Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 28
28 5. desember 2002 FIMMTUDAGUR
Þó jólin séu tími mikillar gleði ogfögnuðar hjá flestum lands-
mönnum fylgir þeim oft mikil
streita og álag. Jólaundirbúningur-
inn og hátíðin sjálf reynist líka
mörgum erfið fyrir ýmissa hluta
sakir. Því er aldrei mikilvægara að
geta fundið kyrrð og frið í rólegu
umhverfi. Í Skálholti verða haldnir
Kyrrðardagar á aðventu nú um
helgina þar sem fólki gefst kostur á
að dvelja á staðnum við bænir og
íhugun. Dagskráin hefst með kvöld-
tíðum kl. 18 á föstudagseftirmið-
degi og lýkur á sunnudag. Altaris-
ganga og guðsþjónusta fara fram í
kirkjunni, auk hefðbundinna morg-
un- og kvöldtíða. Að sögn Sr. Bern-
harðs Guðmundssonar, rektors
Skálholtsskóla, verður lögð áhersla
á kyrrð og íhugun og listmunir
kirkjunnar verða kynntir sérstak-
lega.
„Þögnin er tæki til þess að öðlast
innri kyrrð,“ segir Bernharður.
„Það er nýtt fyrir marga að vera
með öðrum í algjörri þögn og sam-
skiptin milli fólks breytast. Áreitið
minnkar og í stað orða erum við í
samfélagi við náungann með bros-
inu, augnatillitinu og snertingunni.
Þegar fólk kemur hingað til okkar
ræður það sínum tíma sjálft og þess
vegna er þetta bæði andleg og lík-
amleg hvíld.“ Bernharður tekur
fram að fólk njóti þess sérstaklega
að koma eitt. „Þeir sem þurfa að
taka erfiða ákvörðun eða hafa feng-
ið þungbærar fréttir fá hér frið til
að íhuga og aðrir öðlast þá kyrrð
sem þarf til að takast á við jólin og
þá streitu sem þeim oft fylgir,“ seg-
ir Bernharður.
Kyrrðardagar hafa verið haldnir
í Skálholti með reglulegu millibili í
allt haust og aðsóknin hefur verið
mjög mikil. Gisting og þjóðlegur
matur eru ætíð í boði fyrir þátttak-
endur og hlúð er sérstaklega að
þeim einstaklingum sem þurfa á
stuðningi að halda. ■
KYRRÐARDAGAR Í SKÁLHOLTI
Þögnin er gulls ígildi og er oft besta leiðin
til að hvíla hugann og öðlast innri frið.
Á kyrrðardaga í Skálholti kemur fólk alls staðar að til
að hvílast og íhuga:
Bros í stað orða
19 DAGAR TIL JÓLA
Nú er búið að ljósaskreyta allanbæinn og margir hafa líka
skreytt heima hjá sér. Þeir sem
ekki eru búnir að því ættu að fara
að drífa jólaljós á trén í garðinum
og í gluggana. Það er líka tilvalið
að byrja að skrifa á jólakortin og
hvernig væri að stinga negulnögl-
um í nokkrar appelsínur eða
mandarínur? ■
Vakir og sefur
yfir föndri
Föndur er eitt af því sem tilheyrir jólaundirbúningnum á mörgum
heimilum. Fyrir suma er föndrið mikið áhugamál og einskorðast
alls ekki við jólin.
Margrét Sigurjónsdóttir hefurverið ötull föndrari í árarað-
ir og aðventan er mikill annatími
hjá henni. Hún byrjaði að föndra
þegar hún var barn en fyrir um 10
árum fór að færast meiri alvara í
leikinn. „Fyrst prófaði ég mig var-
lega áfram en svo leiddi eitt af
öðru og nú er ég búin að prófa allt
sem viðkemur föndri. Ég byrjaði
á því á að styðjast við erlend fönd-
urblöð en nú er helst að ég sæki
þangað hugmyndir sem ég svo
stílfæri og hanna út frá,“ segir
Margrét og bætir við að yngri
syni hennar finnist nafnið föndur-
kona hæfa móður sinni betur en
skírnarnafnið.
