Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 11
Í DAG Þórlindur Kjartansson Til úthlutunar úr sjóðnum 2020 eru um 57 milljónir króna. Kynntu þér málið á landsvirkjun.is. Umsóknarfrestur er til 13. janúar 2020.→ → ERT ÞÚ AÐ RANNSAKA ORKU OG UMHVERFI? Náttúrulegir orkugjafar, ný nálgun og hugvitsamlegar lausnir móta orkuvinnslu framtíðarinnar. Við óskum eftir umsókn um til Orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar sem veitir styrki til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála. Hið alíslenska súkku-laði Hraun hefur verið hluti af minni tilveru frá því ég fyrst man eftir mér. Það er engin tilviljun að Hraunið hafi staðið af sér alþjóðlega samkeppni í alla þessa áratugi. Það er eitthvað óviðjafnanlegt við Hraun sem mun aldrei verða leikið eftir. Kannski er ekki hægt að búa til súkkulaði eins og Hraun nema maður hafi verið í íslenskri útilegu í tjaldi eða tjald- vagni og drukkið íslenska kókó- mjólk og borðað rækjusamlokur frá Sóma. Hraunið á sér sérstakan stað í þjóðarsálinni. En þrátt fyrir sína séríslensku eig- inleika og rótföstu tilvist í íslenskri menningu þá hefur Hraunið ekki farið alls kostar varhluta af alþjóð- legri þróun og kapítalískri neyslu- hyggju. Framleiðslan á Risa-Hrauni var ekki eina byltingin, heldur hefur tilkoma Hraunbitanna líklega valdið stærstu straum- hvörfunum í tilvist þeirra. Ekki þykist ég vita nákvæmlega hvaða markaðsrannsóknir lágu upphaf- lega á bak við þróun vörunnar út í bitaformið. Mér finnst ekki ósennilegt að stjórnendur Góu hafi orðið þess áskynja að það tíðkaðist víða að skera Hraun niður í smærri bita til útdeilingar í veislum. Hið stökka eðli Hraunsins gerði það þó að verkum að slíkum aðgerðum gat fylgt leiðinlegur subbu skapur þar sem mylsna og brot af súkku- laði áttu það til að skjótast undan niðurskurðarhnífum út um öll gólf. Hvort sem það var ætlunin eða ekki þá komu Hraunbitarnir mjög vel til móts við þetta neyslumynstur. Með tilkomu Hraunbita í kassa var því hægt að bera á borð í veislum litla skammta af súkku- laðinu vinsæla án þess að hófsemd- arfólk þyrfti að ráðast til atlögu við heila stöng. Þannig gat pena og neyslugranna fólkið stungið upp í sig einum mátulegum bita, en börn og aðrir minna þroskaðir menn gátu vælt út annan og jafnvel þriðja bitann. Hraunbitar í lokan- legum öskjum virtust því vera hin fullkomna lausn fyrir hagsýnan og heilsusamlegan heimilisrekstur. Allt er gott í hófi. Rannsókn á Hraunbitum En síðari tíma rannsóknir mínar, ásamt margra ára reynslu, hafa hins vegar gefið mér tilefni til þess að ætla að neyslumynstur á Hraun- bitum hafi víða farið í aðrar áttir en upphaflegar áætlanir stóðu til. Það er til dæmis algengt að pakkningar af Hraunbitum, sem ætlaðar eru til varðveislu uppi í skáp eða hóf- semdarlegrar neyslu á löngu tíma- bili, hljóti allt önnur örlög. Það mun ekki óalgengt að slíkar pakkningar hreinlega klárist skyndilega án þess að vitað sé til þess að tekin hafi verið upplýst ákvörðun um að þeir skyldu kláraðir. Það kveður jafnvel stundum svo rammt að, að kassar af Hraunbitum klárist þrátt fyrir að tekin hafi verið bjargföst ákvörðun um að borða þá einmitt alls ekki og slíkar ákvarðanir staðfestar með háfleygum heitstrengingum. Það gerist bara samt. Og enginn veit af hverju. Jú, á yfirborðinu er augljóst hvað það er sem gerist. Hönd læðist ofan í kassa, krækir í bitann, ber hann að munni. Tennur maula hann niður og áður en honum er kyngt hefur höndin