Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 4
4 5. desember 2002 FIMMTUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Áttu fyrir jólunum? Spurning dagsins í dag: Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ur sumarlokun leikskóla? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 20,5% 30,7%Varla 48,9% JÓLIN NÁLGAST Tæplega helming- ur telur sig eiga fyrir jólunum. Nei Já ÁLVER Kostnaður ríkissjóðs vegna undirbúnings álvers í Reyðar- firði er tæpar 200 milljónir króna frá árinu 1997. Þetta kem- ur fram í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Hall- dórsdóttur. Fjórðungur kostnað- arins féll til árið 1999, rúmar 52 milljónir króna, og annað eins í fyrra. Hluti kostnaðarins fæst endurgreiddur ef af fram- kvæmdum verður. Hlutdeild Fjárfestingarstof- unnar - orkusviðs í sameiginleg- um kostnaði sem endurgreiða átti samkvæmt samningi við Reyðarál hf. ef til framkvæmda kæmi er 112,6 milljónir króna. Í tengslum við samninga um kaup Alcoa á Reyðaráli var samið um að Alcoa greiddi Fjárfestingar- stofunni - orkusviði tæplega 52 milljónir króna. Þá kemur fram að hlutdeild ríkisins í kostnaði af störfum STAR, samstarfsnefndar um staðarvalsathuganir iðnaðar- svæða á Reyðarfirði, er tæpar 30 milljónir króna. Engar greiðslur hafa hins vegar runnið úr ríkis- sjóði til Hrauns ehf., undirbún- ingsfélags sem heimamenn stofnuðu vegna undirbúnings ál- versframkvæmda. ■ 72 hassplöntur fundust: Tveir menn handteknir FÍKNIEFNI Fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík lagði á þriðju- dag hald á sjötíu og tvær kannabisplöntur sem verið var að rækta í bílskúr í Vesturbænum. Tveir menn voru handteknir grunaður um aðild að ræktuninni. Annar þeirra er 19 ára gamall en hinn 26 ára. Mennirnir voru í haldi lögreglu yfir nóttina og sleppt síðan daginn eftir. Telst málið upplýst sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni. ■ KOSNINGAR Úrslit þingkosninganna á Grænlandi á þriðjudag þykja ótví- rætt merki um að Grænlendingar vilji fá meira sjálfstæði. Stjórnarandstæðingarnir í Inuit Ataqatigiit, eða IA, vilja fara hrað- ar í áttina að sjálfstæði en aðrir flokkar. Þeir vilja að kosið verði um sjálfstæði strax árið 2005. Þeir upp- skáru fjögurra prósenta fylgis- aukningu og bættu við sig einum manni. Stærsti sigurvegari kosning- anna var þó nýr flokkur Lýðræðis- sinna, sem hlaut sextán prósent at- kvæða og fimm þingsæti. Per Berthelsen, leiðtogi flokksins, hlaut langflest atkvæði allra í kosningun- um. Lýðræðissinnar vilja ekki fara sér hratt í sjálfstæðismálinu, held- ur bíða þangað til Grænlendingar hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að standa á eigin fótum. Tap stjórnarflokkanna tveggja, Siumut og Atassut, varð mun minna en búist var við fyrir kosningar. Eins og staðan er núna er jafnað- arflokkurinn Siumut áfram stærsti flokkur landsins. Hann getur nú valið hvort hann fer í stjórn með vinstrimönnunum í IA eða heldur áfram stjórnarsamstarfi með borg- araflokknum Atassut. Fyrrnefndi möguleikinn þykir líklegri til að verða ofan á, enda hafði stjórnarsamstarf Siumut og Atassut gengið brösuglega síðustu mánuði. Siumut og IA hafa auk þess starfað saman í stjórn oftar en aðr- ir flokkar og stefna þeirra fer í flestum málum saman. Hans Enoksen, formaður Si- umut, verður því væntanlega næsti formaður grænlensku heimastjórn- arinnar. Jonathan Motzfeldt, sem verið hefur formaður grænlensku landsstjórnarinnar lengur en nokk- ur annar stjórnmálamaður, tapaði fyrir Enoksen í formannskjöri flokksins í október. Motzfeldt hlaut ekki nema 709 atkvæði í kosningun- um, en hafði gert sér vonir um að fá flest atkvæði þingmanna Siumut og geta í krafti þess gert tilkall til að verða formaður landsstjórnarinnar þrátt fyrir að vera ekki flokksfor- maður áfram. Mestu tapaði svonefnt Fram- bjóðendabandalag, eða Kattus- seqatigiit, sem hafði fjóra þing- menn á síðasta þingi en náði aðeins einum manni inn núna. Kvenna- flokkurinn, sem bauð fram í fyrsta sinn, fékk ekki nema 686 atkvæði og náði því ekki inn á þing. gudsteinn@frettabladid.is MENNING Norski listmálarinn Odd Nerdrum, sem nýlega festi kaup á gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og hefur sest þar að, hefur ákveðið að stíga sín fyrstu skref inn í reykvískt menn- ingarlíf: „Odd hefur lánað okkur þrjú glæný málverk sem við ætlum að sýna á Kjarvalsstöðum. Þetta er sannkölluð jólagjöf frá listamann- inum til Reykvíkinga,“ segir Soff- ía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur. „Verkin verða sett upp á allra næstu dög- um í miðrými Kjarvalsstaða þar sem þau eiga eftir að njóta sín vel,“ segir hún. Odd Nerdrum er ekki ókunnug- ur á