Morgunblaðið - 18.12.2019, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019SJÓNARHÓLL
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
VEFSÍÐAN
Vonandi kannast margir lesendur við
sagnfræðinginn Tom Woods en hann
er með glúrnari sérfræðingum í sínu
fagi og einstaklega lagið að fletta of-
an af útbreiddum sagnfræðilegum
rangfærslum. Hann þekkir hagsögu
Bandaríkjanna út og inn, er hjarta-
hreinn frjálshyggjumaður og heldur
úti hlaðvarpinu The Tom Woods
Show alla virka daga. Robert „Bob“
Murphy er einn af nánustu vinum og
samstarfsmönnum Woods, með dokt-
orsgráðu í hagfræði frá NYU og
reglulegur gestur í viðtalsþætti
Woods.
Fljótlega rann það upp fyrir félög-
unum að þeir þurftu svo oft að leið-
rétta rangfærslur og rangtúlkanir í
reglulegum pistlum Paul Krugman í
New York times, að best væri að búa
til sérstakt hlaðvarp í kringum þá
iðju. Þannig fæddist Contra Krug-
man (www.contrakrugman.com).
Eins og lesendur vita er hagfræð-
ingurinn Paul Krugman mikilsvirtur
Nóbelsverðlaunahafi og heimsins há-
værasti talsmaður Keynesískrar hag-
fræði. Er hrein unun að heyra þá
Woods og Murphy kryfja bullið í
Krugman til mergjar, og útlista
hvernig hann hefur rangt fyrir sér
um flesta hluti. Léttur andi er yfir
hlaðvarpinu og þess gætt að útskýra
efnið vel fyrir bæði leikmönnum og
hagfræðinördum, en þáttastjórn-
endur leggja sig líka fram við að sýna
Krugman sanngirni og hrósa þegar
hann á það skilið. ai@mbl.is
Woods og Murphy
hjóla í Krugman
Lítil frétt á Reuters vakti athygli víða um heim fyrirtveim vikum. Þá var fyrsti álfarmurinn seldur tilApple sem framleiddur er án losunar koldíoxíðs
eða CO2.
Það er fyrirtækið Elysis sem stendur að þróun á þess-
ari byltingarkenndu tækni, en að baki því standa Alcoa og
Rio Tinto. Quebec-fylki á einnig lítinn hlut. Í grunninn
felst tæknin í því að rafskautum úr kolefni er skipt út í
rafgreiningarferli áls, sem þýðir að ekkert kolefni er til
staðar í ferlinu og því myndast ekki CO2 heldur súrefni O2.
Taka íslensk stjórnvöld þátt?
Þessi byltingarkennda tækni hefur verið þróuð áratug-
um saman af Alcoa, en straum-
hvörf urðu í fyrra þegar tilkynnt
var um samstarf Alcoa og Rio
Tinto í Elysis. Jafnframt að stefnt
yrði að því að hefja þróun á kolefn-
islausri framleiðslulínu og að álið
yrði sett á markað fyrir 2024, en
lagt er upp með að hægt sé að inn-
leiða tæknina í álverum sem þegar
eru starfandi.
Stjórnvöld í Kanada og Quebec
taka ásamt Apple þátt í kostnaði við rannsóknir og þróun
verkefnisins og leggja til þess 144 milljónir dollara eða um
18 milljarða. Apple notar sem kunnugt er ál í flestar sínar
vörur, svo sem iPhone-farsíma, Apple-úr og Mac-tölvur,
og hefur unnið að því að lágmarka sitt kolefnisfótspor.
Það blasir við að íslensk stjórnvöld hafa tækifæri til að
stíga inn í þetta verkefni, þar sem bæði Alcoa og Rio Tinto
reka álver á Íslandi. Ef það gengi eftir, þá yrði hverfandi
heildarlosun frá íslenskri álframleiðslu, þar sem orkan hér
á landi er endurnýjanleg. Það myndi skapa Íslandi sér-
stöðu, því heildarlosun álframleiðslunnar verður áfram
mikil í löndum sem sækja orkuna í gas eða kol, svo sem í
Kína og Mið-Austurlöndum.
Snjallvæðing og sjálfvirkni
Óhætt er að fullyrða að tækifærin eru mörg til að ýta
undir rannsóknir og þróun í áliðnaði hér á landi. Byggst
hefur upp gróskumikill álklasi á liðnum áratugum og auð-
vitað felst forskot í því fyrir fyrirtæki í klasanum að hafa
aðgang að svo öflugum alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru
sýningargluggi út í heim.
Það segir sína sögu að á liðnu ári keyptu álverin þrjú
vörur og þjónustu af hundruðum innlendra fyrirtækja
fyrir um 23 milljarða, auk þess sem raforkukaup námu
um 40 milljörðum. Alls námu innlend útgjöld álvera á Ís-
landi um 86 milljörðum.
Því ber að fagna að tvö áltengd verkefni fengu úthlutað
styrk úr Rannís nú í desember. Annarsvegar var það
sprotafyrirtækið DTE, sem er leiðandi í sjálfvirknivæð-
ingu efnagreiningar á álbráð eða melmi. Yfirskrift verk-
efnisins er „Snjallvæðing og sjálfvirkni að fjórðu iðnbylt-
ingu“. Annar sproti sem fékk styrk er Álvit, sem vinnur
að þróun á nýjum umhverfis-
vænum kragasalla.
Rannsóknarmiðstöð
í áliðnaði
Í sumar skrifuðu fulltrúar
stjórnvalda, Orkuveitu Reykjavík-
ur og stóriðju undir viljayfirlýs-
ingu um að hleypa af stokkunum
viðamiklu rannsóknar- og þróun-
arverkefni um hvort fýsilegt sé að
binda kolefnisútstreymi stóriðju í berglögum með Carb-
fix-aðferðinni, sem einnig er nefnd „gas í grjót“. Ekki
fékkst styrkur til verkefnisins úr Horizon 2020 sjóði
ESB, en áfram verður unnið að fjármögnun verkefnisins.
Þá er rannsóknarverkefni í gangi hjá Nýsköpunar-
miðstöð um þróun á kolefnislausum skautum og með ný-
legum styrk Alcoa Foundation hefur myndast vísir að
rannsóknarmiðstöð í áliðnaði hér á landi. Álklasinn er ein-
mitt þar til húsa með innan sinna raða á fjórða tug fyrir-
tækja og stofnana. Í síðustu viku var kynnt ný skýrsla
Álklasans „Snjallál, þróun og snjallvæðing í áliðnaði“ og
áhersla verður lögð á lausnir í loftslagsmálum á næsta
ári.
Framþróunin er ör hjá framleiðslufyrirtækjum um all-
an heim. Ef rétt er á spilum haldið eru Íslendingar í fær-
um að vera framarlega í rannsóknum, þróun og hag-
nýtum lausnum í álframleiðslu á heimsvísu, m.a. í
snjalliðnaði og loftslagsmálum þar sem gerjunin er mest.
Þar hafa Íslendingar sögu að segja.
Kolefnislaus álframleiðsla
handan við hornið?
UMHVERFISMÁL
Pétur Blöndal
framkvæmdastjóri Samáls
”
Það segir sína sögu að
á liðnu ári keyptu álver-
in þrjú vörur og þjón-
ustu af hundruðum
innlendra fyrirtækja
fyrir um 23 milljarða.
EGGERT