Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 6
6 5. desember 2002 FIMMTUDAGUR
SJÁVARÚTVEGUR
VEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Hvað heitir bæjarstjórinn í
Seltjarnarnesbæ?
Hvaða leikhúsmaður er höfuð-
paur Egg-leikhússins?
Whitney Houston er að fara að
gefa út nýja plötu. Hvað hét
hennar fyrsti smellur?
LEIKSKÓLAR „Ég hef hitt
fjöldann allan af foreldrum
og þetta mál er rætt hvar
sem tveir eða fleiri koma
saman þessa dagana. Flest-
ir þeir sem ég hef rætt við
hafa verið sammála um að
þetta sé skref aftur á bak
og mjög margir eru reiðir,“
segir Guðrún Sævarsdóttir
eðlisfræðingur, sem á tvö
börn á leikskóla.
Guðrún bendir á að ekki
búi allir við það að geta tek-
ið sér frí á þeim tíma sem leik-
skólar loki. Einstæðar mæður
séu þar verst settar. „Á Íslandi
er slysatíðni mjög há hjá
börnum og það hefur
tíðkast í gegnum árin að
börn passi börn. Það er
ekki hægt að ætlast til að
unglingsstúlkur geti brúað
það bil sem kemur til með
að myndast þarna, sama
hve ábyrgar og góðar þær
eru.“
Guðrúnu telur viðmið-
un við nágrannasveitarfé-
lögin ekki lýsa miklum
metnaði til að gera vel.
„Markmiðið ætti að vera að gera
betur en sá sem þú miðar þig
við.“ ■
Listasafn Reykjavíkur:
Bænakalli
ekki hætt
MIÐBÆRINN Yfirstjórn Listasafns
Reykjavíkur í Tryggvagötu hefur
ákveðið að hverfa ekki frá flutn-
ingi á islömsku bænakalli sem
ómað hefur á tveggja tíma fresti
innan húss sem utan í tengslum
við sýningu á arabískri nútíma-
list sem þar er nú sýnd. Að und-
anförnu hefur starfsfólk safnsins
orðið fyrir aðkasti, skömmum og
svívirðingum vegfarenda og
starfsfólks í fyrirtækjum í ná-
grenninu sem sættir sig ekki við
bænakall múslimanna, sem er
leikið af diski sem hluti af arab-
ísku sýningunni. Hafa mótmælin
verið kröftug og skotið starfs-
fólki Listasafnsins skelk í bringu.
Það ætlar þó ekki að gefa sig. ■
AKUREYRARKIRKJA
Bænakall múslima kallaðist á við klukkur
kirkjunnar í sumar og enginn hreyfði and-
mælum.
Akureyri:
Bærileg
sátt um
bænakallið
LISTSÝNING „Við settum þessa
arabasýningu fyrst upp hér á Ak-
ureyri og í tengslum við hana
ómaði bænakall múslima yfir all-
an bæinn. Við fengum engar
kvartanir líkt og dunið hafa á
starfsfólki Listasafns Reykjavík-
ur. Norðlendingar eru samkvæmt
þessu umburðarlyndari gagnvart
öðrum trúarbrögðum en Reykvík-
ingar. Það er ekki bara veðrið sem
er betra hjá okkur,“ sagði Hannes
Sigurðsson, forstöðumaður Lista-
safnsins á Akureyri.
Bænakall múslima ómaði á Ak-
ureyri frá 27. júlí til 8. september
og mæltist vel fyrir. Það hljómaði
á tveggja klukkustunda fresti frá
10 til 18, þrjár mínútur í senn og
kallaðist á við klukkur Akureyrar-
kirkju.
„Ég fór til Amman og fékk
þessa hugmynd þar. Ég sá að þetta
gæti virkað vel sem kynning og
ekki síður myndi það leiða hugann
að þessum heimi. Enda kom á dag-
inn að mjög margir höfðu sam-
band og sögðu að þetta hefði opn-
að augu þeirra fyrir trúabrögðum
þessa heims, það er vel,“ sagði
Hannes. ■FASTEIGNIR Fasteignasalar verða
að skoða sinn gang og endur-
meta stöðu sína og vinnulag, að
sögn Sigurðar Helga Guðjóns-
sonar, formanns Húseigenda-
félagsins.
