Morgunblaðið - 16.12.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 16.12.2019, Síða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019  Það ráku margir upp stór augu þeg- ar Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leik- mannahópi Everton þegar liðið heim- sótti Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Duncan Ferguson, tímabundinn stjóri liðsins, greindi frá því í viðtali við fjöl- miðlamenn fyrir leik að Gylfi Þór hefði verið sendur veikur heim af liðshóteli félagsins í gærmorgun þar sem hann hafði fundið fyrir slappleika um nótt- ina.  Jón Dagur Þorsteinsson var á skot- skónum fyrir AGF þegar liðið vann 3:1- útsigur gegn toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Jón Dagur skoraði annað mark AGF í stöðunni 1:1 og kom sínu liði yfir á 52. mínútu. Jón Dagur lék fyrstu 70 mínútur leiksins en Mikael Neville And- erson lék allan leikinn fyrir Midtjylland sem er í efsta sæti deildarinnar með 50 stig. FCK er í öðru sætinu með 43 stig og AGF er í því þriðja með 36 stig.  Handknattleikskappinn Viggó Krist- jánsson var á meðal markahæstu leik- manna Wetzlar þegar liðið vann 29:26- útisigur gegn Leipzig í þýsku 1. deild- inni í gær. Viggó skoraði fimm mörk úr fimm skotum, líkt og Olle Schefvert í liði Wetzlar, og voru þeir tveir marka- hæstu leikmenn liðsins. Wetzlar er í ní- unda sæti deildarinnar með 16 stig eftir 16 leiki.  Knattspyrnukonan Jasmín Erla Ingadóttir heldur áfram að gera það gott með Apollon Limassol á Kýpur. Hún skoraði eitt mark í 10:0-útisigri liðsins gegn Lefkothea en þetta var sjötta mark Jasmínar á tímabilinu. Apollon Limasol er með 36 stig og fullt hús stiga í efsta sæti 1. deildarinnar og hefur þriggja stiga forskot á Pyrgos Li- massol eftir tólf umferðir.  Íslendingarnir í GOG voru í stórum hlutverkum þegar liðið vann 26:25- heimasigur gegn Mors-Thy í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik á laug- ardaginn. Viktor Gísli Hallgrímsson varði alls þrettán skot í marki GOG og var með rúmlega 36% markvörslu. Þá skoraði Óðinn Ríkharðsson fjögur mörk úr fjórum skotum og Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark. GOG er í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig.  Körfuknattleikskonan Sara Rún Hinriksdóttir fór mikinn fyrir Leicester Riders í efstu deild Englands um helgina. Á laugardaginn skoraði hún 18 stig og var stigahæsti leikmaður liðsins í 73:68-tapi gegn Manchester Mystics. Þá tók hún einnig fimm fráköst í leikn- um á þeim tæpu 35 mínútum sem hún lék. Í gær skoraði hún svo 19 stig og var næststigahæsti leikmaður liðsins í 74:68-sigri gegn Sheffield Hatters. Sara lék í tæpar 32 mínútur gegn Sheffield en Leicester Riders er í fimmta sæti deild- arinnar með 12 stig eftir átta leiki. Eitt ogannað SELFOSS/AKUREYRI Guðmundur Karl Einar Sigtryggsson Valsmenn fögnuðu 33:31-sigri gegn Selfossi í úrvalsdeild karla í hand- knattleik, Olísdeildinni, í Hleðslu- höllinni á Selfossi í fjórtándu umferð deildarinnar í gær en þetta var átt- undi sigur liðsins í röð í deildinni. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega hjá Selfyssingum, Valur hafði frum- kvæðið á upphafsmínútunum og ekki bætti úr skák að Atli Ævar Ingólfs- son, línumaður Selfoss, fékk að ósekju rautt spjald strax á 6. mínútu. Strax í kjölfarið sveiflaðist leik- urinn Íslandsmeisturunum í hag. Einar Baldvin Baldvinsson kveikti í húsinu með frábærri markvörslu í næstu sókn og Guðni Ingvarsson átti frábæra innkomu á línuna og sýndi mögnuð tilþrif. Allur þessi hamagangur innan vallar varð til þess að stuðnings- menn Selfoss trylltust af gleði í stúk- unni og er alveg óhætt að segja að þeir hafi fleytt sínu liði yfir erfiðustu kaflana. Valur keyrði mjög hraðar sóknir í upphafi leiks en þeir voru feikilega öruggir í aðgerðum sínum og ógnuðu úr mörgum áttum en breiddin var augljóslega minni hjá Selfyssingum. Þannig skoruðu Haukur Þrastarson og Hergeir Grímsson samtals fjór- tán af átján mörkum Selfyssinga í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var stál í stál. Selfoss hélt forskoti sínu fram í miðj- an seinni hálfleikinn en þá skaut Agnar Smári Jónsson Valsmönnum aftur inn í leikinn. Fjórar sleggjur í röð út við stöng og Valsmenn voru mættir. Í svona jöfnum leik ráðast úrslitin á fáum atriðum. Selfoss gerði fleiri mistök á lokakaflanum en Valsmenn flugu áfram og fögnuðu sigri. Haukur Þrastarson var algjör yfirburðamaður á vellinum í gær- kvöldi, skoraði níu mörk og sendi sjö stoðsendingar auk þess sem hann var sterkur í vörninni. Valsmenn brugðu á það ráð að taka Hauk úr umferð á lokakaflanum og það skil- aði sínu. Sóknir Selfoss urðu ekki eins markvissar og menn fóru að reyna skot úr erfiðum stöðum auk þess sem Daníel Freyr Andrésson, markvörður Vals, náði að klukka nokkra bolta en markmennirnir voru ekki í stuði í gærkvöldi. Markahríð á Akureyri KA og Fjölnir áttust við í snjónum á Akureyri í gær en fyrir leik var Fjölnir með fimm stig í næstneðsta sætinu. KA var tveimur sætum ofar með níu stig. Leikurinn var því mik- ilvægur í baráttu liðanna við að halda sér í deildinni en jafnframt að koma sér í úrslitakeppnina. Eftir gríðarlegan markaleik, sem sveifl- aðist til og frá, voru það KA-menn sem fögnuðu sigri, 35:32. KA eltir því Stjörnuna og er með 11 stig en staða Fjölnis versnaði töluvert við þetta tap. Það sem einkenndi leikinn var hversu snöggir Fjölnismenn voru að saxa niður það forskot sem KA var búið að byggja upp. Gerðist það nokkrum sinnum í leiknum að gott forskot KA hvarf að hluta eða að fullu á augabragði. Bæði lið blésu í sóknarlúðra en varnarleikur var lagður til hliðar á meðan. Það var rétt í byrjun leiks sem KA spilaði al- mennilega vörn og kom sér þá í 5:0. Það bil var aldrei brúað fyllilega þótt Fjölnismenn hafi náð að jafna leik- inn sjö sinnum í seinni hálfleiknum. Sigþór Gunnar Jónsson var í fantaformi hjá KA ásamt Daníel Griffin en aðrir voru nokkuð frá sínu besta. Hjá Fjölni steig Goði Ingvar Sveinsson upp í seinni hálfleiknum og raðaði inn mörkum. Breki Dags- son og Brynjar Óli Kristjánsson voru einnig drjúgir en aðrir sýndu ekki neinn stórleik. Fyrsta tapið í Garðabænum Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann sjö marka sigur gegn toppliði Hauka í TM-höllinni í Garðabæ en leiknum lauk með 31:24-sigri Garðbæinga. Jafnfræði var með liðunum á fyrstu tíu mínútum leiksins en eftir það náðu Stjörnumenn frumkvæð- inu í leiknum. Garðbæingar náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 14:9, en Haukum tókst að laga stöðuna fyrir hálfleik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í hálf- leik, 15:12, og náði snemma fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik. Haukum tókst ekki að laga stöðuna og Stjarnan hélt áfram að auka for- skot sitt og fagnaði sannfærandi sigri í leikslok. Tandri Már Konráðsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Leó Snær Pétursson sex. Þá varði Ólafur Rafn Gíslason tólf skot í marki Garðbæinga og var með 34% mark- vörslu. