elskuna. Nú eruð þið, þú og elsku
mamma, sameinuð á ný.
Hvíl í friði elsku pabbi minn,
elska þig að eilífu.
Arnar Freyr.
Einn af eldhugum íslenskrar
landbúnaðarframleiðslu, Gunnar
Páll Ingólfsson, kjötskurðar-
meistari, tónlistarmaður og eld-
hugi um íslenska hagsmuni, er
genginn til hvílu eftir langan og
strangan vinnudag.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Gunnari Páli fyrir u.þ.b.
35 árum, er hann af miklum eld-
móð leitaði leiða til útflutnings á
tilskornum lambasteikum til
Bandaríkjanna. Ég lét þau orð
falla að mér þætti þessi maður
ekki fá þá athygli sem hann ætti
skilið. Nokkru síðar hitti ég
Gunnar Pál í fyrsta sinn og átt-
um við gott samtal um áhugamál
hans. Ég varð eiginlega undrandi
á vel ígrundaðri yfirsýn hans
varðandi framleiðslu lambakjöts
hér á landi. Eins voru athyglis-
verðar ábendingar hans til auk-
inna kjötgæða og hvernig væri
hægt að auka verðmæti fram-
leiðslunnar til bænda. En þar tal-
aði hann, því miður, fyrir daufum
eyrum ráðamanna.
Gunnar Páll var á þessum
tíma varaformaður Þjóðarflokks
með stefnuskrá þar sem hags-
munum íslenskrar framleiðslu,
fyrirtækja og heimila í landinu
voru gerð góð skil. Var Gunnar
Páll eldhuginn sem reyndi að
kveikja bál í grasrótinni. Hann
tók m.a. þátt í framboði til Al-
þingis og lengst af atkvæðataln-
ingar leit út fyrir að hann færi á
þing, en í lokin féll þingsætið
öðrum í skaut.
Gunnar Páll var svo heppinn
að eiga sér önnur áhugamál, sem
sköpuðu hvíld og slökun en ekki
spennu. Er hér átt við tónlist-
arhæfileika hans, sem fylgdu
honum í gegnum allt lífið. Hann
var góður hljóðfæraleikari en
einnig góður söngvari. Hann tók
því á yngri árum þátt í nokkrum
danshljómsveitum við góðan
orðstír. Síðar á ævinni skipti
hann úr gítarleik yfir í hljóm-
borðsleik og útbjó sér mikið
lagaprógramm, þar sem söngur
hans nýttist einnig. Þegar hljóm-
sveitamenningin lét undan síga
steig hann á svið á Grand hóteli
og lék þar fyrir matargesti um
nokkurra ára skeið við góðan
orðstír. Gunnar Páll spilaði og
söng inn á tvo eða þrjá DVD-
diska, sem hann gaf út sjálfur og
seldi þá alla og þótt meira hefði
verið.
Það var höggvið stórt skarð í
þröngan vinahóp þegar ljóst varð
að það yrði að leggja af kaffi-
spjall á Kringlukránni eða á öðr-
um stöðum. Gunnar Páll var lím-
ið sem hélt hópnum saman, en að
því var komið að aðrir mikilvæg-
ari þættir yrðu ofar í huga hans
er kona hans, Lillý Oktavía Guð-
mundsdóttir, veiktist. Eðlilega
naut það verkefni forgangs að
tíma hans og þreki. Heilsu Lillýj-
ar hrakaði og lést hún fyrir fimm
árum. Sú kveðjustund var Gunn-
ari Páli greinilega erfið því upp
frá þeim tíma fór eldmóðurinn að
dvína. Síðustu árin hafa því liðið
við upprifjun á merkilegum tíma,
sem þjóðin hafði þó ekki gæfu til
að nýta sér sem skyldi. Um leið
og ég þakka Gunnari Páli fyrir
áratuga vináttu, sem aldrei bar
skugga á, bið ég Guð að blessa
honum heimkomuna og veita
honum þann frið sem hann á svo
sannarlega skilið eftir þrotlausa
baráttu fyrir betra mannlífi hér á
landi. Ég sendi börnum Gunnars
Páls og öðrum ættingjum hug-
heilar samúðarkveðjur og bið
þeim öllum blessunar Guðs um
ókomin ár.
Guðbjörn Jónsson.
Gunnar Páll
Ingólfsson
Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓNAS GUÐLAUGSSON,
sem lést föstudaginn 29. nóvember,
verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju
miðvikudaginn 18. desember klukkan 13.
Ingibjörg Jónasdóttir Gísli Ólafsson
Nicolai Jónasson Ásta Bjarney Pétursdóttir
Jónas Garðar Jónasson Jóhanna V. Gísladóttir
Guðlaugur Jónasson Guðrún Axelsdóttir
Sigurður Jónasson Bjarnþóra María Pálsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær systir okkar og mágkona,
ÞÓRUNN HARALDSDÓTTIR FADDIS,
lést á heimili sínu í Gulf Breeze, Pensacola,
Flórída, 8. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg G. Haraldsdóttir
Edda Björnsdóttir
Lára Kjartansdóttir
Ástkær eiginkona, móðir, amma og
langamma,
TORIL MALMO ASP,
myndlistarkona
og silfursmiður,
lést á HSU 5. desember. Hún verður
jarðsungin frá Skálholtsdómkirkju
laugardaginn 21. desember kl. 11.
Kåre Asp
Peik Malmo Bjarnason
Bryndís Malmo Bjarnadóttir
Ellisif Malmo Bjarnadóttir Gunnar E. Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA ERLA EYMUNDSDÓTTIR
skrifstofustjóri,
Hlíð, Siglufirði,
sem lést mánudaginn 9. desember, verður
jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 21. desember
klukkan 14.
Sigfús Dýrfjörð Anna María Guðmundsdóttir
Helena Dýrfjörð Björn Jónsson
Baldur Dýrfjörð Bergþóra Þórhallsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð Aðalheiður Hreiðarsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
ÁLFHEIÐUR JÓNSDÓTTIR (LILLA),
andaðist á Grund 1. desember 2019.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu föstudaginn 13.
desember 2019.
Anna Friðrika Vilhjálmsdóttir Reynir Þór Friðþjófsson
Álfheiður Vilhjálmsdóttir Gísli Ágúst Friðgeirsson
Ásgeir Vilhjálmsson Soffía Pálsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR VIGGÓ SVERRISSON,
fv. leigubílstjóri,
Kvistavöllum 65,
221 Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
13. desember. Hann verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn
18. desember kl. 15.
Ásta Angela Grímsdóttir
Matthildur Ólöf
Guðmundsdóttir
Skúli Pétursson
Fanney Elínrós
Guðmundsdóttir
Gunnar Ellertsson
Pálmi Grímur Guðmundsson Bjarney Katrín Gunnarsdóttir
Sverrir Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn