Morgunblaðið - 16.12.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 16.12.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfisalur- inn er opinn milli kl. 9.30-11.30. Kraftur í KR kl. 10.30, rútan fer frá Vest- urgötu kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda kl. 10.20. Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40- 12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 Smíðaverkstæðið opið kl. 8.30-14. Morgunleikfimi með Rás 1 kl. 9.45. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Samprjón kl. 13.30-14.30. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Brids kl. 13 í borðsal. Myndlist kl. 9.30 í vinnustofu. Dalbraut 27 Upplestur úr kvæði Jóhannesar úr Kötlum um jóla- sveinana kl. 11 í setustofu á fyrstu hæð. Píla kl. 14 í parketsal. Upplest- ur úr Aðventan eftir Gunnar Gunnarsson kl. 14.30 í bókastofu. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Byrjendanámskeið í Línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhornið kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Núvitund kl. 10.30. Kvikmyndasýning kl. 12.45. Göngutúr um hverfið kl. 13. Brids kl. 13. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.30. Skák kl. 14. Opin handverksstofa. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Kvennaleikfimi Ásgarði kl.11. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Jólafrí Zumba. Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Qigong kl. 10-11. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30 og 17. Handavinna kl. 13. Brids kl. 13. Félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-12.30. Jóga kl. 10–11. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12.30-14. Prjónaklúbbur kl. 14-16. Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl. 8-12. Kl. 9 myndmennt, kl. 11 Gaflarakórinn, kl. 13 félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Jóga með Carynu kl. 8.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með Ragnheiði kl. 11.10. Jóga með Ragnheiði kl. 12.05. Tálgun, opinn hópur kl. 13-16. Frjáls spilamennska 13. Jólaljósaferð kl. 14. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45. upplest- ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, Gönguhópurinn kl. 13.30, bíó í betri stof- unni kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna, föndur og sala í salnum á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. Söngur og súkkulaði í salnum nk. miðvikudag kl. 14.30. Notaleg sam- verustund í aðdraganda jólanna, tónlist, upplestur o.fl. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingar Bygginga verktaki. Tökum að okkur : Nýbyggingar Breytinga Viðhald húsa Byggingarstjórn 1,2,3. Ástandsskoðun húsa. Tilboð ,tímavinna. Upplýsingar í síma 893-5374 nybyggd@gmail.com Ýmislegt UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., gull m. demanti 55.000 kr.,) silfurhúð 3.500 kr. ERNA, Skipholti 3, sími 552 0775, www.erna.is - Póstsendum Fallega jólabjallan frá ERNU Fallaega jólabjallan frá Ernu kr. 8.500,- Jólabjallan 2019 er nýr söfnunargripur frá ERNU. Hönnun; Ösp Ásgeirsdóttir. Sjá úrval jólagjafa á síðunni erna.is. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775,www.erna.is Húsviðhald Gera fínt fyrir jólin? Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Sigríður Mekk-ín Þorbjarn- ardóttir (Sigga) fæddist á Rannveig- arstöðum í Geit- hellnahreppi í Álftafirði í Suður- Múlasýslu 3. ágúst árið 1927. