Morgunblaðið - 16.12.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarka
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Stjórnarfrumvarp sem miðar að því
að auðvelda einstaklingum að setja
upp rafhleðslustöðvar í fjöleignar-
húsum var birt á vef Alþingis í síð-
ustu viku.
Sigurður Helgi Guðjónsson, for-
maður og framkvæmdastjóri Húseig-
endafélagsins, sat í nefndinni sem
vann að frumvarpinu en hann telur
að það sé mikil réttarbót og framför.
Sömuleiðis getur frumvarpið leitt til
þess að rafbílaeigendum sé gert
hærra undir höfði en öðrum. Hingað
til hafa þröngar reglur um breyting-
ar á bílastæðum gert orkuskiptum
bílaflotans erfitt fyrir.
„Með þessu er verið að opna fjöl-
eignarhús fyrir rafbílum, þarna er
verið að taka burt flöskuháls sem ella
hefði staðið þessum orkuskiptum fyr-
ir þrifum,“ segir Sigurður.
Eins og staðan er í dag þarf sam-
þykki allra eigenda að húsnæði að
liggja fyrir svo hægt sé að ráðast í
uppsetningu á hleðslustöð fyrir raf-
bíla á sameiginlegri lóð þótt bílastæð-
ið sé eftir sem áður notað sem al-
mennt bílastæði. Ef einskorða á
notkun tiltekins bílastæðis við
hleðslu rafbíla þarf samþykki allra
eigenda til. Sé frumvarpið samþykkt
breytist þetta og húsfélagi fjöleign-
arhúss verður skylt að úthluta sér-
stökum bílastæðum undir hleðslu-
búnað fyrir rafmagnsbíla.
Slys er nú tímaspursmál
Að sögn Sigurðar er staðan eins og
hún er í dag stórhættuleg þar sem
rafbílaeigendur sem búi í fjöleignar-
húsum þurfi að fara krókaleiðir til
þess að tengja bíla sína við rafmagn
en það geti skapað hættu. Sigurður
flutti nýverið erindi á ráðstefnu verk-
fræðistofunnar Verkís um þessi mál.
„Þar var sagt frá dæmum um það
að bílar hefðu brunnið og kviknað í
húsum. Þeir töldu að það væri bara
tímaspursmál hvenær kviknaði í bíl í
stórum bílakjallara og þá væri voðinn
vís,“ segir Sigurður.
Hingað til hefur skortur á hleðslu-
stöðvum einnig getað staðið í vegi
fyrir fasteigna- og/eða bílakaupum,
að sögn Sigurðar.
„Þetta er farið að standa í vegi
fyrir fasteignakaupum, þú kaupir
ekki eign vegna þess að það eru ekki
hleðslumöguleikar þar eða þú kaup-
ir ekki rafbílinn sem þig langar í.
Það er náttúrlega óþolandi að svona
hindranir standi í vegi fyrir fólki
sem á að hafa frjálst val.“
Aðrir eigendur en sá sem óskar
eftir hleðslustöð munu í einhverjum
tilfellum þurfa að greiða hluta
kostnaðarins. Sigurður segir að
vissulega sé með þessu verið að veita
einum hópi, rafbílaeigendum, for-
réttindi umfram aðra hópa.
„Þarna er verið að skipta tak-
mörkuðum gæðum og veita ein-
hverjum forgöngu en þetta er nauð-
synlegt til þess að fyrirætlanir um
orkuskipti nái fram að ganga.“
Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir
því að virðisaukaskattur vegna upp-
setningar hleðslustöðva verði end-
urgreiddur að fullu.
Fjarlægja flöskuháls rafbílanna
Frumvarpi ætlað að auðvelda einstaklingum uppsetningu hleðslustöðva Nauðsynlegt vegna fyrir-
hugaðra orkuskipta, að sögn formanns Húseigendafélagsins Rafbílaeigendur fá ákveðin forréttindi
Morgunblaðið/Hari
Hleðslustöð Sigurður hafði reynt að fá fram breytingar á löggjöfinni í rúm
tvö ár en talaði fyrir daufum eyrum þar til nýlega þegar nefnd var stofnuð.
Jólatrjáasala Skógræktarfélags
Reykjavíkur hefur farið vel af stað.
Selt er á tveimur stöðum; við Elliða-
vatn í Heiðmörk, þar sem fólk getur
keypt tré með hefðbundna laginu, og á
Hólmsheiði, þar sem fólki gefst kostur
á að velja sér tré úr jólaskógi félagsins
og höggva sjálft.
Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri
Skógræktarfélagsins, hafði í nógu að
snúast er blaðamaður náði tali af hon-
um síðdegis í gær. „Þetta gengur al-
veg frábærlega og ekki skemmir veðr-
ið fyrir. Fólk nýtur sín algjörlega hér í
náttúrunni og fallegri vetrarsólinni,“
segir hann.
