Morgunblaðið - 18.12.2019, Side 9

Morgunblaðið - 18.12.2019, Side 9
ljósi þess að það eru lítil tíðindi frá síðasta fundi og engar upplýsingar sem þurfti að koma sér- staklega á framfæri. Samkvæmt nýjum Seðla- bankalögum mun vaxtaákvörðunarfundum fækka úr átta í sex á næsta ári.“ Aðhaldið aukist eða ekki? Þið segið einmitt í hinni stuttu yfirlýsingu að aðhald peningastefnunnar hafi ekki breyst frá síðasta fundi. Samt hefur krafan á markaði, bæði í óverðtryggðu og verðtryggðu, hækkað og í mælingum kemur fram að verðbólgan er að hjaðna og jafnfram hefur dregið úr verðbólgu- væntingum. Er þá ekki beinlínis rangt að halda því fram að taumhaldið hafi ekki breyst? „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Verð- bólgan var 2,7% í nóvember – við erum næstum komin að markmiði. Það er mjög gott. Það er dálítið langur vegur frá okkar vöxtum og yfir í langtímavexti, einkum verðtryggða og krafan hefur verið sveiflukennd. Við höfum nú þegar lækkað vexti í sögulegt lágmark og þurfum að hugsa vel næstu leiki. Við erum einnig að sjá í pípunum mjög öfluga örvun í ríkisfjármálunum og við þurfum að sjá hvaða áhrif það mun hafa. Ákvörðunin var þá í raun biðleikur að þessu sinni? „Já, í raun.“ Í nóvemberyfirlýsingu peningastefnunefndar sagði að þess væri beðið að vaxtalækkanir myndu miðlast út í kerfið. Er nefndin ekki í of ríkum mæli að horfa á skammtímaraunstýri- vextina fremur en að horfa á hvernig þeir miðlast út í markaðsvextina þar sem vextir hafa fremur verið að þokast upp á við heldur en hitt? „Það fer eftir því hvernig þú lítur á það. Al- mennt held ég að bankarnir hafi lækkað kjör- vextina hjá sér. Á sama tíma virðast þeir vera að hækka vextina á ákveðna aðila sem þeir eru með í viðskiptum. Það virðist eiga sér stað ákveðin endurverðlagning á áhættu.“ En er það ekki svakalegt fyrir Seðlabankann að standa hér í vaxtalækkunum trekk í trekk og á sama tíma séu bankarnir að tosa í þveröfuga átt? „Það getur kallað á að við lækkum vextina hjá okkur meira til að bregðast við því. Þetta er að vísu erfitt fyrir Seðlabankann að stjórna verð- lagningu bankanna á fjármagni. Eitt eru vext- irnir sem við setjum, annað er kreditálagið sem leggst á þá. Ef vextir til heimila og fyrirtækja eru að hækka vegna hækkandi vaxtamunar þá gætum við þurft að bregðast við því.“ Fleira í starfsemi bankakerfisins virðist tosa í öfuga átt við aðgerðir Seðlabankans. Þannig eru þeir á bremsunni á útlánahlið starfseminnar sem hægir á hagkerfinu í stað þess að örva það líkt og Seðlabankinn stefnir að. Getur stofnunin brugðist við því með einhverjum hætti? „Við viljum auðvitað að bankarnir haldi áfram að lána og miðli þannig peningastefnunni út í hagkerfið. Þeir hafa hins vegar að einhverju leyti verið veiktir, m.a. með bankaskattinum. Hann er lagður á skuldahlið bankanna og ræðst því ekki af afkomu þeirra. Hann leggst af fullum þunga á þá, hvort sem þeim gengur vel eða illa. Þessi skattur mun því lækka eiginfjárstöðu þeirra – og minnka útlánagetu – ef hagnaður þeirra fer að dragast saman sem hefur raunar þegar gerst. Bankarnir hafa auk þess verið að greiða út arð sem hefur minnkað útlánagetu þeirra verulega – bæði þegar litið er til eiginfjár og lauss fjár. Þá er lánabókin hjá Íbúðalánasjóði einnig að minnka og allt vinnur þetta gegn því að liðka fyrir fjárfestingu. Þess vegna var það eitt fyrsta verk mitt hér að leggja bann við því að aðrir en innlánastofnanir væru að leggja fjár- muni inn á innlánareikninga hjá Seðlabank- anum. Við litum á það sem vanda að upp- greiðslur til Íbúðalánasjóðs væru lagðar inn í Seðlabankann. Það dregur úr peningamagni í umferð og rýrir lausafjárstöðu viðskiptabank- anna.