Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 20
Maðurinn með gervinefið,Michael Jackson, kom öllum á óvart þegar hann mætti á hækj- um í seinni lotu réttarbaráttu sinn- ar við fyrrum um- boðsmann sinn á þriðjudag. Hann sagðist hafa verið bitinn af kónguló sem olli því að fót- ur hans bólgnaði upp. Hann sagði að bitið hefði ekki verið eftir eina af tarantúlunum sínum, sem hann heldur sem gæludýr, heldur eftir minni kónguló sem hefði ratað inn á Neverland, búgarð hans. Söngv- arinn svaraði fleiri spurningum ákærandans og gaf sér tíma til þess að gantast við ljósmyndara. Liam Gallagher passaði upp áþað að hafa munn sinn lokaðan þegar hann sneri aftur heim til Bretlands eftir að Oasis aflýsi tón- leikaferð sinni um Þýskaland. Það var kannski ekki undarlegt í ljósi þess að í hann vantar framtenn- urnar eftir slags- mál sem hann lenti í á hóteli í München á sunnu- dag. Liam neitaði að tala við blaða- menn og einu orðin sem komu frá honum heyrðust þegar einn ljós- myndarinn rakst á staur og meiddi sig á munni og nefi. Þá á Liam að hafa sagt; „Ég myndi taka mynd af þessu, félagi“. Leikarinn Ian McKellen, semleikur Gandalf í þríleiknum um Hringadróttinssögu, segir að það sem galdramaðurinn reyki í píp- unni sinni í myndunum eigi ekkert skylt við marijúana. Í „The Two Towers“ er aftur talað um innihald pípunnar og segir McKellen að Tolkien hafi gert það fulljóst í bók- unum að um tóbak væri að ræða. Þess vegna hefði hann enga trú á því að Gandalfur væri freðhaus. 20 5. desember 2002 FIMMTUDAGUR ONE HOUR PHOTO kl. 5.30 4, 6, 8 og 10 SWIMFAN kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5, 8 og 10.50 bi. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 4, 7 og 10 kl. 10.10Í SKÓM DREKANS POSSESSION kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 4.50, 6, 8 og 10 THE TUXEDO kl. 6 VIT474 UNDERCOVER BROTHER kl. 4 VIT 448 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 4 VIT429CHANGING LANES kl. 6, 8 og 10 VIT 479kl. 5.45, 8 og 10.15HAFIÐ kl. 5.50 og 8DAS EXPERIMEN KVIKMYNDIR Átta ár eru síðan gam- anmyndin „Santa Clause“ sló óvænt í gegn. Það er því við hæfi að söguþráður framhaldsmynd- arinnar gerist átta árum eftir að Scott Calvin slysaðist til að drepa jólasveininn og neyddist til að taka við starfi hans til að bæta fyrir gjörðir sínar. Eftir átta ára starf eru aðstoð- armenn jólasveinsins á Norður- pólnum þeirrar skoðunar að Calvin sé sá besti sem sinnt hafi starfinu frá upphafi. Hann kemst þó ekki í gegnum vinnu- daginn vandræðalaust. Nú hefur syni hans Charlie verið bætt á „óþekktaranga“ listann auk þess sem aukakílóin eru að hverfa skýringarlaust. Þar sem það gengur vitanlega ekki að jóla- sveinninn sé horrengla er þetta mikið áhyggjuefni. Scott rekur svo augun í klausu á jólasveinastarfssamn- ingnum sem segir að hann verði að gifta sig fyrir jóladag þetta árið eða að hann missi alla jóla- sveinakrafta sína. Hann neyðist því til að taka frí frá störfum til þess að geta einbeitt sér að því að bjarga syni sínum af vegi glötunar og að finna hina einu sönnu ást. Scott felur því einum aðstoð- armanni sínum það verkefni að ganga í störf jólasveinsins í tak- markaðan tíma. Sá veldur miklu uppþoti á verkstæði jólasveins- ins á Norðurpólnum þegar hann tilkynnir ýmsar reglubreytingar. Þar á meðal endurskilgreinir hann hvað felst í að vera „stillt- ur“ og „óþekkur“ krakki. Þetta setur enn meiri pressu á Scott þar sem hann þarf að leysa öll sín vandamál í tæka tíð til þess að bjarga jólunum frá glötun. Allir helstu leikarar fyrri myndarinnar, Tim Allen, Judge Reinhold, Wendy Crewson, Eric Lloyd og