Þann 21. nóvember dæmdi
Hæstiréttur seljendur íbúðar í
Safamýri og fasteignasöluna
Húsvang til að greiða kaupend-
um rúmlega eina milljón króna í
skaðabætur vegna gólfhalla sem
talinn var galli. Seljendurnir og
fasteignasalan höfðu áður verið
sýknuð í Héraðsdómi Reykjavík-
ur.
Sigurður segir þennan dóm
marka þáttaskil og að þau sjón-
armið sem hann byggi á verði
örugglega skoðuð í kjölinn sam-
fara endurskoðun á löggjöfinni
um fasteignasala, sem er að
hefjast. Eins hljóti tryggingarfé-
lögin, sem fasteignasalar hafi
sínar ábyrgðartryggingar hjá,
að velta þessari auknu ábyrgð og
áhættu fyrir sér.
Sigurður Helgi segir að sam-
kvæmt dómnum sé fasteignasala
ekki stætt á því að byggja á upp-
lýsingum frá seljanda eða öðrum
um ástand eignar. Fasteignasali
skuli fara sjálfur á stúfana og
framkvæma sjálfstæða skoðun
og rannsókn.
„Söluyfirlit á að vera ná-
kvæmt, vandað og byggt á sjálf-
stæðri rannsókn fasteignasala,“
segir Sigurður Helgi. „Ef hann
framkvæmir ekki slíka skoðun
bakar hann sér ábyrgð gagnvart
kaupanda á þeim göllum sem slík
rannsókn hefði leitt í ljós.“ ■
DÓMSTÓLAR Málafjöldi dómstólanna
hefur stóraukist á síðustu árum. Í ár
stefnir í 17 milljóna króna tap dóm-
stólanna. Sigurður Tómas Magnús-
son, formaður dómstólaráðs og dóm-
ari í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir
að dómurum blöskri þetta því sam-
fara gríðarlegri fjölgun mála séu
gerðar kröfur um meiri afköst.
„Þetta er á mjög viðkvæmu stigi
núna,“ segir Sigurður Tómas. „Í árs-
lok 2001 þá var 48 milljóna króna
uppsafnaður halli sem við fáum
bættan í fjáraukalögum núna, en á
þessu ári stefnir í 17 milljóna króna
halla. Við erum að biðja um viðræð-
ur við dómsmálaráðuneytið um
lausn á þessu máli. Það er farið að
hægja á afgreiðslu erfiðustu mál-
anna en ekki þó þannig að það horfi
til vandræða.“
Frá árinu 1998 hafa þingfesting-
ar í einkamálum þrefaldast. „Þetta
hefur alltaf gengið í bylgjum og
fylgir þróun efnahagsmála. Þegar
bjartsýnin eykst í þjóðfélaginu
aukast skuldir og síðan þegar aðeins
hægir á koma vanskilin. Þetta er
sveifla sem átti sér líka stað á tíma-
bilinu 1987 til 1989. Bara við Hér-
aðsdóm Reykjavíkur eru þegar
komin inn 16.745 einkamál í ár. Árið
1998 var þessi tala á milli 5 og 6 þús-
und.“
Í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur
gjaldþrotamálum fjölgað um 41%
miðað við árið í fyrra. Um 35%
aukning hefur orðið á þingfesting-
um einkamála og sakamálum hefur
fjölgað um 44%. Þar af eru 7%
ákærumál.
Sigurður Tómas segir að til að
sporna gegn fjárhagsvanda dóm-
stólanna hafi dómstólaráð lagt fram
tillögur um fækkun starfsmanna
dómstólanna. Ef litið sé á fjölgun
mála þyrfti hins vegar að fjölga um
fimm dómara og fimm aðstoðar-
menn.
„Við höfum ekki getað fjölgað
um einn einasta starfsmann síðan
árið 1992. Við erum með nákvæm-
lega sama starfsmannafjölda og þá.
