Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2002, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 30.12.2002, Qupperneq 25
25MÁNUDAGUR 30. desember 2002 Ali can te Ver›lækkun! Sumarhúsaeigendur á Spáni! Beint leiguflug til Alicante -takmarka› sætaframbo›. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Sala er hafin á ód‡ru sumarfargjöldunum til Alicante. Flugdagar eru 11. og 24. apríl, 21. maí og alla miðvikudaga í sumar. Flogið er í beinu leiguflugi með Flugleiðum í morgunflugi. *Verðdæmi: M. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. 36.630 kr. á mann ef 2 ferðast saman . Innifalið er flug og flugvallaskattar. Munið, að hjá Plúsferðum er unnt að greiða með Atlasávísunum 5.000 kr. og VR ávísunum að eigin vild og lækka ferðakostnaðinn. Félagsmenn í Félagi Sumarhúsaeigenda á Spáni fá 2.000 kr. afslátt á mann, ef 20 sæti eða fleiri eru bókuð saman. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Fyrstir bóka fyrstir fá. Ver› frá 32.245 kr./mann * Íslandsvinurinn Eddie Izzard: Leggur Kanann að fótum sér FÓLK Grínistanum Eddie Izzard gengur allt í haginn þessa dagana og stefnir í að árið 2003 verði hans besta hingað til. Þeir sem sáu uppi- stand Izzard í Loftkastalanum hér um árið eru sjálfsagt enn grátandi í gegnum tárin, þvílíkar voru hlát- urrokurnar í salnum, enda maður með eindæmum fyndinn. Izzard hefur nú náð fótfestu í Bandaríkj- unum og vann meðal annars til Emmy-verðlauna fyrir uppistand- stúr sinn, Dress to Kill, eða laus- lega þýtt Í drápsklæðum. Margir voru búnir að spá því að Izzard ætti litla möguleika á því að slá í gegn í Bandaríkjunum með sinn undarlega en þó breska húmor, að því er fram kemur í við- tali við hann á vefmiðli breska rík- isútvarpsins BBC. Izzard segir hins vegar engin geimvísindi liggja að baki velgengninni hjá „þurrum“ kananum. Málið sé bara að henda sér í djúpu laugina og vera þolinmóður þangað til þeir gefa sig. Auk þess sé ekki mismun- ur á bandarískri og breskri milli- stétt. Báðar skorti tilfinningu fyrir kaldhæðni. Izzard segist auk þess vonast til þess að fleiri evrópskir skemmtikraftar fari að leggja land undir fót því þeir hafi umheimin- um upp á margt að bjóða. Uppistandið er ekki það eina sem Izzard duflar við því hann er einnig leikari og hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í leik- ritinu A Day in the Life of Joe Egg, eða Dag í lífi Jóa eggs, sem sýnt hefur verið í West End í London og verður sett upp á Broadway í New York á næsta ári. Auk þess leggur Izzard upp í sex mánaða uppistandstúr um heiminn. Það er því nóg að gera hjá þessum fertuga breska háð- fugli sem segir lítið vandamál að flakka á milli grínsins og al- varlegra dramahlutverka á sviði. ■ Alþýðan í Bangkok: Huggun í spádómum SPÁDÓMAR Áhyggjufullir Tælend- ingar í Bangkok eyddu 37 milljón- um dollara í spákarla og -kerling- ar á árinu 2002. Það er 50% aukn- ing frá árunum 1997-2001. Stjórn- völd í Tælandi segja þessa ásókn í spádóma til marks um vaxandi áhyggjur Tælendinga, en efna- hagsástand í Asíu hefur farið hríð- versnandi á undanförnum fimm árum og fjármál heimilanna verða æ strembnari, sem veldur stressi hjá hinum almenna borgara. Fólk leitar huggunar í spádómum, segja yfirvöld, sem spá efnahags- bata um 5% árið 2003 miðað við 1,9% í fyrra. ■ MCKELLEN Sir Ian McKellen verður Dumbledore í næstu mynd um Harry Potter. Sir Ian McKellen: Tekur við hlutverki Dumbledore KVIKMYNDIR Breski leikarinn Sir Ian McKellen mun taka við hlut- verki prófessors Albus Dumble- dore af Richard Harris í þriðju kvikmyndinni um galdrastrákinn Harry Potter. Orðrómur hafði verið uppi um að hinn 63 ára gamli McKellen myndi taka við hlutverkinu af Harris, sem lést í október. Tökur á nýjustu myndinni í seríunni hefjast í febrúar á næsta ári. Framleiðendurnir höfðu vonast til þess að láta Harris leika í myndinni með því að nota tölvu- teiknaðar myndir af honum og tökur sem ekki höfðu verið not- aðar. Það gekk hins vegar ekki upp og því var McKellen fenginn til starfans. Hann fer sem kunn- ugt er með hlutverk Gandálfs í Lord of the Rings-þríleiknum og ætti því að vera vel undirbúinn fyrir hin ýmsu ævintýri með Harry Potter. ■ Ný neðanjarðarlest veldur vandræðum: Stjórnlausir farþegar NEÐANJARÐARLEST Nýjar neðanjarð- arlestir í Nýju-Delhí, höfuðborg Indlands, sem voru teknar í notkun síðastliðinn miðvikudag, hafa slegið rækilega í gegn. En vinsældir lest- anna eru að snúast upp í martröð borgaryfirvalda, sem hafa birt aug- lýsingar í blöðum og beðið borgar- búa að nota aðrar samgönguleiðir til að komast ferða sinna. Lestarnar ráða við að flytja 200.000 farþega á dag, en frá fyrsta degi hafa um 1,2 milljónir manna tekið sér far með þeim daglega. Rafrænir lestarmið- ar eru uppurnir þar sem fólk hefur stolið þeim í stórum stíl sem minja- gripum og neyðarhátalarakerfi hef- ur verið tekið úr sambandi vegna þess að farþegar voru stanslaust öskrandi á lestarstjórann að fara hraðar. Þetta eru fyrstu neðanjarðarlest- ar sem teknar eru í notkun í borg- inni og fargjaldið, sem jafngildir 8 sentum, er viðráðanlegt fyrir fá- tæklingana, sem standast ekki nýj- ungina og fara margar ferðir á dag. Fyrsti áfangi lestarkerfisins, sem er 38 mílur, á að vera tilbúinn árið 2005 og ráða við tvær milljónir farþega á dag. ■ EDDIE IZZARD Búinn að heilla Íslendinga og nú eru það Bandaríkjamenn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.