Kjarvalsstöðum en þar sýndi hann í fyrra og hlaut toppaðsókn. Verkin þrjú sem nú verða sýnd í fyrsta sinn verða ekki til sölu enda í einkaeigu listamannsins: „En það má örugglega semja við hann hafi fólk áhuga á að eignast verkin,“ segir Soffía Karlsdóttir. Búseta Odd Nerdrum í Þing- holtunum hefur vakið töluverða athygli nágranna hans enda sópar að listamanninum þar sem hann fer. Tveir ungir synir hans eru komnir í Austurbæjarskóla en von er á eiginkonu hans, og tví- burum sem þau eiga, um eða eftir áramót. ■ Kostnaður ríkis við undirbúning álvers í Reyðarfirði: Tæpar 200 milljónir KOSTNAÐUR RÍKISSJÓÐS VEGNA UNDIRBÚNINGS ÁLVERS Ár. Krónur 1997 9.299.314 1998 23.398.123 1999 52.010.774 2000 30.421.752 2001 48.572.314 2002 36.072.065 Samtals 199.774.342 Sýnir þrjú glæný verk á Kjarvalsstöðum: Jólagjöf frá Odd Nerdrum FRUMSÝNING Á KJARVALSSTÖÐUM Eitt af þremur verkum Odd Nerdrum sem sýnd verða í tilefni jóla í Reykjavík. ÚRSLIT GRÆNLENSKU ÞINGKOSNINGANNA 2002 1999 Hlutf. atkv. Þingm Hlutf. atkv. Þingm Siumut, jafnaðarmenn 29 10 35 11 Atassut, frjálslyndir 20 7 25 8 Inuit Ataqatigiit, vinstrisinnar 26 8 22 7 Kattusseqatigiit 5 1 12 4 Lýðræðisflokkurinn 16 5 - - Kvennaflokkurinn 0 0 - - Utanflokka - - 5 1 Samtals - - 31 31 Grænlendingar vilja sjálfstæði Tap stjórnarflokkanna á Grænlandi varð minna en búist var við. Jafn- aðarflokkurinn Siumut getur valið hvort hann heldur áfram stjórnar- samstarfi með borgaraflokknum Atassut eða myndar nýja stjórn með vinstriflokknum IA. UNGA KYNSLÓÐIN Á GRÆNLANDI Sjálfstæðisdraumarnir hlutu byr undir báða vængi í kosningunum á Grænlandi á þriðjudag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Borgarstjóri er sáttur við fjárhagsáætlun borgarsjóðs þrátt fyrir að nú sé útlit fyrir minni tekjur en síðustu áætlanir gerðu ráð fyrir. Áætlunin verður lögð fram á morgun. Rekstur fyrirtækja borgarinnar verður kynntur síðar. Reykjavíkurborg: Útgjöld aukast meira en tekjur SVEITARSTJÓRNIR Útgjöld borgar- sjóðs Reykjavíkur munu hækka umfram tekjur á næsta ári sam- kvæmt nýju frumvarpi til fjár- hagsáætlunar. Frumvarpið verður lagt fyrir borgarráð í dag. Tekjur borgarsjóðs eiga að hækka um 5,5% frá þessu ári og verða tæpir 34,2 milljarðar króna. Útgjöldin eiga hins vegar að hækka um 7,8% og verða 30,5 milljarðar. Forsendur tekjuáætlunarinnar hafa breyst til lækkunar frá í vor. Útgjöld sem höfðu verið ráðgerð hafa þegar verið skorin niður um 500 milljónir króna vegna þessa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist tiltölulega sátt við niðurstöðuna miðað við að- stæður. „Mér finnst vont að sjá merki samdráttar í samfélaginu sem kemur meðal annars niður á skatt- tekjunum. Ég geri ráð fyrir því að hann komi líka niður á félagsleg- um útgjöldum hjá okkur. En við eigum 4,4 milljarða afgangs frá rekstri sem við getum notað til að greiða niður skuldir eða fjár- festa,“ segir Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri vekur athygli á að samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sé gert fyrir álíka stórum halla og afgangurinn nemi hjá borgar- sjóði: „Það er greinilegt að það er talsverð útgjaldaþensla hjá rík- inu. Þetta væri ekki talið viðunan- di hér.“ ■ Færð á vegum: Hálku- blettir víða FÆRÐ Gott veður er á landinu og víðast hvar góð færð. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er hægt að finna stöku hálkubletti í Vestur-Húnavatns- sýslu. Þá eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum og Mýrdals- heiði, eins á Fjarðarheiði. Hálka er á á Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Einnig eru hálkublettir vestan við Kirkjubæjarklaustur. ■ Tekjuhlið fjárlaga 2003: 7,6 milljarða aukning FJÁRLÖG 2003 Skatttekjur ríkis- sjóðs á næsta ári aukast um sjö milljarða króna samkvæmt breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar. Í fjárlagafrum- varpinu var gert ráð fyrir að heildartekjurnar yrðu 264 millj- arðar króna á rekstrargrunni. Samkvæmt breytingartillögu meirihlutans verða skattekjurn- ar 271,6 milljarðar eða 7,6 millj- örðum meiri. Þar munar mestu um skatta á fyrirtæki, sem verða 3 milljörð- um hærri en áætlað var. 900 milljónir nást með frestun á áður boðaðri lækkun stimpil- gjalda og hækkun tóbaksgjalds skilar 800 milljónum. Sértækir eignarskattar á aðrar eignir en fasteignir skila 121 milljón meira en reiknað var með og hækkun ýmissa eftirlitsgjalda skilar 63 milljóna tekjuauka. Þá verða arðgreiðslur fjármála- stofnana 100 milljónum hærri en ætlað var og söluhagnaður hluta- bréfa ríkisins verður 1.800 millj- ónum meiri á næsta ári. Eigna- salan skilar 9,8 milljörðum í stað 8 milljarða. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.