Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 32
Eitt af sterku öflunum í íslenskrisamfélagssál er krafan um barn- eignir. Þessi krafa stendur á fólki og þá sérstaklega konum, sem eru undir þrýstingi meira og minna frá því þær verða kynþroska þar til þær eru komn- ar úr barneign. KORNUNGT fólk hefur ekki fyrr hafið búskap en spurningum fjöl- skyldu og vina fer að rigna yfir það um hvort ekki eigi að fjölga í heimil- inu. Jafnvel þótt lítil reynsla sé komið á sambandið, fólk sé á kafi í að mennta sig og/eða að koma sér upp húsnæði. Hvergi í heiminum eru barneignir barna tignaðar eins og hér. Slegið upp á síðum blaða, ég tala nú ekki um ef barnabarneignir hafa tíðkast fleiri en eina kynslóð þannig að amman losar kannski ekki nema þrítugt. Þetta þykir alveg rosalega sætt meðan aðrar þjóð- ir skilgreina barneignir barna sem samfélagsvanda. EKKI er fólk fyrr búið að eignast eitt barn en farið er að spyrja um það næsta, og þannig koll af kolli. Fólk sem er komið í annan umgang í hjóna- bandsmálum má líka sitja undir barn- eignakröfunni, jafnvel þótt það eigi nóg af fyrirtaksbörnum með fyrri mökum sínum. Það þykir ekki duga til heldur virðist sem innsigla þurfi hvert hjónaband eða samband með að minnsta kosti einu barni, rétt eins og það sé einhvers konar samningur eða sönnun þess að fólk sé, eða hafi verið, saman. ALDREI er spurt að því hvort fólk kæri sig yfir höfuð um að eiga börn og sjaldan virðist fólk leiða hugann að því að barnleysi kunni að stafa af því að fólk geti ekki átt börn. Það er eins og þjóðarsálin telji að ef fólk er ekki önn- um kafið við að hlaða niður börnum þá stafi það af einhvers konar gleymsku eða hugsunarleysi og nauðsynlegt sé að minna það á, reglulega. BARNEIGN er skuldbinding til lífs- tíðar og ekkert til að leika sér með. Börn á ekki að nota til að innsigla sam- bönd og þau eru ekki sönnun þess að fólk sé í alvörusambandi. Flestir kjósa að eiga börn en ákvörðun um barn- eignir er ekkert sem flana á að. Ekkert gefur lífinu meira gildi en börnin manns, að fylgjast með þeim vaxa úr grasi og verða fulltíða fólk. Það breyt- ir því þó ekki að ákvörðunin um að takast á hendur þá skuldbindingu að eignast barn á að liggja hjá þeim sem til skuldbindingarinnar stofna, foreldr- unum, og hún er þeirra einkamál. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Steinunnar Stefánsdóttur Glæpasögur sem hitta í mark ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 96 12 12 /2 00 2 Í upphafi var ... Árni fiórarinsson og Páll Kristinn Pálsson „Glæpasaga sem bæ›i grípur og heldur.“ fiorger›ur Sigur›ardóttir, Kastljós „Pr‡›ileg sálfræ›ileg spennusaga.“ Katrín Jakobsdóttir, DV. „fietta er gæsahú›! Snjöll og margslungin flétta sem gengur upp!“ Jakob Bjarnar Grétarsson, kistan.is „Sagan er fagmannlega fléttu› og spennandi.“ Soffía Au›ur Birgisdóttir, Mbl. Mor›i› í Alflingishúsinu Stella Blómkvist Fjór›a bókin um Stellu Blómkvist, lögmanninn snjalla og úrræ›agó›a, komin í kilju. Æsispennandi sakamálasaga eftir dularfyllsta rithöfund landsins. „Heldur lesanda spenntum“ Viktor A. Ingólfsson „Sagan heldur lesanda spenntum. Viktor Arnar hefur ótvíræ›a hæfileika til a› skrifa sögulegar e›a menningarlegar glæpasögur.“ Katrín Jakobsdóttir, DV „Svo sei›andi og spennandi a› fla› er ekki nokkur lei› a› leggja frá sér bókina fyrr en lestrinum er loki›.“ Hrund Ólafsdóttir, Mbl. „fia› var gaman a› glíma vi› Flateyjargátuna.“ Úlfhildur Dagsdóttir, Kastljós Skítlegt e›li í skítave›ri Ævar Örn Jósepsson „Ævar Örn skrifar afar lipran texta, samtölin eru fljál og spennufléttan haganlega samsett hjá honum.“ Silja Björk Huldudóttir, Mbl. „Ævar Örn Jósepsson, n‡li›inn í hópnum, fer kröftuglega af sta› í sögunni Skítadjobbi. [...] firæ›irnir liggja m.a. um har›an heim fíkniefna, flar sem skítlegt e›li manna tekur skítave›rinu í mannheimum miki› fram. [...] fiessi bók kom mér flægilega á óvart.“ Freysteinn Jóhannsson, Mbl. „Bók sem unnendur íslensku spennusögunnar mega ekki láta fram hjá sér fara.“ Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, bokmenntir.is Fyrsta pre ntun á þr otum Önnur pr entun komin í v erslanir Fyrsta pr entun up pseld Tilboðsbók mánaðarins 30% afsláttur edda.is Blessað barnalán

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.