Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2002, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 30.12.2002, Qupperneq 14
14 30. desember 2002 MÁNUDAGUR ARNARSON „Það er hefð hjá stórfjölskyld- unni að hittast á gamlárskvöld. Þetta er rosalega stór hópur, um 50 manns,“ segir Felix Bergsson leik- ari. „Það hefur verið gripið til þess ráðs að leigja sal sem rúmar allt þetta fólk og þarna er margt til gamans gert, og að sjálfsögðu allir með hatta sem hæfa tilefninu.“ Hefðbundinn matur við þetta tæki- færi er hamborgarhryggur, segir Felix, en svo fá fjölskyldumeðlimir útrás fyrir skotgleðina sem ríkir innan fjölskyldunnar og litlir strák- ar á öllum aldri taka þátt í flugelda- fjörinu. „Ég ætla nú reyndar ekki að taka þátt í þessari stórfjölskyldu- veislu í ár, verð bara heima í róleg- heitum og er ekkert farinn að huga að því hvað verður í matinn,“ svar- ar hann aðspurður.“ Þetta verður bara af fingrum fram.“ ■ Nú eru áramótin á næsta leiti ogrétt handan við hornið bíða hinir árlegu nýjársfagnaðir með tilheyrandi prjáli. Sjaldan gefst jafn tilvalið tækifæri til þess að klæða sig upp og láta ljós sitt skína meðal samborgaranna en einmitt þessa dagana. Í gegnum tíðina hef- ur þróunin orðið sú hjá fjölskyldu- fólki að áramótin sjálf eru fyrst og fremst orðin hátíð barnanna og það er þá frekar á nýárskvöld sem menn draga spariskrúðann fram og bregða sér á ball. Þetta á raunar við hjá sífellt fleirum þótt gamlárskvöld haldi auðvitað sín- um sessi, einkum meðal yngri kyn- slóðanna. Í takt við þessa þróun hefur færst í vöxt á undanförnum árum að veitingahús boði til nýársfagn- aðar þar sem slegið er upp glæsi- legum dansleik að loknu íburðar- miklu borðhaldi. Gestirnir sem mæta þurfa venjulega að punga út háum fjárhæðum til þess að fá not- ið herlegheitanna og er stórhluti útgjaldanna fólginn í klæðnaðinum og ýmsum fylgihlutum. Tískusveiflur í kjólum Skrúðar gestanna á nýársfögn- uðunum vekja iðulega athygli. Klæðnaðurinn er auðvitað af ýmsu tagi enda hefur hver og einn sinn persónulega stíl. Tískuverslanir og fataleigur reyna að bjóða upp á fjölbreytt úrval sparifatnaðar en auðvitað gætir einhverra tísku- sveifla frá ári til árs. „Nú er mjög vinsælt að vera bara í pilsi og flottri kasmírpeysu eða gylltri peysu við. Annars má tvímælalaust segja að svart og hvítt séu aðallitirnir,“ segir Arnar Tómasson hárgreiðslumaður. Hann ítrekar þó nauðsyn þess að bera rétta fylgihluti með til þess að lífga upp á klæðnaðinn verði svart fyrir valinu. „Hvítur fatnaður er alltaf mjög skemmtilegur. Brasilí- ubúar eru til dæmis alltaf í hvítu á áramótunum sem tákn um það að þeir eru að hreinsa sálina og reka burt illa djöfla. Þetta er auðvitað bara hjátrú en það er gaman að henni.“ En þó að svart og hvítt séu ráð- andi bendir Arnar á að litir og mynstur megi gjarnan fljóta með. „Litir lífga meira upp á tilveruna og það borgar sig oft að hafa sína eigin liti með og bera þá næst and- litinu. Á þessum tíma er líka oft búið að vera mikið að gera hjá fólki og margir orðnir lang- þreyttir en ef maður er í litum þá verða þreytu- merkin minna áber- andi.“ Arnar hefur jafn- framt veitt því athygli að fólk er líklegra til þess að fá tekna af sér mynd sé það í litskrúðug- um klæðnaði. „Ef fólk sæk- ist eftir því að fá birta af sér mynd í Séð og heyrt þá borgar sig að vera í litum.“ Þarf ekki að vera dýrt Það getur verið afar kostnaðarsamt að líta vel út en með útsjónarsemi er hægt að spara sér mikla peninga án þess að það komi niður á útkom- unni. „Það er auðvitað til fólk í samfélaginu í dag sem kaupir sér rándýra og flotta kjóla fyrir svona lagað. En það er líka fullt af fínum búð- um sem selja ódýra kjóla enda þurfa kjólar alls ekki að vera of- boðslega dýrir til þess að vera smart,“ segir Arnar. „Það er líka allt í lagi að vera í göml- um kjól en þá er snið- ugt að poppa hann aðeins upp með því að taka „trendin“ sem eru í gangi á hverjum tíma og bæta þeim við. Í f y r r a v o r u margar k o n u r s e m s a u m u ð u skinn á kragana en það getur líka komið vel út að festa litlar perlur á kjólinn. Í föndurbúð- um er til mikið af alls konar dóti sem hægt er að nota á sniðugan máta en það er auðvitað misjafnt hvað fólk er duglegt við að gera svona hluti.