Fréttablaðið - 30.12.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 30.12.2002, Síða 10
Paul Merson, leikmaðurPortsmouth, vill að enska knattspyrnusambandið gefi Mark Bosnich, markverði Chelsea, ann- að tækifæri og dæmi hann ekki í langt bann fyrir lyfjanotkun. „Hann er nú einu sinni mennskur og getur gert mistök,“ sagði Mer- son, sem átti sjálfur í baráttu við fíkniefnadjöfulinn. Hann hafði þó betur að lokum og stóð sig frá- bærlega á vellinum. Claudio Pizarro, leikmaðurBayern München, hefur hót- að því að yfirgefa herbúðir liðs- ins fá hann ekki frekari tæki- færi. Pizarro hefur skorað tíu mörk það sem af er leiktíðar en þrátt fyrir það þarf hann meira og minna að verma varamanna- bekkinn. Í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu lýsti hann því yfir að hann myndi hugsa sér til hreyf- ings verði ekki breytingar á. Það vefst fyrir forráðamönnumenska krikketlandsliðsins hvort liðið eigi að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Zimbabwe í febrúar eða sniðganga mótið í mótmælaskyni við stjórn Roberts Mugabe. Formaður þeirrar nefnd- ar sem velur leikmenn vill að þeir ákveði það en fyrirliði landsliðs- ins vill að stjórnvöld taki ákvörð- un fyrir leikmennina, nokkuð sem íþróttamálaráðherrann neitar. 10 30. desember 2002 MÁNUDAGURFÓTBOLTI EFTIRMINNILEGUR ATBURÐUR Brasilía varð heimsmeistari í knattspyrnu í ár eftir sigur á Þjóðverjum, 2-0. AP fréttastofan valdi það íþróttaviðburð ársins 2002. STUTT FÓTBOLTI Luiz Felipe Scolari, nýráðinn landsliðsþjálfari Portú- gals og fyrrverandi þjálfari Bras- ilíu, ætlar sér að innleiða sama hugarfar í leikmenn sína og það hugarfar sem var til staðar í brasilíska liðinu sem vann heims- meistaratitilinn í sumar. Portúgal verður gestgjafi í úr- slitum Evrópukeppninnar árið 2004 og í janúar á næsta ári mun Scolari byrja að undirbúa lið sitt af fullum krafti fyrir átökin. „Ég hef mikla trú á þeirri vinnu sem er fram undan og ég held að það sé rúm fyrir framfar- ir í liðinu,“ sagði Scolari í nýlegu viðtali. „Ég er viss um að árið 2004 komumst við í úrslitaleik Evrópukeppninar.“ Fyrsti vináttuleikur Portúgals undir stjórn Scolari verður háður þann 12. febrúar gegn Ítölum. Næsti vináttuleikurinn verður síðar gegn fyrrverandi lærisvein- um hans, heimsmeisturum Brasil- íu, 29. mars á næsta ári. ■ Shaquille O’Neal: Kvæntist í laumi KÖRFUBOLTI Körfuboltamaðurinn risavaxni Shaquille O’Neal kvæntist nýverið í laumi kær- ustu sinni til langs tíma, Shaun- ine Nelson, í einkaathöfn á Beverly Hills hótelinu í Los Ang- eles. Félagar O’Neal úr Los Ang- eles Lakers voru á meðal við- staddra. Myndir frá brúðkaupinu náð- ust úr bandarískri fréttaþyrlu sem sveimaði yfir hótelinu þrátt fyrir að mikil leynd hafi hvílt yfir athöfninni. O’Neal og Nelson eiga tvö börn saman og eiga von á sínu þriðja barni í maí. ■ SHAQ Shaquille O’Neal fagnar ógurlega eftir að hafa troðið boltanum í körfuna í leik gegn Sacramento Kings á dögunum. AP /M YN D ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.35 Stöð 2 Ensku mörkin 18.00 Sýn Ensku mörkin 19.30 Sýn Gillette-sportpakkinn 20.00 Sýn Toppleikir 22.00 Sýn Brassarnir bestir 22.50 Sýn Ensku mörkin 01.20 Stöð 2 Ensku mörkin BRASILÍA Brasilíumenn, með Ronaldo í fararbroddi, fagna heimsmeistaratitlinum í sumar. Scolari var maðurinn á bak við góðan árangur liðsins. FÓTBOLTI James Milner, sem heldur upp á 17 ára afmælið sitt næsta laugardag, heldur áfram að skapa sér nafn sem einhver efnilegasti leikmaður ensku knattspyrnunn- ar. Hann skoraði annað mark sitt í jafn mörgum leikjum þegar Leeds lagði Chelsea, sem hafði leikið ellefu leiki í röð án þess að bíða lægri hlut. Hinn ungi sóknarmaðurinn sem er að slá í gegn, Wayne - Rooney, sýndi mikil tilþrif og var nálægt því að skora fyrir Everton gegn Bolton en leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. Þetta var í fyrsta skipti í 16 leikjum sem Bolton fékk ekki á sig mark. Diego Forlan og David Beck- ham skoruðu fyrir Manchester United þegar liðið lagði Birming- ham, undir stjórn fyrrum leik- manns United, Steve Bruce, en Alex Ferguson þakkaði Fabien Barthez sigurinn og kvað snilldar- markvörslu hans hafa tryggt liði sínu öll þrjú stigin. Kevin Lisbie tryggði Charlton 1-0 sigur á WBA og hefur liðið nú leikið átta leiki í röð án þess að tapa. Leikmenn WBA töldu sig illa svikna af dómaranum þegar Jason Roberts var felldur í víta- teignum en ekkert dæmt. ■ MILNER Í SÓKNARHUG Hinn 16 ára James Milner hélt áfram uppteknum hætti og skoraði fyrir Leeds í öðrum leiknum í röð. Strákurinn knái er með 80 pund, rúmar 10.000 krónur, í vikulaun. Scolari, landsliðsþjálfari Portúgals: Ætlar í úrslitaleik EM Sigurgöngu Chelsea lokið: Magnaður Milner

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.