Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 13

Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til Að minnsta kosti einn þeirra sem handteknir voru í Danmörku í síð- ustu viku vegna gruns um að þeir hefðu lagt á ráðin um hryðjuverk hefur tengsl við lykilpersónur í véum öfgasinnaðra íslamista í Kaupmannahöfn. Frá þessu grein- ir danska dagblaðið Berlingske Tidende í gær. Segir blaðið mann- inn hafa verið liðsmann íslamska öfgahópsins Millatu Ibrahim, en starfsemi hans hefur verið bönnuð í Þýskalandi. Auk þessa mun maðurinn hafa verið í nánum tengslum við nokkra aðila sem ferðast hafa frá Dan- mörku til vígstöðva Sýrlands og tilheyra hvort tveggja hópi liðs- manna Millatu Ibrahim og hópi sem kallar sig upp á dönsku Kaldet til Islam eða Köllun íslams. Hvorir tveggja þessara hópa eru að sögn BT kunnir í Danmörku fyrir andúð sína á lýðræðinu og lögum mannanna auk þeirrar við- leitni sinnar að stofna til svokall- aðra sjaría-svæða í hverfum Kaup- mannahafnar með það fyrir augum að hvetja unga múslima til að fara til Sýrlands og grípa þar til vopna. Höfðu efni til sprengjugerðar Danska öryggislögreglan, PET, segir að frá árinu 2012 hafi um það bil 150 manns ferðast frá Dan- mörku til Sýrlands. Sumir þeirra hafi snúið til baka, aðrir hafi týnt lífinu í vopnuðum átökum en fáein- ir séu enn á vígvellinum sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar. Flemming Drejer, yfirmaður PET, sagði á blaðamannafundi á miðvikudaginn í síðustu viku að kveikjan að stóraðgerð lögreglunn- ar og 22 handtökum hefði verið að hópur fólks hefði meðal annars út- vegað sér hráefni til sprengjugerð- ar og auk þess reynt að útvega sér skotvopn. Norska ríkisútvarpið NRK greindi frá því í síðustu viku að þarlendur maður, sem norska öryggislögreglan PST hefði í haldi, hefði verið í samskiptum við ein- staklinga úr hópnum í Danmörku. Sögðu NRK og danskir fjöl- miðlar enn fremur frá því að við húsleitir í Danmörku hefði lög- regla lagt hald á nokkurt magn sprengiefnisins TATP sem einnig er þekkt undir heitinu móðir djöf- ulsins og er sama efni og Ibrahim El Bakraoui beitti við hryðju- verkaárásirnar í Brussel í Belgíu 22. mars 2016. Af hinum handteknu í Dan- mörku var 13 sleppt í kjölfar yfir- heyrslna, níu úrskurðaðir til gæsluvarðhaldsvistar en af þeim þrír látnir lausir á ný. Samkvæmt fréttum ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Keshet 12 hljóp ísraelska leyniþjónustan Mossad undir bagga með dönsku lögreglunni við rannsókn málsins og afhjúpaði að minnsta kosti hluta hóps sem grunaður er um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Þetta segist Berlingske Tidende þó ekki hafa fengið staðfest þar sem gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir þeim handteknu hafi verið kveðnir upp fyrir luktum dyrum. Danski dómsmálaráðherrann Nick Hækkerup sagði í síðustu viku að þjóðin skyldi aldrei láta myrk öfl, sem illt eitt gengi til, stjórna lífi sínu. Við skulum lifa okkar lífi eins og við erum vön og treysta því að lögreglan og örygg- islögreglan vaki yfir okkur, sagði ráðherra. Með tengingar við innsta hring  Frá árinu 2012 hafa um 150 manns farið frá Danmörku til vígaslóða Sýrlands  Minnst einn hinna handteknu í Danmörku í síðustu viku hefur tengsl við öfgasinnaða íslamista í Kaupmannahöfn AFP Danmörk Umfangsmikil lögreglu- aðgerð leiddi til handtöku margra. Hópur leikara minntist í gær leiftursóknar Þjóðverja gegnum Ardenna- skóginn, en um er að ræða síðustu stórsókn þeirra í síðari heimsstyrjöld og átti hún að breyta gangi styrjaldar. Bandamönnum tókst þó að lokum að berja þýskar sveitir á bak aftur með tilheyrandi mannfalli á báða bóga. AFP Sóttu inn í Ardenna-skóg Alls eru 18 taldir af eftir eldgosið á eyjunni White Island undan ströndum Nýja- Sjálands. Ekki hefur tekist að endurheimta lík allra þar sem sum eru grafin undir ösku eða horfin í sæ. Er það lögreglan á Nýja-Sjálandi sem greinir frá þessu við AFP. „Björgunarmenn eru ekki sáttir við stöðuna. Við skiljum vel hversu erfitt þetta er fyrir aðstandendur sem vilja endurheimta líkin,“ sagði aðstoðaryfirlögregluþjónn við AFP. Hinir látnu eru á aldrinum 13 til 53 ára og er um að ræða ríkis- borgara frá Nýja-Sjálandi, Banda- ríkjunum, Bretlandi og víðar. Alls eru 26 á sjúkrahúsi, langflestir þeirra alvarlega slasaðir með brunasár víða um líkamann. NÝJA-SJÁLAND Munu ekki geta endurheimt öll líkin Hætta Gos hófst mjög skyndilega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.