“ Háir hælar ómissandi Skórnir hafa mikið að segja um heildarútkomuna og þá ber að velja af kostgæfni og í samræmi við kjólinn. Arnar fer ekki leynt með þá skoðun sína að öllum kon- um fari best að ganga í háum hæl- um þegar þær klæða sig upp. „Þó að konur séu hávaxnar eiga þær tvímælalaust að vera á hælum og ganga beinar í baki.“ Að sögn Arnars er skótískan ekki mikið breytt frá því sem var í fyrra. „Támjóir skór eru áfram inni en táin má kannski vera svolít- ið ferkantaðri núna.“ Arnar hefur líka tekið eftir því að spænskra áhrifa gætir í sparikjólum kvenna þessa dagana og ítrekar hann nauðsyn þess að vera í léttum bandaskóm við slíkan klæðnað. „Þá þarf auðvitað að fara í fótsnyrtingu og lakka táneglurn- ar. Ég mæli líka með því að konur setji brúnkukrem á kroppinn því það er hálfasnalegt að sjá næpuhvíta húð við suðrænan kjól.“ Slaufur setja svip Því verður ekki neitað að klæðnaður kvenna vekur yfirleitt töluvert meiri athygli en föt karlmanna enda er breiddin venjulega minni á þeim vett- vangi. „Við karlmenn- irnir erum svo heppn- ir að við getum leyft okkur að fara í sömu jakkafötin ár eftir ár,“ segir Arnar en viður- kennir þó að karlmanna- klæðnaður sé ekki alveg óháður tískusveiflum. „Bur- berry er mjög vinsælt núna. Mér finnst ofsalega smart að vera í gamla góða smókingnum eða kjól og hvítt og með Burberry-slaufu við. Skotastíllinn hefur líka verið áberandi upp á síðkastið og það er tilvalið að velja slaufu með þannig mynstri. Í raun er alltaf sniðugt að vera með slaufu í einhverjum lit eða með mynstri og auðvitað er huggulegt að hafa hana í stíl við kjólinn sem konan er í.“ Uppsett hár og skínandi andlit Hárgreiðslan og farðinn skipta ekki síður máli en klæðn- aðurinn og þar er að ýmsu að gæta. „Víddin í hárgreiðslum er mjög mikil. Það hefur verið „trendið“ síðastliðin tvö þrjú ár að gera ekki svo mikið úr hár- greiðslunni en þetta er að breyt- ast núna og meira orðið um að konur fari í greiðslu þegar tilefni gefst. Mér finnst uppgreiðslur alltaf mjög hátíðlegar en kjóllinn, og þá sérstaklega hálsmálið, hef- ur mikið um það að segja hvernig hárgreiðslu konan getur borið,“ segir Arnar. Hvað förðunina snertir virðist engum blöðum um það að fletta að glimmer og gloss er allsráðandi. „Það er þetta „shiny look“ sem er mest áberandi um þessar mundir“ segir Gréta Boða förðunarfræð- ingur. „Glimmerið er samt öður- vísi en þessi „sansering“ sem var vinsæl hér áður fyrr því nú spilar gljáinn með ljósinu sem maður er í. Þess vegna er algjör vitleysa að þroskaðar konur geti ekki verið með glimmer.“ Gréta segir að rautt sé alltaf mjög vinsælt um jól og áramót. „Konum finnst þér vera sparilegar með rauðan vara- lit og rautt naglalakk. Rautt geng- ur líka við allt og er eiginlega eini liturinn sem maður er ekki bund- inn af.“ ■ HVÍTUR ÁRAMÓTAKJÓLL „Hvítir kjólar eru alltaf flottir í rökkrinu á nýárskvöld þegar allir karlmennirnir eru í dökkum fötum,“ segir Málfríður Loftsdóttir í Tískuversluninni Mondo. Samhljómur milli fatnaðar, fylgihluta og förðunar ARNAR TÓMASSON HÁRGREIÐSLUMAÐUR „Síðan ég var barn hefur mér alltaf fundist nýársdagur mjög spennandi enda fór móðir mín alltaf á ball á Hótel Sögu.“ FELIX BERGSSON Ætlar ekki að taka þátt í stórfjölskyldupartíi í ár. Felix Bergsson leikari: Gamlárskvöld af fingrum fram Nýársfagnaðir hafa unnið sér fastan sess í og flykkjast þúsundir landsmanna ár hvert á slíkar skemmtanir. Klæðnaður gestanna hefur iðulega vakið mikla athygli enda leggja menn sig alla fram um að vera sem glæsilegastir til fara. RAUÐUR JÓLAKJÓLL Rauði liturinn er alltaf í tísku á jólunum að sögn Grétu Boða. Þetta á einkum við um varalit og neglur en rauður kjóll er óneitanlega jólalegur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.