Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 14
14 5. desember 2002 FIMMTUDAGURSLAGSMÁL
HEITT Í HAMSI
Ben Watson, leikmaður Georgia, og Alfred
Malone, leikmaður Georgia Tech, slógust í
leik fyrir skömmu. Dómarinn þurfti að skilja
þá að enda leikmönnunum heitt í hamsi.
ÍÞRÓTTIR Í DAG
16.45 RÚV
Handboltakvöld
18.00 Sýn
Sportið með Olís
18.30 Sýn
Heimsfótbolti með West Union
19.15 DHL-höllin
Körfubolti karla
(KR - Breiðablik)
19.15 Sauðárkrókur
Körfubolti karla
(Tindastóll - Hamar)
19.15 Stykkishólmur
Körfubolti karla
(Snæfell - Valur)
21.00 Austurberg
Handbolti karla bikar
(ÍR - FH)
22.30 Sýn
Sportið með Olís
23.00 Sýn
HM 2002
(Kórea - Pólland)
FÓTBOLTI Tyrkneski framherjinn
Hakan Sukur gekk í gær til liðs
við Blackburn Rovers í ensku úr-
valsdeildinni. Hann kom á frjálsri
sölu þar sem hann hafði verið
leystur undan samningi við ítals-
ka liðið Parma. Hinn 31 árs gamli
framherji átti stóran þátt í vel-
gegni Tyrkja á heimsmeistara-
mótinu fyrr á árinu.
Sukur hefur átt við meiðsli að
stríða og er óvíst hvenær hann
verður til í slaginn. Hann lék eitt
sinn með Galatasaray undir stjórn
Graeme Souness, núverandi
knattspyrnustjóra Blackburn.
„Ég er ánægður með að fá Hak-
an til liðs við okkur,“ sagði Sou-
ness. „Ég veit hvað í honum býr
enda hef ég unnið með honum
áður. Hann er íþróttamaður frá
náttúrunnar hendi og mun koma
með ferska vinda í lið okkar.“
Fyrir eru Andy Cole og Dwight
Yorke í liði Blackburn. ■
HAKAN SUKUR
Sukur missti sæti sitt í tyrkneska landslið-
inu þar sem hann var ekki lengur hjá
félagsliði.
Hakan Sukur í ensku úrvalsdeildina:
Framherjum fjölgar
hjá Blackburn
Ísraelar í undan-
keppni EM:
Heimaleikir
í öðru landi
FÓTBOLTI Ísraelar leika væntanlega
„heimaleiki“ sína í undankeppni
Evrópumótsins í knattspyrnu á
Vicarage Road, heimavelli enska
1. deildar liðsins Watford. Knatt-
spyrnusamband Evrópu, Uefa,
hefur sagt knattspyrnusambandi
Ísraels að það fái ekki að spila
heimaleiki sína í eigin landi vegna
ástandsins þar.
Gavriel Levi, formaður knatt-
spyrnusambands Ísraels, skoðaði
völlinn í gær. Fyrsti „heimaleik-
ur“ Ísraela verður gegn Evrópu-
meisturum Frakka 2. apríl. ■
KÖRFUBOLTI Yao Ming, kínverski ris-
inn í liði Houston Rockets í NBA-
deildinni í körfubolta, skoraði 27
stig og náði 18 fráköstum þegar lið
hans sigraði San Antonio Spurs með
89 stigum gegn 75 í fyrrakvöld.
„Ég vissi að ég myndi mæta
tveimur frábærum miðherjum,“
sagði Yao eftir leikinn og átti þar
við Tim Duncan og David Robin-
son, leikmenn Spurs. „Þegar ég
byrjaði í NBA hafði ég um margt að
hugsa. Með þessum sigri get ég
loks farið að anda léttar.“
„Hann stóð sig frábærlega í
kvöld,“ sagði Duncan um Yao.
„Hann hefur frábæra tækni og er
stærri en maður á von á.“
Kobe Bryant, leikmaður Los
Angeles Lakers, náði þrefaldri
tvennu þegar liðið vann Memphis
Grizzlies með 101 stigi gegn 91.
Hann skoraði 24 stig, gaf 11
stoðsendingar og tók 10 fráköst í
leiknum. Þetta var sjöunda þre-
falda tvenna Bryant á ferlinum.