David Krumholtz, snúa aftur í hlutverk sín. Við bætast svo Carol Newman, sem kvon- fang jólasveinsins, og Liliana Mumy sem öfgafull stúlka sem þráir jólin meira en allt annað. Við skulum vona að jóli nái að leysa úr fjölskyldudramanu í tæka tíð til þess að smeygja sér niður skorsteininn á jólanótt. biggi@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI Fjölskyldudrama jólasveinsins Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 VIT 468 MASTER OF DISGUISE TÓNLIST Aldrei hafði ég heyrt getið umÞórunni Antoníu áður en ég setti breiðskífu hennar Those Little Things í spilarann hjá mér. Hún kom mér skemmtilega á óvart. Á umslagi breiðskífunnar segir að hljómplatan sé afrakstur þriggja ára samstarfs Magnúsar Þórs Sig- mundssonar og dóttur hans. Sam- starfið hófst þegar Þórunn flutti til föður síns 15 ára gömul og gerði samkomulag við hann um tónlistar- uppeldi til þriggja ára. Platan er því eins konar útskrift Þórunnar. Hún stóðst prófið með glæsibrag. Á plötunni eru 12 lög og eru þau öll nema eitt eftir Magnús Þór. Þau eru líka öll mjög róleg. Ég stóð sjálfan mig að því að hlusta oftast á fyrstu fjögur lög- in: I Really Wanna Know, Play Me, Drift Away og I Can’t Shake It. Allt mjög góð lög sem hafa, að ég held, fengið ágæta spilun í út- varpi. Þórunn Antonía er kornung söngkona með fallega, næstum barnalega, rödd og alla burði til að ná langt. Henni tekst einna best upp í laginu Play Me, sem er einfalt og fallegt lag þar sem söngur Þórunn- ar líður eins og snjókorn í logni um skilningarvitin. Öll lögin eru á ensku, sem er hið ágætasta mál, en samt væri gaman að heyra hana syngja á okkar ást- kæra móðurmáli. Trausti Hafliðason ÞÓRUNN ANTONÍA: Those Little Things Sambíóin og Háskólabíó frumsýna á morgun jólamyndina „Santa Clause 2“. Í myndinni snýr fyrirmyndarfaðirinn Tim Allen aftur sem jólasveinninn, sem nú ákveður að taka sér stutt frí frá skyldustörfum. Eins og snjókorn í logni THE SANTA CLAUSE 2 Gamanleikarinn Tim Allen snýr aftur í hlutverki jólasveinsins og er, að sögn aðstoðar- manna hans á verkstæðinu, sá besti sem hefur sinnt starfinu frá upphafi. DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 6.6 / 10 Rottentomatoes.com - 55% = Rotten Ebert og Roeper - Þumall upp, þumall niður. Los Angeles Times - 3 stjörnur af 5 George Michael kærður: Ummæli valda vanda FÓLK Nú lítur út fyrir að málið sem varð til þess að poppsöngvarinn George Michael kom opinberlega út úr skápnum verði tekið upp á nýjan leik. Eins og margir muna var George Michael handtekinn fyrir klúra hegðun á almenningssalerni árið 1998 í Los Angeles. Marcelo Rodriguez, sem handtók Michael á sínum tíma, hefur nú gefið leyfi til þess að taka upp skaðabótakröfu á hendur söngvaranum sem vísað var frá fyrir þremur árum. Lögreglumaðurinn krefst 10 milljóna dollara (rúmlega 851 milljón ísl. kr.) vegna afleiðinga ummæla söngvarans í fjölmiðlum. Lögreglumaðurinn segir einnig að skírskotanir í málið í myndbandi lagsins „Outside“ hafi valdið sér andlegum óþægindum. Michael hélt því fram í blaðavið- tölum að Rodriguez hefði leitt sig í gildru. Lögreglumaðurinn segir að þessar ásakanir hafi skaðað mann- orð sitt og kvartar yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til þess að svara fyrir sig. Í upphaflegu kærunni kom fram að Rodriguez hefði þurft að þola „andlegt áfall sem hefði kostað hann líkamlegar og andlegar þján- ingar“. ■ GEORGE MICHAEL Er enn með lögregluþjóninn, sem handtók hann fyrir ósiðlega hegðun á karlasalerni, á bakinu. Blóm og gjafavara aðventukransar og skreytingar. Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.