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur Hauka með átta mörk en aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik. Stjarnan fer með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar í ellefu stig en Haukar eru sem fyrr í efsta sætinu með 23 stig, einu stigi meira en Afturelding. Ósigraðir í síðustu sex leikjum Afturelding er á miklu skriði en liðið gerði góða ferð í Safamýrina á laugardaginn og vann eins marks sigur, 23:22. Afturelding var með yf- irhöndina allan leikinn en Fram tókst að gera leikinn spennandi á lokamínútum leiksins þegar þeir minnkuðu muninn í eitt mark, eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir í seinni hálfleik. Birkir Benediktsson var markahæstur í liði Mosfellinga með sjö mörk en Afturelding er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum sínum. Liðið tapaði síðast deildarleik hinn 3. nóvember síðastliðinn gegn Haukum en Afturelding er með 22 stig í öðru sæti deildarinnar og Fram er í tíunda sætinu með átta stig. ÍBV jafnaði FH að stigum Dagur Arnarson reyndist hetja ÍBV gegn FH í Kaplakrika í Hafn- arfirði í gær. Leiknum lauk með 33:32-sigri ÍBV en Dagur tryggði Eyjamönnum sigur með sirkus- marki á lokasekúndum leiksins. Mikið jafnfræði var með liðunum all- an leikinn en staðan í hálfleik var 16:14, FH í vil. Hákon Daði Styrm- isson átti stórleik fyrir ÍBV og skor- aði tíu mörk og Kári Kristján Krist- jánsson skoraði sex mörk. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur í liði Hafnfirðinga með tíu mörk og Ásbjörn Friðriksson skoraði sjö. ÍBV er með 16 stig í sjötta sæti deildarinnar, líkt og FH , en Hafn- firðingar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Þá vann ÍR átta marka sigur gegn HK í Kórnum í Kópavogi á laug- ardaginn, 34:26. ÍR er í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig en HK er sem fyrr í neðsta sætinu með tvö stig. Deildin er nú komin í frí og hefjast leikar að nýju hinn 28. janúar næst- komandi á nýju ári. Valur á miklu flugi  Óvænt fyrsta tap toppliðsins í Garðabæ  Dagur tryggði Eyjamönnum sigur í Hafnarfirði með sirkusmarki  Loksins unnu Akureyringar eftir fjóra tapleiki í röð Ljósmynd/Þórir Tryggvason Öflugur Fjölnismenn réðu illa við KA-manninn Daníel Örn Griffin á Akureyri í gær en hann skoraði sjö mörk. Knattspyrnukonan Anna Rakel Pétursdóttir er gengin til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Upp- sala en félagið greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær. Anna Rakel kemur til félagsins, sem er nýliði í sænsku úrvalsdeild- inni, frá Linköping sem endaði í fimmta sæti sænsku úrvalsdeild- arinnar á síðustu leiktíð. Anna Rakel lék átján leiki með Linköping á síðustu leiktíð en hún er uppalin hjá Þór/KA á Akureyri. Hún að baki sex leiki fyrir íslenska kvennalandsliðið. bjarnih@mbl.is Anna skipti um félag í Svíþjóð AFP Ung Anna Rakel er 21 árs en hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2018. Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í spænska handknattleikslið- inu Barcelona eru spænskir deilda- bikarmeistarar eftir 30:22-sigur gegn Bidasoa í úrslitaleik í Polide- portivo-höllinni í Valladolid í gær. Aron komst ekki á blað í leiknum en þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem Barcelona vinnur deilda- bikarinn. Í keppninni mætast fjög- ur efstu lið spænsku 1. deildarinnar en Barcelona hefur unnið keppnina oftast allra eða 15 sinnum frá því hún var haldin fyrst, tímabilið 1990-91. bjarnih@mbl.is Sá þriðji á þrem- ur árum hjá Aroni Barcelona Sigursæll Aron gekk til liðs við Barcelona árið 2017 frá Veszprém.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.