Hann segir að sú hefð hafi skapast
hjá mörgum fjölskyldum að höggva
eigið tré í jólaskóginum og að ívið
fleiri tré séu seld þar en í Heiðmörk.
„Þetta er ákveðið hópefli því fólk þarf
auðvitað að koma sér saman um tré og
hjálpast að,“ segir Helgi enn fremur.
Öll tré Skógræktarfélagsins eru
innlend og mestmegnis greni úr Heið-
mörk, en til að anna eftirspurn fékk
félagið einnig hundrað grenitré frá
Þorgerðarstöðum í Fljótshlíð.
Björgunarsveitir láta ekki sitt eftir
liggja á jólatrjáamarkaðnum. Hjá
Hjálparsveit skáta í Garðabæ hefur
salan einnig gengið vel, en þar er
seldur danskur normannsþinur.
Stríður straumur hefur verið í versl-
un hjálparsveitarinnar á Garðatorgi
um helgina og opið til níu öll kvöld til
jóla. „Eða þar til síðasta tréð selst,“
segir Íris Dögg Sigurðardóttir, for-
maður hjálparsveitarinnar. Hún seg-
ir að jólatrjáasalan sé kærkomin við-
bót við fjáröflun sveitarinnar, en
standi þó flugeldasölunni langt að
baki. „Flugeldarnir eru langstærsta
fjáröflunin. Það er ekkert að breyt-
ast,“ segir hún.
alexander@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jólaskógur Menn hjálpast að við að koma böndum á nýhöggvið tréð.
Höggva eigið tré í jólaskógi
Jólahefð margra fjölskyldna Jólatrjáasala góð fjár-
öflun fyrir björgunarsveitir, en ekkert á við flugeldasölu
Jólavertíðin er hafin og þá glæðast
viðskiptin hjá kaupmönnum lands-
ins. Jólaafgreiðslutími tók gildi í
stærstu verslunarmiðstöðvum lands-
ins, Kringlunni og Smáralind, á laug-
ardag og verða þær nú báðar opnar
til klukkan 22 öll kvöld til jóla, nema
á Þorláksmessu þegar opið er til 23.
Sigurjón Örn Þórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, segir að
fyrsti dagur í jólavertíð hafi gengið
vonum framar. Talið er inn í versl-
unarmiðstöðina og á háannatíma
milli klukkan þrjú og fjögur í eftir-
miðdaginn hafi nær 5.000 manns ver-
ið í húsinu samtímis. Yfir daginn hafi
35.000 manns heimsótt Kringluna.
Aðsókn ræðst gjarnan af veðri
Sigurjón segir aðsóknina ráðast
töluvert af veðri. Þannig hafi síðustu
dagar verið gjöfulir, en afar kalt hef-
ur verið á höfuðborgarsvæðinu að
undanförnu. „Ef veðrið er ljúft skilar
fólk sér kannski frekar annað, til
dæmis niður í miðbæ, en annars leit-
ar það í hlýjuna,“ segir Sigurjón.
Spurður hvort einhver tími gefist
til að sinna eigin jólaundirbúningi
þegar stýra þarf heilli verslunarmið-
stöð í jólaösinni viðurkennir Sigur-
jón að hann lendi aðallega á konunni.
„Ég var kaupmaður í mörg ár áður
en ég tók við rekstri Kringlunnar svo
hún er vön því að ég sé mikið frá fyr-
ir jólin,“ segir Sigurjón, sem lofar
um leið að hann muni koma sterkur
inn í heimilishaldið í janúar.
Svipaða sögu er að segja af keppi-
nautunum í Smáralind. Þar má búast
við 22-30.000 gestum upp á hvern
dag til jóla, en í samtali við Morgun-
blaðið segir Tinna Jóhannsdóttir,
markaðsstjóri Smáralindar, að
toppnum sé náð á Þorláksmessu.
Tinna segir þó færast í vöxt að fólk
undirbúi jólin snemma. „Margir eru
farnir að nýta þessa tilboðsdaga,
konukvöld, miðnæturopnun og
svartan föstudag, til að hefja jóla-
undirbúninginn.“
Morgunblaðið/Hari
Örtröð Margt er um manninn í
verslunarmiðstöðvum rétt fyrir jól.
Um 5.000 á sama
tíma í Kringlunni
Jólavertíð verslunarmiðstöðva hafin
Messudagur heilagrar Lúsíu var sl. föstudag, 13. des-
ember. Þá er til siðs í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum
að efna til hátíðar. Lúsíudagsins var minnst í Seltjarn-
arneskirkju og söng sjálf Lúsía með kertakórónu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lúsía ber birtu inn í skammdegið