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 29. nóv- ember 2019. Að henni stóðu sterkir stofnar dugmikilla Ís- lendinga. Foreldrar hennar voru þau Unnur Pétursdóttir hús- freyja og Þorbjörn Eiríksson bóndi. Bæði voru þau ættuð af Austurlandi. Sigga fluttist ung með fjöl- skyldu sinni að Kambseli í Álfta- firði þar sem hún ólst upp. Sigga átti fjögur systkini. Lát- in eru þau Jakob og Svanhildur Petra. Eftirlifandi eru þau Eirík- ur og Ragnheiður. Bernsku- og æskuárin liðu fljótt á Kambseli þar sem fjalla- fegurð er rómuð. Systkinin ólust upp við ástríki en jafnframt vinnusemi og dugnað. Fjöl- skyldan var samhent í lífsbarátt- unni. Upp úr tvítugu hleypti Sigga heimdraganum og settist á skólabekk í Húsmæðraskólanum á Hverabökkum í Hveragerði. Hún lauk þaðan námi árið 1949. Hún átti góðar minningar frá þeim tíma og eignaðist þar vin- konur ævilangt. Eftir námið í Hveragerði fór hún að sinna ýmsum störfum í Reykjavík. Hún var í vist í eitt ár, starfaði á veitingahúsinu Heitt og kalt í Veltusundi og á prjónastofu. Á vori lífsins átti hún því láni að fagna að kynnast elskulegum eig- inmanni sínum, Agli Óskarssyni rennismíðameist- ara. Hann lést árið 1988. Foreldrar hans voru þau Ósk- ar Jónsson sem rak reiðhjóla- verkstæði í Skólastræti í mörg ár og Magnea Júlía Þórdís Ólafs- dóttir húsfreyja. Þau voru ættuð af Vestfjörðum og úr Suður- Múlasýslu. Þau Sigga og Egill gengu í hjónaband 20. desember árið 1952 í Reykjavík. Þau hófu búskap á Laugavegi, síðan á Nesvegi en lengst af í Breiða- gerði 19. Hjónaband þeirra Siggu og Egils var hamingju- samt. Það sem einkenndi það í 36 ár var gagnkvæm virðing og ást. Þau hjónin eignuðust fimm börn. Elstur barnanna er Ásgeir sem er kvæntur Söru Soffíu Róa- campo, Óskar er látinn, Kjartan er kvæntur Guðfinnu Elínborgu Guðmundsdóttur, Unnur er í sambúð með Þorsteini Þorsteins- syni og yngstur er Pálmi. Barnabörnin eru 12. Þau heita Þorgerður, Ásgeir Þór, Ása Björk, Ólafur Hrafn, Ragnar Már, Sólveig, Egill, Hlynur, María, Jón Heiðar, Óskar og Adríana. Langömmubörnin eru 14. Útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju 6. desember 2019. Mér er ljúft að minnast góðr- ar vinkonu til margra ára. Við kynntumst um miðja síðustu öld þegar móðir hennar, Unnur Pét- ursdóttir ættuð frá Rannveigar- stöðum í Álftafirði, húsfreyja á Kambaseli í sömu sveit og fyrir stuttu orðin ekkja, kom sem ráðskona til föður míns Einars Sigurðssonar í Odda, Fáskrúðs- firði. Hún ílengdist hjá honum og urðu þau síðar hjón. Unnur átti fjögur börn, var Sigga elst og farin að heiman að mestu, kom sem gestur að sumri til. Mér geðjaðist vel að henni, hún var falleg og kát og um margt lík móður sinni. Sigga festi ráð sitt og bjó alla tíð í Reykjavík, svo að samskipti okkar urðu ekki mikil framan af. Það breytt- ist þegar ég flutti suður og urð- um við fljótlega mestu mátar og áttum saman margar gæða- stundir. Sigga var einstaklega lífsglöð og jákvæð, naut lífsins í fyllsta máta, söngelsk og hafði gaman af að dansa og fara í styttri og lengri ferðalög með góðu fólki. Þau hjónin, Sigga og Egill, dvöldu oft á Spáni í húsi sem þau höfðu keypt. Þegar árin færðust yfir fækkaði utanlandsferðum hennar, þá sneri hún sér að öðru, hafði yndi af ræktun blóma og að hlúa að mönnum og mál- leysingjum. Sigga elskaði ketti og dekraði við sinn heimiliskött. Mér er í minni eitt sinn er ég var í heimsókn hjá henni og við sitj- um inni í stofu að mér heyrðist vera bankað og segi það við Siggu. Hún fer til dyra, er þar ekki kominn köttur nágrannans. Hann hafði þann sið að gera vart við sig og fá