aftur vegferð sína ofan í kassann til að sækja þann næsta. Þannig gerist þetta koll af kolli þangað til ekkert er eftir nema mylsnan í botninum. Þeir sem hafa mikla sjálfsstjórn henda þá kassanum en aðrir leyfa sér þann munað að safna mylsnunni saman í lófann og gleypa hana líka. Þeir eru hvort sem er búnir að borða svo marga bita að það munar ekki um smælkið. Óþarfi að fara að bæta matarsóun ofan á ofneysluna á umhverfissakaskránni. Einfalt en erfitt Við áramót ætla margir sér að bæta ráð sitt með einum eða öðrum hætti. Flest markmiðin snúast annars vegar um að byrja á eða gera meira af einhverju æskilegu, og hins vegar að hætta eða gera minna af einhverju óæskilegu. Allt virkar það sáraeinfalt. Við einfaldlega ákveðum að gera eitt- hvað og gerum það svo. Lesum fleiri bækur, hlaupum fleiri kílómetra, heimsækjum oftar ættingja. Það er ekki flókið. Jafnvel enn þá ein- faldara er að hætta að gera eitthvað. Það þarf ekki einu sinni að gera neitt til að ná slíkum markmiðum, bara að reykja ekki sígaretturnar, borða ekki sælgætið, drekka ekki bjórinn, hanga ekki í tölvunni. Það er beinlínis fyrirhöfn fólgin í því að brjóta áramótaheitið; að gera eitt- hvað sem ekki stendur til að gera í staðinn fyrir að sleppa því. En mannskepnan er flókið fyrirbæri og lýtur ekki alltaf stjórn, jafnvel ekki sinni eigin. Alls konar hversdagslegir hlutir eru hannaðir sérstaklega til þess að koma upp á milli meðvitaðra ákvarðana okkar og ómeðvitaðra langana. Sam- félagsmiðlar eru hannaðir eins og spilakassar til að ræsa þörf eftir spennu og viðurkenningu, matvara er stútfull af efnum sem gera okkur erfiðara að hafa stjórn á neyslunni og streymisveiturnar eru forritaðar til þess að halda okkur sem lengst límdum við skjáinn. Þetta eru þó smávægileg við- fangsefni miðað við það sem gerist þegar fólk festist í viðjum alvar- legrar fíknar í vímuefni og sterk lyf. Slík fíkn getur á undraskömmum tíma farið langt með að leggja líf fólks í rúst. Þess konar hörmungar fara ekki í manngreinarálit og geta breytt hverjum sem er í óþekkjan- lega útgáfu af sjálfum sér. Sá sem ætlar sér að ná jafnvel hinu einfaldasta áramótaheiti eða markmiði ætti því ekki endilega að trúa því að viljinn sé allt sem þarf. Það er erfitt að breytast og getur verið sársaukafullt að slíta sig úr viðjum vana og fíknar. Ástæðan fyrir því að flestar heitstrengingar um áramót fara forgörðum er ekki sú að fólkið sjálft sé viljalaust, heldur einmitt að þær eru í eðli sínu erfiðar. Og það er ekki merki um aumingjaskap þegar fólk verður alvarlegri fíkn að bráð. Engum er greiði gerður með því að halda að slíkt geti ekki komið fyrir hann sjálfan eða einhvern honum nákominn. Enga uppgjöf Áramót eru eins og önnur tímamót góð til þess að skoða sjálfan sig og setja markmið. En þótt mörg þeirra séu einföld þýðir það ekki endi- lega að þau séu auðveld. Meira að segja einföldustu ákvarðanir eins og að borða ekki Hraunbitana úr kassanum í skápnum geta farið út um þúfur þrátt fyrir góðan vilja og einbeittan ásetning. Líklega skiptir mestu að sýna sjálfum sér skilning en þó ekki of mikinn heldur strengja þess umfram allt heit að gefast aldrei endanlega upp í þeirri viðleitni að verða skárri manneskja. Hver ákvað að klára Hraunbitana? Með tilkomu Hraunbita í kassa var því hægt að bera á borð í veislum litla skammta af súkkulaðinu vinsæla án þess að hófsemdarfólk þyrfti að ráðast til atlögu við heila stöng. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.