“ Fleiri þættir hafa þó áhrif á ákvarðanir bank- anna um að draga lappirnar í útlánum. Þeir hafa átt í basli með að ná arðsemi á eigið fé sem þeim er uppálagt að byggja starfsemina á. Nú um áramótin verða gerðar ríkari 10 segja ákvörðun nefndarinnar misráðna og nei- kvæð viðbrögð komu bæði fram á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði. Svo virðist sem Seðlabankinn hafi ákveðið að staldra við eftir nokkuð hraðan vaxtalækkunar- feril á árinu sem nemur 150 punktum. Óttast nefndin að ef lækkanir halda áfram án þess að það hafi tilætluð áhrif að þá verði Seðlabankinn innan skamms búinn að missa vaxtavopnið úr hendi? „Á þessum tímapunkti töldum við best að bíða og sjá hvaða áhrif fyrri vaxtalækkanir muni hafa. Og þá jafnframt skoðað aðrar leiðir til þess að örva hagkerfið. Það getum við leyft okk- ur á meðan ekki er útlit fyrir meiri niðursveiflu en við sjáum í kortunum núna. Það er gott að hafa borð fyrir báru. Við erum búin að taka vextina niður um 150 punkta á árinu. Ég hef enga trú á því að raunvextir eigi að vera nei- kvæðir. Það er ekki hollt. Það sem hefur gerst ytra þar sem vextir hafa farið í 0% er að bönk- unum hefur verið gert erfitt um vik að lána. Bankarnir lifa á vaxtamun. Þegar stýrivextir hafa lækkað að ákveðnu marki – og inn- lánavextir eru komnir í núll – þá geta bankarnir haldið uppi vaxtamun með lækkun inn- lánavaxta.“ Raunvextir þokast niður á við En er það lögmál að raunvextir verði að vera 200 punktum hærri en í flestum nágrannalönd- um okkar? „Við höfum verið að færast nær nágranna- löndunum. Raunvextir stýrast hins vegar af djúpum þáttum í hagkerfunum. Þeir tengjast hagvexti, aldursskiptingu þjóðarinnar, sparnað- arstigi og framleiðni fjármagns.“ En hér er enginn hagvöxtur núna. „Nei ekki núna sem stendur, en að jafnaði er mun meiri hagvöxtur hérlendis en í nágranna- löndunum. Við erum aukinheldur með hæstu fæðingartíðni í Evrópu og með gríðarlega margt ungt fólk. Helmingur þjóðarinnar er yngri en 34 ára. Svo er það hinn mikli flutningur fólks til landsins. Það gerir það að verkum að þetta er hraðvaxtarhagkerfi. Of lágir vextir eru sjúkdómseinkenni og koma yfirleitt fram meðal þjóða sem eru að skreppa saman og eldast og engin þörf fyrir að reisa nýtt húsnæði eða inn- viði. Það er merki um minnkandi veltu og má ekki vera viðmiðið. Það breytir ekki því að raun- vextirnir hafa verið að lækka hjá okkur og við erum að fara að sjá vaxtastigið hér á landi fara niður á áður óþekktar slóðir. Við vorum land með stöðugan viðskiptahalla og söfnuðum skuldum erlendis. Nú er þjóðin á allt öðrum stað hvað varðar sparnað. Að einhverju leyti er það lífeyrissjóðunum að þakka en það eru fleiri at- riði sem hafa þar mikil áhrif. Að fara úr því að vera land sem þarf fjármagn að utan og í það að flytja út fjármagn leiðir til þess að vaxtastigið þrýstist niður á við. Langtímavextir munu verða miklu lægri, litið til framtíðar.