Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 16
dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu. VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Ber skiptastjóra WOW þungum … Rauður dagur hjá Icelandair Búið að loka Búllunni í Noregi Icelandair tilkynnir breytta áætlun Gengi Icelandair hríðfellur Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Norska eignarhaldsfélagið Selstad Holding AS mun eignast meirihluta í veiðarfæraframleiðandanum Ísfelli í byrjun næsta árs. Um það hefur tekist samkomulag milli fyrir- tækisins og Péturs Björnssonar sem nú fer með 57% hlut í fyrirtækinu. Selstad hefur um langt árabil verið í eigendahópi Ísfells og heldur nú á 43% hlut í fyrirtækinu. Selstad Holding AS er einnig eigandi að norska veiðarfæraframleiðandanum Selstad AS sem m.a. þróar hið bylt- ingarkennda STREAMLINE-troll sem Ísfell hefur markaðssett hér á landi. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að Selstad Holding AS verði ekki eini eigandi Ísfells að loknum eigendabreytingunum. Þannig mun Guðbjartur Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, einnig koma inn í eigendahópinn. Þrátt fyrir að Pétur Björgvinsson hverfi úr eigendahópi fyrirtækisins er fastlega gert ráð fyrir því að hann muni áfram gegna stjórnar- formennsku í fyrirtækinu. Ásamt Pétri sitja nú í stjórninni þau Marta Eiríksdóttir, Benedikt Sveinsson auk feðginanna Hans- Petter Selstad og Marit Selstad. Rekstur Ísfells hefur farið versn- andi á síðustu árum. Í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 2,9 millj- ónum króna samanborið við 10 milljónir árið áður. Árið 2016 nam hagnaðurinn rúmum 23 milljónum en árið 2015 var hagnaðurinn rúm 271 milljón króna. Velta félagsins hefur haldist nærri þremur millj- örðum króna öll fyrrnefnd rekstr- arár. Morgunblaðið/Eggert Ísfell er gamalgróið og öflugt þjónustufyrirtæki við sjávarútveginn. Selstad kaupir meira í Ísfelli Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Norska félagið Selstad Holding AS mun eignast meirihluta í Ísfelli á nýju ári. Félagið hefur verið minni- hlutaeigandi um langt árabil. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Það mátti heyra saumnál detta íBerlaymont í Brussel þegar út- gönguspá fyrir bresku þingkosning- arnar var birt að kvöldi fimmtudags- ins síðasta. Gat verið að ófétið Boris Johnson sem hafði leitt Brexit yfir bresku þjóðina væri kominn með 368 sæti og hreinan meirihluta? Gat verið að hann hefði nælt sér í hinn eftir- sótta pálma sem allir vilja hafa í hönd- unum og gæti nú fullkomnað óhæfu- verkið? Reyndar urðu þingsætin ekkinema 365 en meirihlutinn reynd- ist öruggur og nú stefnir þingið að því að setja gaffalinn á yfirvöld í Brussel. Þann sama og búrókratarnir og and- lýðræðisöflin í breska þinginu hafa ot- að að almenningi þar í landi allt frá því að úrsögn úr ESB varð ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Þessi atburðarás var það verstasem Juncker og herdeildir hans í skrifræðisbákni ESB gátu hugsað sér að myndi nokkru sinni gerast. Þess vegna var allt gert til þess að þvæla málin og gera Bretum eins örðugt um vik og hægt var að standa við stóru orðin. En það tókst. En martröðin er bara rétt að byrjafyrir ESB og þá sem þar sitja að kjötkötlunum. Nú munu Bretar afla sér nýrra bandamanna og endurnýja kynni við þá gömlu. Með minna skrif- ræði og sveigjanlegra hagkerfi um leið munu þeir eiga auðveldara með að tryggja hagvöxt til framtíðar og um leið aukin og betri lífskjör lands- manna. Það verður enn ný martröð fyrir von der Leyen og hirðina í kringum hana. Stærsta martröðin Hefðu þau fengið að ráða hefðiLjósafossstöðin ekki verið reist 1937. Heldur ekki Laxár- og Írafossstöð 1953. Mjólkárvirkjun hefði þótt víðáttuvitlaus og ekki komist á koppinn 1956. Aldrei hefði verið fallist á Steingrímsstöð 1959 né heldur Laxárstöð III árið 1973. Virkjunin í Kröflu hefði aldrei kom- ist á hugmyndastig, hvað þá orðið að veruleika 1977 og hið sama hefði átt við Sigöldustöð 1978. Dettur einhverjum í hug að Blöndustöð hefði verið gangsett 1991 eða Fljótsdalsstöð 2007 ef sami hópur hefði fengið sitt fram? Ljósi punkturinn í dellunni allrier sá að ef framtakssamt fólk með heilbrigða framtíðarsýn hefði ekki keyrt raforkuuppbygginguna áfram á síðustu 70 árum hefðum við aldrei horft upp á þau vanda- mál sem fylgdu fárviðrinu í liðinni viku. Það hefði ekkert rafmagni verið að miðla til heimila og fyrir- tækja í landinu. En sá böggull fylgir hins vegar skammrifi þessa viðhorfs að ef það hefði orðið ofan á hefðu lífsgæði í landinu orðið miklum mun verri en þau eru í dag. Sennilega fylltu Íslendingar þá flokk fátækari þjóða í Evrópu í stað þess að skipa þar efstu sætin ásamt öðrum ríkustu velmegunar- þjóðum heimsins. Hamfarirnar sem gengu yfir ogollu mikilli röskun á raf- orkuflutningi mættu verða okkur áminning um hversu mikilvægt raf- magnið er fyrir löngu orðið í sam- félagi okkar. Það er hin ósýnilega undirstaða velmegunar og við meg- um þakka fyrir þá miklu gjöf sem felst í fallvötnum og jarðvarma. Enn frekar má þakka því fólki sem hafði djörfung til þess að beisla þessa orku og breyta henni í verð- mæti, þjóð og landi til heilla. Þessi áminning virðist raunarhafa náð í gegn. Þeir sem hvað hatrammast hafa barist gegn upp- byggingu raforkukerfisins hafa haft sig lítið í frammi síðustu vikuna, jafnvel þeir sem í dag verma æðstu sessur íslensks stjórnkerfis. Ekki er víst að staðreyndirnar telji þeim hughvarf til lengri tíma litið en þá er mikilvægt að minnast þess að veður, lík því sem gekk á land nú í desember, munu án efa sækja okk- ur heim að nýju. Þá er eins gott að búið verði að gera átak í uppbygg- ingu raforkuinnviða landsins. Fjallagrasahagfræðin EasyPark hefur keypt bílastæðaþjónustuna Leggja og er þar með orðin nýjasta bílastæða- þjónusta landsins. EasyPark hefur keypt Leggja 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.