Margrét vinnur nú fyrir jólin í
versluninni Föndru og nýtist
þekking hennar og reynsla vel við
þau störf. „Það er svo gaman að
senda einhverja heim með leið-
beiningar í vasanum sem aldrei
hafa komið nálægt föndri og eru
ferlega hikandi. Svo koma þeir
nokkrum dögum síðar, fullir
sjálfstrausts, til að kaupa meira,“
segir Margrét, sem fullyrðir að
hún hafi aldrei hitt konu sem ekki
getur föndrað þegar á hólminn er
komið. „Þær koma sjálfum sér oft
mikið á óvart og verða auðvitað
voða grobbnar þegar vel tekst til.“
En það eru ekki bara konur
sem hafa gaman af að föndra.
„Það er alltaf að aukast að karl-
menn komi hingað í búðina. Um
daginn kom einn með afastrákinn
sinn til að kaupa efni í þrívíddar-
jólakort. Hann sagðist vera búinn
að sauma út fleiri jólakort en ætl-
aði nú að fara að föndra með
barnabarninu. Hann var búinn að
stúdera alveg heimasíðuna okkar
og var alveg með það á hreinu
hvað við höfum á boðstólum.“
Margrét segist einnig þekkja
dæmi um að maður hafi sent konu
sína á föndurnámskeið því að
hann þorði ekki sjálfur og látið
hana svo kenna sér það sem hún
lærði á námskeiðinu.
Föndrið hefur orðið Margréti
ágætis tekjulind á ýmsan hátt.
„Ein jólin útbjó ég jólakort úr
bylgjupappa og efni sem ég svo
seldi í blómaverslanir og víðar.
Þannig fjármagnaði ég jólaferð til
Miami fyrir mig og manninn
minn.“ Margrét rekur einnig lítið
fyrirtæki fyrir jólin ásamt vin-
konu sinni. „Við köllum þetta
„föndur á flakki“ og mætum í
starfsmannafélög, saumaklúbba
og á aðrar samkomur til að kenna
fólki ýmiss konar föndur.“
Margréti finnst tilvalið að fólk
útbúi sjálft jólagjafir handa vin-
um og vandamönnum. „Það er svo
margt hægt að gera án mikils til-
kostnaðar þegar maður er búinn
að læra tæknina. Ónýtar ljósaper-
ur geta orðið fínasta jólaskraut og
aldrei skal henda krukkum því
þær geta orðið listaverk! Eins er
hægt að gera ótalmargt úr tré og
ein jólin hjá mér breyttust ódýr
trébretti úr Hagkaup í virkilega
fín dagatöl!“ Margrét er mjög
áræðin og útsjónarsöm og segist
vera orðin fræg á trésmíðaverk-
stæðum bæjarins. En hún viður-
kennir að jólagjafalistinn sé
stundum dálítið undarlegur. „Á
meðan aðrir vilja pelsa og svoleið-
is fínheit þá bið ég um stingsög,
borðbor og pússuvél. Þessi jól er
verkfærakassi efst á óskalistan-
um hjá mér.“ ■
MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR
„Ég myndi fara yfir um ef ég hefði ekki föndrið. Það er svo ferlega stresslosandi og maður tekur hvorki eftir börnunum né kallinum þeg-
ar maður er á kafi í sínum föndurheimi. Það versta er þegar hugmyndirnar skjóta upp kollinum rétt fyrir svefninn, því þá er maður oft að
stílfæra í huganum langt fram á nótt!“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, s. 588-4545
Einnig opið um helgar. Verið velkomin.
100% mesta vöruúrval á fermetra.
Öðruvísi ljós, styttur, myndir, föt, rúmteppi, dúkar, púðar og húsgögn.
Mikið úrval skinnavöru t.d. ekta mokkaskinnsjakkar frá 15 þús.
Heitasta búðin í bænum