“ Er þá vaxtalækkunarferlinu lokið? „Nei, það þarf alls ekki að vera. Ég held að markaðurinn hafi lesið of mikið í þessa ákvörð- un peningastefnunefndar. Það að halda vöxtum óbreyttum táknar ekki að lækkunarferlinu sé lokið. Við munum halda áfram að lækka vexti – sé þess þörf. Það gæti gerst vegna þess að hag- vaxtarhorfur versni eða verðbólga hjaðni veru- lega. Við þurfum hins vegar að sjá hvernig ákvarðanir okkar miðlast áfram – og þá að grípa til aðgerða til þess að bæta miðlunina áður en lengra er haldið.“ Yfirlýsing peningastefnunefndar í tengslum við vaxtaákvörðunina að þessu sinni var aðeins 118 orð að lengd og langsamlega efnisminnsta yfirlýsingin sem nefndin hefur sent frá sér þau ellefu ár sem hún hefur starfað. Kann að vera að nefndin hafi ekki skýrt ákvörðun sína nægilega fyrir markaðnum? „Nei alls ekki. Það er gott að vera stuttorður. En það verður líka að horfa til þess að það hefur lítið gerst milli funda og við gáfum út Peninga- mál í nóvember þar sem farið var ítarlega yfir stöðuna. Svo má segja að þessi síðasti vaxta- ákvörðunarfundur hafi verið næsta óþarfur í xti meira ef þörf krefur Morgunblaðið/Árni Sæberg MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 9VIÐTAL Ekki er hjá því komist að minnast frekar á yfirvofandi sameiningu Seðlabankans og FME. Ás- geir segir að sú vinna standi nú yfir og gangi mjög vel. Fleiri áskoranir bíði þó, ekki síst í ljósi þess að til lengri tíma litið er ætlunin að koma allri starfseminni undir eitt og sama þakið. Bankinn hefur kallað eftir heimild til þess að byggja tvær hæðir ofan á núverandi húsnæði við Kalkofnsveg en Ásgeir segir þó að ekki séu uppi áætlanir á þessari stundu um að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Húsið er komið á fertugsaldur og komið undir viðhald. Það þarf að uppfæra margt. Starf- semi fjármálaeftirlitsins verður á Höfðatorgi enn um sinn. Við hyggjumst setja allan kraft í að koma þeim hingað inn. Það liggur meira á að laga húsið eins og það er en að byggja við það því ef við ætluðum að gera allt á sama tíma þyrftum við að flytja alla starfsemina burt í þrjú ár eða svo. Það voru 300 manns í húsinu þegar Reiknistofa bankanna og fleiri stofnanir voru hérna og samanlagt ættu að geta verið um 300 manns í húsinu þegar allt er komið í fastar skorður. Við erum að skoða hvernig við getum nýtt húsið betur. Hér er fyrirtækið Greiðsluveit- an sem Seðlabankinn á og það er á leið úr húsi. Við munum leggja meiri áherslu á opin rými. Þannig er hefðin hjá FME og við erum að skoða þessa hluti.“ En gefst ekki tækifæri til þess að fækka fólki nú þegar stofnanirnar renna saman í eina? „Það er ekki markmiðið með sameiningunni að fækka fólki.“ En er ekki æskilegt að leita leiða til þess þegar ráðist er í jafn umfangsmikla sameiningu og þessa? „Við skoðum þessa hluti eins og aðra og ef við getum gert þá með hagkvæmari hætti en við gerum í dag þá munum við gera það. Tíminn leiðir það í ljós. Nýjum stjórnendum fylgja alltaf breytingar. Og breyttir tímar og breyttar aðstæður á hverjum tíma gera það að verkum að þessir hlutir eru eins og aðrir í sífelldri endurskoðun.“ Sameining Seðlabankans og FME

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.