Fréttablaðið - 03.01.2020, Page 10

Fréttablaðið - 03.01.2020, Page 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Enginn óbilaður maður hefði spáð fyrir um það í ársbyrjun 2010 að þjóðarbúið stæði á jafn sterkum grunni tíu árum síðar. Við eigum eftir að lifa með krón- unni um langt skeið enn. Örn Karlsson vélaverk­ fræðingur Gefum okkur þá sviðsmynd að öll útlán fjármálakerfisins séu verðtryggð. Gefum okkur síðan að þau atvik verði að peninga- magn í umferð eykst umfram vöxt raunhagkerfis- ins og verðbólguþrýstingur myndast. Hagkerfið fer þá í þann ham að ryðja sig þannig að misgengi raunhagkerfis og peningamagns í umferð jafnist út með hækkun nafnverðs vöruf lórunnar. Verðbólga er náttúrulegt fyrirbrigði sem verður þegar misgengið áðurnefnda myndast. Þegar allar fjármálalegar eignir eru verð- tryggðar nær hagkerfið ekki að ryðja sig, verð- tryggingin bætir jafnóðum við peningamagnið með verðbótaþætti á lánin. Verðbólgan fer þá í viðvarandi spíral. Ef hluti hinna fjármálalegu eigna er óverð- tryggður nær hagkerfið að ryðja sig í gegnum þær. Rýrnun hinna óverðtryggðu eigna verður þannig hlutfallslega meiri eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall fjármálalegra eigna. Þannig er ljóst að eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall allra fjármálalegra eigna verður áhættan meiri á hinum óverðtryggðu sem leiðir beint til þess að þær bera hærri vexti en ella. Verðtryggingin leiðir þannig til truf lunar á náttúrulegri aðlögun hagkerfisins sem leiðir til fjármálalegs óstöðugleika, þar með talið hærri vaxta á óverðtryggðum eignum. Verðtryggingu var komið á vegna þess að við sem samfélag gáfumst upp á að glíma við rót vandans, misgengið milli vaxtar raunhagkerfis- ins og peningamagnsins. Verðtrygging truf lar sýn á þá viðvarandi glímu. Við eigum eftir að lifa með krónunni um langt skeið enn. Afnám verðtryggingar er ein for- senda þess að óhjákvæmilegt samlíf okkar með krónunni verði bærilegt. Verðtrygging leiðir til hærri vaxta og óstöðugleika Á frettabladid.is finnur þú Fréttablaðið í dag og safn eldri blaða. Lestu Fréttablaðið þegar þér hentar á frettabladid.is Efnahagsástandið var ekki gæfulegt við upphaf síð-asta áratugar. Djúpstæður efnahagssamdráttur, mikið atvinnuleysi, raungengi krónunnar langt undir sögulegu meðaltali og vextir um tíu pró-sent. Mikil óvissa var um framhaldið – ekki síst um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins – og fáir höfðu svör við því hvernig hægt yrði að afnema fjármagnshöft án þess að eiga hættu á annarri efnahagslegri kollsteypu. Staðan var því svört. Hún hefði engu að síður getað orðið verri ef þáverandi ríkisstjórn hefði tekist það ætlunarverk sitt að fá þjóðina til að gangast í ábyrgð fyrir löglausum Icesave- kröfum gamla Landsbankans. Þeir samningar, sem hefðu kostað okkur um 200 milljarða í gjaldeyri vegna vaxta- greiðslna til Breta og Hollendinga, hefðu gert það verkefni að losa um höftin enn erfiðara en ella. Almenningi tókst hins vegar að hafa vit fyrir stjórn- völdum og forða þjóðinni frá niðurlægingu. Það var því vel til fundið að tíu árum eftir að talsmenn samtakanna InDe- fence gengu á fund Ólafs Ragnars Grímssonar og afhentu honum undirskriftir 56 þúsund Íslendinga sem skoruðu á hann að synja Icesave-lögunum staðfestingar hafi núverandi forseti sæmt Sigurð Hannesson, sem var í for- svari samtakanna og síðar einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við losun hafta, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, meðal annars fyrir aðgerðir undir merkjum InDefence. Grasrótarstarf InDefence átti eftir að hafa víðtækari áhrif en aðeins á lyktir Icesave-málsins. Í kjölfarið varð sá skilningur almennt viðurkenndur að Ísland þyrfti að nýta rétt sinn sem fullvalda ríki til hins ýtrasta til að leysa með heildstæðum hætti þann fordæmalausa greiðslujafnaðar- vanda sem þjóðarbúið stóð þá frammi fyrir. Það varð úr. Að frumkvæði Seðlabankans voru slitabúin færð undir höftin í mars 2012 og þremur árum síðar voru kynntar sérsniðnar lausnir, útbúnar af íslenskum ráð- gjöfum stjórnvalda, um afnám hafta sem markaði þátta- skil í efnahagslegri endurreisn landsins. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endur- gjaldslaust til stjórnvalda. Íslendingar – stjórnvöld, atvinnulífið og almenningur – hafa náð ótrúlegum efnahagslegum árangri á liðnum áratug sem við megum vera stolt af. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasög- unni, er komið í A-flokk, vextir hafa aldrei verið lægri sam- hliða því að verðbólga hefur haldist lág, skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 600 milljarða á fimm árum, erlend fjár- festing hefur stóraukist, Seðlabankinn ræður yfir stórum óskuldsettum gjaldeyrisforða og erlend staða þjóðar- búsins er á pari við stöndugustu ríki í Evrópu. Launþegar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Kaupmáttur launa jókst um liðlega 50 prósent sem er meira en þekkist í nokkru öðru ríki sem við berum okkur helst saman við. Óhætt er að fullyrða að enginn óbilaður maður hefði spáð fyrir um það í ársbyrjun 2010 að þjóðarbúið stæði á jafn sterkum grunni tíu árum síðar. Það er hins vegar reyndin – og á þeim tímamótum er ágætt að hafa það hug- fast að þetta gerðist ekki allt af sjálfu sér. Áratug síðar Bjargvætturinn Í gær var tilkynnt að Helga Jóns- dóttir hefði verið sett tímabund- ið í embætti ríkissáttasemjara á meðan unnið er að ráðningu eftirmanns Bryndísar Hlöð- versdóttur. Þetta er kannski ekki heppilegasti tíminn til að skipta um sáttasemjara þar sem miklar annir eru fram undan við samningagerð hjá opinberum starfsmönnum. Embættinu er þó mikill fengur að Helgu sem fer að verða sérlegur bjargvættur hins opinbera. Hún var einmitt fengin til að stýra Orkuveitu Reykjavíkur þegar mesta ólgan var í kringum fyrirtækið. Nú er bara að bíða og sjá hvaða opin- bera stofnun þarf næst á hjálp hennar að halda. Lærdómur Bjarna „Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á sautján árum í stjórnmálum, þá er það að þessar kannanir segja ekkert.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlárs- dag þegar niðurstöður nýrrar könnunar sem sýndi Samfylk- inguna stærri en Sjálfstæðis- f lokkinn voru birtar. Í gær birtist svo Þjóðarpúls Gallup. Þar var Sjálfstæðisf lokkurinn aftur orðinn langstærstur. Maður lærir greinilega sitthvað á sautján árum í pólitík. Von- andi áttar Bjarni sig samt á að Gallup-könnunin segir heldur ekki neitt. sighvatur@frettabladid.is 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.