Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 30
30 5. desember 2002 FIMMTUDAGUR HVAR Ekki með unglingshné Ég er að vinna hjá Íslandsbanka,er framkvæmdastjóri yfir reikningshaldi í bakvinnslu og rek- stri,“ segir Þorgils Óttar Mathiesen, fyrrverandi lands- liðsmaður í hand- knattleik. Þorgils Óttar lagði skóna á hilluna fyrir tíu árum. Hann segist alfarið vera hættur í handboltanum, vill ekki taka áhættuna á að meiðast. „Hnén eru kannski ekki beint eins og hjá unglingi,“ segir handbolta- kappinn fyrrverandi. Hann hóf störf hjá Iðnaðarbankanum árið 1987. Síð- an þá hefur hann gengið í gegnum tvær sameiningar bankanna. Hann segir aðal áhugamál sitt vera fjölskylduna. Hann er giftur Bertu Gerði og eiga þau tvö börn; Sigrúnu sex ára og Einar Pál fjög- urra ára. SKÁKMEISTARI Davíð Kjartansson varð Íslandsmeistari unglinga í skák um helgina en úrslitin réð- ust ekki fyrr en að loknu tveggja skáka einvígi. „Það er alltaf mikil spenna á svona mót- um, ekki síst þegar þau enda í einvígi. Það má segja að þetta sé eins og framlenging í fótbolta. Það byrjar nýr leikur og maður annað hvort vinnur eða tapar, það kemur ekkert annað til greina,“ segir Davíð. Hann hef- ur teflt af krafti undanfarið og varð Norðurlandameistari ung- linga, 20 ára og yngri, fyrr á ár- inu og í vikulokin heldur hann til Indlands á heimsmeistara- mót unglinga. Davíð, sem er tvítugur, var ættleiddur frá Indónesíu þegar hann var sex mánaða gamall og ólst fyrstu sex ár ævi sinnar upp á Djúpavogi þar sem hann lærði mannganginn. „Ég byrjaði svo að tefla af fullri alvöru strax og ég flutti til Reykjavík- ur 1988 og byrjaði í Hóla- brekkuskóla. Félagarnir voru í þessu og mig langaði að prófa.“ Davíð segist ekki eyða of miklum tíma í skákina en reyna að passa upp á að veita henni þá athygli sem nauðsynlegt er. „Það fer auðvitað ákveðið æf- ingaferli í gang fyrir mót. Helgi Ólafsson stórmeistari hefur þjálfað okkur fyrir þetta mót og mörg fleiri. Maður verður bara að samræma æf- ingarnar skólanum og öðrum áhugamálum.“ Davíð stundar nám á félagsfræðibraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla og stefnir á sálfræði í Háskólan- um að því loknu. „Ég verð að fresta jólapróf- unum fram í janúar vegna heimsmeistaramótsins. Skólinn hefur sýnt þessu mikinn skiln- ing enda þekktur fyrir að koma til móts við íþróttafólk í námi.“ Davíð segir að í skákinni renni íþrótt og list saman. Þetta er að hluta til íþrótt og það skiptir jafn miklu að vera í góðu líkam- legu formi og andlegu og svo er hún listgrein að því leyti að um leið og maður reynir að ná ár- angri er maður að skapa eitt- hvað.“ ■ FÓLK Í FRÉTTUM ÁFANGI 40 ÁRA „Ég ætla að halda þessu leyndu,“ segir Lýður Árnason, hér- aðslæknir á Flateyri. sem er fer- tugur í dag. Lýður er alinn upp í Hafnarfirði þar sem hann sleit barnsskónum. Hann útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands 1997. Síðan hefur hann stundað heimilislækningar í Vestmannaeyjum, á Blönduósi, í Reykjavík og á Flateyri. Lýður er í sambúð með Írisi Sveinsdóttur, héraðslækni í Bol- ungarvík. Dóttir þeirra er Lovísa, fædd árið 1998. Dóttir Lýðs af fyrra hjónabandi er Laufey, fædd árið 1993. Héraðslæknarnir tveir halda heimili á Flateyri, í Bolung- arvík og í Hafnarfirði. Lýður hefur ásamt fleirum um árabil framleitt kvikmyndir og gefið út geisladiska með tónlist sinni og annarra. Þekktust er kvik- myndin Í faðmi hafsins sem hann leikstýrði ásamt Jóakim Reynis- syni. Sú mynd var tilnefnd til Edduverðlauna þótt ekki fengi hún fyrstu verðlaun. Lýður gefur lítið fyrir afmælið en segist hafa meiri áhuga á því sem fram undan er í kvikmyndagerðinni. „Nú vantar aðeins peninga í næstu myndir. Þeir sem vilja láta eitthvað af hendi rakna geta haft samband við Eirík Finn Greipsson, bankastjóra á Flateyri. Það verður tekið við öllum framlögum,“ segir Lýður sem á dögunum sótti um fimm styrki til Kvikmyndasjóðs vegna fjögurra handrita. Héraðslæknirinn leggur nú nótt við dag að undirbúa jólahlaðborð sem verður haldið um helgina. Þar