Shaquille O´Neal, samherji Bryant,
skoraði 28 stig, tók 9 fráköst og
varði 7 skot.
Michael Jordan, leikmaður
Washington Wizards, skoraði 25
stig í 103-78 sigri á Milwaukee
Bucks. Þetta var í annað sinn á leik-
tíðinni sem Jordan byrjar inn á í liði
Wizards. ■
Yao Ming, leikmaður Houston Rockets:
Hafði betur gegn
Duncan og Robinson
MING
Yao Ming, miðherji Houston Rockets,
reynir að komast fram hjá David Robinson,
leikmanni Spurs. Ming skoraði 27 stig í
leiknum.
AP
/M
YN
D
Kvennalandsliðið
í körfubolta:
Hjörtur
ráðinn lands-
liðsþjálfari
KÖRFUBOLTI Hjörtur Harðarson
hefur verið ráðinn þjálfari ís-
lenska kvennalandsliðsins í
körfubolta. Hjörtur tekur við af
Sigurði Ingimundarsyni, sem
hefur þjálfað liðið síðastliðið eitt
og hálft ár.
Hjörtur, sem er margreyndur
landsliðsmaður í körfubolta, hef-
ur undanfarið ár verið aðstoðar-
maður Sigurðar með landsliðið
og þekkir því vel til á þeim vett-
vangi. Næsta verkefni kvenna-
landsliðsins er þátttaka í alþjóð-
legu móti í Lúxemborg. ■
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Hlaupadrottning-
in Marion Jones og Tim
Montgomery, kærasti hennar,
hljóta Jesse Owens-verðlaunin fyr-
ir frammistöðu sína á árinu. Þetta
eru æðstu heiðursverðlaun sem
bandarískir frjálsíþróttamenn
geta hlotið í heimalandi sínu.
Marion Jones hefur einbeitt
sér að hlaupagreinum á þessu ári.
Varð hún fyrsti bandaríski
hlauparinn í sjö ár sem fer í gegn-
um heilt tímabil án þess að tapa.
Hún sigraði 16 sinnum í 100 metra
hlaupi, fjórum sinnum í 200 metra
hlaupi og einu sinni í 400 metra
hlaupi. Vann hún meðal annars
hluta af verðlaunapottinum á gull-
mótunum sjö sem haldin voru á
tímabilinu. Þar sigraði hún í öllum
sjö 100 metra hlaupum sínum.
Þegar tilkynnt var um tilnefn-
inguna sagðist Jones ætla að
keppa í 100 og 200 metra hlaupi,
langstökki og að minnsta kosti
einu boðhlaupi á heimsmeistara-
mótinu í frjálsum íþróttum sem
haldið verður í París á næsta ári.
Á HM í Edmonton í Kanada í
fyrra vann Jones tvenn gullverð-
laun, í 200 metra hlaupi og í 4x100
metra hlaupi. Hún tapaði hins
vegar óvænt í 100 metra hlaupi.
Tim Montgomery bætti heims-
metið í 100 metra hlaupi á árinu
með því að hlaupa vegalengdina á
9,78 sekúndum og segist vera
sannfærður um að hann geti bætt
metið enn frekar á næsta ári. „Ég
sé framfarir hjá mér núna ef ég
miða við formið sem ég var í á síð-
asta ári,“ sagði Montgomery. „Ég
beið lengi eftir því að geta sýnt
umheiminum að ég væri sá fljót-
asti. Núna verð ég að snúa aftur
og gera enn betur.“ ■
Heiðruð fyrir frábæra
frammistöðu á árinu
Turtildúfurnar Marion Jones og Tim Montgomery hljóta Jesse Owens-
heiðursverðlaunin fyrir frammistöðu sína í frjálsum íþróttum.
Montgomery er sannfærður um að hann geti bætt heimsmet sitt í 100
metra hlaupi á næsta ári.
KÆRUSTUPAR
Hið fótfráa kærustupar, Marion Jones og Tim Montgomery, brosir á mynd sem tekin var í
Hong Kong þann 7. nóvember. Þau taka á móti Jesse Owens-verðlaununum á morgun.
AP
/M
YN
D