Íbúum hefur fjölgað um 12% og
málum hefur einnig fjölgað gríðar-
lega.“
Í rekstraráætlun dómstólanna
er einnig lögð fram hugmynd um
að fækka dómstólunum á lands-
byggðinni. „Fækkun dómstóla er
kannski ekki pólitískt raunhæf
hugmynd í ljósi byggðastefnu
stjórnvalda, en faglega er hún al-
veg raunhæf.“
trausti@frettabladid.
Útkall á Ísafirði:
Sjómaður
lést
ANDLÁT Björgunarskipið Gunnar
Friðriksson á Ísafirði fékk útkall í
gærmorgun að sækja veikan sjó-
mann um borð í togarann Akureyr-
ina, sem staddur var úti af Vest-
fjörðum. Með í för voru læknir og
sjúkraflutningsmenn. Þar sem vont
var í sjóinn og veður óhagstætt var
ákveðið að björgunarfólk héldi
áfram með varðskipi sem statt var
í Ísafjarðardjúpi.
Þegar varðskipið kom að togar-
anum var maðurinn látinn.
Akureyrin hélt áleiðis með hinn
látna til heimahafnar fyrir norðan
en varðskipið sneri með björgunar-
mennina til Ísafjarðar. ■
SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON
Formaður Húseigendafélagsins segir að
samkvæmt dómnum sé fasteignasala ekki
stætt á því að byggja á upplýsingum frá
seljanda eða öðrum um ástand eignar.
Löggjöfin um fasteignasala endurskoðuð:
Hæstaréttardómur
markar þáttaskil
Fjárhagsvandi og
aukinn málafjöldi
Fjöldi einkamála hefur þrefaldast síðan árið 1998. Dómstólaráð gerir til-
lögu um fækkun starfsmanna og fækkun dómstóla á landsbyggðinni.
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Sigurður Tómas Magnússon segir að til að sporna gegn fjárhagsvanda dómstólanna hafi
dómstólaráð lagt fram tillögur um fækkun starfsmanna dómstólanna.
ADSL mótald • Stofngjald • Músarmotta
Samtals verðmæti 18.125 kr.
Aðeins 5.900 kr.
Hver býður betur?
Start-
pakkinn
- allt sem til þarf
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
SS
1
94
98
11
/2
00
2
islandssimi.is
800 1111
Tillaga um sumarlokun leikskóla:
Foreldrar eru reiðir
EINSTÆÐAR MÆÐUR VERST SETTAR
Þær eiga ekki möguleika á öðru en að fá
unglingsstúlkur eða leita á náðir ættingja
ef þær komast ekki í frí á sama tíma.
MIKLAR ANNIR Í FISKI-
MJÖLSVINNSLU Mikið hefur
verið að gera hjá mjöl- og
lýsisvinnslu Hraðfrystihúss
Eskifjarðar við útskipun á
fiskimjöli. Í vikunni gerðist það
að skipað var mjöli í tvö skip
samtímis og er það í fyrsta
skipti í sögu fyrirtækisins sem
það gerist.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 85.12 -0.25%
Sterlingspund 133.87 0.33%
Dönsk króna 11.48 0.22%
Evra 85.22 0.20%
Gengisvístala krónu 127,43 -0,13%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 335
Velta 4.112 milljónir
ICEX-15 1.321 -0,13%
Mestu viðskipti
Sæplast hf. 591.979.220
Flugleiðir hf. 259.971.882
Jarðboranir hf. 234.189.580
Mesta hækkun
Íslenska járnblendifélagið hf. 37,50%
Sæplast hf. 21,88%
Íslandssími hf. 5,00%
Mesta lækkun
Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. -2,86%
Vinnslustöðin hf. -2,44%
Líf hf. -1,89%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8718,2 -0,3%
Nasdaq*: 1422,4 -1,8%
FTSE: 4048,6 -0,7%
DAX: 3320,9 0,5%
Nikkei: 9006,7 -2,2%
S&P*: 915,8 -0,5%