Fréttablaðið - 03.01.2020, Page 8

Fréttablaðið - 03.01.2020, Page 8
Ástand heimsins Þessi ungi maður tók þátt í kynningu á „Bréfi ársins 2020“ sem kynnt var á Kúbu í gær. Kynning bréfsins er árleg hefð þar sem Babalow prestar kúb- önsku Sanateria-kirkjunnar fara yfir spádóma ársins. Fyrir árið 2020 spáðu prestarnir meðal annars auknum veikindum í landinu og valdaráni. Fjöldi fólks safnaðist saman og mót- mælti niðurrifi Y-blokkarinnar í Ósló í gær. Byggingin var ein af ríkis- stjórnarbygg- ingum Noregs áður en hún var sprengd í hryðjuverka- árás þann 22. júlí 2011 og átta manns létu lífið. EastMed-samkomulagið var undirritað í Zaeppi-höllinni í Aþenu, höfuð- borg Grikklands, í gær. Samkomulagið er milliríkjasamningur um jarð- gasleiðslur á milli Grikklands, Kýpur og Ísraels. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, flutti ávarp í höllinni eftir undirritun samningsins. Það var jólalegt um að lítast í Moskvu í gær þegar leikarar sýndu verkið „Leiðin að jól- unum“. Rússar fögnuðu ára- mótunum þann 31. desember en fagna ekki jólunum fyrr en þann 7. janúar. Þrettán dögum eftir að jóladag ber upp í gregor íska tímatalinu. Forsetakosningar fara fram í Taívan þann 11. janúar næstkomandi og sækist sitjandi forseti landsins Tsai Ing-wen eftir endurkjöri. Hún mætti á viðburð tengdan kosningunum í höfuðborg landsins Taipei í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.