Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 24
5. desember 2002 FIMMTUDAGUR BÆKUR Þórunn Valdimarsdótt- ir,sagnfræðingur hverfur rúm hundrað ár aftur í tímann í nýj- ustu bók sinni Horfinn heimur – árið 1900 í nærmynd. Hún lagðist yfir landsmálablöð aldamótaárs- ins og fann þannig fréttalandslag gamla samfélagsins og kemur með nálæga og hversdagslega sýn á viðfangsefnið. „Hugmyndin að bókinni kviknaði hjá mér þegar ég var að vinna önnur verkefni. Þá hafði ég hraðflett gömlum blöðum í leit að ákveðnum atriðum. Að- dráttarafl þeirra var slíkt að mig langaði hreinlega að hverfa inn í þau og þegar færi gafst ákvað ég að stíga inn í þennan heim,“ segir Þórunn. Það gekk ýmislegt á í kringum aldamótin og lesandinn fær meðal annars að kynnast tannheilsu þjóðarinnar, dauðanum og stemn- ingunni í kringum hann í minning- argreinum og dánartilkynningum, sjómönnum sem voru stimplaðir landráðamenn fyrir að skipta á sjávarfangi og viskíi og fleiri at- vikum úr hversdagslífinu. „Það er heilmikill fréttataktur í bókinni og ég tel einn af kostum hennar vera að það er nánast hægt að opna hana hvar sem er og byrja að lesa.“ Blöðin eru „tímavélar sem taka mann aftur í tímann“ og til að árétta það tók Þórunn þá „djörfu ákvörðun“ að kynna sjö ritstjóra fortíðarinnar til sögunnar með því að bjóða þeim á tímaflakk. „Þessir menn voru menningarfurstar síns tíma enda voru blöðin stór hluti hins prentaða máls. Það kom mér á óvart hversu meðvitaður og upp- lýstur fréttaflutningur þeirra að utan var og ég held að það sé óhætt að segja að það hafi gleymst að þakka þessum mönnum fram- lag þeirra til nútímans.“ ■ Blöðin eru tímavélar Þórunn Valdimarsdóttir hefur brugðið upp lifandi mynd af árinu 1900 í nýrri bók. Fortíðina nálgaðist hún með því að gjörlesa lands- málablöð þess tíma. Það var mikið „um að ske“ á aldamótaárinu og fréttalandslag horfins heims blasir við lesandanum. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR „Ævisaga Matthíasar Jochumssonar er aðalverkefni mitt um þessar mundir og mér sýn- ist hann vilja fá tvö feit bindi. Ég hef þó ekki verið að halda fram hjá honum þar sem ég skrifaði þessa bók árið 1999. Ég skrifa hins vegar svo hratt að það hlóðst upp hjá mér efni sem ég þurfti að koma út á undan henni.“ TÓNLIST Tenórinn Gestur Guð- mundsson hefur safnað saman upptökum af söng sínum frá árun- um 1963-2002 og gefið þær út á geisladisknum Liðnar stundir. „Elsta upptakan er frá 1963 en þá nýjustu gerði ég í fyrra þegar ég var 71 árs en mér fannst rétt að slá botninn í þetta þannig,“ segir Gestur. Flestar upptökurnar eru úr safni Ríkisútvarpsins og Gest- ur segir það ekki hafa verið nein- um vandkvæðum bundið að nálg- ast þær. „Það var af nógu að taka en það er samt hellingur af upp- tökum ónýtur og eitthvað hefur týnst í gegnum árin.“ Gestur lauk söngnámi í Þýska- landi árið 1966 og söng þar fyrir nokkra umboðsmenn áður en hann hélt heim til Íslands. Þeir tjáðu honum að hann gæti valið um nokkur lítil óperuhús haustið eftir. Það varð þó ekkert úr því þar sem hann stofnaði fjölskyldu í Reykjavík og fór ekki aftur út. Gestur segir að af efninu á disknum þyki sér mest vænt um Strauss og aríurnar. „Ég söng ekki eitt einasta íslenskt lag um árabil enda eru þau ekki eins góð.“ ■20% afsláttur af öllum yfirhöfnum Vinnufatabúðin Laugavegi 76 • S. 551 5425 H a u k u r G u l l s m i ð u r S m á r a l i n d Íslensk-ítölsk skartgripahönnun og smíði Sorg í ljósi jóla Jólafundur Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 20. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona hugleiðir sorgina og jólin. Erna Blöndal og Örn Arnarsson flytja tónlist. Ókeypis aðgangur, allir velkomnir. Rúmlega sjötugur tenór: Rifjar upp liðnar stundir GESTUR GUÐNASON „Ég hef verið óttalegur hrakfallabálkur í sambandi við sönginn. Þegar ég var að syn- gja um áramótin 1962-1963 velti ég bílnum mínum í ísingu og endaði á toppnum og nú nýlega handleggsbraut ég mig í útaf- keyrslu með nýju diskana í farangrinum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.