mun hann troða upp ásamt fleiri skemmtikröftum að vestan. „Í dag gef ég kellingunum á Þingeyri og Flateyri tvöfaldan skammt af koppafeiti í tilefni dagsins. Það er til að festa málbein þeirra og laga liðamótin svo þær geti mætt á jólahlaðborð á Flateyri um helgina og dansað fram á rauðanótt. Sjálfur ætla ég að eyða kvöldinu í einrúmi í apótekinu,“ segir Lýður. ■ Héraðslæknirinn, tónlistarmaðurinn og kvikmyndaleikstjórinn Lýður Árnason er fertugur í dag. Afmæli Ætla að halda afmælinu leyndu DAVÍÐ KJARTANSSON „Þetta er búið að vera frábært skákár hjá mér og vonandi forsmekkurinn að því sem koma skal.“ MEÐ SÚRMJÓLKINNI Hvers vegna lenda ljóskuralltaf í vandræðum með að búa til ísmola? Vegna þess að þær geta alls ekki munað uppskriftina. Prófum frestað fyrir heimsmeistaramót Davíð Kjartansson varð Íslandsmeistari unglinga í skák um helgina og er á leið til Indlands á heimsmeistaramót. Jónmundur Guðmarsson. Viðar Eggertsson. Saving All My Love for You. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Farðu úr bænum á góðum bíl frá Avis – Helgarbíllinn þinn Hringdu í Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Við gerum betur Helga rbíll frá Ope l Cor sa kr. 9.999 Helga rleig a FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI AFMÆLI Lýður Árnason, læknir og kvikmynda- gerðarmaður, er fertugur. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi er 35 ára. ANDLÁT Andri Örn Clausen lést 3. desember. Steinunn Sveinsdóttir lést 3. desember. Guðrún Pétursdóttir frá Vík í Mýrdal lést 2. desember. Þórhildur Magnúsdóttir, Lyngmóum 1, Garðabæ, lést 2. desember. Inga Guðríður Þorsteinsdóttir, Löngu- hlíð 3, lést 1. desember. Halldóra Sigfúsdóttir frá Steinsstöðum í Öxnadal lést 30. nóvember. Steinunn Arnórsdótttir, Hrísrima 25, Reykjavík, lést 30. nóvember. TÍMAMÓT LÝÐUR ÁRNASON Gefur lítið fyrir afmælið en segist hafa meiri áhuga á því sem fram undan er í kvikmyndagerðinni. Að gefnu tilefni skal tekið fram að is- lömsku bænaköllin í Listasafni Reykjavík- ur ógna ekki heimsfriðnum á nokkurn hátt, sama hvað Bush segir. Leiðrétting FÓLK Í FRÉTTUM Nafnamál Hagstofunnar hafavakið nokkra athygli að undan- förnu. Fjölmargir hafa vitnað um að nöfn þeirra hafi gufað upp án þess að skýringar hafi fengist. Nú hefur enn einn bæst í hópinn. Sá kunni Hafnfirðingur Franklín Steiner var fyrir héraðsdómi í fyrradag og dómarinn vakti athygli á því að nafn hans væri skráð í þjóðskrá sem Franklín Stiner. Franklín mun hafa lýst því að hann væri alveg gáttaður á þessu og að þarna hafi starfsmenn þjóðskrár haft af honum ættarnafnið. Það verður líf og fjör í félags-heimilinu Klifi í Ólafsvík í kvöld. Þorgrímur Þráinsson, rithöf- undur og íþróttamaður, ætlar að sýna æskuslóðum sínum þakklæti með því að mæta með fríðan hóp rithöfunda, Ólsurum til fróðleiks og skemmtunar. Viðburðinn nefnir hann Bókmenningu undir Jökli en þeir sem lesa eru: Þórarinn Eld- járn, Guðjón Friðriksson, Gerður Kristný, Stefán Máni og Kolbrún Bergþórsdóttir. Menningin í Klifi hefst klukkan 20 í kvöld. 68 - kynslóðin ætlar að halda sinnárlega dansleik á Hótel Sögu á nýársdag. Áratugahefð er komin á dansleikinn, sem mörgum þykir einhver besta skemmtun ársins. Hljómsveitin Pops leikur fyrir dansi þó gömul sé og ræðumaður kvöldsins verður Stefán Halldórs- son, starfsmaður Landsvirkjunar. Hann mun vera mikill húmoristi og hafa næmt auga fyrir samtíð sinni. Rúmenski forsætisráðherrannAdrian Nastase er í opinberri heimsókn á Íslandi þessa dagana. Hinn háttsetti gestur heimsótti Al- þingi á þriðjudag ásamt um 30 manna fylgdarliði sem kom sér fyrir á þingpöllum. Halldór Blön- dal, forseti Alþingis, kallaði þing- menn í sal og efndi til atkvæða- greiðslu. Síðan ávarpaði hann hinn tigna gest og undir lok ávarpsins bað hann íslenska þingmenn að rísa úr sætum „til að votta rússnesku þjóðinni virðingu“. Þingmenn urðu margir kindarlegir og áttu í uppris- unni bágt með að halda niðri í sér hlátrinum við þessa yfirlýsingu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.