í svanginn og ekki stóð á Siggu að veita það skjól sem hún var svo rík af. Sigga átti barnaláni að fagna, eignaðist fimm mannvænleg börn en varð fyrir þeirri þungu sorg að missa Óskar son sinn tvítugan í hafið. Egill maður Siggu dó á besta aldri. Hún sagði alltaf: „Ég hef fyrir svo margt að þakka“ og sýndi það svo sannarlega í verki. Hún ræktaði vinskap við marga, var dugleg að sækja kirkju og gleðj- ast með glöðum. Ég þakka elsku Siggu fyrir okkar góðu kynni, veit að hún er nú komin í sumarlandið og faðm- ar látna ástvini. Ég þakka henni fyrir allt gott. Guðrún Einarsdóttir, stjúpsystir frá Odda. Sigríður Mekkín Þorbjarnardóttir Það var seint á þriðjudagseftirmið- degi sem mér bár- ust eftirfarandi skilaboð: Ásbjörn okkar er fall- inn frá. Þrátt fyrir að vita alveg í hvað stefndi þá er samt erfitt að meðtaka slík skilaboð. Við Ásbjörn kynntumst í byrjun árs 2008 þegar ég kom til starfa hjá Reykjanesbæ. Fyrstu árin voru samskiptin eingöngu í tengslum við vinnuna en Ásbjörn sá um mörg mál fyr- ir bæinn í gegnum lögfræðistofu sína. Það var svo á árinu 2012 sem ég kynntist Ásbirni betur er við fórum í svokallaða „Lúth- ersferð“ til Þýskalands með Gunnari Kristjánssyni og fleir- um frá kirkjunni. Í þeirri ferð kynntist ég annarri hlið á Ás- birni sem hafði með að gera kirkjuna og trúmál, sem og hvað Ásbirni var umhugað um samferðafólk sitt. Við Ásbjörn kynntumst svo enn betur þegar hann hóf störf hjá Reykjanesbæ á vormánuðum 2015. Við Ás- björn unnum mikið saman í ýmsum málum sem m.a. tengd- ust endurskipulagningu fjár- mála Reykjanesbæjar sem og Ásbjörn Jónsson ✝ Ásbjörn Jóns-son fæddist 20. október 1959. Hann lést 3. desember 2019. Útför Ásbjörns fór fram 13. desem- ber 2019. öðrum málefnum. Ásbirni var umhug- að um að halda vel um öll fjármál sem tengdust hans vinnu og heyrðist oft orðatiltæki hans „greiddur eyrir er tapaður eyrir“. Það var mjög gott að vinna með Ásbirni og alltaf gott að leita til hans og fá umræðu um ýmis málefni. Sam- skipti okkar urðu minni eftir að ég hætti hjá Reykjanesbæ. Þrátt fyrir að dagleg sam- skipti væru ekki lengur til stað- ar fylgdist ég með hvernig Ás- birni gekk í baráttu sinni við vágestinn sem lagði hann að lokum. Og í þeirri vegferð tók hann á þessu með æðruleysi eins og honum var einum lagið. Ég var svo lánsöm að hitta Ás- björn í haust og sátum við og ræddum um allt milli himins og jarðar. Ásbjörn var hreinskilinn eins og oft áður og sagði að það liti ekki vel út með veikindin. Ásbjörn var mjög skipulagður og þegar við hittumst var hann kominn langt með að ganga frá öllum sínum málum. Þetta er sú hlið sem ég þekkti mjög vel þar sem Ásbjörn vildi helst ekki hafa neina lausa enda. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Auðar, Bjargar, Birnu og Bergrúnar. Kærleikskveðja, Þórey Ingveldur. Kær félagi okkar, Helgi Ingvar Guð- mundsson, er látinn. Við viljum minnast hans í örfáum orðum. Helgi gekk í Kiwanisklúbbinn Eldey hinn 16. nóvember 1977 og var alla tíð virkur félagi, þar til Helgi Ingvar Guðmundsson ✝ Helgi IngvarGuðmundsson fæddist 11. júní 1929. Hann lést 24. nóvember 2019. Út- för Helga Ingvars fór fram 3. desem- ber 2019. heilsan gaf sig. Við félagarnir minn- umst hans sem góðs félaga og við eigum eftir að sakna hans við „borðið“. Við sendum Nönnu og fjölskyld- unni allri okkar inni- legustu samúðar- óskir. Guð blessi minn- ingu góðs drengs. F.h. Kiwanisklúbbsins Eldeyj- ar, Kópavogi, Páll Svavarsson, forseti. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.